Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 38

Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 38
32 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958 jólabak.sturími klútnum sínum hrærður. Á Miðjarðar- liafi beið skemmtisnekkja seglbúin til aS taka á móti þeim. Mike gaf Elizabeth sinni 30 karata demant i brúðargjöf, ennfremur mál- verk eftir Franz Hals, flugvél, Rolls Royce-bíl meS innbyggSum vínskáp og svo snekkjuna, sem ein fyrir sig kostaði hátt upp í 250 þúsund doll- ara. -— Aldrei hefði ég getað hugsað mér að nokkurt hjónaband gæti verið svona dásamlegt, andvarpaði Eliza- beth sæl. Þetta Iiafði hún að vísu sagt tvívegis áður. Sonur hótelkóngsins Conrads Hilton fékk að hcyra þessi sömu orð þegar liann giftist Eliza- beth og lagði af stað með hana í fimm mánaða brúðkaupsferð. Það hjóna- band entist í 205 daga, og af þeim liðu 150 í spilabanka. Þegar Michael Wilding, sem var tuttugu árum eldri, skaut upp, sagði Elizabeth: — Nú er eirðarleysinu í tilveru minni lokið. Ég þarf roskinn og rúðsettan mánn, sem getur leitt mig. Við Michael verðum hamingju- söm saman. Svo liðu tvö ár og þau cignuðust tvo syni. Hamingjan virtist fullkom- in. En í júlí 1956 var farið að pískra 'um skilnað í Hollywood og í október lýsti Elizabeth opinberlega yfir því, að skilnaðurinn væri í vændum. Wilding huggaði sig við Marie Mac- Donald, stórskorna ljóshæröa mær, sem gekk undir nafninu „the Body“ í Holly~vvood. „BESTI PILTUR." Mike Todd kynntist Elizabeth ú laugardegi. Þess vegna gaf hann henni gjöf á hverjum laugardegi eftir það. Henni þykir sérstaklega vænt um kampavinsgula nertzkápu, sem hún fékk einn laugardaginn — einu káp- una af þeirri gerð, sem til er í ver- öldinni. Nokkrum mánuðum eftir giftinguna tilkynnti Mike hreykinn, að von væri á erfingja. — Ef það verður sonur skal ég hætta að reykja, lofaði hann konunni. En þegar Elizabeth hin fagra var spurð af blaðamanni hvort hún ósk- aði fremur að eignast, svaraði hún: — Ég vil helst eiga dóttur. Heimurinn er ekki nógu þroskaður til að taka á móti Mike Todd númer þrjú! Todd liafði sem sé verið kvæntur tvivegis áður og átti son af fyrsta lijónabandi. Þegar hann giftist Eliza- beth sendi hann miðkonunni demant. Auk þess gaf hann henni sérstakt leyfi til að vera viðstödd allar æfingar og tökur stórmyndanna sinna. Og mið- konan, Evelyn Keyes þalckaði fyrir sig með þessum orðum: — Ég hefi alltaf vitað að Mike var besti piltur. Þann 6. ágúst 1957 eignaðist Eliza- beth dóttur — tveim mánuðum fyrir tímann. Barnið vóg ekki nema 8 merkur, cn allt gekk vel. Dóttirin var skírð Elizabeth. Hinn hrifni faðir, sem tveimur árum áður var orðinn afi, gaf hverjum sem hafa vildi á fæð- ingarstofnuninni handundna vindla af stærstu gerð. HEIMURINN ER LEIKFAN GABÚÐ. Það þykir kannske fjarstæða að láta sér detta í hug að „Liz“ hafi nokkurn tíma átt erfitt uppdráttar. Bar fólk hana ekki á höndum sér alla tíð frá fæðingu? Bæði já og nei. — Liz hefir alltaf verið fallegt barn. — Mikið ljóm- andi er barnið fallegt! sagði Francis Taylor listaverkasali þegar Elizabeth fæddist, 27. febrúar 1932 i London. Og þessi orð hefir Liz fengiö að heyra upp aftur og aftur, dag eftir dag — í skólanum, á götunum í Lon- (lon og i lieimahúsum. Á heimilinu skorti hvorki peninga né samkvæmislif. Þegar Taylor komst að raun um að hún hafði gaman af skepnum, fékk hún þegar í stað heil- an dýragarð: hunda, ketti, apa, ikorna og skjaldböku. Þegar hún var fimm ára fékk hún lítinn hest og átta ára fékk lnin fullgildan reiðhcst. Þegar stríðið kom með sprengju- flugvélar og eymd yfir London, hafði henni fyrir löngu verið komið burt af hættusvæðinu; hún vissi ekkert um stríðið nema það sem fulloröna fólkið sagði henni. Taylor gamli hafði flutt sig til Hollywood með alla fjölskyld- una. Og þar fékk Liz staðfesta þá skoð- un sína, að heimurinn væri ein stór leikfangabúð, og öllu liagað þannig, að Liz gæti liðið vel. Einn góðan veðurdag kom kvik- myndaframleiðandi til Taylors gamla og kvartaði: Hann var byrjaður á kvikmynd, og þar átti lítil ensk telpa að leika aðalhlutverkið. Allt var til reiðu, nema ensku telpuna vantaði. Nú var Liz kvikmynduð til reynslu og síðan var undirskrifaður sjö ára samningur við Metro Goldwyn Mayer. Kvikmyndin hét „Lassie“. EKKI SKÖPUÐ TIL SÆLU. Liz var á einni svipstundu orðin undrabarn. Hún lék börn og ungar telpur. En hún var ekki lengi á barna- skeiðínu, eins og Shirley Temple, með hrokkna lokka og hetlu á höfðinu. Hún þroskaðist fljótt, bæði sem kona og leikkona — svo fljótt að hún varð mánaðarlega að fá hlutverk ári eldri stúlku en áður. Svo að barnahlutverkin hurfu fljótt. Fimmtán ára lék hún mjög erfið stúlknahlutverk, svo sem i „Pabbi og við hin“ og „Júlía vekur hneyksli“. Undir eins og nafn hennar sást á hlut- verkaskránni þyrptist fólk að. Ame- ríkumcnn hafa glöggt auga fyrir kvenlegri fegurð, og hana hafði Liz næga. Hún hélt áfram að leika. Með Spencer Tracy í „Faðir brúðarinnar", með Montgomery Clift i „Rún i sól- inni“. Auk þessa gekk hún í háskóla og leikskóla. Og svo komu nýjar kvik- myndir og nýir sigrar, sérstaklega ,,Rapsodi“ árið 1954. Hún fékk viður- nefnið „Fegursta kona i heimi“ — og móðir hennar seldi greinaflokk um Liz fyrir 60 þúsund dollara. Flokkur- inn hét: „Dóttir mín er gæfubarn". Ein kvikmyndin hennar hét: „Stúlk- an sem hefir allt“. Og Elizabeth var svoleiðis stúlka. ESa svo var að sjá. „En ,,gæfu“ þekkti liún ekki af pers- ónulegri reynslu. Var hún eiginlega fædd til gæfu? Var ekki of mikils kraf- ist af lienni, að hún léki þroskaðar stúlkur áður en hún var komin af gelgjuskeiðinu? Var hægt að ætlast til þess að lnin léki á þá strengi, sem hún þekkti ekki sjálf? Hún var að visu tignuð og karl- mennirnir dekruðu við hana, og eng- inn átti fallegri föt en hún. En var ekki farið með hana eins og fallega brúðu, sem ekki hefði sál? Nick Hil- ton, fyrsti maðurinn hennar — hélt sig lengst af hveitibrauðsdögunum við borð spilavitanna í Evrópu og Ame- ríku. Eftir að hún hafði jafnað sig eftir fyrstu vonbrigðin fór hún að dufla við Pétur og Pál, meðal annars við kvikmyndakónginn Howard Hug- hes. TAUGARNAR BILA. En svo kynntist hún enska leikar- anum Michael Wilding, og jafnvel verstu kjaftakindurnar urðu að játa, að likast væri og þau væru óaðskilj- anleg. Wilding fór með lienni til Holly- wood, þótt hann þckkti ekki nokkra manneskju þar. Tekjur hans gengu ískyggilega saman, en I.iz hafði aldrei vanist á að neita sér um nokkurn hlut. Hún hitti gömlu kunningjana, og þegar Montgomery Clift varð fyrir bílslysi á leið heim til hennar, lijúkr- aði hún honum þangað til hann var orðinn albata. Þegar hún lék aðalhlutverkið i Texas-kvikmyndinni „Risinn“ ásamt Rock Hudson og James Dean, var afl- ur farið að pískra um hana. En jafn- vel samstarfsfólk liennar gat ekki séð, hver heillaði hana mcst: Rock Hud- son eða hinn dularfulli James Dean. Þegar Dean fórst fyrir tveimur árum fékk Liz taugaáfall. Ilún lá tíu daga í sjúkrahúsi og æpti til allra sem komu nærri henni: — Ég vil ckki sjá nokkra manneskju! Nokkru síðar sást hún aftur að staðaldri með manninum sinum. Þau komu i náttklúbba og dönsuðu og voru eins og ung hamingjusöm hjón. En þetta var aðeins siðasta tilraunin til að binda saman það sem hafði slitnað fyrir fullt og allt. Liz varð veik, en hvað gekk eigin- lega að henni? Taugarnar voru bilað- ar, en hún hafði líkamlegar þjáningar líka, Þegar hún kom til Kaupmanna- hafnar i einni ferð sinn þyrptust að henni rithandasafnarar og hún bilaði. Læknarnir skipuðu henni að koma sér fyrir þar sem hún hefði fullt næði. Þegar liún fór til Mexico nokkru siðar, endurtók sama sagan sig. Mexi- canar tóku henni með suðrænni hrifningu, en Liz var of lasburða til þess að þola að glápt væri á hana tímunum saman og til að skrifa nafn- ið sitt mörg þúsund sinnum. Mexi- canar tóku þessu illa, og — Liz fékk taugaáfall! MEIÐSLI í BAKI. Þegar Liz var að leika i kvikmynd- inni „Fílastígurinn“ 1953, fékk hún málmflís í augað og tvisvar varð að skera í augaö til að forða henni frá að verða blind. Giskað var á að veik- indi hennar stöfuðu af þessu áfalli? Nei, það gat ekki komið til mála. Áð- ur en það gerðist hafði hún flúið úr samkvæmum vegna þess að hún hafði kvalir i taugunum. Læknirinn hennar áleit að þessi veikindi stöfuðu frá annarri barns- eigninni. Báðir drengirnir hennar höfðu komist í heiminn með keisara- skurði. Og í síðara skiptið hafði stað- ið svo tæpt, að hún varð að fá blóð- gjöf til að bjarga lifinu. Undir árslokin 1955 varð hún að hafa tvær hækjur til þess að geta hreyft sig. Læknarnir töldu að hún hefði illkynjaðan iskías. En í febrúar 1956 fannst ástæðan til kvalanna. Þá var Liz 24 ára, og það kom á daginn að hún var biluð í bakinu. Nú var hún flutt i sjúkrahús og sett í gips. í april var hún skorin —- þrivegis. Tveir hryggjarliðir, sem gróið höfðu sam- an, voru skildir að. Og þegar hún komst á fætur aftur varð hún að ganga í nærvesti úr stáli. Það var talið að liún hefði fengið þcssa hryggskemmd þegar hún lélc í ,,Yfir allar hindranir“, tólf ára gömul. Leikstjórinn taldi þá, að hún værj ekki fær um hlutverkiö, aðeins 127 cm. á hæð. Og hún átti að geta leikið sér á hestbaki eins og kúreki. En móðir hennar var á annarri skoðun. Liz var látin iðka leikfimi og reiðlist, og eftir þrjá mánuði liafði liún lengst um 9 cm. og sat hesta eins og besti tamningamaður. Hún fékk hlutverkið. En meðan á myndatökunni stóð datt hún af liestinum og meiddi sig i baki og varð að liggja í rúminu í nokkrar vikur. En kvikmyndin var ekki búin, og nú var farið að svipast um eftir Framhald á bls. 43.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.