Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 37

Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 37
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1949 ■^tJN ÝTTI kápunni ofan af sér og rétti úr sér. £* Hún hafði setið í horn- inu við klefagluggann og blund- að, eins og fólk gerir oft á ferða- lagi í járnbraut þegar því finnst tíminn lengi að líða. Hún var ekki almennilega vöknuð er hún leit fram undan kápunni og deplaði augunum meðan þau voru að venjast birtunni aftur. Og fyrst nú sá hún að nýr farþegi var kom- inn í klefann. 1 sætinu beint á móti henni sat maður niðursokkinn í að lesa blað. Hún athugaði hann í laumi, Hann kom henni svo kunnug- lega fyrir sjónir — fannst að hún hefði séð hann áður. Hún gat bara ekki komið því fyrir sig hvað það var, sem hún kannaðist við. Svo kom hún auga á fæð- ingarblettinn á eyranu á honum, svo að hún laut fram til að sjá andlitið betur. Jú, víst var það hann! ,,Martin!“ kallaði hún forviða og maðurinn leit upp, ekki minna forviða. Hann starði á hana um stund. Svo lét hann blaðið síga. „Winnifred!" Hann stóð upp og tók báðar hendur hennar, sem hún rétti á móti honum. „Winni — þú!“ Það var hún, sem fyrst tók eftir að fleiri farþsgar voru í klefanum og þeir störðu á þau, forvitin. „yið skulum fara inn í matar- vagninn og tala saman,“ sagði hún lágt. „Það eru víst ekki margir þar núna, og mig langar til að segja þér dálítið í góðu tómi. Dá- lítið, sem ég hefi beðið með að segja þér síðan ég sá þig seinast. 1 fimm ár.“ Hann gekk inn ganginn á und- an, og inn v matarvagninn. Hann var að heita mátti tómur. Aðeins einn maður við eitt gluggaborðið. Þau settust svo langt frá honum sem hægt var, til að geta haft sem best næði. „Hvað má ég bjóða þér að borða?“ spurði hann. „Ekki neitt, þakka þér fyrir.“ „Þá verðum við að minnsta kosti að fá okkur glas af sherry til að halda upp á endurfundinn. Finnst þér ekki?“ Hann bað um sherry og sneri sér brosandi að henni. „Hvernig líður þér, gæskan? Hefirðu fund- ið þessa Paradís á jörðu, sem þú varst áð rugla með hér einu sinni?“ Hún brosti á móti honum. En augun voru alvarleg. Hún hallaði sér fram á borðið og horfði á hann. „Fimm ár eru langur tími, Mar- tin.“ Það var eins og hún þorn- aði í kverkunum og hún varð að súpa á glasinu til að geta haldið áfram. 7% '% 2?-%. 2?-%. Lparadís á iörðu. „Fyrir fimm árum var ég varla nema barn. Konan í mér — ef ég má orða það svo — var svo ný að ég þekkti hana varla. Hún setti í mig beyg um leið og hún vakti há mér vonir um nýja, und- ursamlega framtíð. Þetta lætur víst heimskulega í eyrum Martin, en ég get ekki lýst því öðruvísi. Eg var að hálfu leyti barn og T.ð hálfu leyti fullorðin — og þú þekktir aðeins barnið.“ ar til mín væru ekki þær sömu og áður.“ Hann stóð hálfvegis upp, eins og hann ætlaði að flytja sig henn- ar megin við borðið, en hún fékk hann til að setjast aftur. „En nú veit ég að þú elskaðir mig,“ hélt hún áfram lágróma, „og að það voru ekki annað en ungæðislegar tilfinningaöfgar er þarna voru í vegi. Eftir að mér var orðið þetta ljóst fannst mér ég Hann svaraði ekki strax — horfði aðeins rannsalcandi á hana. „Fimm ár,“ sagði hann seint. „Fimm eilífðir, Winni. Maður get- ur elst talsvert og þroskast á þeim tima.“ Hún varð að taka glasið aftur til að væta varirnar. Og nú komu orðin eins og flaumur. Það var líkast og hún vildi reyna að koma fimm ára forða af hugsunum fyr- ir í fáeinum setningum. „Þegar mér skildist það fyrst, að þér þætti ekki eins vænt um mig og þér hafði þótt áður, varð ég mannfælin og fálát — í stað þess að tala hreinskilnislega við þig. Og við fjarlægðumst með hverjum deginum. Og þegar þú lagðir áherslu á, að við yrðum að reyna að halda saman samt, þá gerðir þú þetta svo rólega og yfirvegað, að ég hélt að þú gerð- ir það af skyldurækni. Eg hélt að þú vissir að ég elskaði þig áfram, og að þú værir reiðubúinn til að giftast mér, þó að tilfinningar þín- ekki geta lifað glaðan dag fyrr en ég hefði sagt þér frá því. En ég varð að segja það sjálf — mér fannst óhugsandi að skrifa það. Eg einsetti mér að segja það, ef ég hitti þig nokkurntíma. Þá — fyrir fimm árum — hafði ég ekki lært að finna hugsunum mínum orð. En nú hefi ég lært það og nú skaltu heyra það ailt, Martin.“ Hún tók málhvíld áður en hún hélt áfram: „Mér lá við sturlun af sorg, er ég fékk bréfið þitt um að þú hefðir gifst frænku þinni — af því að ég hefði slitið trún- aði við þig. Eg lá andvaka nótt eftir nótt, — gat ekki einu sinni grátið. Eg felldi ekki eitt tár held- ur lá og engdist, eins og af líkam- legum kvölum. Á daginn ráfaði ég um eins og bergnumin, alveg sinnulaus, og þegar ég loks sofn- aði á kvöldin dreymdi mig alltaf um þig. Mig dreymdi að þú værir kominn til mín og hallaðir höfðinu upp að brjósti mér eins og þú varst vanur, og að ég stryki hend- inni um hárið á þér og spyrði hvort þér liði vel. Þú svaraðir allt- af því sama: „Elskan mín, þegar ég er hjá þér, líður mér betur en nokkrum öðrum manni getur lið- ið.“ — Þegar ég kom að þessu svari þínu vaknaði ég alltaf, vakn- tí ijj' "uí iu m öj ui (ij iti oq S. Sz-%. 2?%. 2?-%. 2?-%. 2?%. aði úr yndislegum draumi til martraðar harms og þjáninga. Þetta var verra en að syrgja dáinn mann. Verra vegna þess að mér fannst niðurlæging í því að þrá mann annarar konu svona heitt.“ Það fóru krampadrættir um andlitið á henni en svo harkaði hún af sér og brosti. Hún roðn- aði í kinnunum og augun voru dökk af geðshræringu. Hann sat og horfði í augu henni. Honum fannst það svo undursam- legt við hana hve sjáaldrið í aug- unum varð stórt þegar hún varð hrærð. Þetta hafði oft töfrað hann. Það var eins og augun í henni væru botnlaus og svört, með gráum hring utanum. Hann leit fram og strauk hönd hennar án þess að segja orð. „Skilurðu mig, Martin?“ Augu hennar grátbændu hann um að gera það. „Já, Winni, — ég skil þig — núna.“ „Eg er ekki búin enn, það er svolítið meira. Eg verð að segja þér allt. sem ég hefi búið yfir þessi árin. Eg hugsa að mér líði betur eftir. Þetta hefir legið á mér eins og farg. Eins og þú kannske fréttir var mér boðið í ferð með Hetty-frænku. En ég hugsaði allt- af til þín. Fyrstu hvítasunnuna eftir brúðkaupið hugsaði ég: Nú borðar hann fyrstu hvítasunnu- máltíðina heima hjá sér með henni. Og þegar jólin komu: Fyrstu jól heima hjá honum. Þau hefðu átt að vera heima hjá okk- ur. Mig tók þetta svo sárt að mér fannst ég ekki geta lifað. Og þó var það ekki það versta. . . Hún varð að súpa á glasinu aft- ur til að styrkja sig. Allur roði var horfinn úr kinnum henni og aug- un voru brennandi. „Veistu hvað var verst, Martin? Eg fór að hugsa um hvort þið mynduð eignast barn. Mér fannst ég verða að deyja ef þú eignaðist barn með annarri konu. Eg átti að eiga það barn. Mér fannst fráleitt að önnur kona væri móðir að þínu barni.“ Og svo spurði hún: „Eigið þið barn, Martin?“ „Já, litla stúlku, sem heitir Winni.“ Það fór titringur um hana og nú fylltust augun af tárum. Hann skotraði augunum að hinu borð- inu. Til allrar lukku var maður- inn farinn. Þau voru ein í matar- vagninum. — Hann stóð upp og færði sig til hennar og tók mjúkt undir hökuna á henni. „Elskan mín, það er til Para- dís á jörðu. Að heyra þig segja þetta — heyra að þér hafi liðið alveg eins og mér í þessi fimm ár, — það er eins og að vera í himnaríki. Aldrei í þessi ár hefi ég notið þeirrar sælutilfinningar, NiÖurlag ábls. 31.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.