Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1958, Qupperneq 25

Fálkinn - 12.12.1958, Qupperneq 25
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958 19 og var svo hugsandi að luin hrökk i kút þegar dyrabjöllunni var hringt. Það var Michael. — Láttu hendur standa fram úr ermum, dúfan, sagði liann. — Farðu og þvoðu þér. Við skulum koma út og horða hádegisverð. — Æ, Michael, dœsti hún crgileg. — Ég rakst á hana mömmu þína hérna niðri. Hún sagði að þú hefðir sötrað úr kaffibolla í morgun, og ekki nœrst annað. Komdu nú! Ég get ekki kysst þig fyrr en þú ert búin að þvo þér. — Æ, Michael! sagði hún aftur og fór út að hafa fataskipti. Þegar hún kom aftur leist honum betur á liana. — Ég verð alltaf jafn hissa á þvi, að svona subba skuli geta breytt sér í ljómandi fallega stúlku, sagði hann. — Þakka þér fyrir. Hún hló fram- an í hann. — Maxine! Röddin varð allt í einu svo alvarieg og þráandi að hún leit forviða á hann. — Viltu ekki kyssa mig þegar þú þarft ekki að óttast að fá málningarklessur á fötin þíri? spurði liún ögrandi. Hann liristi liöfuðið hægt. — Nei, ekki ennþá. Brosið hvarf af henni og henni varð órótt. Þetta yrði ef til vill ekki sams konar hádegisverður og vant var. Ilún gat ekki hugsað til að gera honum mein. Hann sagði ekki eitt orð meðan þau voru að snæða, nema — „Borðaðu nú matinn þinn!“ Hún var svöng og borð- aði mikið, og jiegar því var lokið sagði liann: — Ég þarl' að segja þér dálítið. — Já? — Það var ekki annað en þetta: Ég vil ekki bíða eftir þér lengur, Maxine? — Hvað ætlarðu að gera? spurði hún lágt. — Ég ætla að giftast. Finna mér einhverja aðra. Maxine starði á hann. — En ég hélt . .. þú sagðist elska mig. — Þú sagðist elska mig líka, svar- aði hann. — Hvað kemur það málinu við? — En þegar tvær persónur elsk- ast ... — Já, einmitt. IJún opnaði munninn og lokaði hon- um aftur án þess að segja nokkuð. — Ég liefi biðið i hálft fjórða ár, Maxinc. — Æ, hafðu ekki svona hátt. — Ég hefi ekki hátt! hrópaði liann. Svo lækkaði hann róminn. Kvaladrætt- ir komu kringum munninn á honum. — Ég veit um tilfinningar þínar að því er snertir list þína, Maxine, en mér er ekki á móti skapi að þú málir. — Það er einmitt mergurinn máls- ins, sagði Maxine döpur. — Þér er það ekki á móti skapi — það skiptir j)ig ekki neinu máli. Það finnst mér imdarleg afstaða til listarinnar. Micliael horfði forviða á hana. — Vildir ])ú að mér hefði verið það á móti skapi? Hún svaraði ekki og hann stóð snöggt upp. — Við skulum fara. Ég skal fylgja þér heim. Þegar þau komu heim að húsinu spurði hann: — Tókstu lykil? — Já. — Þá skulum við kveðjast. Augna- ráð hans var rólegt og einbeitt er hann rétti fram höndina til að kveðja. Hún hafði auðvitað gleymt lyklin- um, en vissi að móðir hennar mundi kom lieim von bráðar. Þegar Júlía kom lieim luttugu mín- útum síðar, sat Maxine á ganginum og hallaði bakinu upp að dyrustafn- um. Júlia hló. — Nú? Hefirðu þá gleynit lyklinum enn einu sinni? — Já, ég gleymdi honum, sagði Maxine og fór að gráta. — Maxine! hrópaði móðir liennar forviða. — Það var ekkert, flýtti Maxine sér að segja. IJún fór að hlæja og þerr- aði af sér tárin. — Ekki hefirðu farið að gráta þótt ltig vantaði lykilinn, sagði .Túlia áköf. — Er eittlivað á milli þín og Mic- liael? Ég vihli óska að hann faðir þinn væri á lífi. Hann gat komið vit- inu fyrir þig. — Þetta er ekkert, mamma. Það gengur ekkert að mér, endurtók Max- ine. — Það hlýlur að ganga eitthvað að þeim, sem grætur út af engu, sagði Júlia og fór ekki frekar út i þessa sálma. Maxine hló. En þegar hún kom inn i lierbergið sitt fóru tárin að renna aftur niður kinnarnar. Hvers vegna var hún að gráta? Var það vegna þess að lnin hafði séð sársauka i augna- ráði Michaels er hann leit til hennar? N’ÆSTU vikurnar var hún í eins kon- ar millibilsástandi. Móðir liennar jagaðist ekki við hana, og nauðaði jafnvel ekki á henni að borða meira. Maxine sat lengstum fyrir framan mál- aragrindina og barðist ein við efa- semdirnar, samviskubitið og þrána. Og einn daginn þegar hún sat svona í alvarlegum hugleiðingum, gerðist það sem gerst hafði einu sinni áður. Hún truflaðist við að dyrabjöllunni var hringt, og tók upp terpentínuglasið áður en hún fór til dyra. Ókunni maðurinn, sem stóð and- spænis henni virtist öruggur um að hann væri velkominn. — Þér eruð Maxinc. Ég er maður- inn, sem ætlar að giftast henni mömmu yðar. Má ég koma inn? Maxine tók andköf. — Já, komið ])ér bara inn. Það var fum á henni. — Má ekki bjóða yður sæti. Veit hún mamma að þér ætlið að giftast henni? Hún hefir ekki minnst einu orði á ])að við mig ... — Hún vissi það á undan mér. Hann elti hana inn í stofuna en settist ekki. Maxine hló. — Já, auðvitað liefir hún gcrt það! Hún tyllti sér á sófa- brúnina. — En henni mundi ekki líka að þér komið liér án ])ess að láta vita af þvi fyrirfram. Ilún vill hafa íeglu á öllu. — Já, ég veit ])að. En ég kom fyrir- varalaust af því mér datt í liug að það væri einfaldast. Og ég 'hefi ekki ennþá lofað að elska, virða og hlýða henni. Hann brosti lil hennar. Andlitið var sviphreint, ennið hátt, þétt, jarpt hár og brún augu með hroshrukkum í kring. — IJver eruð þér? spurði hún. — Ég 'hciti Maurice Fowler. Hann flýtti sér að kinka kolli er hann las spurninguna í augum hennar. — Já. — Þetta cr skrítið, hvislaði hún og gat ekki haft augun af honum. — Af- ar skrítið. Og þér eigið að verða stjúpi minn. Þér ... af öllum manneskjum. Hún hefir aldrei minnst á yður einu orði. — Það er leitt, sagði hann vingjarn- iega. — Ég nýt þeirra hlunninda að vita allt um yður, Maxine. — En ég veit allt um yður líka. Allt sem vert cr að vita. — Þökk fyrir, sagði hann og brosti. ITún vissi allt um hann af því að hún hafði kynnt sér verk hans. Hún hafði sennilega athugað hverja einustu rnynd, sem hann hafði imálað. Af frægum málurum samtíðarinnar var hann sá sem hún hafði mest álit á. — Heyrið þér, Maxine, sagði hann. — Vitið þér hvers vegna ég kom? Ég ælta ekki að láta sem það sé ekki í mína eigin þágu lika. Ég elska móður yðar og ég þoli ekki að sjá hana á- hyggjufulla og kviðandi. Ank þess ætla ég mér að giftast henni, en hún vill ekki giftast meðan þér cruð i þessu . .. þessum vanda. Og það er laukrétt hjá yður, að henni mundi ekki líka, ef hún vissi að ég hefði komið hingað i dag. Hún er hrædd um að ég hafi áhrif á yður. — Áhrif á mig? endurtók Maxine undrandi. — En það er ég ekki. Það leggst nefnilega í mig, að við tölum sama málið, þér og ég. Hann gekk fast að henni og rödd hans var alveg róleg er hann liélt áfram: — Afsakið mig, Maxine. Það er maður í spilinu, er ekki svo? Það er um hjónabandið eða listina að velja? Og þér völduð list- ina. Þér elskuðuð hann, en nú er það búið. Get ég ekki rétt til? Maxine lygndi aftur augunum og svaraði ekki spurningunni. í staðinn sagði hún: — Viljið þér ... viljið ])ér lita á myndirnar mínar, ég á nokkr- ar, sem ... Hann tók hendinni undir hökuna á henni og lyfti andlitinu á lienni. — Það er of seint, sagði hann og hló. Spurningin um hjúskapinn er ])ýðing- arlaus núna. Það varð of seint á sömu stundu og þér urðuð ástfangin. IJann er ekki einn af oss, ha? Jæja, það kemur oft fyrir að allt gengur betur þá. Það gerir yður frjálsari. Hann dró að sér höndina og fór að ganga um gólf. Nú fyrst tók hann eftir hvernig umhorfs var þarna kringum hann. — Þetta er ljómandi smekkleg stofa! Nú vil ég gera samning við yð- ur. Ef eitthvað er til, sem heitir til- vera el'tir þetta og við hittumst i öðru lifi, ætla ég að minna yður — og þér mig — á að verða ekki ástfanginn! Sammála? Hún brosti aftur. — Ágætt, sagði hann. — Látið þér mig lita á myndirnar yðar. Hún fór með liann inn i vinnustof- una sína. Hann leit á myndina sem var á grindinni og varð hissa og lcil viðurkenningáraugum útundan sér. Maxinc var með hjartslátt og beið, meðan hann var að snúa við mynd- unum, sem sneru upp að þilinu. — .Tú, jú, sagði hann — þér liafið tvimælalaust listgáfuna. Ég mundi ekki hafa trúað ... þér eigið tvímæla- laust listgáfuna. Ég mundi ckki hafa trúað ... Þér göbbuðuð mig með þvi að látast vera svo hikandi. Það er heilbrigði og æska í myndunum yðar, Maxine. Hann tók um axlir hennar og þrýsti fast. — Hafið þér nokkuð fleira? Lofið þér mér að sjá. Hún opnaði stóra möppu. Ilann þagði. Þarna voru margar myndir, sem hún hafði gert af móður sinni. — Ég er talsvert ... forviða, sagði hann loksins. — Þér þekkið hana vel, betur en hún þekkir yður. En hún ber hökuna dálítið hærra. Lítið þér á! Hann tók svartkrit og dró nokkrar línur til að sýna hvað hann átti við. Hún ber alltaf höfuðið hátt. Og hún er mjög tilfinninganæm. — Já, sagði Maxinc. Allt í einu komu tár i augun á lienni. En hún varð að spyrja: — Hvers vegna giftist þér lienni mömmu? — Af því að hún þarf á mér að halda, svaraði hann um hæl. — En þér megið ekki misskilja mig. Ef ég elskaði hana ekki þá mundi það ekki hafa skipt máli hvort hún þurfti á mér að halda. Það er enginn vafi á því, að ungi maðurinn yðar þarf á yður að halda og ef ])ér elskið hann þá er þetta mjög mikilsvert. En það sem þér ciginlega ætluðuð að spyrja um var, hvers vegna ég væri yfirleitt að giftast, var ekki svo? — Jú. — Jæja, það er aðeins að horfast i augu við staðreyndirnar ... af því að mér varð það á að verða ástfanginn, og i mínum augum er það hið sama og að giftast. Eftir að hafa séð mynd- irnar yðar er ég þeirrar skoðunar að þetta liafi verið mesti misgáning- ur af yður líka. Kannske enn verra fyrir yður, þvi að konurnar bindast svo auðveldlega, livað tilfinningar snertir. Hún kinkaði kolli. — Ég hefi alltaf verið hrædd við það. — Já, auðvitað. Og þess vegna kom ég hingað í dag. Og nú komum við að þvi dularfyllsta: leyndardómi bræðra- lagsins. Við erum sterk, Maxine — þér og ég. Við crum sterk á þann hátt sem starfandi fólk fær ekki skilið. Við höfum ekki sömu þarfir og það. Móðir yðar mundi blöskra cf hún vissi hve litlu máli það mundi skipta yður þótt hún giftist og færi burt frá yður. Við erum sterk vegna ]>css að eitthvað er í okkur, sem knýr okkur áfram, og þegar við hrifumst erum við óþreyt- andi. Þér gelið málað allan daginn án þess að bragða mat, og alla nóttina án þess að sofa. Þrýstingurinn kemur innan að, en eyðileggur yður cf hann fær ekki útrás á annan hátt líka. Sum- ir hafa getað látið þennan þrýsting beina sér i aðeins eina átt og þeir hafa náð því óviðjafnanlega — Mic- helangelo, Bccthoven ... IJann þagði sem snöggvast en hélt svo áfram: — En ég verð að játa fyrir yður, Maxine, að ég cr ekki svo stór. Ég þarf að dreifa mér i fleiri áttir. Hún hlustaði á hann og horfði út i bláinn. Þegar liann tók til máls aft- ur fann liún að liugur hans snerist i aðra átt. Það var að sjá sem honum væri skemmt. — Nei, ég gleymdi .Tohan Sebastian Bach — þessum dásamlega snillingi sem var jarðrænn og himneskur í senn. Ég skal segja yður, Maxine, að það eru engin takmörk fyrir því, sem við listamennirnir getum gcrt. Þér er- uð fyllilega fær um að eignast tutt- ugu börn og mála betur en nokkurn tíma áður eftir að þér eruð orðin amrna. Hún andvarpaði og opnaði hjarta sitl fyrir honum með stóru fallegu brosi. — Mér þykir vænt um yður, sagði hún ósjálfrátt. Hann kinkaði kolli. — Og mér um yður lika. Og framtíðin er okkar, Maxine. Skömmu síðar hringdi hún til Mic- haels og spurði hann hvort hann vildi borða hádegisverð með sér. — Ó, Maxine! sagði hann og hún varð hrærð og sneypt er hún heyrði gleðina í rödd hans. En þvi miður bætti hann við: „Ég vissi að þú mundir komast niður á jörðina aftur." — Já, sagði hún undirgefin. Hún beið hans í anddyri veitinga- hússins, sem þau höfðu talað um að hittast i. Hún hafði beðið tíu minút- ur cr vikadrengur kom til hcnnar og sagði að sími væri til hennar. Framhald á bls. 43.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.