Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 13

Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 13
46-48 Reykjavík, föstudagur 12. desember 1958. XXXI. Hvað ifooöa |ólin? Eftir séra Sigurbjörn Einarsson prófessor. 1 upphafi var oröið. Svo hefst guðspjall jólanna samkvæmt Jóhannesi. Einn frægur orðsins listamað- ur vildi leiðrétta þetta eða um- bceta: 1 upphafi var dáðin. En hvað er dáð án orðs? Að baki athafnar er hugsun. Ummæli Jóhannesar má líka þýða þannig: 1 uppliafi var hugsun, hugur, vit — griska hugtakið, sem hann notar, hefur viðtæka og djúpa merkingu. Orðið er bún- ingur hugsunar. Þá fœðist hugs- un, þegar liún leitar sér orðs. Biblían veit betur en skáldið, sem ætlaði að leiðrétta hana. 1 upphafi er hugsun, skapandi hug- vit. Guð talaði. Hugsun hans tók sér búning. Það er upphaf og undirstaða þeirrar andans smíðar, sem vér köllum alheim. Jólaguðspjallið heldur áfram: Orðið var hjá Guði og orðið var Guð. Hugur Guðs er hann sjálfur, vera hans. En enginn andi tjáir sig að fúllu í neinni smíð sinni. Orðið, sem fæðist af vörum, verkið, sem sprettur af hugsun- inni, er aldrei annað en búning- ur andans, sem að baki er. Þvi stærri andi, því meira millibil. Guðs andi er stór. Hann tjáir sig í því, sem hann skapar. En það er ekki hann. Hans andi er dýpri, hærri og auðugri en svo. Orðið varð hold, maður, og bjó með oss, tók sér vist meðal vor. Það er boðskapur jólanna. Hugur Guðs, orð hans, kom fram í manni. Sá var sveinninn, sem fæddist í Betlehem, Jesús. Því er liann Guðs sonur, að hug- ur hans er hugur Guðs. HVað hugsar Guð? Hvert er „orð“ hans? Undur alheimsins birta þér það. En þau eru of stór og margbrot- in til þess að hugur þinn geti les- ið í það mál. Þú skynjar undur- samlegt hugvit að báki þess. Þitt eigið líf er furðulega hugvitssam- leg smíð. En þetta hugvit gæti verið hlutlaust um þig. Þú gætir verið leikfang þess. Alheimurinn gæti verið tilraunagripur ægilega vóldugrar en kaldrar hugsunar. En nú segja jólin: Það hjarta- lag, sem er að baki þessa hugvits og stýrir þvi, það hugarfar, sem sú hugsun lýtur, er heimana skap- ar og skapar þig, birtist i „hóldi“, í manni. Guð tjáði hug sinn i lífi manns, lét veru sína opinberast i honum. Og þetta „orð“, þetta mál, segir við þig: Hinn óviðjafnanlegi hugsuður ELSKAR, elskar heim- inn, elskar manninn, élskar þig. Hugur Guðs dvaldist meðál mannanna, fullur náðar og sann- leika. Guð tálar við þig í lífi Jesú frá Nazaret, tálar það mál, sem hugur þinn getur skilið, sýnir þér hjarta sitt. Þú veist, hvernig Jes- ús var, hvernig hann elskaði, miskunnaði, lijálpaði, fórnaði sér. Þarna sérðu Guð, þarna get- urðu lesið í huga hans. Svona er hugarfar hans. Og hann vill, að þú vitir. að þú getur nálgast liann eins og syndarar og smælingjar komu til Jesú, eins og liinn sjúki, hryggi, svangi, hrakti, ofsótti, misskildi leitaði hans. Hann vill, að þú treystir því, að váldið, sem stjörnur og öreindir lúta, vitið, sem hugsaði furður líkama þins og sálar, sé KÆRLEIKUR, sem stefnir að því að liðsinna þér, hjálpa þér, frelsa þig. Án þessa kærleika varð ekkert til, sem til er orðið. Ekki heldur þú. Og þér er ekki ætlað að lifa án þessa kærleika, án þess að þekkja hann, þreifa á honum, mótast af honum og sigrast af honum til eilífs lífs. Jólin minna þig á, að sá Guðs góði hugur, það náðarorð, sem varð maður í Jesú frá Nazaret, er hjá þér NÚ, með þér álla daga, nær þér en hver annar ástvinur, óbrigðull í frelsandi mætti sinum. Þegar þú tekur þetta orð til þín, trúir því, þá er það þér sá samileikur, Ijós og líf, sem Guð ætlast til. Þá er frélsarinn fædd- ur ÞÉR. GLEÐILEG JÓL!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.