Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 44

Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 44
38 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958 m iJ JÓSMYNDATÆKNIN cr ný af nálinni á mælikvarða sögunnar. í rúma öld hef- ir verið unnt að skjal- festa mannvirki og viðburði mcð ljósnæmum efnum og færa yfir á pappír til varðvcislu. Aðferðir Frakk- ans Daguerres á fjórða tug fyrri aldar voru endurbættar 1847 og nýjar að- fcrðir fundnar upp 1871 og 1882. Til þess tíma var glerplatan ein millilið- ur milli fyrirmyndar og ljósmyndar, en 1888 hagnýtti Kodak uppfyndingu ameríska prestsins Goodwins til þess að taka myndir á gagnsæar fiimur. Upp frá því má segja að ljósmyndir teljist til fyrirferðarmestu söguheim- ilda. Hér á landi hefst taka ljósmynda tiltölulega snennna. Fyrstu myndir með aðferð Daguerres eru teknar laust eftir 1861. Það var Rasmus Peter Hall veitingamaður, sem sigldi gagngert til þess að læra þessa nýju list, en þó að nýjungin væri mikil, dugði bún hon- um ekki til lífsviðurværis í fámenn- inu. Næstur honum og samtimis var Ijósmyndari hér Guðbrandur Guð- brandsson og um hrið, sitt árið hvor, tveir danskir menn, Friis og Holm- Hansen, en F. A. Löve skraddari, sem lagði gjörva hönd á sitt af hverju, tók og myndir nokkru síðar. A myndum, sem þessir menn tóku, eru þó nokkrar varðveittar, einkum mannamyndir, en úti-myndir frá árunum 1860—-’70 eru sjaldgæfar, enda aðferðin við mynda- tökuna enn þá mjög frumstæð. . Það var Sigfús bóksali Eymunds son, sem fyrstur kom ijósmyndun verulega á gang hér i bæ. Fræðimenn siðari tíma standa i mikilli þakkar skuld við bann fyrir mannamyndir hans, sem prýða fræði- og sögurit þeirra og þykja með rétti nær ómiss- andi. Útimyndir tók Sigfús þó nokkr- þekktu mynd af likfylgd Jóns Sig- urðssonar forseta og konu hanp i Að- alstræti 4. maí 1880. Fólkið, sem fylgdi, varð að nema staðar meðan myndin var tekin af þessum mipnis- verða atburði. Á binn bóginn báðu bændurnir í bændatörinni 1905 ekki um þær 6 myndir, sem Árni Thor- steinsson „skellti af“ meðan þeir gengu um Austurvöll og upp í Stjórn- arráð tii þess að mótmæla símanum, og áhugi ljósmyndarans fyrir tiðind- um kemur líka fram í ljósmyndum ungfrú Soffíu af dönsku stúdentunum, sem hingað komu i hópferðinni í ágúst árið 1900. Áhuginn fyrir ijósmyndun iiefir færst geysilcga í aukana síðustu ára- tugina. Nú má hcita, að annar liver maður hafi ljósmyndavélina sem föru- naut í margvíslegum erindum. Þúsund- um metra af ljósnæmri filmu er trúað fyrir einkamálum jafnt og sögulegum atburðum. Svipmót samtíðarmannsins finnst éinlivers staðar, ef vel er leitað, í þeim kynstrum af niyndum, sem safnast fyrir hjá áliugamönnum og at- vinnuljósmyndurum. En það er einn regin-galli á þessu yfirgripsmikla og óljúgfróða hcimildarsafni. Um leið og mynd eða myndir eru komnar úr höndum kunnugra, ljósmyndarans eða þess, sem mýndin er af, og þótt hún berist ekki nema litla leið út fyrir þennan þrönga hring, er luin í flcst- um tilfellum gagnslítil cða gagnslaus, nema hún hafi verið' auðkennd mcð nafni og dagsetningu. Ef áhugamenn og ljósmyndarar settu sér yfirleitl þá ófrávíkjanlegu reglu að merkja hverja einustu mynd, hversu auðþekkjanleg sem hun kann að vera í þeirra augum eða kunnugra, þá myndi óhugnanleg- ur pappirshaugur breytast á svip- stundu í eitthvert jákvæðasta heim- ildarsafn og handhægasta. Thorvaldsens félagskonur í útreiðartúr á Lækjartorgi 1899. Líkfylgd i Kirkjustræti 1884. ar, en iærisveinn lians, Daníel Daní- elsson, síðar Stjórnarráðsvörður, virðist hafa tekið meistaranum fram í þvi efni, enda útivistarmaður mikill og bestamaður góður. Eftir Árna Thorsteinsson tónskáld, Pétur Brynj- ólfsson kgl. ljósmyndasmið og Soffíu Jónassen Claessen eru til margar úti- myndir úr bænum frá árunum fyrir og eftir aldamót. Nú kemur líka til sögunnar nýtt viðfangsefni Ijósmynd- arinnar: myndir af atvikum og at- burðum, fyrirboði fréttaljósmyndar- innar, scm er orðin eitt vinsælasta efni blaðanna. Á þessu sviði var Magn- ús Ólafsson Ijósmyndari einna fyrstur og ötulastur, og honum eigum við að þakka fjölmargar ágætar tækifæris- myndir úr bæjarlífinu. Fleiri ljós- myndarar voru að verki, þó að ekki séu taldir hér, en áhugaljósmyndarar koma ekki verulega við sögu fyrr en löngu seinna, ef frá er talin ungfrú Soffia Jónassen, en plötusafn henn- ar, nú varðveitt í Minjasafni Reykja- vikur, ber með sér, að hún hefir haft vakandi auga fyrir bæjarlifsmyndum. Auðvitað tóku hinir fyrri ljósmynd- arar tækifærismyndir, en það má ganga út frá þvi sem næstum visu, að myndirnar séu „gerðar eftir pönt- un“. Sem dæmi má nefna hina al- | Ur myndabók Reykjavíkur • €30€i0€^0€£€£0€£€!£00€^0€£00 €^00000 ©€^€3000€^00000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.