Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 20

Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 20
16 3WE 3HS 3WE 3S-* 5« 3WE S-« 3Ht 3HE « « « 5-« 5-S 5 Jölablað falkans 1949 með starandi augu, sem æ?5ir áfram á fleygiferð á stórum hjólum og stjak- ar sér áfram meö pensilskaftinu og blýantinum og er lilaÖinn peningapok- um i hak og fyrir. Þriðja myndin er frá 1870, stofumynd af hinum fræga iistamanni, hálfliggjandi á gullnum sófa með litaspjald og pensla i annarri hendinni cn styður hinni hendinni letilega á sófariðið. Listagengi Dorés var mest á árun- um 1800—70. Þá voru umbrotatímar. Rómantíkin var hætt að teljast hylt- ingahreyfing, hún var viðurkennd og þessvegna farin að koma á hana elli- mörk. N'ú kom impressionisminn með Manet og Degas, sem aldrei gerði sig ánægðan með lofið og heiðursvottinn, sem ausið var yfir hann, var iiossað hærra en flestum samtíðarmönnum hans. Fyrir 1860 var Manet nánast tal- inn stefnulaus. Degas siðspillandi og Daumier ekki málari heldur pólitisk- ur skopteiknari. í félagsmálum var ömurlegt ástand á tímum Napóleons III. og andstæðurnar miklar. Annars- vegar metnaðargjarnar aurasálir sem græddu stórfé, hinsvegar fjöldinn, sem lifði í botnlausri fátækt. Það er þetta skeið, sem Zola hefir lýst í söguni sínum. Borgarastéttin leitaði huggunar i teikningum Dorés, þar var heimur ævintýra og hetjudáða — miklu skemmtilegra umhverfi en raunveran með illum daun sults og eymdar. Og Doré sjálfur leitaði huggunar í ævin- týrinu. Þar gat hann hefnt sín á sinni eigin samtíS, sem hann átti aldr- ei fyllilega heima i, þar gat hann slitið af sér bönd: verið grimmur og miskunnarlaus, lifað ást og stríð og komist í þá vímu valds og frægðar, sem hann dreymdi um að öðlast i dag- lega lífinu. Hann sagði einu sinni, að einu skáldin sem ómaksins vert væri að teikna myndir eftir væru þeir, sem skrifuöu: „Hann gengur inn í dimm- an skóg, og kemur að höll, með stein- girðingu. sem virðist vera úr dem- öntum.“ Það var þessi blikandi ævintýrahöll sem Doré dreymdi alltaf um. Hann byrjaöi að vísu á dýramyndum og hélt áfram hjá Philipon með skop- myndir í stil enska teiknarans Row- landssons og Cruikshankp, en það var fyrst er hann fór að gera myndirnar í Rabelais að hann fann þann heim sem hann þráði. Hjá þessum renais- sancehöfundi fann hann það sem hann dreymdi um: skrautlegar borgir með múrum og turnum, mislita riddara. lúxushallir og dramatíska náttúru. Or „Don Quixote“ Þessar hliðar Rabelais gat Doré lifað sig inn í og túlkaö, en hafði hins vegar ekki auga fyrir raunsæi hans. í ást- ar- og ruddasögur Balzacs, sem voru eftir fyrirmynd frá Rabelais, náði Doré meira jafnvægi og betri tökum á efninu. Þegar Doré fór að gera myndaflokk úr Inferno Dantes reyndi liann að hafa rnyndirnar í klassiskari stil en áður og tók fyrirmyndir frá Michel- angelo. En hér komu ýmsar veilur hans í Ijós, einkanlega formkunnáttu- leysi og vanþekking á likamsbygg- ingu mannsins. Myndirnar eru oft stirðar eins og marmaramyndir, þær eru ekki lifandi heldur í stellingum. Konur koma lika fyrir í Inferno, en Doré sem aldrei hafði séð nakið fólk nema í listaverkum og á bað- stöðum þorði aldrei almennilega að teikna nakinn kvenlíkama. Þrjú listaverk lét Doré eftir sig, þar sem eru myndirnar i ævintýrum Perraults, Miinchausenssögunum og Don Quixote. Þær sýndu hann frá öllum hliðuni. í frönsku ævintýrun- um lifa skógarlöndin frá bernsku hans og það er meiri hiti og Ijóðræna i þessum myndum hans en flestum öðr- um. í Múnchausens-sögunum lætur liann gamminn geysa og myndirnar eru alltaf lifandi og missa aldrei marks. í Don Quixote gerir hann sér ekki far um að láta skapferli persón- anna koma fram, en sýnir þeim mun betur atburðina sem gerast. Þegar Doré fór til Lundúna 1869 yfirgaf hann ævintýrið, „höllina með glitrandi múrunum“ og fór að lýsa raunveru sinnar eigin tiðar. Hann labbaði um Lundúnir nætur og daga með vini sínum Blanchard Jerrold blaðamanni til þess að finna fyrir- myndir í bók, sem þeir voru að gera um Lundúnir í sameiningu. Þeir voru í skuggahverfunum í East End og Whitechapel, í fangelsunum og hafn- arkviunum, á hóruhúsunum og mark- aðstorgunum, en til vonar og vara höfðu þeir jafnan leynilögreglu með sér. Stundum gerði Doré riss á staðn- um, í skjóli við förunaut sinn, en flest geymdi hann í minni sér þangað til hann kom heim. Þessi bók um Lundúnaborg er ef til vill besta verk Dorés. Hann lýsir stórborg í svörtu og hvítu, stórborg tveggja heima — hins ríka og fátæka. Það var ekki gremjan sem knúði hann til þess heldur löngunin til að ná áhrifum og vekja eftirtekt. En eigi að siður flettu myndir Dorés ofan af á- júandinu eins og það var. í lýsingum °sínum á þessum nýja heimi götusala, léttúðardrósa, þjófa og morðingja og öreiganna sýndi Doré raunsærri mannlýsingar en hann liafði nokk- urntíma gert áður. Og hann hafði samúð með aumingjunum. En samt gætir alltaf fjarlægðarinn- ar milli listamannsins og fyrirmynd- anna. Jerrold segir að þeir hafi jafn- an liagað sér eins og njósnarar er þeir voru í fátækrahverfunum. Doré skildi aldrei þetta fólk til fulls, saniúð hans var vorkennandi og hann leitar að hinu veika og broslega í andliti fátæktarinnar. Og stundum var við- leitni hans á því að sýna það „sem gerði sig“ — tunglsljós, skýjarof, sorta og glampa — svo rik að hann missti af þvi, sem var þungamiöjan í myndinni. Ein af myndum hans frá höfninni í London er líkust og hún sé úr Bibliunni, jafnvel af dómsdegi og sýnir fólkið i skikkjum, sem minna á málverk eftir Michelangelo. í raun- inni er það harmleikur örbirgðarinn- ar, sem sýndur er hér. Verkamenn- irnir áttu að fá kaupið sitt greitt á föstudagskvöldum, á gleðihúsunum sem vinnuveitendurnir höfðu haft hugsun á að setja upp við höfnina. Þeir urðu að biða eftir kaupinu sínu fram yfir miðnætti — en meðan á bið- inni stóð drukku þeir sig fulla, svo að mestur liluti kaupsins fór i vasa vinnuveitendanna og gestgjafans. — Þegar verkamannakonurnar réðust á krána til þess að reyna að ná í menn sína, urðu ryskingar þær sem Doré liefir teiknað. En liann skildi aldrei harmsöguna, sem lá að baki þessum ryskingum. Fólkið eða inúginn var Doré jafn- an eins vankunnandi um og það hefði verið fjarlægt mannætuþjóðfélag. Það kann að vera að liann hafi vorkennt enska öreigalýðnum, en sína eigin öreiga skildi hann ekki og vorkenndi þeiin því siður. Eftir hann liggur ekkert er sýni að hann hafi séð neyð- ina er var i París, meðan á umsát Þjóðverja stóð veturinn 1870—71, er fjöldi fólks í Paris át ketti, hunda og rottur. Hinsvegar sýna hinar fjand- samlegu myndir hans af kommún- ördunum, sem þrátt fyrir hungur og kulda vildu ekki gefast upp fyrir Þjóðverjum, hve fyrirlitning hans á almenningi var rótgróin. — í hans augum var enginn hetjuhugur eða þor í þessum blásnauðu frelsíshetjum. — Þær voru í hans augum ekki mann- eskjur heldur dýr. Það voru andstæð öfl i skapferli Dorés, sambland af barni og fanti, stqndum leikandi og heillandi, stund- um broddborgaraleg sjálfselska. — Samtíðarmenn hans lýsa honum ým- ist með samúð og aðdáun eða þá með fyrirlitningu og viðbjóði. Og jafn miklar andstæður eru i list lians. Hún er með aðra röndina í snillinni og hina í yfirborðsmennskunni. Þegar best lét var liann innblásinn, lifði sig inn i hlutverkið og sýndi frábæra tækni. Það sem hann skorti og það sem ^lli því að list hans var svo skrykkj- ótt var það, að hann setti sér ekki neitt mark annað en það að verða frægur. Það er engin lína í verkum hans, engin ákveðin lífsskoðun. Lisl hans á fjölda al' „glanspunktum" en er samt sálarlaus og hjartalaus. >iÁ >£& >iA >j& >*)£ ^04 >*)& ^ ^ % ‘HHðgerðarsiofa útvarpsins annast hvers konar viðgerðir og breytingar útvarpstækja, veitir leiðbeiningar og sér um viðgerðarferðir um landið. ÁBYGGILEG VINNA FYRIR KOSTNAÐARVERÐ ‘)$iðgerðarsio$a úlvarpsins Ægisgötu 7 — Sími 4995 LJtbú á Akureyri — Sími 377 ►3 % ðk. * >iÁ >l)& >iA >í)á >iA >£&*>*)& >)£ >á)g >)£ >í)á >)4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.