Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 14

Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 14
8 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958 JOLAENGILLINN scm rataði ckki hcim C INU SINNI var lítill jólaeng- C- ill sem hafði villst. Það var að sjálfsögðu ekki neinn sannur jólaengill því hann hefði aldrei villst í bænum. Þetta var aðeins smáengill sem vonaðist eftir að verða einhvern tíma sannur jólaengill, þegar hann hefði lokið prófunum sínum. Upphaflega var hann sendur af stað, til þess að prófa hvort hann gæti leyst nokkuð af verkefnum raunverulegs jólaengils, en það hafði verið svo margt að skoða bíllinn þaut áfram. Hann rann lítilsháttar til á hálum veginum. Maðurinn gat aðeins greint fá- eina metra fram fyrir sig, svo mikil var snjókoman úti fyrir. „Þú ættir samt sem áður að vera varkár, — áður en langt um líður komum við að afar skarpri beygju sem er einmitt á brattri brekkubrún," sagði smáengillinn alvarlegur í bragði — og honum varð í sama bili ljóst að þennan veg þekkti hann mjög vel. „Ef þessi væri ekki þarna, sæti á leiðinni og svo gagnstætt öllum útreikningum var kominn mikill jólabylur. Og allt í einu stóð litla jóla- engilsefnið á krossgötum langt frá allri mannabyggð. Hann hafði ekki hugmynd um hvaða leið hann ætti að fara. Æ, ég verð víst aldrei neinn raunverulegur jólaengill þetta ár- ið, hugsaði hann með sér dapur i bragði, og var að því kominn að bresta í grát. 1 sama bili kom bíll út úr snjómuggunni. Litli eng- illinn veifaði og honum var leyft að sitja í bílnum. Það var aðeins einn einmanalegur maður í bíln- um, og hann var eiginlega frábit- inn því að taka nokkurn upp í, en þessi litli þarna var svo sakleys- islegur og virtist aðframkominn af kulda. „Þú ættir ekki að aka svona hratt,“ sagði litli engillinn, þeg- ar þeir höfðu ekið nokkurn spöl. „Það getur verið mjög hættu- legt.“ „Ég þarf að flýta mér,“ sagði maðurinn afundinn og steig lítið eitt fastar á bensíngjafann, svo ég ekki hérna í kvöld,“ bætti hann við, en maðurinn hlustaði ekki á hann, eða ef til vill vildi hann ekki taka aðvörunina til greina. Maðurinn jók ferðina enn lítið eitt. „Hvers vegna átt þú svona ann- ríkt?“ spurði litli engillinn. „Ég þarf að flýta mér,“ sagði maðurinn aftur stuttur í spuna, en litlu síðar bætti hann við til útskýringar: „Ég hefi ekki verið heima í hálft ár — ferðast utan- lands — verslunarerindi. — Ég hringdi heim til konunnar minnar, undir eins og ég var kominn inn fyrir landamærin, og sagði henni að ef til vill gæti ég náð heim og haldið jól með henni og dóttur okkar. Elsa, en svo heitir konan mín, sagði mér að ég yrði að hafa hraðann á. Það væri mikil- vægt að ég kæmi sem fyrst.“ „Þú gætir líka komið of fljótt, til annars staðar,“ byrjaði engill- inn. Maðurinn greip fram í fyrir honum með lítið eitt hvassri at- hugasemd, sem varð svo að engu, því að í sama bili kastaðist bif- reiðin harkalega til. Hún rann til yfir mjöllina sem hafði fokið saman í smá skafla, er létu und- an hjólunum. Bíllinn stefndi nú beint á stærðar tré rétt við veg- brúnina. Hann rakst þó aldrei á það. Maðurinn fann tvær sterkar hendur grípa um stýrið. Bíllinn tókst næstum því á loft og stefndi út af veginum. En svo hætti þeim að finnast þeir svífa i lausu lofti. önnur bifreið þaut fram hjá í hríðinni eins og ógnandi skuggi — og svo óku þeir áfram eftir þjóð- veginum — og að baki þeim var beygjan á brekkubrúninni. Hendur mannsins hvíldu á stýr- inu rétt eins og þær höfðu gert allan tímann, og litli engillinn sat hreyfingarlaus og lítið eitt saman- hnipraður á þeim stað sem -hann hafði setið allan tímann. Bifreiðarstjórinn skildi þetta ekki almennilega, ef til vill hafði eitt örstutt, en hættulegt augna- blik verið um það bil að ríða hon- um að fullu. „Jæja, þá er ég *nú kominn heim,“ sagði maðurinn eitthvað hálfri klukkustundu seinna. „En þú getur haldið ferð þinni áfram með járnbrautarlestinni. Stöðin er hérna rétt hjá, og næsta lest fer eftir rúman klukkutíma. Vilt þú annars ekki líta aðeins inn- fyrir og fá eitthvað heitt að drekka á meðan þú bíður. Þú hef- ir víst fulla þörf fyrir það.“ „Já, þakka þér fyrir,“ sagði litli engillinn og á meðan maður- inn keyrði bifreiðina inn í skúr, gekk hann upp að snotra, rauða einbýlishúsinu, sem þeir höfðu stansað við. „Ó hve gott er að þér loksins komið herra læknir,“ sagði tauga- æst, en að öðru leyti myndarleg kona, áhyggjufullri röddu, um leið og hún bauð englinum til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.