Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 45

Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 45
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1949 £ ££ « 3HE « « 3HC « « « 3HE 3HE 3HE 3ME 3HE « 3ME 3HC 3HE 41 Þrír strnknr Það var liann Knútur, liann rrið- rik og liann Pétur. Knútur var stór- bóndasonur, Friðrik smali lijá hrepp- stjóránum, en annars kallaði liann sig alltaf Frigga hennar Bríetar i Skarði, því að enginn vissi liver faðir hans var. Pétur átti heima í koti fram við sjó, og allir voru þeir í barnaskólan- um og skelfing litlir eftir aldri. Þeir hittust úti á vegi einn dag, þegar Pétur var að koma frá sveita- kaupmanninum en hinir tveir úr skól- anum. Og fyrst gengu þeir hver fram hjá öðrum og sendu óhýrt auga, svo staðnæmdust þeir, litu við og góndu hver á annan í hæfilegri fjarlægð. Þeir voru illilegir — allir. Voru eins og bolakálfar, sem setja undir sig hausinn til að stanga. Loksins hvæsti Pétur: Hundaskítur! Það hitti. Hinir tveir tókust á loft og öskruðu. „Djöfsi!“ orgaði Knútur. „Hámeri!“ æpti Friðrik. Og svo var ekki laust við að þeir töluðust svo- lítið meira við. Það vægasta sem Pét- I ur lofaði hinum strákunum tveimur, að liann skyldi lúskra svo rækilega á þeim, að ekki yrði á þeim nokkur tuska eða linappur á eftir. Og hinir krepptu píslarhnefana og bölvuðu sér upp á að hann væri svoddan tuska, að þeir vildu ekki snerta á honum. Og þegar þeir loksins sneru að lion- um bakinu sendi hann þann tóninn og bað þá um að snauta heim i vögg- una sína, og til áréttingar henti hann steini á eftir þeim. Sunnudaginn næstan á eftir hittust þeir við kirkjuna. Og jiar er ekki tækifæri til að fljúgast á eða rífa kjaft, og samt urðu þeir nú að gera upp reikningana. Knútur og Friðrik liöfðu náð saman, en skammt frá stóð Pét- ur einn. Þarna kringum þá var hesta- linegg, skvaldur og vagnaskrölt, en þeir sinntu þvi ekki en horfðust bara á. Loks fikraði Pétur sig nær þeim, nam svo staðar og lét sem liann væri að gá til veðurs. Og nú var svoddan fólksþvaga kringum þá, að strákarn- ir tveir vissu ekki fyrr en þeir voru komnir alveg að Pétri. Þarna stóðu þeir góndu hver á annan og þögðu. F.oksins spyr Pétur Knút, hvort það sé gaman að flytja kaupstaðarfólk. Hann liafði svo oft séð liann bruna framhjá með einhvern höfðingja í kerrunni og brúka svijjuna svo að hesturinn var á harða spretti. Pulni! l)lés Knútur. — Hann væri svo sem alvanur þessu. Og það gæti nú hugsast að kongurinn kæmi í sumar. — Og þá verður það vist ég og Mósi, sem sækjum hann. Og nú vissi víst enginn þeirra, að þeir stóðu þarna og voru farnir að tala saman. I’étur var i öðrum skóla en hinir tveir, en á áliðnu sumri hittust þeir við kirkjuna Hún stóð á háum hól og gömul limrik tré í kring og ágætt við- sýni. Og hér hittust sveitabúar við klukknaliringingarnar, sumir til að heyra prestinn, aðrir til að sýna sig og sjá aðra, einn til að koma skóm i sólun, annar til að borga skuld. Gam- ali karl með nýsilfurshnappa á brók- unum gekk og skoðaði hestana, stúlk- ur komu til að sýna nýju kjólana sina, og piltar til að skoða stúlkurnar. Og inni í kirkjunni var kyrjað og sungið og allir sungust í eitt. Stráklingarnir þrír stóðu úti á kirkjuhólnum og fengu sífellt fleira og fleira að tala um. Vitanlega töluðu þeir um hvað þeir ætluðu að leggja fyrir sig þegar þeir væru komnir framyfir. Friðrik ætlaði að verða eins og hann Napoleon. Hann hafði eign- ast pípu úr gömlum lykli og og hlóð hana og skaut úr henni svo að small í. Knútur ætlaði að versla og græða peninga, og var farinn að selja grönn- um sínum tóbak. Og loks kom það upp úr Pétri, að hann væri búinn að ráða við sig livað hann ætlaði að gera. Hann ætlaði að verða hiskup, og hafði ort nokkra sálma. — Ilver fjárinn, sagði Knútur. Einn góðan veðurdag sáu þeir tvær telpur stiga út úr léttivagni með for- eldrum sínum. Þær voru i rauðum kjólum og með jarpar fléttur, sem náðu langt niður á bak. — Þetta eru systur mínar, sagði Knútur. — Ilver fjárinn, sagði Friðrik. Og eftir að komið var i kirkjuna voru þeir Frið- rik og Pétur alltaf að lita við. Þar sátu telpurnar tvær hjá móour sinni og voru að syngja. Og Pétur hugsaði sitt og Friðrik sitt, að minnsta kosti voru þeir nú orðnir sannfærðir um það, báðir tveir, að þeir yrðu að verða menn, sem mikið kvæði að. — Áttu ekki aðra félaga en þennan sjóbúðarstrák og smalann, sagði mamma Knúts við hann einu sinni. Því að á svona óðalssetrum er tekið eftir hvern maður leggur lag sitt við. En Knútur hafði málbein til að verja félaga sína. Móðir hans var svo guð- hrædd og nú romsaði hann um hve vel þeir kynnu kverið sitt i skólan- um, bæði Friðrik og Pétur. Og hann sagði að báðir hefðu þeir liug á að verða svo miklir menn, að þeir fengi að fara til altaris. Það dugði. — Jæja, sagði móðir hans. Og loks fékk hann því framgengt, að hann mætti bjóða þeim báðum heini á jólunum. Og það urðu nú jól, sem vert var um að tala, hjá þeim öllum þremur. Það var snjór og kuldi, og Pétur þrammaði af stað, en hjartað fór að síga í honum þegar hann nálgaðist stórbýlið. Hann var feiminn við lnis- in sjálf, og enn feimnari við gömlu hjónin, en verst var þó að eiga að vera undir sama þaki og telpurnar, einkanlega nærri annarri þeirra. Hann tók ofan húfuna langt niðri á hlaði. Hann gekk afturábak inn í stofuna, til þess að vera viss um að geta lokað á eftir sér. En þegar liann leit við sá hann fleiri gesti og þar á meðal kennarann sinn og nú liring- snerist allt fyrir honum. Sá sem bara hefði getað verið kominn til hans Friðriks, j)ví að hann var sestur langt inni á bekk. En liann Knútur var makalaus, nú kom liann með lúkuna og bauð góðan daginn og sagði vertu velkominn, og þá var eins og allt lagaðist. — Er þetta ekki hann Pétur? sagði há og hressileg kona í gráum kjól, og hún stendur upp og tekur í höndina á honum, íiún. er móðirin í húsinu. Pétur fór aftur að langa lil að lifa og komst slysalaust til Friðriks. En í skolinu við ofninn stóðu telputíturn- ar tvær og skriktu og horfðu á hann. Það getur vel verið að þetta liafi verið hátiðlegt kvöld fyrir fullorðna fólkið líka, en sérstaklega var það hann Knútur, sem liafði tvo vini sína geslkomandi, og nú var hann á sífelld- um erli og dekraði við þá, og var ,eins og húsbóndi bæði úti og inni. Guðs- orði og bindindisprédikunum var nóg af á því heimili, en í kyrrþey hafði* Iínútur náð í fulla meðalaflösku af brennivíni hjá vinnumanninum á næsta bæ, og þegar leið á kvöldið voru drengirnir komnir út í hlöðu og létu flöskuna ganga á milli sín. Innan skamms var þeim farið að finnast allt svo skemmtilegt sem sagt var, og voru sífellt að skella á lærið og hlægja. En síðan urðu þeir lirærð- ir og urðu að taka í liöndina hver á öðrum í tima og ótíma. Þeir sóru að láta eitt yfir alla ganga upp frá þeim degi. Og loks ákvað Knútur að þeir skyldu mægjast. Hann ætlaði að láta þá fá systur sinar. Pétur átti að gift- ast Önnu og Friðrik henni Lovísu. Og þegar hér var komið sögunni vikn- uðu þeir svo að þeir vötnuðu músum, og tóku hver um hálsinn á öðrum. Þegar þeir komu inn hringsnerist stofan fyrir augunum á þeim. Og liér á bænum var lesinn húslestur á hverju kvöldi, en þegar byrjað var að syngja sálminn í þetta sinn tóku þeir undir en miklu hærra en hinir, svo að allt strandaði og fullorðna fóíkið liætti að syngja og góndi hvcrt á annað. — Hvað er nú þetta. sagði húsbónd- inn og liorfði yfir gleraugun. — Ja, sama segi ég, sagði húsmóð- irin. Telpurnar tóku höndunum fyrir andlitið og hixtuðu, en það var ekki grátur. — Það er best að þeir hipji sig i rúmið, allir þrir, sagði liúsmóðirin. Faðir Knúts tók í eyrnasnepilinn á honum og teymdi hann til dyra, hús- móðirin kom með hina tvo á e.ftir. Æjá þvílik jól! Og á nýársdag þorðu þeir ekki að láta sjá sig saman við kirkjuna, en hver þeirra eftir annan áttu erindi upp í hlöðuna á prests- setrinu, og þar sátu þeir af sér mess- una og reyndu að liugga hver annan. En Friðrik var ekki þannig gerður að hann vildi þiggja lieimboð hjá vini sínum án þess að borga fyrir sig. Og árið eftir kom liann og bauð Knúti og Pétri lieim til sín á hreppstjóra- bæinn. — Færðu að gera það? spurðu þeir báðir. — Hreppstjórinn og kona hans hafa beðið mig um það, sagði Friðrik. En þar laug hann nú, fanturinn. Og þegar leið að boðsdegirium fór honum að verða flökurt. Hann hafði ekki þorað að minnast á þetta við húsbændurna ennþá, og verst var það með kerlinguna. Hún var stundum ekkert nema blíðan i dag, en eins og þrumuveður á morgun. Setjum svo að hún væri i þeim ham að hún rreki strákana út og spyrði í lierrans nafni og fjörutíu, hver hefði beðið þá um að koma! Þeim er ekki vant, sem eiga föður og móður, en það er lakara fyrir þann, sem hvorki á heimili. né skyldmenni. Ilreppstjórinn hélt sig eins og stór- bóndi, en börn átti hann engin, og barnagleðskapur hafði ekki verið þarna i manna minnum. Svo rann dagurinn upp. Friðrik var önnum kafinn úti i eldiviðarskúr og bar inn hvert viðarfangið eftir annað, án þess að nokkur hefði beðið hann um það, bara til að sýna hve liðtækur hann væri. Ilann kynti svo freklega í stofunni hjá hreppstjóranum, að gamli maðurinn varð að fara út und- ir bert loft um stund. En annar var sá, sem þó var enn lieitara innvortis. og það var hann Friðrik. Eftir að rökkva tók komu félagarn- ir labbandi upp brekkuna. Gamli mað- urinn sat i ruggustólnum með löngu pípuna sína, frúin sat við gluggann og var að gera við fataplögg. Þetta er milli jóla og nýárs og ciginlega hvorki sýknt né heilagt. Hurðin opnaðist og strákarnir komu inn, Knútúr fyrsl og Pétur á eftir. Þeir láta aftur eftir sér, snúa sér inn i stofuna og bjóða góðan daginn og gleðileg jól. Og eftir að því liafði verið svarað gengur Knútur fram og heilsar hæði húsfreyjunni og hreppstjóranuin með handabandi, og Pétur labhar á eftir honum og gerir eins. Loks finna þeir sér stól, sinn livoru megin við dyrnar, og þegar hljótt er orðið í stofunni spyr Knútur hvort öllum líði vel á heimilinu! Og bæði hreppstjórinn og konan hans svara, að ekki sé neitt yfir líðaniiini að kvarta. En lijónin góndu lengi á þá og munu hafa búist við að þeir bæru upp eitthvert erindi. Loks kom Friðrik, heilsaði með handa- bandi og muldraði í hálfum liljóðum, að þeir skyldu vera velkomnir. En svo féllst honum hugur. Hann ætlaði og átti að fara til húsmóður-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.