Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 32

Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 32
26 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958 MÆRIIV FRA ORLEANS Sigurvegarinn, sem Frakkar sviku og brenndu. Jeanne d’Arc á bálkestinum á torginu í Rouen. Skriftafaðirinn réttir henni krossinn. Bernard Shaw segir svo í formála að hinum fræga leik sínum „Joan d’Arc“, sem margir lesendur þessa blaðs munu hafa séð á kvikmynd. „Hún er merkilegust allra stríðsdýrl- inga kristinna manna og einkenni- legust allra sérlyndra á miðöldum. Þegar hún var 17 ára hafði hún hærra markmið en glæsilegasti páfi eða drembilátasti keisari. Hún full- yrti að hún væri sendiboði Guðs. Hún tók konung sinn undir vængi sér, og hún lét Englandskonung skilja að hann ætti ekki annars úr- kostar en að hlýða því sem hún skip- aði. Hún las yfir prelátum og stjórn- vitringum og talaði þá mállausa. Hún fitjaði upp á trýnið er hún sá bardagaáætlanir hershöfðingjanna og bjó til nýjar í staðinn, og þær dugðu henni til sigra.“ Hinn 6. mars 1429 kom smáhópur ríðandi fólks til Chinonkastala. í hópnum var 17 ára stúlka, sem hét Jeanne d’Arc, og baðst áheyrnar hjá ríkiserfingjanum. Hann var ekki enn orðinn konungur, því að ófriSur var i landinu — og hafSi veriS síSan Ed- ward III. sagSi frænda sinum Fili- pusi VI. af Valois stríS á hendur árið 1337. ÞaS var hið svonefnda hundraS ára stríS. Nú horfSi illa fyrir Frökk- um, Englendingar óSu uppi og sátu um Orleans og borgin var í hættu. Erindi ungu stúlkunnar til Chinon var einkennilegt. Hún sagSi ríkis- erfingjanum aS GuS hefSi sent sig til að bjarga Frakklandi og hún ætlaði sér aS bjarga Orleans úr umsátinni og siSar mundi hún láta krýna rikis- erfingjann til konungs í krýningar- dómkirkjunni í Rheims. En til þessa vildi hún fá her hjá ríkiserfingjan- lim tafarlaust. Eiginlega var honum ekki láandi þó hann þyrfti aS hugsa sig um, því fleiri en hann mundu hafa lialdið aS stúlkan væri geggjuS. En eftir að hafa talað við hana lengi í einrúmi hafði hann sannfærst um að þessari Jeanne d’Arc heyrir raddirnir kalla, er hún gætir sauða í heimkynnum sínum í Domremy. — Eftir málverki Jules Lenepveu, í Panthenon í París. sveitastúlku væri einhver æðri mátt- ur gefinn. Hann lét guSfræSiprófess- or og fleiri lærða menn athuga sálar- ástand stúlkunnar og þeir liéldu yfir henni einskonar gófnapróf, sem hún stóSst ágætlega. SíSan athugaSi tengdamóðir ríkiserfingjans og fleiri stúlkuna og vottuðu að lnin væri ó- spjölluð. Og aS svo búnu var lienni fenginn her. Hún hélt til Orleans og í maílok urðu Englendingar að liætta umsátinni. Það var mesti sigúr scm Frakkar höfðu unnið lengi, og með þessum sigri urðu straumhvörf i hundrað óra stríðinu. Jeanne d’Arc var fædd í smábæn- um Domremy 1412. FaSir hennar var efnabóndi og sveitarstoð. Mikil um- ferð var um Domremy, sem er á landa- mærum Champagne og Lotliringen — pílagrímar, varningsmenn og mála- hermenn, sem sögðu fólki fréttir af því sem gerðist, og varð tíðrætt um vandræði Frakkakonungs og kúgun F.nglendinga í Frakklandi. Eitt sinn er Jeanne var að leika sér í garðinum lieima iieyrði hún rödd hrópa: „Ég er frá Guði, og ég skal hjólpa þér til aS lifa hreinlifi. Haltu áfram að vera góð, Jeanne, og þá mun Guð hjálpa þér.“ Telpan varð hrædd og ekki gat hún heyrt hvaðan röddin kom, en þótti liklegast aS þetta hefði verið Michael engill. Síðan vitruðust henni Katrín helga og Margareta hin helga. Katrín frá Alexandriu var verndari ungra stúlkna og taliS að hún hafi dáið píslarvættisdauða árið 307, Margareta helga frá Antíkokíu var mjög tignaður dýrlingur. Hún var sér i lagi verndari bændakvenna. Næstu 5 árin var Jeanne jafnan að fá vitranir. Ein röddin sagði: „Þú átt að yfirgefa heimili þitt til að frelsa Frakkland." Hún færðist undan, sagðist hvorki kunna vopnaburS né sitja á liesti. En engillinn svaraði: „Þú leiðir ríkiserfingjann til Rheims, svo að hann fái þar smurningu heil- agrar o!íu.“ Hún sá sér ekki annað fært en verða við kallinu og sneri sér til virkisstjórans Robert de Baudricourt og bað hann um aS sjá sér fyrir hest- um og föruneyti til þess að komast á fund ríkiserfingjans í Chinon. Fyrst rak de Baudricourt hana út en í annað skifti fór betur. De Baudri- court lét sauma á hana karlmannsföt og lét snoðklippa hana og sendi tvo liðsforingja með henni til Chinon. Þegar Jeanne d’Arc kom til Chinon op tilkynnti ríkiserfingjanum að nú væri tími kominn til athafna, að hann ætti að gera atlögu aS Englend- ingum og láta krýna sig, féllst hann á mál stúlkunnar eftir nokkra um- hugsun, og þaS var likast að mókið hyrfi af honum. Þegar hann var spurður hversvegna liann tryði á loforð stúlkunnar, svaraði liann ]ivi, að „leyndarmál" væri á milli þeirra. Sagan segir að hún liafi unnið tiltrú ríkiserfingjans með því að segja honum að hún vissi um leyndarmál, sem hann byggi yfir, hún vissi um þrennt, sem Karl hafði beðið GuS nm, en hann hafSi ekki minnst á við rokkurn mann. Og nú fékk Karl lienni í hendur stjórn hersveitar, sem hún hélt fyrst til frönsku herstöðvanna í Tours og síðan til Orleans. Borgin hafði aldrei að fulju verið kvíuð frá umhverfinu, og þessvegna var ekki ógerningur að komst inn í hana. Hinn 29. apríl komst Jeanne með sveit sína inn í borgina og voru margir frægustu herstjórar Frakka í fylgd með henni. M. a. gamall harðjaxl sem La Hire hét, en hann liafði Jeanne vanið af að bölva. Það var sagt um hann, að þegar hann bað Guð hafi orðalagið verið þessu líkt: „Herra, ég bið þig um að gera fyrir La Hire það sem La Hire mundi gera fyrir þig, ef þú værir hermaður og hann væri GuS.“ Verjendur borgarinnar heilluðust af kjarki stúlkunnar og gripu til vopna Minnismerki Jeanne d’Ars í Chinon, þar sem liún heimsótti Karl VII. og bauð honum aðstoð sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.