Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 15
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1949 £ 3rSL 3ML M 3HE « 3Ht 3ML S-i 3WE && 3WE « 3WE « 11
Þórólfs, lét fyrst reisa bæinn að
Helgafelli og bjó þar rausnarbúi.
Þegar hann dó, sást hann ganga
í Helgafell. Hann hafði farið til
fangs í Höskuldsey og drukknað
í fiskiróðri. Eyrbyggja segir svo
frá atburði þessum:
,,Þat var kveld eitt um haustit,
at sauðamaðr Þorsteins fór at fé
fyrir norðan Helgafell. Hann sá
,,at fjallit laukst upp at norðan.
Hann sá inn í fjallit elda stóra
ok heyrði þangat mikinn glaum
ok hornaskvöl, ok er hann hlýddi,
ef hann næmi nokkur orðaskil,
heyrði hann, at þar var heilsat
Þorsteini þorskabít ok förunaut-
um hans ok mælt, at hann skal
sitja í öndvegi gegnt feðr sinum.“
Frá Þorsteini þorskabít
til Guðrúnar Ósvífursdóttur
Eftir lát Þorsteins tóku synir
hans við búsforráðum að Helga-
felli. Þorgrímur hét sá, er fyrir
þeim var í öllu. Hann giftist síðar
norður í Dýrafjörð. Kona hans
var Þórdís Súrsdóttir, systir Gísla
Súrssonar. Þorgrímur varð þá að
bana Vésteini Vésteinssyni, og
hefndi Gísli Súrsson þess með því
að vega Þorgrím mág sinn. —
Skömmu eftir vígið fæddi Þórdís
son, er Þorgrímur var kallaður
eftir föður sínum. Þórdís giftist
þá Berki hinum digra, bróður
fyrri manns síns, og fluttist til
hans að Helgafelli. Þorgrímur
sonur hennar fór í fóstur til Þor-
brands í Álftafirði. Þótti hann
mikill fyrir sér og var af því kall-
aður Snerrir, en síðan Snorri.
Er Þórdís hafði skilið við Börk
tók Snorri (goði), sonur hennar,
við bústjórn með henni að Helga-
felli og gerðist höfðingi mikill.
Hafði hann mikinn trúnað á fell-
inu eins og fyrirrennarar hans og
sagt er, að hann hafi gengið á það
þá er honum var ráða þörf.
Eftir víg Víga-Styrs, mágs síns,
fór Snorri til Sælingsdalstungu
og hafði bústaðaskipti við Guð-
rúnu Ósvífursdóttur, sem gjarn-
an vildi flytjast á brott að vestan
eftir víg Kjartans Ólafssonar. —
Síðan eru nöfnin Helgafell og
Guðrún Ósvífursdóttir tengd ó-
rofaböndum.
Einsetukonan að Helgafelli
Sagan um Guðrúnu Ósvífurs-
dóttur, draumur hennar í æsku,
ráðning Gests Oddleifssonar og
íramgangur þeirrar draumaráðn-
ingar, hefir verið sögð svo oft,
að því skal sleppt hér. Guðrún
kemur til Helgafells með mikla
lífsreynslu að baki og gerist krist-
in. Hún deyr í hárri elli og er af
Eyrbyggju talin fyrsta einsetu-
kona á Islandi, en einsetukonur og
einsetukarlar eru fyrirrennarar
klaustranna. Það var sem sagt að
Qengiö á Helgafell.
Helgafelli, sem einsetukona bjó
fyrst hér á landi, og sömuleiðis
var eitt merkasta klaustur lands-
ins að Helgafelli, eins og síðar
mun vikið að. Guðrún Ósvífurs-
dóttir er talin fædd 974, og álitið
er, að hún hafi látist um miðja
11. öld. Hún er grafin að Helga-
felli eftir sögn Laxdælu.
Meðan heiðni var á Islandi,
þekktist það, að menn lifðu ein-
setulífi. Má þar nefna Ásólf al-
skik Konálsson. Vildi hann ekki
búa með Jörundi hinum kristna,
frænda sínum, að Görðum á
Akranesi. Var reist hús handa
honum að Hólmi, hinum innra.
Jörundur gerðist og einsetumað-
ur í elli. — Máni hinn kristni að
Holti á Kólgumýrum var skírður
árið 981 af Friðreki biskupi, er
út kom hingað með Þorvaldi hin-
um víðförla. Reisti hann kirkju að
Holti og einsetumannshús við
hana.
Einsetukvenna, annarra en
Guðrúnar Ósvífursdóttur, er ekki
getið, fyrr en á 12. öld. Sú, sem
næst kemur á eftir Guðrúnu, að
því er sögur herma, er Hildur
nunna. Hún kom til Hóla í Hjalta-
dal eftir 1100. Hún var ung, hrein-
líf, trúmikil og hneigðist til ein-
setulífs. Bað hún Jón biskup ög-
mundarson að vígja sig til nunnu,
en var neitað. Hvarf hún þá upp
í Kolbeinsdal og gerði sér þar
skyggni lítið af hellum og lifði á
berjum. Skömmu síðar fannst
hún, enda hafði hún mælt, að
byggilegt væri einsetumanni í
Kolbeinsdal, berin nóg að eta og
hin skírstu vötn að drekka. Eftir
þessa svaðilsför var hún vígð
nunna og fékk skála að Hólum,
þar sem hún lifði einsetulífi.
Ljósm.: Gautt Hannesson.
Annars mætti nefna nokkrar
fleiri konur, sem hneigðust til ein-
lífis, en hér skal aðeins vísað til
ritgerðar í Tímariti Bókmennta-
félagsins frá 1887 eftir Janus
Jónsson.
Helgafellsklaustur
Smám saman komst á reglu-
legur klausturlifnaður hér á landi.
Hið elsta klaustranna var Þing-
eyraklaustur. Fyrsti ábótinn var
vígður þangað árið 1133.
Eitt klaustranna var Flateyjar-
og Helgafellsklaustur. Það var
vigt af Klængi biskupi Þorsteins-
syni árið 1172 og var í Flatey
fram til ársins 1184, er það var
flutt að Helgafelli. Ágústínusar-
regla var í klaustrinu og fyrstur
ábóti ögmundur Kálfsson, sá er
frumkvæði átti að stofnun klaust-