Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 35
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958 29
Þursinn scm vildi giftnst
hóngsdótturinni
»♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦♦•» ♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
INU sinni var þursi, sem
langaði að giftast. En
liann vildi ekki sjá
venjulega þursastelpu,
heldur vildi hann fá
fallegustu kóngsdótturina, sem væri
til í sjö næstu kóngsríkjum. Og svo bað
liann Norðangarra kunningja sinn að
feykja kóngsdótturinni til sín. Norð-
angarri lofaði því og liélt af stað.
Þegar Hiann hafði blásið . vel og
lengi kom hann að stórri liöll og í
garðinum sat fallegasta kóngsdóttirin
sem Norðangarri hafði nokkurn tíma
séð. Hún hlýtur að vera nógu falleg
handa þursanum, liugsaði hann með
sér. Og svo feykti hann henni upp á
fjallið til þursans.
Þursinn varð heldur en ekki glað-
ur þegar hann sá kóngsdótturina, þvi
að honum leist bráðvel á hana. En
prinsessan fór að gráta og bað um að
fá að fara heim. Þursinn hló og sagði
að nú ætlaði hann að giftast henni
hráðum.
En nú var kóngsdótturinnar saknað
í höllinni og allir fóru að leita, en
lnin fannst ekki hvernig sem leitað
var. Og loks auglýsti kóngurinn eftir
messu við kirkjuna, að sá sem fyndi
dóttur hans skyldi fá hana og hálft
kóngsrikið.
Og nú fóru allir ungir menn að leita.
En ekkert dugði, kóngsdóttirin fannst
hvcrgi.
Fátækur drengur, sem hét Gvendur,
vildi leita líka. En nóttina áður en
liann lagði af stað dreymdi hann ein-
kennilegan draum. Hann þóttist vera
kominn í stóran skóg. Og undir steini
fann hann hljóðpipu ,og hún var þann-
ig að þegar blásið var i hana kom
stór örn og spurði hvað hann vildi.
— Það væri gaman að finna svona
hljóðpípu, hugsaði Gvendur með sér
þegar hann vaknaði. Svo fékk hann
eina bestinn á bænum og lagði af
stað. Þegar liann liafði riðið lengi
kom hann i skóg, sem hann kannaðist
við, þótt hann liefði aldrei komið
þarna áður. En nú mundi hann
drauminn sinn. Og þarna var steinn,
alveg eins og sá, sem hann hafði séð
í drauminum. Og svo lyfti hann
steininum og undir honum lá hljóð-
pipan! Gvendur var ekki seinn á sér
að blása í hana, og ])á kom undir eins
afar stór örn fljúgandi og settist fyrir
framan hann og spurði hvað hann
vildi.
„Ég vil komast þangað sem kóngs-
dóttirin er, sem ég er að leita að,“
sagði Gvendur.
„Jæja, sestu þá á bakið á mér!“
sagði örninn. Gvendur gerði það og
örninn flaug. Eftir nokkra stund komu
þeir að stóru fjalli.
„Hérna er nú kóngsdóttirin," sagði
örninn. „Nu skaltu bíða hérna, því
bráðum kemur þursinn út, og þá
geturðu farið inn í hamarinn. Svo
verðurðu að bjarga þér sjálfur. En
taktu vel eftir hvernig þursinn fer
að því að komast út.“ Svo hvarf örn-
inn.
Gvendur settist og beið. Eftir dálitla
stund heyrði hann undirgang og loks
kom rifa á hamarinn og þursinn kom
út. Þegar hann var horfinn liljóp
Gvendur irtn. Og það fyrsta sem hann
rak augun í var kóngsdóttirin — há-
grátandi. Henni brá heldur en ekki
i brún þegar luin sá Gvend.
„Ertu kominn til að frelsa mig?“
spurði hún.
„Já, vitanlega cr ég kominn til
þess,“ sagði Gvendur.
„Það mátti ekki seinna vera, því
að þursinn ætlaði að giftast mér á
morgun. En þú getur afstýrt því, með
því að höggva af honum hausinn.
Taktu nú sverðið, sem hangir Jiarna,
og feldu þig að hurðarbaki. Þegar þú
heyrir mig hósta hleypur þú fram
og heggur hausinn af þursanum. En
þú verður að vera snar.“
Gvendur lofaði því. — Eftir nokkra
stund kom þursinn aftur, og för að
tala við kóngsdótturina. Allt i einu
lióstaði hún, og þá hljóp Gvendur
fram og hjó hausinn af þursanum áð-
ur en hann gat lilið við.
„Nú á ég þig,“ sagði Gvendur við
prinsessuna. „Við skulum taka allt
gulbð sem við finnum hérna og svo
riðum við heim.“
Það varð heldur en ekki gleði í
höllinni þegar þau komu í hlaðið,
tvímennandi á honum Jarp gamla.
Kóngsdóttirin vildi óhn eiga Gvend,
því að hann var svo myndarlegur
undir eins og hann var kominn í ný
föt. Og svo hafði hann líka bjargað
henni frá að vcrða þursafrú.
Hve margar barrnálar eru á trénu?
Ég ætlast ekki til að þið farið að
telja þær, en það cr nú meining í
spurningunni samt.
Enskir skógfræðingar hafa talið
barrnálarnar á ýmis konar greni-
trjám. Trén þykja nefnilega því fal-
lcgri sem nálarnar eru fleiri og þétt-
ari. Og tré með mörgum nálum vaxa
örar. Það er mjög mismunandi lrve
nálarnar eru margar á tveimur jafn-
stórum grenitrjám. Þau þéttustu höfðu
um 325 þúsund nálar en þau gisnustu
af sömu hæð aðeins 30 þúsuhdí
Ef 325 þúsund barrnálar væri lagð-
ar í röð mundu þær ná 25 kilómetra
vegarlengd, og yfirborðið á þeim
mundi vera kringum 400 fermetrar.
HEIMSKl
RISINN
ANN Árni litli var upp með
sér. Nú þurfti hann ekki að
biðja mömmu eða pabba að
lesa ævintýri fyrir sig leng-
ur, því að hann var kominn í
skólann og búinn að læra að lesa.
Og falleg var hún ævintýrabókin,
sem hann hafði fengið i afmælis-
gjöf, og ævintýrið um hann „Álf
þursa“ var allra skemmtilegast. Þurs-
inn var kallaður Álfur, af því að hann
kunni ekki að lesa, en það kunni
Árni.
Hann pabbi hans Árna átti ofurlitla
sælgætisverslun, en það var lítið upp
úr henni að hafa. Hann liafði ekkert
að selja, af því að hann átti enga pen-
inga til að kaupa vörur fyrir. Hann
pabbi var ósköp fátækur, veslingur-
inn.
Einn sunnudag sat Árni í rjóðri úti
í skógi og var að lesa ævintýrið um
Álf þursa, þegar liann heyrði ein-
hvern vera að hnusa bak við sig. Árni
var svo vanur alls konar hljóðum í
skóginum að hann varð ekkert hrædd-
ur. Hann leit við og sá þursa, sem
sat og var að gráta. Táralækirnir
runnu niður á maga.
—• Af hverju ertu að gráta? spurði
Árni.
— Úhú-hú-hú, ég er að gráta af því
að ég kann ekki að lesa.
— Þú ert þó varla hann Álfur
þursi? spurði Árni og stóð upp.
— Jú, víst er ég hann. Ég veit að
fólkið kallar mig álf og liefir búið
til ævintýri um mig.
Árni vorkenndi þursanum. — Komdu
og sestu hérna hjá mér, þá skal ég
kenna þér að lesa, sagði hann.
Þursinn settist og brosti út undir
eyru.
— Er það satt að þú kunnir að
lesa? spurði hann.
— Já, það kann ég. Ég lærði það í
skólanum. Og reikna líka.
— Við þursarnir eigum engan
skóla, andvarpaði þursinn.
Þeir urðu mestu mátar og eftir dá-
litla stund hafði þursinn lært allt
stafrófið. Og svo fór hann að kveða
að og lesa.
— Nú gct ég lesið sjálfur, sagði
þursinn glaður.
— Já, nú vantar þig ekkert nema
æfinguna, sagði Árni og stóð upp og
ætlaði að fara, en þursinn kallaði i
hann:
— Gaman væri að eignast ævintýra-
bókina þína, þvi að ég verð að æfa
mig. Viltu selja mér hana?
— Fyrir hvað? spurði Árni forvit-
inn.
— Þú skalt fá hús, sem er smiðað
úr súkkulaði, brjóstsykri og fleiru
góðu. Komdu líérna inn í skóg, ég
skal sýna þér það.
Árni fór og nú sá hann merkilegra
hús, en hann hafði nokkurn tíma séð
eða heyrt talað um. Veggirnir voru
úr súkkulaði, þakið úr brjóstsykur-
stönglum, dyrnar úr marsipani og
reykháfurinn úr lakkrís. Árni fór að
smjatta þegar hann horfði á þetta.
— Þetta þyrfti hann pabbi minn að
eiga, sagði Árni. — Hann á nefnilega
ofurlitla sælgætisvcrslun, en hefir
ekkert að selja því að hann á enga
peninga til að kaupa vörur fyrir.
— Jæja, þú getur fengið húsið og
gert við það hvað sem þú vilt, ef þú
lætur mig fá ævintýrabókina. Og svo
fékk liann hana.
— Nú get ég lesið ævintýri um sjálf-
an mig og öll dýrin í skóginum, söng
þursinn. Og svo hvarf hann inn í skóg-
inn.
Árni gat varla trúað að þetta væri
satt, að hann ætti súkkulaðshúsið.
Hann át eins og hann gat og hljóp svo
heim. Það hýrnaði yfir pabba hans
þegar hann frétti um húsið og svo
fóru þeir báðir inn í skóg og fluttu
húsið heim í smásköttum. Og nú hafði
pabbi Árna nóg að selja i litlu búðinni
sinni.
— Það var svei mér gott að þú kunn-
ir að lesa, — annars hefðir þú ekki
eignast súkkulaðihúsið, sagði hann
við Árna.
— Og þá hefðirðu ekki haft neitt
til að selja heldur, sagði Árni.
— Já, þetta var góð verslun, sagði
pabbi.
— Ég er alveg hissa á að þursinn
skyldi vilja hafa skipti á öllu þessu
sælgæti fyrir eina litla bók, sagði
Árni. — Það er ekki að furða þó að
liann sé kallaður álfur.