Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 43

Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 43
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958 37 Stjörnuborg. En svo dó vinur hans og velunnari, Friðirk II. árið 1588, og smám saman fækkaði valdamönnum þeim, sem Tycho Brahe átti að í ríkisráðinu. Ár- ið 1596 varð Kristján konungur IV. futlveðja, en um sama leyti náðu ó- vinir Tycho Brahes«völdum við hirð- ina. En ekkert var stjörnumeistaran- um níikla fjær en að skríða fyrir þeim. Og fremur kæruiaus var hann um að rækja skyldur þær, sem á hönum hvíldu sem iénsherra. Stundum liðu mörg ár án þess að hann skipaðist við hótunarbréfum stjórnarinnar. Siglingamenn voru sí og æ að kvarta undan hvernig Tyclio Brahe gætti vit- ans á Kullen, en Friðrik II. hafði ávallt sýnt vísindamanninum lang- lundargeð. En það skipti um er Frið- rik dó. Og Tycho Brahe var líka sýnd óvirðing vegna þess að liann liafði kvænst konu af borgaralegum ættum. Bændurnir á Hveðn sökuðu hann um að hann kúgaði þá, og ennfremur báru þeir á hann að liann væri galdramað- ur. Og prófessorarnir í Kaupmanna- liöfn, sem litu keppinaut sinn öfund- araugum sögðu að stjörnuturninn á Ilveðn væri „skaðlegt og allt of dýrt glingur“. Það var um þessa menn, sem Brahe sagði einhvern tíma: „Plures sapiunt paplato quam cerebro“ — fleiri eru vitrir í kjaftinum en koll- inum. Tycho Brahe taidi það undir virð- ingu sinni að fara á fund konungsins sjálfs til þess að fá leiðréttingu mála sinna, — það gat skilist svo sem hann væri að biðjast vægðar. Og afleiðingin varð sú, að smám saman var farið að svifta hann ýmsum fríðindum. En þá kvaddi meistarinn garðana í Gröf, og sumarið 1597 fór hann með konu sína um borð i skip og sigldi til Bostock. Hann fékk brátt stöðu sem hirðstjörnumeistari Rudolfs II. keis- ara i Praha og var vel launaður. En því miður var ríkissjóðurinn oft tóm- ur hjá Rudolf, því að hann var ósinkur á fé til lista og vísinda, og þó eyddi liann miklu meiru til gullgerðartil- rauna. í Praha söfnuðust á ný nemendur Tycho Brahe. Kunnastur þeirra var Johannes Kepler, frábær stærðfræð- ingur, sem var siðar falið að vinna úr athugunum meistarans. Og úr þeim gögnum gat hann eftir margra ára starf lagt fram nýjar og öruggar sann- anir fyrir því að heimsmynd Koper- nikusar væri rétt, og gert frumdrætt- ina að þeirri heimsmynd. sem Galilei og Newton fullkomnuðu síðar. Þetta verk varð merkileg sönnun fyrir þvi hve nákvæmar athuganir Bralies höfðu verið — j)rátt fyrir að kíkirinn var ekki til um hans daga — hann kom ekki til sögunnar fyrr en sjö ár- um eftir að Tycho Brahe dó. En Bralie hafði séð að hægt er að ná fuRkomn- um árangri með ófullkomnum áhöld- um, ef maður þekkir skekkjurnar og tekur tillit til þeirra í útreikningun- um ... Af ýmsum ástæðum má kalla Tycho Brahe „föður stjarnfræðilegra athugana og stofnanda hagnýtrar stjarnfræði". Kepler dáði lika mjög „liina ótrúlegu nákvæmni meistarans" og taldi „mesta heiður sinn að for- sjón guðs liefði látið falla sér i skaut að vinna úr athugunum hans“. Eitt dæmi um nákvæmni Tycho Bralies er ákvörðun hans á lengd árs- ins. Honum taldist ])að vera 365 sól- arhringar, 5 tímar, 48 minútur og 45 sekúndur. Það var aðeins 2 sekúnd- um of lítið! Tyclio Brahe varð einnig fyrstur til að gera sér rétta hugmynd um hala- stjörnurnar, j)essi undarlegu, reikandi himintungl, sem þóttu svo dularfull fyrr á timum og svo mikil hjátrú spannst út af. Fólk taldi þær vera glóandi refsivönd, sem guð hefði þeytt út í himingeyminn i reiði sinni yfir syndum mannanna. Lærðir menn þótt- nst sanna að spilling mannkynsins ætti sök á þessum himintunglum, mannvonskan gufaði upp úr jörðinni og ])egar kom í háloftin kveikti reiði guðs í gufunni, svo að syndararnir gætu sjálfir séð hana. Og síðar meir féll eitruð aska ofan i andrúmsloftið og olli fárviðrum, óáran, pest og striði. Tycho Brahe starfaði ckki lengi í Praha. Hann dó árið 1561, 57 ára gam- all. í dauðastriðinu hafði hann hróp- að hvað eftir annað: „Ó, að ekki verði talið, að ég hafi til ónýtis lifað!“ Hann var jarðaður með mikilli viðhöfn í Teynkirkjunni í Praha. Þegar 300 ár voru liðin frá dauða hans var kistan opnuð og líkið rannsakað. Ilauskúpan hafði hrotnað nokkuð, er grjót úr hvelfingunni liafði hrunið á hana, en nefbeinið var óbrotið, og liægt að sjá að höggið hafði verið í það. Lausi nef- broddurinn fannst hvergi, en nefbein- ið sjálft hafði litast af koparsöltum. Langt, margsnúið yfirskeggið hafði staðist tímans tönn, og sömuleiðis skartbúningur lians, úr flaueli og silki. í ómerkilegri kistu við hlið steinkistunnar var lik konu hans, sem dó í fátækt i Sclilesíu þremur árum síðar en Tycho Brahe. En á Hveðn voru hin merku mann- virki lians látin grotna niður. Uraniu- borg var rifin og steinninn notaður i önnur hús. En árin 1823—’24 var mokað ofan af rústunum og nú konui Uraníuborg og Stjörnuborg fram úr gröf gleymskunnar. Ýmislegt lauslegt fannst við uppgröftinn og var það tínt saman og er nú á ofurlitlu safni, þar sem einnig má sjá myndir af Tycho Bralie og af áhöldum hans. 1905 ÁVAXTADRYKKIR: ANANAS APPELSlN GRAPE FRUIT GEISLI LEMON SQUASH JÖLADRYKKUR SANITAS 1958 Eftirtaldar gæðavörur eru viðurkenndar ÁVAXTASULTA OG ÁVAXTAHLAUP: ANANAS- JARÐARBERJA- HINDBERJA- BL. ÁVAXTA- RIBSBERJA- APPELSlNU s u I t a marme- lade SAFTIR: PÓLÓ SÓDAVATN APPELSlNU- KIRSUBERJA- BL. ÁVAXTA- s a f t Úr Sanitas-sultu íást bestu og ódýrustu ávaxtagrautarnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.