Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 15

Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 15
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958 9 stofu, en hann var nú allt í einu orðinn eins og eldri maður. „Jytta er svo mikið veik. Hún talar óráð og byltir sér fram og aftur.“ Engillinn gekk nú inn til litlu sjúku telpunnar sem var með sótthitagljáa í augum og velti sér eirðarlaus í rúminu. „Mamma, fer pabbi ekki bráð- um að koma? Mamma, fáum við ekkert jólatré í ár? Hvers vegna vill pabbi ekki halda í hendina mína?“ Engillinn kinkaði kolli til móð- urinn sem hafði staðnæmst í dyr- unum og sagði því næst: „Láttu okkur aðeins vera ein örlitla stund.“ Svo lagði engillinn svala hönd á litla heita ennið og talaði við barnið mildum rómi. Þegar for- eldrarnir komu inn skömmu síð- ar til að sjá hverning liði, lá litla stúlkan þeirra með skær augu og án sótthitagljáa og horfði rólega á þau. „Það var sannarlega gott, að þú náðir heim áður en kveikt yrði á jólatrénu, pabbi.“ „Læknirinn“ var horfinn, en þau útskýrðu það þannig, að þetta hefði allt saman verið draumur, alveg eins og það, sem borið hafði fyrir manninn á leiðinni. „Það eru svo margir merkilegir draumar til, en það eru áreiðan- lega góðar dísir, sem vakað hafa yfir okkur,“ sögðu þau þakklát og þau brostu hvort til annars í bjarma jólaljósanna. Það hljómar ótrúlega, en litli jólaengillinn gekk í raun og veru til stöðvarinnar og fór með lest- inni eins og maðurinn í bílnum hafði ráðlagt honum. „Það var eins og engill gripi allt í einu í hemla lestarinnar," sagði lestar- stjórinn á yfirfylltri jólahraðlest- inni. Vegna snjókomu og frosta var skiptisporið, sem var fimmtíu kílómetra framundan, afkróað og var nú hraðlestin komin inn á sömu brautarteina og önnur jafn yfirfull lest. Hann stóð niðri á brautarpallinum og athugaði lest- ina sína, sem hafði stansað aðeins einn einasta metra frá aftasta vagni lestarinnar, sem á undan ók, og hafði verið hulin þeim í snjómuggunni. Síðan þerraði hann svitann af enninu með stór- um rauðtíglóttum vasaklút, og klifraði upp í aftur. Þegar jólaengillinn yfirgaf lest- ina var hann svo léttur á sér og glaður í lund að hann sveif blátt áfram af einskærri gleði. Það var af þessari ástæðu að honum varð litið inn um glugga einn. Að sjálf sögðu gekk honum ekki forvitni til. Hann gat bara alls ekki að því gert. Innifyrir sat maður, ekki bein- línis ungur, en það var heldur ekki hægt að kalla hann roskinn, Litli jólaengillinn gekk beint inn um stofugluggann og spurði: „Hvers vegna situr þú hér aleinn og ert svo dapur á svip.“ Hann virtist ekkert verða undr- andi á svip eða reiður í bragði. Hann sagði hægt, næstum því eins og við sjálfan sig: „Ég hefi alltaf átt svo annríkt, ég ætlaði mér að- komast áfram í heiminum. Ég hefi aldrei gefið mér tíma til að njóta lífsins og aldrei gefið mér tíma til að hugsa ástúðlega um nokkra manneskju — og sjáðu nú hvað ég 'hefi feng- ið í minn hlut — allt þetta hérna — ég er ríkur — en ég er aleinn. Ekki einu sinni ráðskonan mín aumkvar sig yfir mig í kvöld, heldur flýtir sér heim til fjöl- skyldunnar. Hér sit ég svo í öllu ríkidæminu og hefi engan til að deila því með mér, engan til að erfa það, þegar ég eftir nokkur ár .. T-Er hægt annað en að ör- vænta? Hugsaðu þér ef ég ætti nú konu og börn hér hjá mér núna. Já, einu sinni dreymdi mig um slíkt, ásamt frama minum — hún var svo yndisleg kona, sem þetta var eiginlega maður á besta aldri. Hann bar það með sér að hafa komið sér vel áfram í lífinu, sem kallað er. Stofan var búin dýrum og jafnframt smekklegum hús- gögnum. Það voru þykk teppi á gólfinu og listaverk á víð og dreif, góð málverk, sjaldgæfir silfur- munir og ýmislegt annað þess konar. Samt sem áður leit hann ekki út fyrir að vera glaður. Hann sat aleinn í rökkrinu. Eftir þvi sem hljómar jólaklukknanna urðu sterkari, varð hann daprari og daprari á svip. Hann hafði held- ur ekkert jólatré og virtist ekki vænta neinna gesta. maður í virðingarstöðu gæti ver- ið stoltur af. En ég var ekki í virð- ingarstöðu þá og ég var svo önn- um kafinn að komast þangað — jæja, svo tók hún öðrum, sem reyndar var fátækur líka, en hann gaf sér tíma til að hugsa um hana. Þau héldu víst áfram að vera fá- tæk alla tíð. Hann var héraðs- læknir og vann sér um megn. Nú er hann dáinn. Skömmu seinna sat litli jóla- engillinn í flugvél á leið til ann- ars landshluta. Það er að sjálfsögðu óþarft að skýra frá því að einmitt þessi fJugvél, sem hafði lagt af stað þrátt fyrir allar aðvaranir, Framhald á bls. 46.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.