Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 33

Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 33
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958 undir stjórn hennar, og eftir viku höfðu Englendingar liætt umsátinni. „Ríðið beint á l>á, minir menn!“ hrópaði stúlkan og þá stöSst engin vörn, jafnvel ekki ensku bogmenn- irnir, sem áður voru taldir ósigrandi. ÞaS hafSi ósegjanlega mikil áhrif aS Orleans hratt af sér umsátinni og sigurhátiSir voru haldnar um allt land og nú varð þjóðarvakning. LærSir menn sömdu ritgerðir um hina guSdómlegu köllun stúlkunnar frá Domremy og þjóðsögur um bernsku hennar og opinberanir bár- ust um allt land. En Jeanne var alls ekki ánægð með árangurinn ennþá, það var enn langt að markinu. Nú fór hún aftur til rík- iserfingjans og bað hann um að koma með sér til Rheims og iáta krýna sig. Og hann hlýddi. t júlí hélt hann inn- reið sína í borgina. Þar höfðu borg- ararnir áður verið liollir keppinauti h'ans, liertoganum af Burgund, en nú sneru þeir við blaðinu og fögnuðu konungsefninu innilega og reistu sigurboga víðsvegar um borgina. Jeanne reið inn í krýningarborg- ina við lilið Karli i gljáandi brynju og hjálminn opinn að framan, og var fagnaS ákaflega af fólkinu. Krýning- in fór fram daginn eftir. Erkibiskup- inn af Rheims setti kórónuna á höfuð Karls. „Göfugi konungur," sagði Je- anne, „nú er Guðs vilji kominn fram. Þvi að það var hann sem skipaði að þér færuð til Rheims til þess að fá teikn hins heilaga embættis og sýna með því að þér eruð hinn rétti kon- ungur.“ Þetta var glæsilegasta stundin i lifi Jeanne d’Arc. Ilún hafði komið Guðs vilja fram. Og hún ætlaði að halda áfram að vera verkfæri í hendi GuSs. Af krýningunni leiddi að stór land- svæði i Norður-Frakklandi játuðu Karli konungi hollustu sína. Nú var París næsta markiS hjá Jeanne d’Arc. ÁSur en hún hélt þangað sendi hún Elnglakonungi bréf, sem sýhir hve örugg hún var um köllun sina: „Af- hendið mærinni, sem er send af Guði, herra himnanna, lykla allra þeirra borga, sem þér hafiS lagt undir yður í Frakldandi. Ég er hershöfðinginn, og hvar sem ég liitti hermenn yðar skal ég stökkva þeim á flótta." En Parísarbúar fengu aldrei heim- sókn stúlkunnar frá Domremy. Hún hf.fði lokið sínu heimsfræga afreki og nú fór stund vonbrigðanna í liönd. Nú byrjaði fjandsamlegur mótblástur gegn díeinni. Hingað fil Jiafði lnin notið mcðbyrs við hirð Karls VII. en nú fór mörgum að þykja nóg um uppgang hennar og fannst hún gera sér þröngt fyrir dyrum. Og jafnvel traust konungsins sjálfs á henni fór að bila. Nú þóttist hann hafa fengið grundvöll til að hyggja á og geta haldáð áfram (íipp' á eigin spýtur. Hann þóttist nú standa svo vel að vígi, að hann gæti komist að sam- komulagi við hinn mikla bragðaref, liertogann af Burgund. Samt var nii haldið af stað til að frclsa París, en þar var öflug mót- staða, og alls ekki sami baráttuhugur í konungshernum og áður. Og einn daginn særðist Jeanne d’Arc af örvar- skoti. Hún hafði sagt þetta fyrir. Þá snerist konungi liugur og hann skip- aði hernum að hætta umsátinni. Hinn „göfugi konungur“ sem Jeanne d’ Arc liafði farið með til Rheims og látið krýna, var einn aumasti og fyrir- litlegasti þjóðhöfðingi sem nokkurn tíma hefir kórónu borið. í staS þess að styðja hana í sigurbaráttunni fór hann nú að semja við óvinina, á bak við hana, hreyfði hvorki hönd né fót til að hjálpa henni og lél meira aS segja rífa brú, sem luin liafði látið gera yfir Signu, en það gcrði umsátina um Paris erfiðari. Jeanne grátbændi hann um aS fá að halda umsátinni áfram. Hún beitti öllu sínu viljaþreki, fortölum og á- hrifum, en árangurslaust. Og svo varð hún að byrja undanhald. Ennþá var hún í heiðri höfð. Hún fékk gjafir, dýrindis dúka og skraut- legar brynjur, sem hún tók á móti með þakklæti, Jjvi að svo mikil kona var hún að hún kunni að meta slíkt. En henni leiddist að biða eftir því að konungur fyrirskipaði að barátta skyldi hafin á ný gegn óvinum guðs og fósturjarðarinnar. Loks þraut hana þolinmæðina og afréð að hefjast handar upp á eigin spýtur. Vorið 1430 hvarf hún á burt frá hirðinni og hélt með litilli her- sveit til NorSur-Frakklands — hún hafði lieyrt að til stæði að fara að berja á Englendingum þar. Þegar kom á vigvöllinn voru óvinirnir að búa sig undir að taka Compiegne. Hún hóf strax undirbúning til að verja bæ- inn, sem var mjög mikilsverður, hern- aðarlega. En eitt sinn er hún var á ferð með fáum mönnum umkringdu hermenn Burgundhertogans hana. Og hertoginn framseldi liana Englend- ingum fyrir mikið fé og hún var flutt til Rouen. Henni kom alls ekki á óvart að vera handtekin. „Raddirnar“ liöfðu búið hana undir það. Og hún óttaðist alls ekki um örlög sín, þvi að sömu raddir höfðu sagt henni, að lnin mundi bráölega verða látin laus aftur. Og hún treysti þvi hiklaust að konung- urinn mundi bregða við skjótt og frelsa hana. En svo leið og beið og hvorki jarð- nesk né himnesk máttarvöld tóku í taumana. Karl VII. brást henni eins og fyrr og andstæðingar hennar, en hættulegastir þeirra voru háskóla- prófessorarnir í París, notuðu tímann til að undirbúa sök á hendur henni. Þeir hötuðu Jeanne fyrst og fremst vegna ])ess að hún hafði blásið að stríðsglæðunum, en framhald ófriðar- ins hafði liaft mjög slæm áhrif á fjár- hag háskólans. Háskólinn hafði barist gegn Karli VII. með oddi og egg, há- skólinn vildi vera ríki í ríkinu og kærði sig ekki um sterka ríkisstjórn. Og nú sneri háskólaráðið sér til Mesti sigurinn í lífi Mærinnar frá Orleans. Konungurinn er krýndur í Rheims. ensku herstjórnarinnar og sýndi fram á, að það gæti haft óheppileg á- hrif ef Mærin væri tekin af lifi for- málalaust sem pólifiskur fangi. En ef hún væri kvödd fyrir klerkadóm og dæmd sem villutrúarmaSur og galdra- norn, mundi það veikja aðstöðu Karls konungs stórlega. Þá væri það sann- aS, að kvendið sem hefði látið krýna konunginn væri á snærum djöfulsins. Englcndingar fóru að þessu ráði og i febrúar 1431 hófst málsókn gegn Mærinni af Orleans. Einn kardináli, 6 biskupar, 32 guðfræðidoktorar, 16 iicentiatar, 7 læknisfræðidoktorar og 103 meðdómendur reyndu með dag- legum yfirheyrslum i nær þrjá mán- uði að veiða þessa ómenntuðu stúllui í gildru með því að leggja fyrir hana flóknustu fræðilegar spurningar. Árlega er minningarhátíð haldin í Rouen, við líkneski Jeanne d’Arc, sem stendur á sama blettinum og hún var brennd forðum. Þessar hátíðir eru sérstaklega íburðarmiklar síðan páfinn tók Jeanne í dýrlingatölu 18. apríl 1909. Cauchon biskup af Beauvals, slung- inn maður og óprúttinn, var forseti dómsins. Hún var stillt og æðrulaus fyrir réttinum, þó að hún finndi aS dómendurnir voru fjandsamlegir gegn lienni. Hún var ótrúlega örugg í vörn sinni. Hún varði líka konunginn, sem hafði brugðist henni. Hún var spurð um bernsku sína, trú og um ástæðuna til þess að hún gckk í karlmannsföt- um. Reynt var að láta liana hlaupa á sig meS slungnum spurningum um raddirnar, sem hún hefði heyrt. Og nú var hún spurð um stjórnmála- skoðanir sínar. Réttarbókin uni þetta óvenjulega réttarhald er til enn, rit- uð á latínu ,en hefir verið gefin út á frönsku. Þar koma m. a. fyrir þessi orðaskipli: „Ég veit,“ lirópaSi Jeanne, <,að konungur minn vinnur riki sitt aftur.“ „Þú gleymir að Burgundar standa við hlið EngIakonungs.“ ,,Ef Burgundar gera ekki það sem þeir eiga að gera (aS semja frið við Frakka), en halda striðinu áfram, munu þeir verða sigraðir, eins og Englendingar." „Hafðir þú á barnsaldri andstyggð á þeim ,sem börðust gegn konungi þínum?“ »Ég hafði andstyggð á Englending- um og lagsmönnum þeirra, Burgund- um.“ „Skipaði röddin þér að hata Burg- unda?“ „Þvi betur sem ég sá hve mikið illt þeir gerðu, því meiri andstyggð hafði ég á þeim.“ „Hatar guð Englendinga?“ „Ég veit ekkert um ást eða hatur guSs á Englendingum. Ég veit aðeins að þeir eiga og verða að rekast úr Frakklandi, allir nema þeir, sem týna lifi þar.“ „Hverra launa væntir þú fyrir ]>að, Framhald á bls. 43.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.