Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 52
46 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958
SOCONY-VACUUM
Charles Lindbergh var sá fyrsti,
sem flaug í einum áfanga yfir
Atlantshafið. Hann var öruggur,
vélin var smurð með Mobilölíu.
Jólaenðillinii
Framhald af bls. 9.
komst heilu og höldnu gegnum
ísalög, snjókomu og þrátt fyrir
dimmviðri og lenti á réttum
tíma á ísaðan flugvöllinn.
Þeir hugrökku, sem þorað
höfðu í þessa ferð, náðu heim fyr-
ir jól.
Litli jólaengillinn flýtti sér til
ákvörðunarstaðar síns, sem var
lítið fallegt hús, ekki ríkmannlegt,
heldur þvert á móti. En þó var
það einhvern veginn hlýlegra en
auðsmannsheimilið sem hann kom
frá, því hér var það kona sem
hafði fágað og prýtt með vinnu-
sömum höndum og gætt það
heimilishlýju.
Stofan var aðeins ein og þar
stóð borð með jólatré, sem þrjú
hálfstálpuð börn voru að ljúka
við að skreyta. Frammi í litla
snotra eldhúsinu var mamma
þeirra önnum kafinn við matar-
gerð. Hún var rjóð í andliti af
hitanum frá eldavélinni og keppt-
ist við. Svo hún tók ekki eftir
jólaenglinum.
„En hvað þú átt annríkt,"
sagði hann.
,,Ah, já,“ svaraði hún án þess
að líta beinlínis á spyrjandann.
,,En þegar maður hefir nú ekki
ráð á að kaupa allt það sem til-
heyrir jólunum, þá reynir mað-
ur að gera það besta úr því sem
ég gat keypt svo að börnin taki
ekki eftir neinu. Þau þurfa helst
að eignast svo góð jól að þau fari
ekki að hugsa um hve þau gætu
hafa verið miklu betri. Ég vil
gjarnan láta það takast sem best,
en það er stundum dálítið erfitt
að þurfa að sjá fyrir öllu ein. —
Við og við er ég mjög þreytt. —
Ég er einnig talsvert einmana.
Börnin eru indæl og hjálpa mér
eftir bestu getu — en — en mér
finnst stundum að það væri dá-
samlegt að við værum tvö með
heimilið."
„Veistu nú hvað,“ sagði jóla-
engillinn. „1 borg einni á Sjálandi
situr maður, sem þér var einu
sinni mjög hlýtt til. Hann þarfn-
ast konu og barna. Það gæti
hentað vel fyrir þig og börnin —
og þið gætuð með því gert mikið
fyrir hann. öll fimm yrðuð þið
glöð og hamingjusöm.“
„Ég veit vel hvern þú meinar.
Hann skrifaði mér fyrir ári síðan
og bað okkur að koma, en ég
vissi ekki hvað mér bæri að gera.
Það er svo langt um liðið síðan
— og við höfum ef til vill bæði
breytst mikið — og ef til vill væri
maðurinn minn mótfallinn því að
ég gifti mig aftur. Það eru reynd-
ar meira en þrjú ár síðan hann dó,
en mér finnst að börnin eigi að
fá að minnast hans. Ef til vill
MEST SEEDA VÉEAOEÍA HEIMSIMS
Jafutj snmar sem vctur smyr Yloluloil betur
H. Benediktsson H.f.
HAFNARHVOLL, REYKJAVÍK
SÍMI 11228.
vildu þau heldur ekki annað —
ef til vill færi þetta allt saman
illa.“
„Nei, ég held að það færi allt
saman vel,“ sagði jólaengillinn,
og var nú allt i einu mjög öruggur.
„Einmitt vegna þess að þið hafið
bæði breytst. Ég veit lika með
fullri vissu að manninum þinum
líkaði það vel. Þú getur trúað því
að hann vill miklu heldur vita af
því, að þér og börnunum líður
vel — og ykkur mundi líða vel.
Komdu nú, láttu helgi jólanna
hjálpa þér að sigrast á öllum
vandkvæðum. Nú skal ég hjálpa
þér að hringja til hans, sem situr
og bíður —* og svo verður allt
gott.“
Hvernig sem það annars gekk
fyrir sig, þá náðu þessi tvö síma-
sambandi hvort við annað, og
sambandið varð varanlegt og núna
þurfa þau ekki að síma til að ræð-
ast við á hverjum degi.
Piparsveinninn flýtti sér af stað
til nýju fjölskyldunnar sinnar —
þau urðu öll reglulega hamingju-
söm. En þegar hér var komið var
jólaengillinn litli löngu farinn
sína leið. Þegar hann kom út var
allt kyrrt og hljótt. Litli jóla-
engillinn leit til himins.
Skær stjarna braust gegnum
skýjaþykknið og sendi geisla sína
beint niður til hans. Þá skildi hann
skyndilega, að hann hafði leyst
það af hendi sem honum bar, þvi
að svo viturlega er öllu fyrir kom-
ið, að öll leysum við af hendi þau
ætlunarverk í lífinu, sem okkur
eru ætluð, þó við stundum eigum
erfitt með að rata réttan veg og
ennþá erfiðara með að skilja.
Litli jólaengillinn var svo léttur
og glaður. Hann sveif af gleði og
hvarf eins og snjóhnoðri, sem
sveif upp.
tMð btstii wtar
dvallt ódýrast