Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1949, Page 43

Fálkinn - 16.12.1949, Page 43
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1949 ^ j ★ Tólalurossgnta * Lárrétt skýring: 1. hátíðisdagur, 10. áleiðis, 12. bók- stafur, 13. halda í liönd, 15. fram- endinn, 17. leiðin, 18. hanga, 19. liúð- sjúkdómur, 22. lasburða gamalmenni, 24, þykir vænt um. 25. litil. 26. ilát, 28. karlmannsnafn, 29. formóðir, 31. gabb, 33. hætta, 35. tveir sérhljóðar, 36. tónn, 37. úttekið, 38. lokaskeið ævinnar, 39. op, 40. gangflötur, 41. veðurátt (skst.), 42. handverkfæri þf., 43. sbr. 37. lárétt, 44. þrifnaðarráð- stöfun, 45. lofttegund, 47, keyra, 49. tveir sérhljóðar, 51. fornt karlmanns- nafn, 52. frumskógadýr, 54. sorg, 56. hjóm, 58. iánleysi, 59. fiskur, 61. vin- sælar á barnaleikvöllum, 63. stólpi, 64. kventitill, 66. ilátið, 67. girðing. Lóðrétt skýring: 1. kvöld, 2. fyrsta hvíla frelsarans, 3. hljóma, 4. tveir sérhljóðar, 5. stelpu- kind, 6. örsmæð, 7. borg i Þýskalandi, 8. stóð upp. 9. vinnufúsar, 11. slitna, 14. frumbyggjar Perú, 16. læra, 17. blessunarorð, 18. vinsælt sport, 20. bókstafur, 21. keyri, 23. votviðrið, 25. vanvirti, 27. undraafl, 30. álíta, 32. söngla, 34. fiskur, 37. gana, 44. bjástra, 46. samkomuherbergi, 48. fleygja, 50. vera í vafa, 51. forfeður, 53. hrafna- sparkið, 55. búpeningur, 57. selja ó- liæfilega dýrt, 58. leðurreimar, 60. dygg, 62. keyrðu, 64. tveir samhljóð- ar, 65. tímamælir. Copyrighi P I B. Bo* 6 Copenhaqen Jólasiðir nœr og fíœr Hér fáum við að heyra lítið eitt um það hvernig aðrar þjóðir lialda heilög jól. \ . Jólasiðir í Noregi. Auðvitað er jólatréð liaft í háveg- um þar í landi eins og hér, en auk þess er það siður i Noregi að bera gamalt vagnhjól inn í stofuna á að- fangadag, skreyta það með greni og rauðum borðum og setja snoturt kerta- Ijós við hvern tein eða lijólrim. Þetta er bæði frumleg og nytsöm ljósakróna. Jólasiðir í Póllandi. í Póllandi tíðkast margir einkenni- legustu jólasiðir, sem þekkjast í Evr- ópu. Auðvitað eru þeir algengastir upp til sveita, þvi að þar gætir utan- aðkoinandi áhrifa hvergi nærri eins og í borgunum. Jólaundirbúningurinn hefir staðið i tvær vikur eða meira, allt húsið hefir verið gert tandur- hreint, allir silfurmunir fægðir, glugga tjöld þvegin, einiberjakvistum strúð fyrir framan dyrnar. í' eldhúsinu hefir kvenfólkið staðið og bakað og steikt svo að maturinn er tilbúinn fyrir öll jólin — og loks þegar að- fangadagskvöld er komið, eru ýmsir ljúffengir og sérkennilegir réttir born- ir á borð: rauðrófusúpa, steikt síld, heilhveitigrautur með hunangi og ilm- andi heitar liveitibollur þaktar val- múafrægjum, allt saman ekta pólskir réttir. Hey er látið á bekki og stóla en úti í einu horni stofunnar stendur jata; þetta minnir menn á fæðingu frelsarans. — Öll fjölskyldan safnast við gluggan til að gá að fyrstu stjörn- unni, og undir eins og hún kemur í ljós á himninum, má fólkið setjast að borðum en alls ekki fyrr. Þessi sið- ur minnir á stjörnuna, sem vísaði veginn til Bethlehem. Þegar máltíð- inni er lokið, gengur húsbóndinn fram í fjós til kúnna, sem þetta eina kvöld ársins skilja mannamál. Iíýrnar voru nefnilega hin þöglu vitni að fæðingu frelsarans, þessvegna er þeim gefinn góður aukaskammtur af töðu þetta kvöld. Um miðnætti gengur eða ekur fólkið til messu í næstu kirkju — og svo koina hinir friðsömu jóladagar, þegar maður lætur sér líða vel í hrein- um og fægðum híbýlum sinum, eða heimsækir vini sína. Jólasiðir í Grikklandi. í Grikklandi tíðkast mjög skemmti- legur jólasiður, sem gaman er að lieyra um. Á aðfangadag strá allir góðir Grikkir korni framan við úti- dyr sínar. Þannig þykjast þeir geta komið í veg fyrir að illir andar sleppi inn í húsið. í Grikklandi er nefnilega til þjóðsaga um það, að iilur andi komist ckki í gegnum dyr, þar sem korni liefir verið stráð, án þess að teija fyrst hvert og eitt einasta smá- korn, sem liggur þar. En þar sem þetta er nú æði strembið verk, þá getur sá hinn illi andi ómögulega lok- ið við talninguna á einu aðfangadags- kvöldi — og kemst þessvegna ekki inn til að spilla friðinum og jóla- helginni. Jólasiðir í Englandi. Þar um slóðir gerist nú ekki annað sjálft aðfangadagskvöldið en að jóla- tréð er slcreytt og börnin látin fara snemma i rúmið. En angarnir litlu gleyma samt ekki að hengja sokkana sína við fótagaflinn á rúminu, svo að jólasveinninn góði, sem er á ferðinni þessa nótt. geti fyllt þá með leikföng- um, sælgæti og ýmsum öðrum dásam- legum hlutum. Aðal jólamáltíðin er höfð kl. 1 e. h. fyrsta jóladag. Þá safnast öll fjölskyldan i kringum fyllt- an kalkúnann og rjúkandi plómubúð- inginn. Þessi þunga máltíð verður þess svo valdandi að fólkið getur ekki leikið sér mikið eða verið með nein fjörug gleðilæti þann daginn. Jólasiðir í Frakklandi. Um allt Frakkland eru kirkjurnar uppljómaðar á aðfangadagskvöld. Og ef maður er staddur uppi i sveit, þeg- ar klukkan er farin að ganga tólf, þá sér macur fjöldamarga sleða og liópa af fólki á ferð eftir snæviþökt- um vegunum. Allir sem vettlingi geta valdið fara lil messu á miðnætti. Litlu börnin liengja ekki sokkana sina á rúmgaflinn eins og í Englandi, heldur setja þau skóna sina við ofn eða arin og óska þess, að þeir verði ifullir af gjöfum og góðgæti í fyrra- málið . í stórborgunum kemur það oft fyrir að fjölskyldan heldur kvöldið hátið- legt á einliverju veitingahúsinu, og er það næsta undarlegt, þar eð Frakk- ar hafa orð á sér fyrir að vera heima- kærir með afbrigðum. En þetta eina kvöld ársins er maður alls ekki lieima hjá sér, svo framarlega sem maður hefir efni á að láta kampavinið glitra í glasi sínu. Göturnar óma af söng og hlátri, og prúðbúið fólk fyllir al)a opinbera veitingastaði. Allt þetta minnir mest á gamlaárskvöld hér heima. Jólasiðir í Þýskalandi. Frá Þýskalandi er upprunalega kominn sá siður, sem tíðkast nú um alla Norður-Evrópu, að bera greni- tré inn á lieimilið, skreyta það og kalla jólatré. Það var trú manna, að góðir andar héldu til í hinum fögru og sígrænu greinum þess, og það var þvi hyggilegt að bjóða þessum öndum heim á jólunum; þeir færðu frið og gleci inn á heimilið. Jólasiðir í Danmörk. Þau eru áreiðanlega ekki mörg heimilin í Danmörk, þar sem ekki er steikt gæs á borðum á aðfangadags- kvöld. Á sumum lieimilum eru sagðar sögur eftir máltíðina, meðan mamma og stelpurnar eru að þvo upp frammi í eldhúsi — á öðrum heimilum les ein- liver upphátt jólaævintýri eftir H. C. Andersen eða annan álíka höfund. Svo þegar uppþvottinum er lokið, skipa börnin sér i röð fyrir framan lokaðar dyr sem liggja inn í herbergið, þar sem jólatréð stendur — þau minnstu fremst, þau stærstu aftast. Stundum er það enginn hægðarleikur að ná i gjafirnar. Á sumum heimilunum eru gjafirnar faidar hér og hvar um alll húsið svo að börnin verða sjálf að leita þær uppi. Auðvitað er þetta ó- hemju spennandi leikur, og það getur svo sem vel verið að kominn sé hátta- tími, þegar honum loks er lokið.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.