Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 26

Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 26
20 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958 ÖFUNDAR þjóðsöngs ís- lendinga hlutu legstað á Akureyri og í Reykjavik. Og ætt Matthiasar Joc- humssonar ílentist að mestu leyti hér á landi, enda var hann búsettur á ís- landi alla sina tíð og lifði ellina seni heiðursborgari í höfuðstað Norður- lands. Öðru máli gegnir um höfund lags- ins, tónskáldið Sveinbjörn Svein- björnsson. Hann lifði flest sín mann- dómsár erlendis og börn hans tvö ól- ust upp i Skotlandi og móðir þeirra var Skoti. Þau munu aldrei hafa til íslands komið, en lifa nú ásamt móður sinni fjarri ættarslóðum beggja for- eldra sinna, vestur í Calgary í Al- berta. Ævi Sveinbjarnar tónskálds og lífs- starf er flestum svo kunnugt, að ó- þarfi er að rekja það liér. Hann var Reykvíkingur, sonur Þórðar Svein- björnssonar dómstjóra og síðari konu lians, Kristínar Lárusdóttur Knudsen og eru báðar þær ættir fjölmennar, einkum móðurættin. Sveinbjörn fædd- ist 28. júní 1847, tók stúdentspróf úr Lærða skóianum i Reykjavik og em- bættispróf í guðfræði úr Prestaskól- anum árið 18C8, aðeins 21 árs gamall. Frá Edinburgh 1911. Tónskáldið sitjandi við hljóðfærið, og frú Eleanor kona hans. Ættfólk Móðir mín og systir liennar gengu i einkaskóla i Banff og Blairgowrie og voru síðan sendar í heimavistar- skóla skammt frá York í Englandi. Báðar sýndu þær á unaa aldri áluiga fyrir málaralist. Móðir mín málaði einkarlega blómamyndir og eru ýms- ai góðar myndir til eftir haUa, þótt ekki sæi hún sér fært að halda áfram að mála eftir að hún giftist. Á yngri árum sinum i Edinburgh kom faðir minn oft til Mackay Smith, sem hafði komið til íslands og hafði notið gestrisni á heimili ömniu minn- ar þar. Frú Alexander Powell var vensluð Mackay Smithsfólkinu, og einu sinni er faðir minn kom þangað hitti hann frú Alexander Powell þar í fyrsta skipti. Hún var þá orðin göniul kona, hafði mjög gaman af tónlist og sýndi hinum unga tónlistarmanni mikinn áhuga og bauð honum oft síðar heim til „Spring- field“ í Neston Cheshire og siðar til „Nant-y-Velin“ í Criccieth, Norður- Wales, er hann var laus frá starfi. Á heimili hennar átti hann marga skemmtilega frídaga, og i eitt skipti sem liann kom þar, sýndi frú Powell honum mynd af nítján ára gamalli stúlku. — Faðir minn varð stórhrif- Sveinbjarnar Sveinbj arnarsonar En að svo búnu lagði hann út á ó- venjulega braut, því að hann fór til útlanda og menntaðist í tónlist, m. a. hjá frægum þýskum kennurum og sett- ist að svo búnu að í Edinburgh í Skot- landi, sem kennari í píanóleik og ann- arri tónlist. Og þar vann hann sitt ævistarf, og um það hefir margt verið ritað i islenskum blöðum og tima- ritum, þótt enn sé það ógert að skrifa ítarlega ævisögu þessa ágæta lista- manns og brautryðjanda islenskrar tonlistar. En um frú Eleanor Sveinbjörnsson, hina stórmerku, ágætu konu, sem var stoð og stytta mannsins sins i 36 ár, er minna vitað hér á landi, og væri þó maklegt að íslendingar vissu nokk- ur deili á henní, þvi að fullyrða má að luin hafi átt eigi ómerkan þátt í því merkilega starfi, sem Sveinhjörn tónskáld vann um ævina. Að vísu hafði hann engin kynni af henni þeg- ar hann samdi „Ó, Gtið vors lands“ — þvi að þá var hún ekki nema fjög- urra ára. Það var 23 aldursmunur á Sveinbirni og henni. Til þess að geta sagt lesendum Fálkans nokkuð frá hinni mætu konu og börnum þeirra hjóna, hefir blaðið aflað sér nokurra upplýsinga frá fyrstu hendi, sem sé þeim mæðgum frú Eleanor og Helen Lloyd, fyrir milligöngu Thors Thors sendiherra. Er það, sem fer liér á eftir, byggt á þeim upplýsingum. Helen Sveinbjarnardóttir Lloyd segir þannig frá móður sinni og fyrstu kynnum hennar og tónskáldsins: — Móðir mín er fædd í bænum Banff í Norður-Skotlandi, 7. febrúar 1870. Ilún var sjötta í röðinni af átta börnum, cn fjögur þeirra dóu ung. Faðir hennar, John Ghristie tók próf i lögum frá háskólanum i Edinburgh og gerðist málaflutningsmaður í Banff. f ágúst 1857 kvæntist hann Williamina Paterson fró Aberdeen, sem var eina eftirlifandi barn James Patersons sútara og leðurkaupmanns og Cliarlotte Maclean, dóttur Francls Maclean kommandörs í breska sjó- hernum. Móðuramma mín missti móður sína ung. Faðir hennar var listhneigður og menntamaður, lék á ýms hljóðfæri og var ógætur frönskumaður. Veitti hann dóttur sinni hið besta uppeldi, en lians naut ekki lengi við, því að hann dó er hún var 12 ára. Var amma mín þá send frá Aberdeen til Englands til þess að ljúka námi. Komst hún á heimili frænku sinnar, frú Alexander Powell, scm ól hana upp. Mörgum ár- um síðar varð frú Powell, sem við kölluðum alltaf „Helen frænku" til þess að koma föður mínum og móður í kynni hvort við annað. Þegar móðir mín var níu ára flutt- ust foreldrar liennar til Blairgrove í Parthshire, þar sem faðir hennar rak lögfræðiskrifstofu með öðrum. En svo dó hann fyrir aldur fram árið 1882, aðeins 59 ára gamall og þá varð enn breyting á. Ekkjan, annna mín flutt- ist nú til Bolfracks Cottage, skannnt frá Aberfeldy, í miðjum skosku Iiá- löndunum og stofnaði þar lieiinili fyr- ir son sinn og þær tvær dætur, sem hún átti á lifi, Eleanor móður mina og Winnifred systur liennar. inn af stúlkunni á myndinni og bað um að fá að kynnast móður hennar, og var það auðsótt mál. Hann heim- sótti önnnu mina i Bolfracks Cottage og ])ar sá liann móður mína í fyrsta skipti; skönnnu siðar trúlofuðust þau og voru gefin saman í apríl 1890, og var móðir mín þá rúmlega tvítug. Fað- ir minn var nærri þvi 23 árum eldri. Þetta varð einkar farsælt hjónaband. Um þær mundir hafði faðir minn afar mikla pianókennslu og í „musik- theori“ í Edinburgh, og stofnuðu foreldrar minir bú þar i Dick Place nr. 15, the Grange. Þar fæddist Fjölskylda Sveinbjarnar Sveinbjörnssonar. Sitjandi (frá v.): Helen Sveinbjarnardóttir Lloyd (með Kathleen Francisdóttur), Eleanor Sveinbjörnsson með Ilandolph Craig, son Edrics, og Þórður Swinbura læknir. — Standandi, (frá v.): Jón Edric S. M. Lloyd, Agnes kona hans, Francis Charles Sveinbjörn Lloyd, Eleanor June, dóttir frú Helen, og maður hennar, Dean Oltean.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.