Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 28
22 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958
ÓLIN var komin hátt á
loft þegar samkvæminu
lauk og Karlanderslijón-
in hypjuðu sig heim.
Það var hálfrar milu
gangur hjá þeim inn í hæinn, um
kornakra og yfir læk. Lævirkjarnir
sungu af kappi, loftið var hressandi
eftir dansinn og tóbaksreykinn.
Iíarlander tók utan um konuna
sína. Það var sunnudagur í dag og
þau áttu langan og skemmtilegan dag
fyrir höndum, alein með krakkana
heima. Frú Karlander var í rósóttum
sumarkjól og var sjálf eins og mislitur
hlómvöndur, þarna, sem hún gekk í
daggvotu korngrasinu. Hún gekk hægt
og i takt við hann og hallaði glókoll-
inum upp að öxlinni á lionum. Þetta
var aiveg eins og i trúiofunardagana
forðum. Því hver getur verið önnum
kafin ung húsfreyja með þrjú börn og
létta buddu, þegar veröldin er ung?
„Hans,“ sagði liún ... „skelfing er
leiðinlegt að við skulum ekki eiga
píanó.“
„Jamm,“ sagði hann . .. „það væri
gaman. En æili við eignumst það ekki
einhverntíma.“
„Ég hugsaði svo mikið um það í
kvöld þegar þú varst að spila. Þú hef-
ir svo gaman af þvi sjálfur, og við
höfum svo mikla ánægju af að lilusta
á þig. Það var hnakkinn á þér, sem
ég varð ástfangin af fyrst,“ sagði hún
svo. Hann hafði setið við hljóðfærið
fyrsta skiptið sem hún sá hann.
Hún leit til hliðar. Var hnakkinn
eins fallegur og reistur núna eins og
þá?
Þegar haustaði fór hún að hugsa
um þetta aftur. Þau ætluðu að halda
skilnaðarveislu fyrir einn af kunn-
ingjum hans, og Karlander hnoðaði
saman kvæði. Hann sat tvö kvöld í
röð og trommaði taktinn á borðið,
hallaði undir flatt, brosti og þótti
gaman. Hefði hann liaft pianó liefði
hann getað fellt orðin miklu betur
við lagið, til þess að gera allt sem
áferðarfallegast. „Við verðum að
eignast hijóðfæri!" hugsaði frúin með
sér og nú kom hrukka i mitt ennið
a henni.
Þetta varð að áformi einn morg-
uninn þegar hún var ein heima að
taka til í stofunum. Börnin voru far-
in i skólann. Sólin var svo heit. Og
stofan var-eins og hjá efnafólki.
Nóg er plássið, liugsaði hún með sér
... þarna milli dyranna fram á gang-
inn og borðstofudyranna. Þarna
mundi píanetta sóma sér vel með hin-
um húsgögnunum. Ljós eik. Hún er
falleg og hvorki gamaldags né of ný-
tískuleg. Pianetta! það var svo létt og
finlegt nafn, rétt eins og á stúlkun-
um í frönsku kvikmyndunum.
Nokkrum vikum siðar var Karland-
er svo íbygginn á svipinn þegar hann
Frú Karlander fékk hjartslátt ... hugsum okkur ef Karlander finndist þetta nú vera óforsvaranleg eyðsla
kom heim, en það var honum ólikt.
Um kvöldið þegar krakkarnir voru
háttuð kom það: Líkur til að hann
hækkaði i emhætli. Afleiðing: launa-
hækkun.
„Þá verðum við að eignast píanó,"
sagði frú Karlander.
„Hvaða bull, gæskan mín!“ sagði
Ivarlander og hló . . . „Þá verðum við
þvert á móti að spara! Meðan illa
gengur að láta tekjur og gjöld stand-
ast á, má maður illa við svo miklum
fjárútlátum. Þvi að annars mundi
fara svo, að maður hefði ekki nokk-
urn eyri handbæran marga daga í röð.
En ef tekjurnar liækka dugir ekki að
Hta svo á, að skuldirnar komi aðeins
lánardrottnunum við. Þá verðum við
nefnilega að borga af *kuldunum. Þvi
er nú ver.“
En næstu daga þegar hann var á
leiðinni heim og fjárhagsafkoman var
i knattleik í hausnum á honum, skaut
þessari hugsun samt upp i lionum hvað
eftir annað. Það var ekki liægt að
neita því — það var ekki eyðsla lield-
ur fjárfesting að kaupa hljóðfærið, —
það rýrnaði ekki í verði, eins og til
dæmis föt, hvað þá veisluhöldin, sem
voru ])að sama og að fleygja pening-
um í sjóinn. Sumardvöl i sveit var
iíka eftirsóknarverð, en þegar henni
lauk var ekkert eftir af peningunum.
Þá var það eitthvað annað að kaupa
sér pianettu — já, því að ekki gat
verið um stærra hljóðfæri að ræða,
en pianetta var viðráðanieg.
Nokkrum dögum síðar fauk vonin
um betri stöðu út í veður og vind
— og kauphækkunin um leið. En þótt
skritið væri fannst Karlander ein-
livers konar léttir að þessu; nú var
hann kominn úr skýjunum aftur;
lánardrottnarnir urðu að bíða, eins
og þeir höfðu gert hingað til; iiann
mundi reynast sami góði skuldunaut-
urinn og áður; ástandið hafði alls
ekki versnað; þvert á móti; ef hann
hefði fengið kauphækkun núna mundi
hafa orðið enn lengra til næstu kaup-
hækkunar. Basta!
En frú Karlander fannst hún fá
sviða í augun, eins og eftir hrostna
sápukúlu. Þegar hún frétti vonbrigðin.
Hún roðnaði i kinnum og varð þögul
næstu dagana. Einn morguninn ])egar
hún var ein lieima, rann það allt í
einu upp fyrir henni að eiginlega voru
áformin um hljóðfæriskaupin komin
miklu lengra áleiðis en hún vissi af.
Hún varð reið, þótt liún gæti viður-
kennt að sér leiddist þetta. Ef það
hefði verið handa henni sjálfri, sem
hún var að bollaleggja þetta, hefði
liún getað tekið ósigrinum eins ' og
hetja, en nú var það heimilið, sem
verið var að svíkja. Og það þoldi hún
ekki. Þessi píanetta varð að koma,
hvað sem það kostaði!
Hún hófst handa þegar desember
fór í hönd. Eftir margar ihuganir og
útreíkninga og eftir að hún hafði
lesið ailar auglýsingar blaðanna um
hljóðfæri, ný og notuð, fór hún til
píanósmiðs og spurði um verð og af-
borgunarskilmála. Þrettán hundruð
danskar krónur, helmingur út i hönd
og helmingur í mánaðarafbprgunum,
eftir samkomulagi. Hún var eins og
tómat eða logandi primus þcgar hún
undirskrifaði samninginn. Christian-
sen hljóðfærasmiður, eða réttara sagt
skrifstofustúlka hans, vinsamleg og
alfróð, var fjórum sinnum áminnt um
að gripurinn skyldi sendur heim á
sjálft aðfangadagskvöldið ... jú, það
var hægt ... og enginn mætti fá að
vita um þetta vegna Karlanders, því