Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 16

Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 16
10 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958 Til vinstri: ístaka á Reykja- víkurtjörn um 1910. Til hægri: Isinn settur inn í Nordalsíshús. CiÖMLU ísnrsix PEGAR rosknir menn hittast fellur samtalið oft á þá leið, að minnst er á hitt og þetta, sem gerðist á yngri árum þeirra. Koma þá upp í llugann minningar um ýmsar lifsvenjur og atvinnugrein- ar, sem þá tíðkuðust, en eru nú ó- þekktar orðnar. Um margt af þessu liefir verið getið í endurminningum gamalla manna, en samt er til gnægð af frásagnarverðu efni, sem allt of lít- ill gaumur er gefinn, en þó þess verð- ur, að því sé haldið til haga til fróð- leiks um framtakssemi og starfshætti fyrir og um aldamótin síðustu. Hér í bænum voru á þessu tímabili starfrækt fimm íshús, og flest á bökk- um tjarnarinnar, og skulu þau til- greind hér og þau ár, sem starfsemi þeirra hófst: Nordals íshús við Lækjarósinn 1894. íshús G. Zoega við Garðastræti 1897. ísbjörninn við Skothúsveg 1907. íshúsið við Tjarnargötu (nú Tjarn- arbíó) 1913. íshúsið Herðubreið við Fríkirkju- veg 1917. Yæri vel við eigandi, að skráð væri saga allra þessara íshúsa, þvi að hún gæti orðið all merkilegur þáttur í at- vinnusögu borgarinnar, þvi íshús af siíkri gerð verða ekki reist hér eftir- leiðis af ýmsum ástæðum. í þessum pistli verður aðeins minnst lítillega á eista íshúsið, til- gang reksturs þess og vinnubrögð við istökuna, en tjarnarísinn var aðal- hráefni ísliússins og undirstaða starf- seminnar. Um ístöku á tjörninni heyrði ég fyrst getið þegar ég átti heima i svo- nefndu Anikuhúsi við Suðurgötu árið 1883. Svo háttaði til, að í brekkunni skammt fyrir sunnan Anikuliús hafði fyrir all löngu verið gert stórt jarð- hús til ísgeýsmlu. Það var grafið djúpt inn í brekkuna, og fram af því lilaðn- ir stuttir veggir og reft yfir þá með timbri og torfi. Þar á stafninum hafa verið inngöngudyr. Jarðhús þetta var skútinn enn að nokkru sýnilegur fram yfir aldamótin síðustu. Þar er nú bíl- skúr úr steini (við hús nr. 20). Árið 1894 var stofnað hér i Reykja- vík mjög merkilegt félag, sem nefnd- ist „ísfélagið við Faxaflóa“. Verkefni þess var samkvæmt félagslögunum: ,.Að hafa jafnan nægilegar birgðir af ís til varðveislu á matvælum og beitu, ístaka á Reykjavíkurtjörn um aldamótin. af fullorðna fólkinu ævinlega nefnt: „ískjallarinn". Það sagði, að Englend- ingur nokkur hefði látið gera mann- virki þetta og notað það til ísgeymslu í sambandi við laxveiðar og útflutn- ing á laxi. Ekki er mér kunnugt um hvenær jarðhús þetta var gert, en um þetta leyti (1883) var framhluti þess fall- inn saman, en all stór skúti var í brekkunni og veggjaleifarnar, og var og versla með hann og það, sem liann varðveitir“. Af þessu má sjá, að starf- ræksla félagsins var beinlínis byggð á því, að notfæra sér tjarnarísinn við starfsemina. Félagið lét byggja mikið hús og að mörgu leyti sérkennilega innréttað á sjávarbakkanum við Lækjarósinn á lóð Zimsens-verslunar (nú Hafnar- stræti 23). Ilúsið var kallað „íshúsið“. Framkvæmdastjóri félagsins var ráð- inn Jóhanncs Nordal, sem þá var ný- kominn lieim frá Ameríku. Sagði hann fyrir um byggingu og innréttingu hússins, en í Ameríku hafði Jóhannes kynnt sér byggingu og rekstur frysti- liúsa við svipaðar aðstæður og þá voru liér fyrir hendi. Á starfsárum íshússins var jafnan hafist handa um istökuna þegar liða tók á vetur. Hafði Jóhannes og starfs- lið hans þá í mörgu að snúast. Þáð þurfti að athuga og endurbæta ístöku- verkfærin, svo sem: issagir, lang- skeptar ísaxir, íshaka, járnkarla o. fl. Allt varð að vera í fullkomnu lagi til þess að forðast tafir meðan á verkinu stæði. ísinn var tekinn á fjörninni þegar hann var talinn nægilega þykk- ur til þess að vera hestheldur, og snjór svo mikill, að akfært var hestasleð- um frá tjörninni að íshúsinu. Þetta livorttveggja þurfti að fara saman, ef vel áttu að ganga vinnubrögðin. Snemma morguns daginn sem ís- takan hófst fjölmenntu verkamenn við íshúsið til þess að komast i vinnu við ístökuna, og auk þeirra all margir ökumenn með hesta og sleða. Þegar ráðningu var lokið var liðinu slcipt í flokka. Einn flokkurinn vann við ís- tökuna á tjörninni, annar annaðist akstur á ísnum frá tjörninni að ís- húsinu, og hinn þriðji tók á móti ísn- um og kom honum fyrir inni i húsinu. Vinnan hófst með því, að afmarlc- að var liæfilega breitt svæði þar sem tjörnin var dýpst, þvi þar var ísinn tærastur. Svo voru höggvin göt á is- inn til þess að koma issögunum fyrir, og síðan var ísflöturinn sagaður í lengjur þvert yfir svæðið, og svo liver
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.