Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 49

Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 49
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958 >l)&*>í)á*>í}&*>l)&*>ím>í)á*>í)&*>í)Á*>£)á*>í)á*>í)&*>l)á*>í)&*>im 43 Ástin jjtgn listinni Framháld af bls.19. Það var Michael. Hann sagði: Halló? Röddin var eins og hann væri að kæfa niðri í sér hlátur. —• Hvar ertu? spurði hún. — í klefanum hérna við hliðina á þér. Númer 3. Hún hló. — Það er gaman að heyra þig hlæja, sagði liann. — Gaman að sjá þig ganga um þveran salinn með undrunarsvip á andlitinu. — Ég hata þig! hraut upp úr henni. — Og elskar mig líka, Maxine. — Já, það geri ég. Ég elska þig. Hún heyrði að hann sleit samband- inu og sneri sér við er hann stóð í símaklefadyrunum hennar. Henni fannst sem snöggvast að hún væri í gildru. Iiann horfði á svipbrigðin í andliti hennar um stund og hikaði. En á næsta augnabliki tók hún um liálsinn á honum og rétti fram munn- inn. Sveieibj. Sveinbjarnarson Framháld af bls. 21. majór þar, en ofursti í 15. kanadisku riddaraherdeildinni áður en hann fór úr hernum og gerðist bóndi. Þau Hel- en áttu búgarð 6 milur frá Midnapore, sem er smáþorp tíu mílum suður af Calgary. En árið 1943 veiktist Ralpli Lloyd og andaðist eftir tveggja ára legu, sextugur að aldri. Francis, eldri sonur þeirra hjóna giftist i Skotlandi eftir að hafa tekið þátt í síðari heimsstyrjöldinni, og eignaðist eina dóttur, Kathleen Elisa- betli. Hann starfar hjá fyrirtæki i Calgary og býr hjá móður sinni, ásamt dótturinni. Eleanor dóttir þcirra hjóna giftist manni af rúmenskri ætt, Dean Oltean og stunda þau kornyrkjubúskap skammt frá Regina i Saskatchewan. Jón Edric er verkfærðingur og starf- ar hjá oliufélagi við tilraunaboranir. Vegna starfa síns verður hann að flytja stað úr stað, og býr því með konu sinni og börnum í vagnibúð sem hann flytur á milli. Þetta er það helsta, sem Fálkinn getur frætt lesendur sína um, viðvíkj- andi ættfólki tónskáldsins, sem samdi „Ó, Guð vors lands“. Börn tónskálds- ins og barnabörn liafa fengið það hlutskipti að lifa alla ævina fjarri föðurlandi sínu. En þó að fjarlæg séu, munu flestir íslendingar hafa áhuga á því að vita deili á fjölskyldu tón- skáldsins, þvi að nafn hans verður alltaf í heiðri haft, svo lengi sem ís- lendingar kunna þjóðsöng sinn. Pionette Framháld af bls. 23. hnakkann þarna rétt hjá sér. Eða upp i loftið með öllum sprungunum. Eftir nokkra stnnd vaknaði Kar- lander. Nú var það svo með Karlander, að jafn kátur og Ijúfur og hann var all- an daginn, jafn úrillur var hann rétt í svipinn þegar hann vaknaði á morgnana. Hann var dálitla stund að átta sig á að þetta væri jólamorgun. „Gleðileg jól,“ sagði hann ósköp dauflega. „Þökk fyrir, sömuleiðis,“ svaraði hitt rúmið stuttaralega. Karlander varð hissa á þessum tón. Hvað var nú að? hugsaði hann með sér ... fékk hún ekki píanettu í gær- kvöldi, og er nú eitthvað út á það að setja? Það er ómögulegt að átta sig á þessu kvenfólki. Hún fór meira að segja að liátta án þess að segja svo mikið senr svei þér. „Heyrðu mig,“ sagði hann loksins ... „finnst þér þetta ekki nokluið dýr gjöf?“ Jólin gufuðu upp úr veslings frú Karlander og allt næsta ár með öllum búsáhyggjunum kom i staðinn. „Heldúrðu kanske að það sé mér til skemmtunar, sem hljóðfærið er komið hingað? kjökraði hún og snéri sér á hliðina — frá honurn. Birna litla kom inn. Hún hafði aldrei heyrt mömmu sina gráta svona mikið. Og jafnvel Knútur kom lika í náttfötunum. „Hvað gafstu henni mömmu eigin- lega í jólagjöf í gær pabbi? Niðurlagið á sögunni getur lesand- inn liklega sagt sér sjálfur. En ekki má gleyma kvittununum tveimur, sem sýndi að píanettan var að fullu borguð. Mœrin frá Orleans Framháld af bls. 21. sem þú hefir gert fyrir konung þinn?“ „Ég hefi aldrei beðið raddirnar um önnur laun en frelsun sálar minnar.“ „Væntir þú þess enn að konungur þinn sigri?“ „Ég vænti ekki aðeins, ég veit að liann sigrar. Guð gefur Frakldandi mikinn sigur. Það veit ég jafn glöggt og ég sé ykkur hérna fyrir framan mig.“ „Þú veist að konungur þinn hefir látið taka Burgundahertogann (Jó- hann óraga) af lífi. Telurðu rétt af honum að gera það?“ „Rikinu var mikið tjón af fráfalli hertogans. En hvað svo sem gerst liefir milli þessara tveggja, þá hefir guð sent mig til þess að veita Frakk- landskonungi lið.“ Yfirheyrslurnar stóðu mánuð eftir mánuð og sömu spurningar voru end- urteknar si og æ. Þetta var sálarkvöl, sem þreklundustu menn hefðu kiknað undir. En Jeanne bilaði ekki. Dóm- aranum tókst ekki að fá hjá henni játninguna sem þeir vildu: að hún hefði syndgað og farið villur vegar, að guð hefði ekki sent hana heldur myrkrahöfðinginn. Dónmrunum sárn- aði lika að allar læknisrannsóknir, sem gerðar voru á Jeanne, vottuðu að hún væri hrein mey. Þetta var sem sé álitið trygging fyrir þvi, að kölski gæti freislað hennar til galdra. En þegar dómararnir gátu ekki notað þessa leið fundu þeir aðrar snörur. Loks voru tyeir pallar reistir í kirkjugarði og söfnuðust á þá allir dómararnir og fjöldi klerlca. Skammt frá beið böðullinn með vagn sinn, al- búinn til að fara með Jeanne á bál- ið. Þrivegis var hún spurð hvort hún vildi gera iðrun og yfirbót, og þrí- vegis svaraði hún nei. Þá fór Cauchon að lesa upp dóminn. Og nú loks ó- kyrrðist Jeanne. Nú hafði liún fengið vissu fyrir að eftir nokkrar mínút- ur yrði liún ofurseld ensku hermönn- unum, sem áttu að fylgja henni að bálkestinum. Hún hafði verið afar lirædd við eld frá þvi að liún var barn. Og nú greip hana angist og hún hikaði. Hún tók fram i fyrir dómaran- um og sagði með lágri röddu að hún væri fús til að meðganga allt sem óskað væri. Þá tók dómarinn aftur til máls og sagði að dómurinn væri ævilangt fangelsi. Jeanne liafði svignað undir hinni ægilegu þolraun. En hún tók sig á. Sálarþrek iiennar var ekki bugað enn. Hún sagði Cauclion að loforð hennar hefði verið logið, og að hún tæki aftur það sem hún hefði sagt. Og eftir það var liún jafn „harðsvíruð" og áður. En nú voru örlög hennar ákveðin. Hún liafði „óviðráðanlega orðið sinni gömlu synd að bráð“, og nú var hún bannfærð og fangelsinu breytt í dauðarefsingu. Hún skyldi brennd lif- andi á báli fyrir galdra, guðlasl og villutrú. Hún horfði fast á kross markið, sem einn presturinn hélt á lofti um leið og hún steig upp á bál- köstinn á torginu i Rouen. „Ég fyrir- gef ykkur öllum,“ sagði hún. Eftir að logarnir voru farnir að leika um hana, hrópaði hún að það væri guð, sem hefði talað til hennar með rödd- unum sem hún hafði heyrt, og að þær hefðu ekki verið tál. Ritari Englands- konungs hrópaði: „Við erum glataðir — við höfum brennt heilaga mann- eskju!“ Og böðullinn flýtti sér lam- aður til skriftaföður síns og sagði: ,.Ég liefi brennt dýrling, og það fyrir- gefur guð mér aldrei.“ Og enskur her- maður sór og sárt við lagði að hann liefði séð hvíta dúfu fljúga upp úr eldinum og stefna til Parísar. Ösku hennar var dreift yfir ána Signu. Þannig launuðu örlögin stúlkunni frá Domremy, sem samkvæmt boði guðs lagði i stríð „vegna liinnar miklu neyðar og þjáninga sem land Frakka átti við að búa. NIKETODD Framhald af bls. 32. nýrri telpu til að taka að sér hlut- verkið. En frú Taylor vildi ekki taka það i mál -— og dóttirin líklega ekki heldur. STERKUR ARMUR. Forlögin sendu reikninginn tólf ár- um siðar — árið 1956. En þá kom maður lil sögunnar, sem átti sterkan arm og sigurvissubros. Hann bar hana hálft i hvoru inn í skrifstofu bæjar- fógetans, og síðan hjó hann í tveggja metrá liáa brúðkaupsköku og mataði konuna sína, eins og hún væri smá- barn. — Þetta fer allt vel, væna min, sagði Mike. — Ég skal sjá um það! Og þessi sami Mike Todd, sem kunn- ingjarnir höfðu talið hálfgerðan liarð- jaxl og lausan við alla viðkvæmni, breyttist allt i einu í nærgætinn eig- inmann, sem hjúkraði konunni sinni og jós yfir hana ævintýralegum íburði. Og Liz náði sér aftur á ótrúlega stutt- um tíma. Á veðreiðunum í Ascot gekk hún fram af öllum með þvi að sýna sig í nærskornum reiðbuxum og japönsk- um kímonó úr dýrasta silki. Þau hjónin komu frá París í sérstakri flugvél, því að farmiðar með áætlun- arvélunum voru uppseldir. Og samkvæmt ósk Mikes var hún þarna — í fyrsta sinn — með hatt á höfðinu. — Mér er illa við að ganga með hatt, sagði hún, — en Mike þykir gaman að sjá mig með hatt, svo að ég keypti fimmtiu. Todd-lijónin leigðu sér úrvals einkabústað við Rivieruna, af auðkon- unni lafði Kenmare, Þar voru fimm- tán falleg herbergi og luisið stóð við Cape F',errat. Todd borgaði 6.000 doll- ara á mánuði í leigu ■— hæstu leig- una, sem nokkurn tíma liefir verið borguð fyrir húsnæði á Cape d’Azur. En í leigunni var kaup þjónustufólks ekki meðtalið. En Mike gat ekki leyft sér langt iðjuleysi. Hann var áður en varði kominn um borð með konuna og 54 koffort í „Liberté" og ferðinni var heitið til New York. Áður en hann kom í skrifstofu sína i Broadway hafði hann gefið Liz sinni nýtt hús i Ameríku. Það var elcki fullgert þá, cn vandað var það. Liz verður að liða vel þegar ég er ekki hjá lienni, sagði Mike og brosti. NÝ ÁHÆTTA — NÝR SIGUR. í október 1957 leigði hann „Madison Square Garden“ i New York. Þar komast yfir 16.000 manns í sæti. Þar sýna stærstu sirkusar veraldar og þar eru frægustu hnefakappleikirnir og íshockeymótin. Og þarna fannst Milce Todd rétti slaðurinn til þess að lialda upp á árs- afmæli frumsýningarinnar á „Kring- um jörðina á 80 dögum“. — Auðvitað aðeins fyrir nánustu kunningja, sagði Mike. Ég býð 'ekki nema fimm til tiu þúsund gestum! Þrátt fyrir allt var Mike Todd ekki jafn frjáls gerða sinna og fyrr, síð- asta árið sem liann lifði. Hlutur hans í félaginu Todd-AO var metinn á 8 milljón dollara, en stjórn félagsins leyfði honum ekki að eyða „eftir eig- in vild“ meira en 10 þúsund dollurum í einu, Þegar liann lagði áætlunina að „Kringum jörðina ...“ fyrir stjórn félagsins hristu þeir höfuðið, allir forstjórarnir. — En þessi saga Jules Vernes er eins og hún væri skrifuð fyrir kvik- mynd! sagði Todd. — Jules Verne liefir spáð hljóðmyndum, hann hefir spáð sjónvarpi og hann hefir spáð Todd-AO. En forstjórarnir héldu áfram að lirista höfuðið. Hvað gerði Mike Todd? Hann seldi meirihlutann af Todd-AO-hlutabréf- um sínum til þess að eignast nóg fé. Og svo fór hann að taka kvikmyndina upp á eigin spýtur. Auglýsingastarfsemina annaðist besti auglýsingamaður hans: Mike Todd sjálfur. Og hann vann þetta tafl — og hafði meira upp úr þvi en nokkru, sem hann hafði tekið fyrir áður. Ef hann hefði lifað lengur mundi hann kannske hafa staðið uppi aura- laus einu sinni enn. En forsjónin tók snögglega í taumana hjá þessum ang- urgapa, sem aldrei kunni sér lióf. Þeg- ar velgengni hans var sem mest hrap- aði flugvél með hann og hann beið bana — fyrirvaralaust. Það skal ósagt látið hvort veröldinni var nokk- ur missir að honum. Hann á marga sina lika, en kannske enga sína jafn- ingja í liópi þeirra ævintýramanna, sem alltaf tefla á tæpasta vað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.