Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 10

Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 10
Til vinstri: Upprunalega, voru engar svalir á Aulestad, þeim megin sem vissi niður aö Gaus- dalnum. En eitt sinn er Björnson kom heim úr löngu feröalagi uppgötvaöi hann aö svalir voru komnar á húsið, þeim megin, sem hann var van- astur að horfh mest gegnum gluggann. „Alltid skal du vœre det dejligste menneske paa jorden, Karolinesagöi hann þá. Nú þurfti hann ekki aö njóta útsýnisins frá húsinu „gegnum gler“. e XX XX XX XX XX XX XX XX XX XX XX XX XX XX XX XX XX XX X Jölablað falkans 1949 Til hægri: Skrifstofa Björnsons. — Myndin af Goethe hátt uppi á veggnum, lengst til vinstri. Auhsiad - heimili Kirtline og Björnstjtrnc Björnsons. Eftir Skúla Skúlason ÉTTUR aldarfjórðungur var liðinn siðan óg, nýkominn til Noregs í fyrsta sinn, sá Brekke Museum í Skien og lyfjabúSina gömlu í Grimstad, þeg- ar ég sá Aulestad í Gausdal núna í haust. í Skien var Henrik Ibsen fædd- ur og því hefir bærinn talið sér sóma að því, að safna sem flestu af þvi, sem snerti höfund Péturs Gauts, sam- an á safninu á Brekke, sem er utar- lega i Skien. í gamla apótekinu í Grimstad — skammt frá Slcien — starfaði Ibsen sem unglingur, las und- ir próf og skrifaði „Catilina“ í tóm- stundunum, þegar hann hafði nætur- vörslu. Það voru áhrifin frá febrúar- byltingunni 1848, sem voru að gerjast í honum. Og svo var hann að lesa latínu undir stúdentspróf. Þar á meðal Ciceroræðuna um uppreisnarmanninn Catalina. Þess vegna er næturvörslu- klefinn, sem liann skrifaði fyrsta leik- ritið sitt í, enn til með ummerkjum, ásamt ýmsu sem snertir Grimsstaða- vist Ibsens, en hún varð sex ára löng. I. A111 þetta rifjaðist upp fyrir mér er ég kom til Aulestad núna í haust. Eg hafði ekið þjóðveginn, sjö km. fyrir neðan þennan stað, oftar en einu sinni, en alltaf stóð svo á, að ég gat ekki tekið á mig krókinn og skoðað stórbýlið, sem Björnstjcrne og Karo- line kona hans sátu, frá 1874 til dauða- dags — hans vorið 1909 og liennar 1934. Síðan hin háaldraða húsmóðir á Aulestad andaðist, hefir staðurinn ver- ið þjóðareign — heimili Björnsons- hjónanna stendur enn með ummerkj- um, eins og það var þegar frú Karo- Jine dó. Það var Anders Sandvig, hinn víðkunni stofnandi safnsins á Mai- liaugen á Lillehammer, „De Sand- vigske Samlinger“ er sagt liefir verið itarlega frá hér í blaðinu, sem átti hugmyndina að því að húsakynni Björnsons yrðu þjóðareign. Þáverandi ritstjóri „Aftenposten“ í Osló, Fröis Fröisland, tók upp þessa hugmynd og nú var efnt til frjálsra samskota meðal almennings til þess að kaupa heimili Björnsons og gefa það ríkinu. Hér var um að ræða þrjú hús, sjálft íbúðarhús Björnsons, geymsluhús, sem stendur ofanvert við hlaðið (eða tunet, sem Norðmenn lcalla) og „drengjastofuna", þ. e. í- búoarhús vinnufólksins. En sjálf jörð- in, sem er stórbýli, skyldi undanþegin sölunni, ásamt hinni miklu fjós- og lilöðubyggingu og íbúðarhúsinu, sem fylgdi búrekstrinum sérstaklega, varð í eigu ættarinnar áfram. Þar býr nú sonarsonur skáldsins, Haraldur, og rekur hið gamla stórbú af mesta dugn- aði. Hann keypti búið af föður sínum fyrir nokkrum árum. En það er sonardóttir Björnsons, ungfrú Else Björnson, sem hefir um- sjón með liinum gömlu húsakynnum safnsins. Hún hefir gegnt þvi starfi siðan „heimilið varð safn“ og hver sá gestur á Aulestad, sem veit að það er kona, sem annast um þessa dýru arfleifð þjóðskálds Norðmanna, hlýt- ur að játa með sjálfum sér, að kven- fólkið sé stundum fullt eins góðir þjóðminjaverðir og karlmennirnir. Á Brekke lians Ibsens var aðeins safn. Á Aulestad hans Björnsons er í raun réttri ekkert safn. Það er lifandi bústaður þeirra Björnstjerne skálds og frú Karoline og maður gríp- ur sjálfan sig í þvi að láta sér finnast, að maður sé að heimsækja lifandi manneskjur, sem séu ekki heima ein- mitt þann daginn, sem maður kemur, en séu væntanleg heim einhvern næstu daga úr einhverri ferðinni suður í lönd — eða kannske þau hafi skropp- ið til Osló. II. Eg lýsi ekki liúsum á Aulestad. — Þetta er alls engin höll, eins og sum- ir bústaðir gamalla verslunarhöfð- ingja í strandbæjum Noregs, með tugum af herbergjum og stóruin söl- um, heldur aðeins gott og skemmti- legt stórbýlishús í sveit. Björnson langaði til þess, er hann komst að fertugu, að eignast býli i sveit og eiga þar heima. Norski bóndimi var mergurinn í þjóðinni, fannst honum. í árslok 1873 eru Björnsonshjónin nýkomin til Firenze í Ítalíu, eftir langa dvöl í Schwaz i Tyrol. Þau dveljast í matsölugistihúsi i Firence fram eftir janúar 1874. En 2. jóladag hafa þau fengið bréf frá ungum guð- fræðikandidat, sem er kennari við Iýðskólann í Vonheim i Gausdal eystra og kunnugur þeim. Þar segir, að jörð sé föl þar i sveit, Olstad heiti hún. Hvort Björnson vilji ekki setjast þar að, þvi að þar eigi hann marga vini og aðdáendur, svo sem Christopher Bruun (skólastjórann), Kristofer Jan • son (skáldið) og fleiri. Karoline var ólm í þetta en Björn- stjerne hugsaði málið. En mánuði síð- ar var Olstad orðinn lians eign — 15 þús. spesiudali kostaði jörðin, stór- fé, þvi að ekki var hann rílcur, þó hann hefði dágóðar tekjur í þann tíð. Hann var sem sé laus á fé lika. T. d. hafði hann skömmu áður hitt þýska baróninn Ilarro Harring, auralausan hugsjónamann, sem barðist fyrir lýð- ræðishugsjóninni, og gefið honum 3 þús. dali til þess að berjast gegn aftur- haldinu og kirkjuvaldinu á Spáni! Björnson var líka lýðveldissinni og umfram allt — hann var stríðsmaður frelsisins. Aleigu handa Harro! Ilin fjárhagslega stoð lians var Ilegel gamli í Kaupmannaliöfn, sem var stoð og stytta þeirra liöfunda sem eitthvað gátu. Stjórnandi „Gylden- dalske Bogliandel“, þessa Sesams, sem lika liefir opnað íslenskum rithöf- undum dyr fram á okkar minni. — Björnson treysti sér, Gyldenda! og ýmsum fleiri aðilum, sem þá höfðu áhuga á leikritum hans sérstaklega, til þess, að liann gæti staðið í skilum með borgunina. Þarna var um að Setustofa Björnsons á Aulestad. Yst til hægri sést málverk af Bergljótu, dóttur konu skáldsins, síöar giftri Sig. Ibsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.