Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 17

Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 17
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958 ^#^*^*^*^*^*^*^*^*^*^*^*^*^* 11 Til vinstri: ístaka á Reykjavíkurtjörn. Til hægri: fsinn fluttur inn í Nordalsíshús. lengja höggvin í nokkuð stóra jaka. Jakastykkjunum var síðan lyft upp á vakarskörina nieð stórum járntöng- um og þeim hlaðið á sleða ökumann- anna. Voru venjulega tvö jakalög á hverjum sleða. Eftir því sem vökin stækkaði flutu jakarnir á við og dreif um hana, uns þeir voru dregnir að skörinni aftur með skaftlöngum is- hökum til tangamannanna, sem siðan lyftu þeim upp úr vökinni. Þegar sleðinn var fullhlaðinn lagði ökumaðurinn af stað heimleiðis, og mátti þá oft sjá langa sleðalest í Lækjargötunni á leið til ísliússins. Stundum kom það fyrir, að sleðarnir skekktust svo á hálkunni, að jakarnir runnu út af þeim. Var þá gripið til liinna stóru járntanga og jökunum lyft upp á þá aftur. Við þetta heltist ökutækið úr lestinni nokkra stund, svo að fyrir kom, að þeir fyrstu í |)eirri lest urðu siðastir i áfangastað. Að loknu dagsverki var ísjökum, sem reistir voru upp á endann, raðað með stuttu millibili umhverfis vökina, til aðvörunar fyrir skautafólk og aðra, sem á ferli voru á tjörninni. ístakan á tjörinni þótti fremur kaldsöm og erfið vinna, en þó eftir- sótt af verkamönnum, sökum vinnu- eklu, sem jafnan var mikil á þeim árstima, og engu síður af ökumönn- um, sem áttu bæði sleðana og skafla- járnuðu klárana, sem sleðana drógu. Þeir óku hratt og með hátt reiddar svipurnar heim á leið að kvöldi, með vissuna um tvöfalda innistæðu hjá Jöhannesi forstjóra. Ekki dugði neitt slór við ístöku- vinnuna, enda jafnan úrvalsliði á að skipa. Það varð að iiafa liraða á með- an frost héldust að fylla húsið frá gólfi og upp i mæni, og að auki að hlaða isjökunum í stóran köst við gafl hússins að utanverðu. Og allur var varinn góður, því að alltaf gat brugðið til slagviðris eða hríðarbylja, sem stöðvað gátu istökuna um- ófyrir- sjáanlegan tima. Það var því ávallt mikið kapp i mönnum við vinnuna, þótt við kaldan klakann væri að glíma. En vinnugleðin var mikil, og ekki var þarna alveg hávaðalaust, þvi sumir mannanna voru glensfullir en aðrir' viðskotaillir, eins og gerist og gengur i hópvinnu. Með starfrækslu íshússins hófst hér nýr háttur á geymsiu beitusíldar handa skútuútgerðinni, og einnig á geymslu landbúnaðar- og sjávaraf- urða til manneldis, sem ckki hafði þekkst hér áður. Frysting á kjöti og fiski breytti að mjög miklu leyti mat- aræði bæjarbúa, þvi cftir það gafst þeim kostur á að hafa nýmeti á borð- um jafnframt saltmetinu og súrmatn- um, sem áður var aðal matarforði heimilanna frá hausti til vors. Til þess að gegna þessu hlutverki réðist ísfélagið í mikii fjárkaup af bændum í nærsveitum Reykjavíkur, og var fénu slátrað á lóð hússins. Iíjötið var látið i frystiklefa tii geymslu, og síðan selt neytendum í stærri og smærri skömmtum eftir vild. Einnig voru keyptar til fryst- ingar talsverðar birgðir af góðfiski, svo sem: laxi, silungi og heilagfiski, sem neytendum gafst lcostur á að kaupa til hátíðabrigða og veisluhalda. Inngangur að skrifstofu og sölubúð íshússins var á suðurhiiðinni austan- verðri. Til viristri við inngöngudyr voru tvö lítil herbergi, hvort með sex rúða glugga, og vel mannhæð undir loft. Herbergin voru panelþiljuð og máluð með gráleitri olíumálningu. Stólar og borð voru af sama einfald- leik. Við dagleg störf sat Jóhannes Nor- dal i herberginu, sem næst var dyr- unum, og stjórnaði þessu umfangs- mikla fyrirtæki. Afgreiðsla söluvarningsins fór fram í stóru herbergi í austanverðu húsinu, mjög fábreytilega innréttuðu að göinlum sið, og svo mun það hafa ver- ið allan þann tíma, sem lshúsið gegndi sinu merka hlutverki. Aðal aðstoðarmenn Jóhannesar við rekstur íshússins voru tveir ungir menn, þeir Sigurður Árnason og Grímur Grímsson. Þeir voru báðir vel þoklcaðir að viðskiptamönnum fyrir dugnað og lipurð, og oftast kenndir við athafnastaðinn og nefndir: Sigurð- ur eða Grimur í íshúsinu. Það þótti þá alveg fullkomin kynning, og þyk- ir jafnvel cnn i dag, þcgar á þá er minnst af kunnugum. Nii er hið sérkennilegá Nordals is- hús, eins og það liét á máli almenn- ings, horfið af sjónarsviðinu fyrir mörgum árum, og ístaka hætt á tjörn- inni. En ís í lians stað framleiddur með vélum i stórum nýtísku frysti- húsum, sem reist hafa verið bæði austast og vestast á liafnarsvæði borg- arinnar. Og horfinn er Jóhannes Nordal, hinn broshýri og alþýðlegi forstjóri, sem tók í nefið úr gulldósum, og gaf verkaköllunum í nefið með jafn mik- ilii hlýju og þeir væru bræður hans, Eitt mannvirki, sem gert var i sam- bandi við ístökuna á tjörninni, er þó enn sýnilegt. Það cr litla steinbrúin frá Lækjargötunni út í tjörnina, skammt frá afrennslisopi hennar. Brúnni hallar litið eitt niður að vatninu, en þó ekki meira en svo, að hestunum var ekki talin nein ofraun að draga hina þunghlöðnu sleða upp á götuna. Þarna í krikanum við brúna er að sumarlagi jafnan stór andahópur á sveimi, reiðubúi'nn til að taka á móti brauðmolum, sem börn og fullorðnir færa þeim. Á brúnni getur og oft að lita litla stráka liggjandi á maganum með glerkrukkur eða pjáturdósir i höndunum. Þeir eru að stunda horn- sílaveiðar, og eru hinir hróðugustu þegar þeim tekst að handsama eitt eða tvö af þessum örkviku smásilum. Eftir fáein ár verður máske einnig þetta mannvirki afmáð, samkvæmt fyrirhuguðu skipulagi, eins og svo margt annað, sem gott þótti og gagn- legt á frumbýlingsárum borgarinnar. Ágúst Jósefsson. Örlogoríht jólokvöld Framháld af bls. 12 Við frú Larsen urðu bestu vinir eftir þetta. Hún neyddi mig blátt áfram til að taka við 2000 krónum, og dálítinn slatta borgaði lögreglan mér líka. Þjófurinn sem ég kom upp um ii^fði nefnilega framið ýmsa aðra glæpi, sem ekki komust upp fyrr en nú. Eg 'fór heim til pabba og mömmu til þess að fá mér langa og góða livíld. Þar fékk ég að vita, að þau vissu um þetta allt. Lögreglan hafði spurt um fortið mina. En þau vissu að ég var saklaus. Þetta endaði með öðrum orðum vcl. Ég sit heima og skrifa þetta, og eftir mánuð fer ég í höfuðstaðinn aftur. Ég hefi nefnilega fengið gamla starfið mitt aftur sem betur fer. Mér finnst ég vera forrik núna, en nú hefi ég lært að geyma peningana mína i bankanum. Þctta er engin ástarsaga, svo að það er óvist að hún verði nokknrn tíma prentuð. En ef ég hitti þann rétta einhvern tima, ætla ég að reyna að skrifa nýja sögu og þá vona ég að liún endi svona: „Og svo giftust þau og urðu hamingjusömustu hjón i heimi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.