Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 36
30 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958
Mike Todd — tíðarkóngurinn, sem
alltaf var ýmist auralaus eða mill-
jónamæringur.
JÆRI MIKE TODD spurður
•Ufi live mikil auðævi liann
hefði grætt um ævina og
lj(*i hve miklu hann hefði
tapað, yppti hann öxlum:
— Heldur nokkur reikning yfir
það? spurði hann aftur.
Áður en hann varð tvítugur hafði
hann grætt fyrstu milljónina og eytt
henni aftur. Stundum hefir hann ekki
átt eyri.
En 1940 vissi hann ekki aura sinna
tal. Á Broadway, leikhússtrætinu í
New York, sýndi hann fjögur leikrit,
sem gengu von úr viti fyrir fullu húsi,
og auk þess hafði hann feitan samn-
ing i Hollywood. Þrátt fyrir þetta
stóð hann fyrir rétti ári síðar, og átti
ekki eitt cent. Einhver mundi hafa
setst í helgan stein og notið gróðans,
en Mike Todd var ekki þannig gerð-
ur. Hann gat ekki stillt sig um að
halda áfram að braska.
Mike sagðist vera einn af átta Ame-
ríkumönnum, sem hafi lesið „Stríð
og frið“ eftir Leo Tolstoy. Ekki lét
iiann þess getið hverjir hinir sjö
væru.
En fyrir kaldhæðni örlaganna
græddi Todd þó drjúgum á kiassi.sk-
um bókmenntum síðustu árin sem
hann iifði. Hann hóf göngu sína í
skemmtilífinu sem „Show-business“-
maður, þar sem meira eða minna af-
klæddar stúlkur voru helsta aðdrátt-
araflið. Aðaikrydd þeirra sýninga
var klám og kvennakroppar, og Mike
hafði lag á að krydda rétiina vei.
Hann gerði sér aldrei far um að
þykjast vera bókmenntahneigður. Sat
lengstum við skrifborðið i Park
Avenue í New York með tvo síma hjá
sér. Þótt mikið kvæði að honmn var
hann ekki mikill fyrir mann að sjá:
172 sentimctrar og 145 pund. Þegar
hann leit upp frá skrifborðinu blöstu
við honum stórar ijósmyndir af aug-
lýsingunum, sem hann hafði notað
fyrir Toddsýningarnar. Og á skrif-
borðinu var hlaði af stórum bókum,
bundnum í skinn: Greinar um sýning-
ar hans — úrklippur úr blöðum og
timarilum.
Síminn var veigamesta tengsl hans
.-7
MIKETODD
var sýnishorn ameríska æðisins og maður sem alltaf lagði á tæp-
asta vaðið. Hann fórst í flugslysi í fyrravetur, þegar vegur hans
var sem mestur.
við umlieiminn. Þegar hann kom á
mannamót var liann viðutan, en í
símanum naut liann sín. Gerði tillögur
og samninga, gaf blaðamönnum við-
töl og sagði Sannny Lambert ritara
sínum fyrir verkum um leið.
DJARFUR LEIKSTJÓRI.
Af stærri revýum eða „musicals“
Todds má nefna: „Stjarna og sokka-
band“ (sýnt G09 sinnum á Broadway),
„Eitthvað fyrir piitana“ (422 sinn-
um), „Mexikanskt heyhlass" (481
sinni) og „Central Park“ (504 sinn-
um). Af heitum leikjanna má nokkurn
veginn ráða, að þeir hafa verið af
léttmetistaginu.
Þegar honum skaut fyrst upp í
Hollywood, sem leikstjóra hjá „Uni-
versal International", seldi hann
kvikmyndunarréttinn að „Central
Park“ fyrir 100.000 dollara, auk hlut-
deildar í ágóðanum af myndinni. Eng-
um þótti tiltökumál þótt hann væri
talinn „undrabarn“ i Hollywood frá
fyrstu stundu.
Fyrstu vikurnar kynntist hann rík-
um kvikmyndaframleiðendum. Hann
stofnaði með þeim næturklúbb, þar
sem meira var lagt undir en áður voru
dæmi til í Hollywood. Viðurlögin
voru það há, að ef tap eða gróði ein-
hvers nam minnu en 15 þúsund doll-
urum á kvöldi var það ekki gert upp
en látið biða næsta kvölds. Stundum
græddi Todd — eða tapaði — yfir 150
þúsund dollurum á einu kvöldi.
En því miður tapaði hann oftar en
hann vann. — Ég hefi tapað svo ó-
stjórnlega miklu, að ég trúi þvi ekki
sjálfur, sagði hann. Og þegar hann
tapaði á nóttinni hækkaði ekki hag-
ur iians á daginn.
GJALDÞROTA!
Af öllum þeim kvikmyndum sem
hann sýslaði með þá, varð engin
fuligerð. Mike Todd átti bágt með að
skilja, að allt fór í hönk hjá honum
i Hollywood, en á Broadway gekk allt
að óskum. Fyrst var hann hissa, svo
óþolinmóður og loks fokvondur. Hann
flaug í einu vonskukastinu til New
York og giftist í snatri leikkonunni
Joan Blondell, sem þá var að leika i
„Strípaða snillingnum“.
Hann hafði að staðaldri haft sam-
band við New York-skrifstofuna sina
meðan hann var i Hollywood. En það
kom á daginn að fyrirtækið gekk illa
þegar hann var ekki í New York sjálf-
ur. Tveimur mánuðum eftir brúðkaup-
ið fóru fyrstu lánardrottnarnir að
drepa á dyr. Og svo kom öll runan, og
loks var hann gerður gjaldþrota.
Kröfuhafarnir voru 116, þar á meðal
skattstofan og útlánabókasafnið. Iiann
skuldaði sámtals 1.1 milljón dollara.
Auk þess var fullyrt að liann skuldaði
ýmsum kunningjum hálfa milljón doll-
ara. Þeir höfðu gengið í ábyrgð fyrir
hann.
Árið 1946 hafði Mike Todd fengið
kringum 15 milljón dollara í inn-
gangseyri að leikjunum sínum. Allir
þóttust vissir um, að liann hefði stór-
fé í bakhendinni. En þá sprakk blaðr-
an: Mike átti ekki nokkurn eyri —
jafnvel líftryggingin hans var veð-
sett. Eina eign hans var lilutafé i
þremur New York-leikhúsum. Þau
mundu hafa selst fyrir svo sem 50
þúsund dollara á nauðungaruppboði.
Og þá var augljóst hvað kröfuhafarnir
hefðu fengið.
En Todd mótmælti eindregið þessu
athæfi og heimtaði að fá frest þangað
til liann hefði komið næsta leiknum
sínum á svið. -— Lee Shubert, frægur
leikliússtjóri, var góður vinur hans.
Þegar Shubert reyndi að hjálpa Todd
úr kröggunum vöruðu menn hann við
því, en hann svaraði: — Peningunum
mínum er óhætt meðan Todd lifir!
SÍAMSKONUNGUR DÆGUR-
LAGAHÖFUNDUR.
Nú fór Todd að undirbúa nýja leik-
inn. Fyrst liafði hann hugsað sér að
Mike og Liz skemmta sér á gleðileiksýningu í Mexico. Liz var aumingi þegar Mike giftist henni.