Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 23

Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 23
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1949 * ££ « « 3M£ 3W£ « 3H£ « 3H£ 3W£ 3W£ 3W£ 3M£ « 3M£ 3M£ 3W£ « 19 hana, „og þú varst ekki nema hálf- tíma að því.“ „Nú skaltu fá Bacardi, það er upp- áhalds blöndungurinn minn,“ sagði hún og tók hristinn. „Það verður að hrista liann með ástúð.“ Hann leit ekki af lienni. Hún var þrjátíu og níu, hann tveimur árum eldri. Jafnvel glöggasti andlitsmálari hefði ekki talið hana meira en þrí- tuga. Hann vissi sæmilega vel livað á daga hennar hafði drifið, hann hafði nýlega hitt bróður hennar og rabbað við liann. Hún var orðin kunnur blað- ritari. Og hún var enn gift Göran, sem var fréttaritari annars blaðs og hafði nú verið á Argentínu talsvert á þriðja ár og kom sjaldan heim. Dóttir henn- ar, Mai, sem var 19 ára, var í Sviss að læra tungumál. Hann hafði orðið þess áskynja af bróður hennar að það væri Ella, sem sæi um heimilið. Göran.... „Nei, það er ekki vert að tala illa um fjarstadda menn.“ Og þá var hægt að geta sér til um það sem ósagt var. Ella liellti í glösin. Hún hugsaði sig um hvort liún ætti að segja „gleðileg jól?“ Það var eiginlega ekki viðeig- andi, úr þvi að liann hafði hugsað sér að verða einn i kvöld .... en við erum bæði tvö mjög gamaldags innvortis, og sæmilega siðaföst, þó .... „Gleðileg jól, Ragnar!“ sagði liún og brosið lék um andlitið á lienni. „Gleðileg jól, Ella mín,“ svaraði liann glaðlega. Jú, jú, þau skildu hvort annað ennþá. „Manstu árið sem þú varst Lucian mín?“ „Ætli ekki það? Og Berit var „stjárnpojke" minn. Hún er orðin hjúkrunarkona. Við vorum saman í Vínarborg, hún varð eftir þar syðra. Það er leiðinlegt að hún slculi ekki vera liérna núna. — þú hefir alltaf verið draumurinn hennar.“ Það er sorglegt að þú skulir ekki liafa sama smekk, liugsaði hann með sér, því að þá hefði ævin okkar verið önnur. Kannske var ég of huglaus þá, sjálfstraustið mitt (og hann var einskis þurfandi nú orðið, hvað það snerti) þroskaðist ekki fyrr en löngu seinna, og þá varst þú fyrir löngu gift Göran. Hann var svo bráðþroska og efaðist aldrei um mátt sinn og megin, og hann ætlaði sér að verða blaðamaður. Eina hugsjónin þín var sú, að komast eitthvað út í veröldina. Og blaðamennska var vel borguð. En hvað gat ungur rnálari borið úr býtum? Þú varst svo ráðdeildarsöm í þá daga. „Berit var einstaklega geðsleg stúlka,“ sagði hann með sannfæringu. „En þó ekki nægilega aðlaðandi?“ Hann yppti öxlum. „Hún var svo vel innrætt," svaraði hann. Hún tók þetta til sín. Hafði hún verið of eigingjörn. Hún vildi komast út í lieiminn, hún vildi verða eitthvað, og hún hafði ekki trú á Ragnari, — ekki einu sinni ástum hans. Hann virtist vera heillaður af henni, en líka öðrum, meira af öðrum, fannst henni. Hann var veikgeðja og dreym- andi, og i þá daga var Göran ljóm- andi félagi. Þau lásu enskar fagbæk- ur um blaðamennsku og komu smá- greinum eftir sig í blöðin. Undir eins að loknu stúdentsprófi var hún stað- gengill lijá einu dagblaðinu í Stokk- hólmi. Og þegar Göran fékk fasta stöðu, tuttugu og tveggja ára gamall, — hún var þúsund þjala smiður hjá kvikmyndafélagi — giftust þau i snatri. Þau rökræddu og leiðréttu hvors annars greinar af sameiginleg- um áhuga. Og þetta var skemmtilegt og tilbreytingarríkt líf. Þau voru bæði ættuð úr litlum kaupstað og fannst sem þau væru komin í Paradís. Og þau gengu svo upp í starfinu, að þegar barnið fæddist, urðu þau eiginlega ekkert glöð. Að minnsta kosti liugs- aði Göran með skelfingu til þess hve mikið barnið mundi trufla starf henn- ar, og þetta urðu fyrstu miklu von- brigðin í hjónabandinu, þvi að þrátt fyrir allt þótti henni vænt um barn- ið. En það urðu ekki síðustu vonbrigð- in. „Maður hugsar ekki mikið um inn- rætið meðan maður er ungur.“ Hún sagði þetta með fjarhuga efasemd í röddinni. „Það kemur ekki fyrr en seinna.“ Skyldi þetta vera sneið til mín fyrir hjónaböndin þrjú? spurði Ragnar sjálfan sig. Henni mun þykja ég vera býsna laus í rásinni, — hún hefir þó að minnsta kosti haldið trútt við Göran sinn, sem ekki verðskuldaði það. Marianne var konan mín á erfið- leikaárunum, og þegar þau urðu of erfið þá fór hún, og ég reyndi ekki til að halda aftur af henni, sem betur fór. Nú er liún gift bankastjóra. Mundi Ella liafa orðið — jú, hún mundi hafa unnið fyrir mér, ef því hefði verið að skipta! Nú, og svo var það Luci- enne í París, þar var það skapið, sem ekki gat samrýmst, og þcgar ég hitti Gladys var mér víst orðið ljóst að ég væri illa hæfur til hjónabands og við skildum í mesta bróðerni, en það veit Ella ekki, — hún mun aðeins hafa heyrt að ég liafi verið giftur þrisvar sinnum, og vitanlega eru það engin meðmæli. „Ne-ei,“ sagði hún annars hugar, „Berit liefir aldrei gifst.“ „Þú munt ekki ætla að gefa í skyn að það sé mér að kenna,“ sagði hann og brosti, „því að við höfum aldrei verið nema kunningjar.“ „Fjarri mér — eins og ég sé að gefa nokkuð í skyn. En hún er ekki gift,“ sagði ég. „Sannast að segja lield ég að hún sé fædd piparmey,“ sagði Ragnar á- kveðið „og fædd hjúkrunarkona.“ „Hún er að minnsta kosti fædd hjúkrunarkona," svaraði Ella. „Það get ég vottað. Hún þarf að sjá um marga i kvöld, og þegar maður er á okkar aldri, er það það sem skiptir mestu máli .... á hátíðum. Ef Mai hefði verið heirna .... En hana lang- aði svo mikið til að vcrða áfram í Sviss, og það get ég ekki láð henni, — maður á að njóta æskunnar — ég hefi eiginlega verið stritandi alla mína ævi. Jæja, livað mig snertir þá er vitanlega liægt að segja, að starfið og nautnin sé i raun réttri það sama.“ Hún var ekki fyllilega hreinskilin, þvi að Mai hafði verið vandamálið i hjúskap hennar. Göran þoldi engin bönd, en Mai var haft á athafnafrelsi hans. Og svo sleit hann af sér alla fjötra, í öll þessi ár hafði liann verið afar sjaldan heima, liann var flökku- piltur, líka i hjarta sinu. Mai' var ekki nema 9 mánaða þegar liann fór í fyrstu langferðina í aðrar álfur. Hann var mjög óhagsýnn, kostnaðurinn varð gífurlegur, sagði hann alltaf, og svo varð það Ella, sem varð að bera hita og þunga dagsins. Og það þýddi meiri vinnu, svo mikla að ekki var hægt að kalla hana nautn lengur. Stína hafði ef til vill verið hin eiginlega móðir Mai, hugsaði Ella með sjálfri sér, með vondri samvisku. Hún hafði ekki hugsað nógu vel um barnið sjálf. En hún varð að afla peninga til að veita telpunni sæmilegt uppeldi og ti) að tryggja lienni örugga framtíð. — Peninga, peninga, peninga! Það þýddi fréttagreinar, viðtöl, félagsmálaskrif og kjallararitgerðir, það þýddi góð sambönd, sem þurfti að halda vel við, til þess að geta komið nógu snemma með fréttir úr samkvæmislífinu. Og það var nauðsynlegt að halda sér til, en það kostaði líka tíma og peninga, sérstaklega tíma. Nei, það varð ekki tnikill tími afgangs handa Mai. Vitan- lega vildi liún fremur vera í Sviss, með félögum sínum, sem ekki voru á sífelldum þeytingi, hjá góðum vinuin — efnuðum foreldrum Huberts........... Svo maður segi það hreinskilnislega: Á heimili! Hún leit hálf vandræðalega kring- um sig og spurði: „Segðu mér nú hreinskilnislega, Ragnar — það er ekki vistlegt hérna hjá mér?“ Hann renndi augunum yfir stofuna eins og sérþekkjandi: „Þú hefir réttu hlutina til alls, en heildin, — ja, mað- ur getur séð að þú ert blaðritari og mikið að lieiman. Maður verður að lesa yfir blómunum sinum, eins og þú veist.“ Blómin i glugganum döfnuðu ekld vel, þó að liún vissi að Stína léti sér hugarlialdið um þau. „Með öðrum orðum: heimili er stað- ur, sem konan er að dútla við allan liðlangan daginn," sagði lhm sár. — „Jæja, þá eignast ég víst aldrci heim- ili. Stína er liér aðeins klukkan átta til tólf. Yeslings Mai.“ „Og það er gott að ég skuli ekki hafa neinn mann,“ bætti lnin við. Hann sagði ekki neitt. Þetta voru óyfirveguð orð og hann vissi að hún mundi iðrast þeirra. Hún iðraðist. Engan grunaði að Göran hafði skrifað beiðni um lijóna- skilnað fyrir þremur mánuðum, — liann hafði fundið argenlínska töfra- dís. Hún átti ekki að verða því til fyrirstöðu. „Hvaða leiðindahjal er þetta hjá okkur....“ Hún stóð upp. „Ætli við liugsum ekki ineira en við tölum, — fólk gerir það sjaldan, eins og þú veist.“ Hann brosti ertnislega út í annað munnvikið. „Jú, en það er ekkert gaman. Við skulum skoða þetta forsómaða heimili mitt, ég skal sýna þér alla ibúðina. Ef það er rétt að þú sért ekki við ann- að bundinn, þá skulum við borða sam- an, þú getur farið þegar því er lokið. Stína hefir séð um að það er matur í eldhúsinu — það þarf ekki annað en hita liann. „Eg er fyrsta flokks matsveinn.“ Hún sagði aumingjalega: „Það er ég ekki. Konur sem vinna fyrir sér sjálfar liafa aldrei tíma til að ganga á matreiðsluskóla.“ í eldhúsinu var allt hreint og fág- að, og þar fann liún steikta önd með appelsinum, franskar kartöflur og búðing, sem Stína hafði vafalausí keypt í Nordiska Kompagniet. og sitrónusósu. „Eg skal liugsa um þetta,“ sagði liann ákveðinn, „en þú gctur dúkað borðið.“ Hann hafði fundið eldliús- svuntu og setti hana á sig. Hún stóð um stund og liorfði á hann, hreyfingar hans voru rólegar og ákveðnar — hann kunni auðsjáanlega að snúa sér við í eldhúsi. Og hún kunni að dúka borð og var upp með sér af gamla borðsilfrinu sinu og Wedgewood-disktinum, sem hún hafði erft eftir föðurömmu sina. Hún leit i ltornið, við miðstöðvar- ofninn. Jú, Stína hafði mtinað eftir rauðvíninu — tappinn var dreginn úr flöskunni. Og í svefnlierberginu, þar sem ekki liafði verið opnað fyrir hitann, stóð lítið jólatré, og Stína liafði vitanlega skreytt það með bóm- ull og silfurgliti og mörgum kertum og sænskum flöggum, því að hún var afar þjóðrækin. Ella vissi að jólatréð mundi vera þarna. Ef hún liefði verið ein þá hcfoi hún ekki kveikt á því. Hún ltafði aldrei verið ein á.jólunum áðúr, en þegar Mai liafði beðið um að fá að verða i Sviss áfram, afréð hún að hún skyldi samt verða heima sjálf — þrátt fyrir allt. Svo var það gjöfin handa óvænta gestinum. Hún braút lieilann. Ef til vill var það barnalegt, en hana lang- aði til að gefa honum eitthvað, bara af því að hann var þarna, bara af því að liann liafði bjargað henni frá því að vera ein á lielgasta kvöldi árs- ins. Henni gat ekki dottið neitt i hug. „Jæja, nú er maturinn tilbúinn,“ kallaði hann framan úr eldhúsinu. — „Öndin er best á bragðið þegar hún er aðeins volg, frönsku kartöflurnar eru brennlieitar og sósan sömuleiðis. Eg er glorhungraður. Ert þú tilbúin?“ „Eg er það,“ svaraði lnin. Hún hafði sett jólatréð á lítið borð. Hún ætlaði að kveikja á því um leið og þau byrjuðu á ábætinum, og svo ætl- aði liún að lesa bréfið frá Mai meðan ljósin loguðu, aðeins bréfið frá Maí „Eg tek að mér lnisbóndahlutverkið. þvi að þú ert þreytt, væna mín.“ Hann hafði verið fljótur að átta sig: „Þarna er rauðvínið og þá er allt til reiðu. Eg skal stjana við þig eins og ég get, Ella min.“ Hún brosti tvírætt, sem svar upp á tóninn, sem hann talaði í. Hann lék sér að orðunum, lagði ertnislireim í þau, til þess að hún skyldi ckki sær- ast af þeim, og hann sagði þau vegna Framhald á bls. 23.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.