Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 22

Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 22
16 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958 A SLOÐUM GOSTA BERLINGS 1 nóvember síðastliðnum voru 100 ár liðin frá fæðingu skáldkonunn- ar Selmu Lagerlöf. Sænska rithöfundafélagið heiðraði minningu hennar með því að hálda síðasta norræna rithöfundamót sitt í Karl- stad, höfuðstað Vermlands — ekki þó á afmæli hennar, héldur á afmæli föður hennar, 17. ágúst. í hans daga var jafnan glatt á hjalla á Márbacka þann dag, því að hann var gleðimaður mikill og gest- risinn, en ekki búsýslumaður að sama skapi, því að hann flosnaði wpp af ættaróðálinu. Eftir að Selma dóttir hans var orðin efnuð keypti hún Márbacka aftur, lét endurbyggja húsin og bjó stórbúi á Már- backa efstu ár ævinnar, og þar dó hún. — Og kringum Márbacka eru staðirnir, sem hún gerði fræga í fyrsta skáldverki sínu „Sögu Gösta Berlings“. Selma Lagerlöf í vinnustofu sinni á Márbacka. Stofan er um það bil helmingi lengri en sést á myndinni, en að sama skapi mjó. RYKSDALUR lieitir langur ? *» t , L ^31111’ °S grunnur, eftir endilöngu Vermlandi norð- i an úr Finnskógum við landamæri Noregs og suður að Viin- ern, hjá Karlstad. Landið er hallalít- ið á þessum slóðum, svo að stöðuvatn hefir myndast í dalbotninum og heitir það Frykcn og er kringum 80 kíló- metra langt. Nálægt miðju skerst það að heita má í tvennt, svo að aðeins nokkurra faðma breitt sund er á milli. Þar stendur smábær við sundið, sem Sunne nefnist og er miðdepill sveitar- innar i kring. En i þeirri sveit gerist „Gösta Berlings saga“, sem gerði skáldkonuna Selmu Lagerlöf lieims- fræga. Og lhin galt þá frægð með því að gera byggðarlagið viðfrægt. Fólk kemur úr öðrum heimsálfum til að sjá slóðirnar sem „Gösta Berlings saga“ gerist á — meðal gesta á rit- höfundamótinu í Karlstad í sumar var t. d. prófessorinn Tetsuzo Kaga- \va kominn alla leið frá Japan til að hylla Selmu Lagerlöf og skoða leik- sviðið, sem „Gösta Berlings saga“ hef- ir gert frægt. Selma Lagerlöf var sjálf fædd á þessum slóðum, forfeður hennar höfðu búið á Márbacka mann fram af manni, en sá staður er um 9 km. fyrir suð- austan Sunne, austan Frykenvatns. Márbacka er allstór jörð, Selma Lag- erlöf hafði um 50 kýr þar, er luin hafði komið jörðinni í rækt. Faðir hennar, sem var „lautinant og regi- mentsskrivare", mun ekki hafa verið neinn búmaður, en lifði í fortíðinni og kunni þjóðsögur, sem liann sagði frá sem sönnum sögum og hefir vafa- laust aukið við og látið hugarflug sitt endurbæta, svo að þær yrðu enn sögu- legri. Þessar sögur sagði liann á kvöld- in, en sumar þeirra voru svo grófar og hrottalegar, að Lagerlöf lét dóttur sína fara út mcðan hann sagði þær. En þá sat lnin í dimmunni í næsta herbergi og hleraði. Það voru þessar sögur lautinantsins á Márbacka, sem síðar urðu uppistaðan í sögunni af Gösta Berling. Þjóðsögur og munn- mæli margra alda urðu í meðförum ungu stúlkunnar sem hleraði, að fræg- ustu skáldsögu sænskrar tungu. Þegar Lagerlöf flosnaði upp af Márbacka vegna skulda, liöfðu kunn- ingjarnir áhyggjur af livað tæki við hjá Sehnu litlu. Hún var hölt og þótti fremur lítil fyrir inann að sjá. En það var meira táp í henni en fólk liélt. Hún strcngdi þess heit, að áður en lyki skyldi luin kaupa Márbacka aftur, byggja upp húsin og koma jörðinni í það liorf, sem föður hennar liafði dreymt um. Hún gerðist kennslukona í barnaskóla i Halmstad og skrifaði smásögur og ævintýri i tómstundum sínum. Og rúmlega þrítug varð luin fræg, svo að segja á einni nóttu. Og það sem gerði hana fræga var „GÖSTA BERLINGS SAGA“. Svo vermlensk og staðbundin er þessi stóra skáldsaga, að svo að segja hver staður, sem þar er nefndur, er til í raun og veru, þótt skáldkonan að vísu notaði ekki réttu staðarnöfnin. Frægasti staður og miðdepill sögunn- ar, Ekeby — heimili „majorskunnar“ og „kavaljeranna" heitir t. d. Rottner- os réttu nafni, „Liinsmannsgárden“ heitir Ulfsby, Bro i sögunni heitir Sunne, Björne heitir Sundsberg, kirkjustaðurinn Östra Emtervik er kallaður Svartsjö í sögunni. En Munke- by sögunnar (sem í sögunni „Löwen- sköldska ringen“ heitir Hedeby) lieit- ir að réttu Gylleby Herrgárd. Borg sög- unnar lieitir Herresta Prástgárd, og þannig mætti lengi telja. Vegna þess að skáldsagan hefir á sér luiliðsblæ lijóðsögunnar tckur enginn illa upp, þótt skáldkonan láti ýmislegt misjafnt gerast á þessum stöðum, sem sumir hverjir hafa verið í eigu sömu ættar margar aldir. Fyrirmyndir skáldkon- unnar eru ekki lifandi fyrirmyndir i venjulegum skilningi, heldur persón- ur, sem þjóðtrúin hefir skapáð en skáldkonan klæddi í undrabúning með töframætti sínum. Á Ekeby bjó „majorskan“ fræga, sem liafði þegið óðalið að gjöf frá elskhuga sínum og safnaði að sér um- renningum úr sveitinni, ekki síst fyrrverandi málaliðsmönnum, og lét þá lifa eins og þeim likaði. Þat5 voru „kavaljerarnir“ í sögunni. Gösta Berl- ing, drykkfelldi presturinn, sem sett- ur liafði verið af, og kvennagullið, sem stássmeyjarnar i sveitinni gátu ekki staðist, lenti i þeim hópi — „majorsk- an“ á Ekeby bjargaði honum frá dauða og tók hann sem vistmann. En einn góðan veðurdag reka „kavaljer- arnir" matmóður sína af liennar eigin óðali og gerast sjálfir húsbændur þar, en „majorskan" kemst á vonarvöl. ROTTNEROS eða Ekeby sögunnar er eitt frægasta Frá Rottneros (Ekeby). Efri röð (frá v.): Stórhýsi dr. Svante Páhlson með „Spcgiltjörninni“ fyrir framan. — Suðurgarðurinn með styttu Gösta Berlings (eða Gústafs III.) í miðju — Konungslundurinn; myndin undir miðboganum er af Gustaf VI. Adolf. — Neðri röð: Einn af gosbrunnun- um. — Bronsmyndir eftir Carl Eldli. — Séð yfir Rósagarðinn, í baksýn Frykenvatn. Við skálana beggja vegna á myndinni eru brjóstmyndir af Fröding og Selmu Lagerlöf, en auk þess er stórt líkneski af henni í garðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.