Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 51

Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 51
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958 45 ^*^*^*^* FRAMHA. LDSSAGA **£#****£**£ ÁjSTTR í feluleik 6. ^*^*^*^* FRAMHALDSSAGA *>** **tf **£ *** --------------—------------- —> En kannske var það ranglátt að miða Celiu við sjálfa sig. Celia hafði líklega haldið að systurástin mundi nægja til að gera krafta- verk, og hafði orðið vonsvikin er hún sá að Tim var of langt leiddur til'þess að láta sér segjast. Það var enn skammt liðið á dag er Elisa- beth kom aftur í landstjórabústaðinn. Hún gekk um stóru stofurnar og horfði á mál- verkin og mörgu fallegu gripina, sem land- stjórafrúrnar höfðu viðað að sér, hver fram af annarri. Flest af þessu var smekklega val- ið, en sumar stofurnar báru mismunandi persónueinkennum vitni. Aðeins svefnher- bergin átta voru öll sviplík. Hún settist við að skrifa Elsu frænku sinni, en litla enska húsið var svo langt burt frá Iþessari hitabeltiseyju með hin nýju áhrif, að Elisabeth féll erfiðlega að skrifa eðlilega. Hún reyndi að hugsa um Elsu frænku og David frænda. Núna mundu þau vera á leið heim frá kirkjunni og David mundi að venju víkja sér að einhverjum, sem honum finndist einstæðingur, og bjóða honum heim í há- degisverð. Hann vildi alltaf að öðrum liði eins vel og honum sjálfum. David frændi var föð- urbróðir hennar og hann og konan hans voru elskulegustu manneskjur í heimi. Þau höfðu tekið hana að sér eftir að foreldrar hennar dóu, og hún var mjög skuldbundin þeim, en í dag veittist henni erfitt að segja þeim frá því, sem hún hafði upplifað síðustu dagana. Henni hefði verið betra að hætta við bréfið og ljúka við það á morgun. Það var enn dauðaþögn í húsinu er hún gekk niður á neði’i hæðina. Hún fór inn í minni stofuna en þar hafði hún sett vasa með magnolíublómum um morguninn. Hnapp- arnir höfðu opnast og hún laut fram yfir fín- gerðu blómin og snerti við krónublöðunum, sem voru mjúk eins og silki. Hún sá einhverjum bregða fyrir í opnum franska glugganum og rétti úr sér um leið og Julian kom inn í stofuna. Hann brosti viðurkennandi. — Blátt fer yður vel, sagði hann. — Og í þessari birtu er sérstakur gljái í augunum í yður. Það er ein- kennilegt við grá augu að þau geta verið skær, eins og ráðgáta um leið. — Nú? Hún horfði niður í gólfið. — Hvað meinið þér? — Það er hula á þeim, sagði hann. — Þér viljið nefnilega ekki að ég geti lesið hugsanir yðar. — Kannske hulan dylji aðeins innra tóm? — Nei, ekki held ég það. Þér hugsið alltof mikið. Hann gekk að borðinu og tók eitt blómið og stakk því í hnappagatið. — Mér datt í hug að þér munduð bjóða mér í hádegis- verði í dag úr því að ég ætla í ökuferð með ykkur síðar í dag. Hún hlammaði sér niður á stól. — Ég hafði steingleymt því. Getum við ekki frestað þessu ferðalagi? — Þér eigið við að þér viljið helst ekki hafa mig í hádegisverði í dag? — Já. Svo hélt hún áfram með semingi: — Hún vinstúlka mín er úti með Cranwood kapteini. Hún verður ekki upplögð til að fara neitt síðdegis í dag. — Hún verður ekkert þreytt. Julian starði út um gluggann á trén með öllum litsterku blómunum. Þessi káta vinkona yðar er svo tápmikil og þróttmikil. Ég vona að hún ætli sér ekki að giftast kapteininum. Hann á stúlku í Englandi. Ég mundi ekki hafa kynnt þau ef mig hefði grunað að það gæti farið á þessa leið. — Hún giftist ekki kapteininum. Hún um- gengst hann alveg eins og alla aðra, sem hún hefir gaman af þá stundina. Hún er hrifin af háum, þróttmiklum karlmönnum, en verður fljótt leið á þeim. Hann brosti. — Mig skyldi ekki furða þó að hún — þegar til kastanna kemur — lenti hjá einhverjum alvörumanni, sem fyrirliti glens og gaman. — Það megið þér ekki segja við hana, því að þá vindur hún sér upp að altarinu með einhverjum strák, af eintómum þráa. Nú varð stutt þögn. Svo spurði hann eins og af tilviljun: — Hvers vegna viljið þér helst fresta bílferðinni í dag? Finnst yður of heitt? — Nei, ekki sérlega. En maður verður að vera í sérstöku skapi til að geta notið fallegs umhverfis, og ég er ekki í þvi skapi í dag. — Ég hafði ekki hugsað mér annað en aka þjóðveginn og láta ykkur sjá útsýnið. — Já, ég veit að það er illa gert af mér að spilla þessu áformi yðar, en ég er ekki upplögð til að fara í dag. Hún sagði þetta óðamála og með talsverðri ákefð. Hann hleypti brúnum og svaraði kulda- lega: — Jæja, þá sleppum við því. Það tek- ur ekki að rífast um það. Hann gekk út að glugganum og horfði út í garðinn. TALAÐ AF SÉR. Elisabeth var gröm sjálfri sér. Hún hafði aldrei komið fram gagnvart karlmanni með vanstillingu, en það var eitthvað við Julian, sem ergði hana fram úr hófi. Hann áleit að ekki væri annar vandinn en leggja á ráð og framkvæma þau, án þess að taka nokkurt tillit til hvort öðrum líkaði. Hann hafði ákveðið að hún skyldi heimsækja Celiu Cartney og hún hafði gert eins og hann sagði — þæg eins og lamb. Hann hafði sérstakt lag á að láta fólk hlýða því sem hann vildi vera láta. Hún óskaði að hún hefði ekki farið þarna út á Cartney-ekruna. En þrátt fyrir allt iðraðist hún eftir að hafa látið andúð sína svona greinilega í ljós. Það var leitt að hún hafði einhvers konar grunsemdir á öllu því, sem hann stakk upp á. En hún mátti ekki gleyma að vera á verði. Hún andvarpaði og sagði: — Viljið þér gefa mér vindling? Hann opnaði vindlingahylkið og beygði sig til að kveikja í hjá henni. Hún hélt vindlingn- um milli fingranna og fann að hönd hans snerti hana. Hún var hörð og köld. Svo sagði hún án þess að líta á hann: — Ég fór út á Cartney- ekruna í morgun. — Já, bílstjórinn yðar sagði mér það þegar ég kom. Hann kveikti í sínum vindlingi. — Það var óþarfi. Bréf hefði getað gert sama gagn. Húsið er í aumlegu ástandi, en Tim vill ekki þiggja hjálp og Celia vill ekki fara frá honum. Hún er fórnfús og á betri örlög skilið, en það er ekki hægt að þvinga neinn til að gera skyldu sína. Hvernig var þarna hjá Celiu? — Það fór vel á með okkur, en ég gat ekki staðið lengi við. Hún kemur hingað í tennis á miðvikudaginn. Kannske þér viljið koma líka? — Þökk fyrir. Ég skal koma ef ég verð laus. Hann sneri sér að henni og brosti háðslega: — Viljið þér ^ð ég fari núna? Á þessu augnabliki gleymdi hún að þetta var maðurinn, sem hún átti að gefa ráðningu. Hún gleymdi því sem hún hafði lofað Amy, og það eina sem henni var ljóst var að þetta var karlmaður, og að hann gat vakið í henni kven-kenndina. Hún sagði fljótmælt: — Þér verðið að borða hádegisverð og við skulum nú fara þessa ferð í dag þrátt fyrir allt. Mér þykir leitt að ég var svo ólundarleg áðan, en ég var að reyna að skrifa bréf heim í morgun og komst að raun um að ég hafði ekkert til að skrifa um. — Heim? Vindlingurinn hristist milli fingranna á henni. — Já, heim ... til vina í Englandi. Þegar maður er hérna getur maður ekki ann- að en hugsað til Englands sem „heima“. Hann kinkaði kolli og gekk að sófanum beint á móti henni og settist. — Já, það er ofur eðlilegt. Mig langar aldrei til Englands, en mér mundi finnast ég vera rótlaus ef ekki væri neitt England til. Það er eitt af hlunn- indunum við að vera í nýlendustjórninni. Maður er alltaf í tengslum við London. — Alveg eins og grein af fjölskyldu. — Ólust þér upp í Englandi? — Já, að mestu leyti. Við höfum sykur- ekrur í Indlandi og ég dvaldi að jafnaði í Englandi þrjá mánuði ársins. Faðir minn taldi það einn þáttinn í uppeldi mínu. Við áttum stórt hús í Englandi, sem afi minn hafði byggt, og garðurinn var í mestu órækt sem maður getur hugsað sér. Við reyndum að ryðja þennan frumskóg á hverju sumri, en jafnan þegar við komum til baka næsta ár var komið í sama horfið, en við tímdum ekki að höggva skóginn. Kringum húsið voru risavaxin tré, sem vafalaust hafa verið yfir hundrað ára. Við kölluðum þau öll með nafni, sem við höfðum gefið þeim þegar við vor- um börn. — Við? hváði hún. — Ég átti bróður sem var yngri en ég, þá. Hann dró lengi að sér reyk úr vindlingn- um. — Þegar ég erfði sykurekruna gerði ég það sem hann og ég höfðum verið sammála um — ég skipti henni í smáskákir og gaf þær innfæddu verkamönnunum. Og húsinu var breytt í trúboðsstöð. Það var ekki á honum að sjá að hann tæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.