Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 34
28 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958
JÓLASKREYTING.
Jólaskreytingar eru dýrar, þegar
.þær eru keyptar í búSum, en sem bet-
ur fer geta þeir, sem tíma hafa til
þess, búið þær til sjálfir. Klippið út
hringlaga pappaspjald, sem er ó
stærð við undirskól eða disk. Setjið
síðan hnoðaða ieirkúlu á spjaldið eins
og myndin sýnir (1). Þegar því er
lokið, stingið þið grenigreinum inn
í ieirinn eins og sést á mynd 2, og
haldið þvi áfram liring eftir hring
þar til hvorki sést í pappaspjaldið né
leirinn. Síðan er hoia fyrir kerti
sett efst i miðja leirkúluna og grein-
arnar skreyttar með marglitum kúl-
um eða öðru, sem tiltækilegt er.
HEIMATILBÚIN JÓLAKORT.
Flestir hafa mjög gaman af að fá
heimatilbúin jóiakort, sérstaklega frá
börnum, og það er í rauninni ckki
mikill vandi að búa til slík kort. Fáið
ykkur pappirsservíettu, helst sem
skrautlegasta. Úr henni má klippa
ýmsar myndir eins og sést á teikn-
ingunni, sem hér fylgir með. Þær má
síðan líma á rautt eða blátt spjald.
Jólasveinninn er aftur á móti klippt-
ur úr hvítu blaði og sömuleiðis
stjörnurnar á himninum í kringum
hann. Andlit jólasveinsins verður að
teikna með svörtum lit.
JÓLASVEINNINN, SEM
GETUR KLIFRAÐ.
Með þvi að nota kalkipappír náið
þið liinum einstöku hlutum jóla-
sveinsins niður á þykkan pappa og
klippið þá síðan út. Siðan eru hlut-
arnir festir saman á liðamótunum, A
við B, G við D og E við F. Þá klippið
þið út papparæmu eins og sýnd er
á myndinni nema aðeins helmingi
lengri (X'—x er miðjan). Svo klippið
þið rifu á fellingarnar til endanna
(Y) og festið jólasveininn þar við
með prjóni eins og litla myndin sýn-
ir. Leikfangið er tilbúið.
ÞEKKIRÐU ÞENNAN LEIK.
Næsta skipti sem þip kunningjarnir
liittist skuluð þið „stíga yfir klett-
ana“. Tveir, sem ekki kunna leik-
inn, cru látnir fara út fyrir dyr. En
5—G tómar flöskur eða þá bækur eru
settar í röð á gólfið, upp á endann.
Svo er annar þeirra sem úti stóð
látinn koma inn. Honum eru sýndir
„klettarnir" eða flöskugirðingin, og
sagt að hann eigi að ganga um ])vert
gólf með hundið fyrir augun án þess
að fella nokkra flösku eða bók. —
En eftir að bundið hefir verið fyrir
augun á honum eru allar torfærurnar
teknar burt. Og það er góð skemmtun
að sjá blindingjann reyna að varast
að fella torfærurnar, sem ekki eru til.
TÖFRABRAGÐ.
Töframaðurinn heldur opinni bók
í báðum höndum (1). Áður hefir hann
lagt sjö tvíeyringa á borðið, og biður
einn áliorfandann að telja þá og láta
þá detta niður á bókina, einn og einn
í einu. Svo á áhorfandinn að rétta
fram hendurnar og töframaðurinn
hellir tvíeyringunum af bókinni í lóf-
ana á honum (2). „Krepptu nú hnef-
ana um peningana sem þú hefir,“
segir töframaðurinn, „og taktu nú
eftir: Nú tek ég ósýnilegan tvíeyring
og kasta honum gegnum hendurnar á
þér til hinna tvieyringanna.“ Og svo
þykist hann kasta og spyr: „Fannstu
nokkuð?“ og hinn neitar því. Svo
fleygir töframaðurinn tveimur „ósýni-
legum tvieyringum" i viðbót.
„Opnaðu nú lófana og teldu tvíeyr-
ingana,“ segir liann. Og þá kemur á
daginn að tvieyringarnir eru orðnir
tíu.
Galdurinn er í þvi fólginn að töfra-
maðurinn hefir smeygt 3 tvieyringum
undir kjölinn á bókinni, áður en liann
byrjaði (3). Þeir renna ofan í lófa
áhorfandans með hinum peningunum,
án þess að hann taki nokkuð eftir því.
Þessi leikur er góður þar sem
margir eru saman komnir. Sá sem
stýrir leiknum skrifar ýms nöfn á
miða t. d. Napoleon, Gregory Peck,
Ingrid Bergman, Margaret Rose,
Brynjólfur Jóhannesson, Benedikt
Waage, Gunnþórunn Ilalldórsdóttir,
Erlendur Pétursson eða önnur fræg
nöfn, sem honum dettur i hug, og svo
eru miðarnir festir á bakið á þátttak-
endunum, en sjálfir mega þeir ekki
vita hvaða nafn þeir hafa fengið. Þeir
eiga að spyrjast fyrir þangað til þeir
finna það, en spurningum þeirra má
aðeins svara með „já“ eða „nei“.
„Er ég persóna i leikriti?“ má mað-
ur t. d. spyrja. En hins vegar ekki „í
hvaða leikriti er ég persóna?"
DIMMULEIKUR.
Næsta skipti sem þú færð gesti að
kvöldi skaltu reyna þennan leik:
Leggðu tíu venjulega smáliluti á
bakka, t. d. blýant, slcæri, tvinnakefli,
skeið o. s. frv. Þú verður að hafa al-
veg dimmt í stofunni, og nú lætur þú
gestina, hvern eftir annan, þukla á
þvi sem er á bakkanum. Þeir mega
ekki segja hvað það er, sem þeir liafa
þreifað á. Svo er bakkinn borinn út
áður en ljósið er kveikt, og nú eiga
gestirnir að skrifa liver á sinn miða,
nöfnin á því sem var á bakkanum. Sá
sem man flest á að fá einliver verð-
laun.
ÞEKKIÐ ÞIÐ „CONNECTO“?
Connecto er leikur, sem gott cr að
kunna þegar tveir eru saman og hafa
ekkert fyrir stafni. Ilvor þátttakandi
tekur sér blað og blýant og skrifar
á það tölurnar 1 lil 30, einlivern veg-
inn i hrærigraut, og setur hring utan
um hverja tölu. Svo skiptast þátttak-
endurnir á blöðin og keppast svo um
livor fljótari verður að draga strik á
milli talnanna i réttri röð — frá 1 til
2, 2 til 3 og svo framvegis. Sá sem
verður fljótari segir „Connecto" þeg-
ar hann er kominn á 30. En vitanlega
verður að endurskoða hvort liann
hefir alls staðar farið rétta leið. Ef
hann liefir ekki dregið strikin um töl-
urnar i réttri röð, hefir hann tapað.