Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1949, Qupperneq 30

Fálkinn - 16.12.1949, Qupperneq 30
/ Jólablað barnanna 4 4 4* 4* 4* 4» 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4» 4»4*4*4*4*4*4*4*4*4*4* *:4*44*4*4*4*4444444444444444444444 Falleg jólakarfa. Þessi litla jólakarfa er úr gljápappír með tveimur litum. Ef þið veljið t. (1. rautt og hvítt eru stykkin I og III úr rauðum, og IV og II úr hvítum pappir. Hankann (III) og tvö fer- liyrndu stykkin verðið þið að teikna eftir málinu, sem við þau stendur með reglustiku á ranghverfuna á pappírnum., Botninn (IV) er sýndur í réttri stœrð hérna á myndinni. — Þegar þið límið hann á pappa og klippið hann (pappann) út, getið þið teiknað botninn eftir pappastykkinu á gljápappirinn. Utan á botninn er teiknaður limiugarkantur. sem er ská- strikaður á myndinni. Nú eru öll stykkin klippt nákvæm- lega út. (I) er límt saman í hring. Meðan límingin er að þorna beygið þið allan limkantinn á botninum inn að ranghverfunni á gljápappírnum. Svo er rétthverfan á limkantinum lím- borin og botninn límdur innan í hringinn. Næst tökum við hvita pappirsstykk- ið (II). Það er brotið saman með rétt- hverfuna út og brotið látið vera hvasst. Takið blýant og reglustiku og gerið strik með % cm. millibili, frá brotinu og uppundir brúnina, en fyrir alla muni ekki alla leið, svo að stykkið fari ekki í tvennt. (sjá Ila). Beygið % cm. af brúninni út móti rétthverfunni (báðar brúnirnar). — Þetta er límkanturinn. Gerið brotið hvasst, svo að hægt verði að sjá það eftir að límkanturinn hefir verið brettur upp aftur. Klippið svo eftir blýantsstrikunum, upp að límkant- inum. Brjótið svo pappírsblaðið sund- ur, límberið kantinn (á ranghverf- unni) og festíð hvita pappírinn utan á þann rauða (sjá efstu myndina). Þegar hankinn er kominn á er karfan tilbúinn. Jólastjörnur. Vitið þið að hægt er að búa til allra fallegustu jólastjörnur úr punt- stráum eða hálmi? í hverja stjörnu á að nota 6 jafnlöng strá, og svo þarf maður tvinnaspotta, ef maður notar hálmstrá. Maður þræðir þau nefnilega saman, 3 og 3, eins og sýnt er á miðri myndinni og bindur end- ana saman, svo að hver 3 strá myndi þríhyrning. Svo bindur maður þrí- hyrningana saman, eins og sýnt er á efstu myndinni. Úr punti má búa til stjörnukross, eins og sýndur er á neðstu myndinni. Til þess að stráin leggist ekki saman verður að vefja festiþráðinn á milli þeirra, þegar langstráin og þverstráin eru bundin saman. Skraut á jólaborðið. Jólaskrautið er dýrt ef maður á að kaupa það, en það er bæði auðvelt og skemmtilegt að búa það til sjálfur. Úr berjalyngi, mosa, reyniberja- klösum og mörgu fleira, sem hægt er að finna úti í náttúrunni, má gera margskonar fallegt skraut. Auk þess þarf dálítinn köggul af mótunarleir (eða „plastilina), sem fæst í máln- ingarvöruverslunum, og sterinkerti. Leggið gamalt blað á borðið áður en þið byrjið. Hnoðið leirinn í kúlu. þangað til hann er orðinn mjúkur og þrýstið svo kúlunni niður á blaðið, svo- að hún verði flöt að neðan. — I Kertinu er stungið ofan í kúluna að ofan, og gætið þess að það standi beint því að annars getur það runnið niður þegar kveikt verður á því. Stingið svo lyng-öngum inn í kúluna allt i kring og hyljið bilin með mosa, svo að hvergi sjáist í leirinn. Og skreytið svo með rauðum berjum hér og þar. Þeg- ar þið setjið þennan fallega stjaka á jólaborðið er vissast að hafa disk eða pappaspjald undir honum, svo að ekki komi blettur í dúkinn. Leikföng úr valhnotum. Ef svo ólíklega kynni að ske að vallinotur verði til í búðunum í ár, og nokkrar þeirra slæddust heim til ykk- ar, þá skulið þið ekki brjóta þær til að ná í kjarnann heldur opna þær varlega um samskeytin, því að ýmis- Iegt skrítið má gera úr skelinni. Þið getið t. d. búið til seglbát eins og þennan, sem sést á mynd a. Mastr- Jólahafur úr basti. Úr basti utan af blómvendi má búa til ofurlítinn jóla-hafur til að prýða jólatréð. — Við byrjum með hornun- um, því að þau eru það mikilverðasta við geithafurinn. Takið þrjá bast- þræði, 12 cm. langa og gerið fléttu úr þeim. Bindið rauðu bandi um báða enda. í fæturna þarf 8 bastþræði, 8 cm. langa. Bindið 4 og 4 saman á endunum með rauðum þræði. Kropp- urinn og 'hálsinn eru úr 4 þráðum, 6 ^cm. löngum. Og svo þarf einfaldan "'ibastþráð til að festa stykkin saman. — Þið takið fyrst fæturna og beygið þá eins og sýnt er á 1. Leggið kropp- inn ofan á (2) og beygið hálsinn upp. Sívefjið svo þessu saman. Þegar kom- ið er að framlöppunum er vafið áfram utanum hálsinn og leggið svo horna- fléttuna við og vefjið áfram. Síðan er sívafið sömu leið til baka og endinn festur vel. ið er eldspýta, fest með gipsi eða kannske bara með tuggugúmmii. — Límið svo eldspýtubrot út á brúnina, það verður bugspjót og bóma. Segl- in eru úr hvítum pappír. * Eða hvað segið þið um skjaldbök- una á mynd b. á bls. 27 neðst til hægri. Það er auðvelt að búa hana til. Klippa út pappa eftir sniðinu á myndinni, líma skelina á það og beygja lappirn- ar niður og hausinn upp.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.