Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 19

Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 19
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958 13 LENN URSÁINN er dalur sem veit mót vestri út að biíðu Atlantshafinu, en til austurs smáhækkar hann upp að jafn óblíðu hálendi — mýra- drög milli afskekktra klettahryggja. Efst í dalnum, þar sem hann vikk- ar og rennur saman við liálendið, stendur lirörlegt bænahús. Það er svo gamalt að nú man enginn hvenær það var byggt, og ekki hefir það verið notað í manna minnum. Einu sinni var það athvarf vegfarenda, sem áttu leið um slóðir óbyggðanna og ætluðu til sjávar. Nú flytja breiðir vegir fólk- ið aðra leið, og hjúpur afræktar og gleymsku hefir fyrir löngu breiðst yfir GLENN URSAINN. Um miðja öldina sem leið voru burðir bænahússins orðnar signar á ryðguðum lömum og allar rúður brotnar í gluggunum. En í lága turn- inum í vesturgafli bænahússins hékk enn litla klukkan, sem fyrr á öldum kallaði vegfarendur til tíða. Slcammt fyrir neðan bænahúsið stóð hreysi Mac Morrars gamla. Mac Morrar hafði verið fjármaður á Tighna Cluan alla ævi, en nú var hann orðinn svo gamall og lasburða af gigtinni að hann gat sig varla lireyft. Prest- urinn niður við sjó, i Darrach, hafði fyrir löngu boðið honum að koma til sín og dveija á prestsetrinu, en gamli maðurinn hafði afþakkað það. Hann vildi iifa í bænum sínum, þótt hann væri nærri þvi eins lirörlegur og bænahúsið var. Meðan hann var heill heilsu og sat yfir' sauðahjörðinni á Tighna Ciuan hélt hann daglega guðsþjónustu fyrir sjáifan sig i bænahúsinu, bað þess á morgnana að almáttugur guð héldi verndarhendi sinni yfir hjörðinni, sem honum hafði verið trúað fyrir, og á kvöldin þakkaði hann fyrir að bænin liefði verið heyrð. Alla þá tið sem Mac Morrar hafði gætt sauða á Tighna Cluan hafði aldrei tapast ein einasta kind. Það var sagt, að ef kind hefði orðið viðskila við hópinn þegar Mac Morrar liélt heim til Tighna Cluan að haust- inu, hefði hann hringt klukkunni með alveg sérstöku móti, sem féð kannað- ist við, og þá hópaðist það saman. Nú orðið mundi enginn til að hafa heyrt iiringt i Bænahúsinu nema kvölds og morgna, þegar hann hringdi undan og eftir bæn sinni. Og nú var orðið langt síðan Mac Morrar var orð- inn svo gamail, að flestir efuðust um hvort þetta væri satt. En fólk kallaði hann þó alltaf „Hringjarann í Glen Ursainn“. Hann gerði þá grein fyrir þrálæti Saga eftir Svend Steenberg. IRINCJARINNIGIENN URSAINN sínu — að vilja verða í gamla bænum — að það væri guðs vilji að hann ætti að vera nálægt kirkjunni, sem hafði verið honum meira virði en allt ann- að i lífinu. En ekki hcfði honum þó tekist þetta, ef góðir menn liefðu ekki hjálpað honum. Fyrst og fremst prest- urinn, en líka ýmsir fiskimennirnir í Darrach og ýmsir ungir fjármenn neðar i Glen Ursainn-dalnum. En frá Bartholomew-fjölskyldunni í Glas- gow, eigendum Highna Cluan, sem hann hafði þrælað fyrir í mannsald- ur, fékk hann engan stuðning. Já, John Bartholomew ungi, sem alltaf var að kaupa meira og meira land inni á hálendinu og gerði fleiri og fleiri sér háða, ætiaði að reka gamia manninn úr kofanum, til að rýma til fyrir yngri fjármanni. En þá strand- aði yfirgangur unga óðalsherrans, fyrst og fremst á röggsamlegri fram- komu prestsins. Og um leið ágerðust væringarnar milli fólksins i Glen Ursainn og eigenda Tiglina Cluan. Sá sem einna mest fékk að kenna á fjandskap Johns Bartiiolomews var Clach Mac Garry. Clach og John voru jafnaldrar og báðir elskuðu Margaret. En ólikt var ástatt fyrir þessum ungu mönnum. John var ríkur og Clach fá- tækur ... og vann hjá John. Og ást þeirra til Margaret var jafn ólík og staða þeirra í mannfélaginu. John hefði fyrr en varði losnað við Clacli með því að reka hann úr vistinni, ef hann liefði ekki verið liræddur um að það gæti orðið til að skapa andúð gegn sér í Glen Ursainn, sem gæti orðið hættuleg. Hann gat ekki rekið Clacli án ])ess að honum gæfist gild ástæða tii þess. Og þá ástæðu fann hann sér á aðfangadagskvöldið. Clacli var að enda við að ganga um fjárhúsin á Tighna Cluan og lita eftir að engin skepnan hefði orðið útundan og nóg væri á jötunni og að dyr og gluggar væri forsvaranlega lokað, því að kalt var úti. Þá heyrði liann fótatak Johns Bartolomew á hlaðinu. John hafði verið í Glasgow Nú var hann orðinn gamall og svo lasburða af gigtinni að hann gat sig varla hreyft___ síðustu mánuðina,' en hafði brugðið sér til Tighna Cluan með nokkrum vinum sínum til að halda jólagleðina þar, á þann hátt sem honum fannst best að halda jól, en fjölskyldu hans geðjaðist ekki að. Clach hafði heyrt drykkjulætin i þeim félögunum þegar leið á daginn. Kaldan gust með snjó lagði á móti Clach þegar Jolm opnaði fjárhúsdyrn- ar. 1 skímunni frá ijóskerinu sínu sá Clach að John var eldrauður i kinn- um og augun stóðu í honum. Það var ekki um að villast að hann var drukk- inn. — Ef allt er í lagi hér, getur þú farið heim til Darrach og haldið jþl- in með fjöiskyldu þinni, sagði hann með hásri rödd, — ég hefi sagt Murp- hrey að liann eigi að hugsa um fjár- húsin til annars kvölds ... Nú, hvað er þetta — ætlarðu ekki að þakka mér fyrir þetta ... ? — Þökk fyrir, stamaði Clacli. Þetta var svo óvænt að það kom fát á hann. — Jæja, reyndu þá að komast af stað í snatri ... Og John hrinti hin- um undrandi fjármanni fram úr dyr- unum, skellti hurðinni aftur og rigsaði inn í uppljómað húsið. Clacli var ringlaður, cn áttaði sig brátt er hann kom út í kuldann og snjógusurnar lagði framan í hann. Ef John iiefði verið allsgáður mundi iiann varla hafa gefið honum tæki- færi til að halda jólin með Margaret. Nú var um að gera að komast á burt áður en húsbóndi hans iðraðist eftir tilboð sitt. Clach opnaði variega fjár- húsdyrnar, skaust inn í klefann sinn, fór í stígvél og jakka og setti upp húfu. Svo fór hann út og iokaði vand- lega eftir sér. Það var þéttings kafald svo að ekki sá úr augum, og strekk- ingurinn kaldur og svíðandi. En hann þekkti hverja hundaþúfu og vilitist ekki. Klukkan var nær tíu, en hann mundi geta náð í aftansönginn i Darrach. Margaret átti heima hjá foreldrum sinum í efsta húsinu í Darrach. Clach drap á dyr og fór inn. Mac Clenaig og kona lians spruttu forviða upp, Margaret kom framan úr eldliúsi er hún heyrði í honum röddina og liljóp um hálsinn á honum. Hann sagði þcim glaður frá þvi að ungi Bartholomew iiefði komið til sín út í fjárhús og boðið sér að fara licim. — Bara að þarna liggi nú ekki fisk- ur undir steini, sagði Margaret, — af honum má búast við hverju sem er. Clach faðmaði hana að sér og hló. — Það liggur ekki annar fiskur undir steini en að hann var fullur. Eitt- hvað gott getur stundum hlotist af viskiinu þótt prestarnir séu að skamma það. — Það er óguðlcgt að tala svona ... og það á sjálfum heilögum jól- unum, ságði kona MacClenaigs og spennti greipar. — Auminginn, þér cr skelfing kalt, sagði Margaret og tók um hendurnar á honum, — sestu við eldavélina og ornaðu þér, og svo skal ég koma með tebolla. Þú hefir tima til að drekka hann áður en við förum i kirkj- Þegar þau komu úr kirkjunni var hætt að snjóa. Skýin voru liorfin og stjörnurnar blikuðu á náttsvörtum himninum. En vinflurinn hafði aukist og hann lagði nístandi kaldan ofan af hálendinu niður Glen Ursainn-dalinn. Það var mikið frost og vegurinn liáll eins og gler. Þögli hátíðlegi kirkjugestahópurinn dreifðist, hver fór heim til sín. Clach og foreldrar hans fylgdu Mac Cleanaig heim. Þegar þau voru komin heim að húsi MacClenaigs nam Clach staðar alit í einu: — Heyrið þið! sagði hann. Þau hin stönsuðu og horfðu spyrj- andi á liann. Honum var mikið niðri fyrir. — Heyrið ])ið það ekki ... það eru kindur úti í nótt! Fyrst hlóu þau að lionum, en svo iieyrðu þau kindajarm í einni vind- hviðunni. Clach og Margaret litu livort á ann- að. Það var eins og þau skildu, að eitthvað hefði gerst, sem snerti þau bæði. — Kannske liefir þú rétt að rnæla, sagði hann fölur. — Ég liefði átt að vita að þessi nærgætni Johns við mig var fals ... en hann skipaði mér að fara. — Geturðu sannað það? spurði Mac Glenaig, sem skildi hvernig i öllu lá, — geturðu sannað að þú liafir stolist af verðinum til þess að heim- sækja unnustuna á aðfangadagskvöid- ið ... — Nei, svaraði Clacli, — ég get ekkert sannað. Hann getur sakað mig um að hafa svikist um skylduverk min. Það voru engir aðrir í fjárhúsinu þegar hann leyfði mér að fara. — En féð hleypur ekki sjálfkrafa úr hú§i út í blindbyl, sagði faðir Clachs. — Nei, vitanlega ekki, svaraði Mac Cienaig, en úr þvi að Clacli var ekki viðstaddur getur enginn andæft Bart- holomew, ef hann segir að þjófar eða aðrir hafi rekið féð út. — Ég verð að fara að koma fénu heim áður cn það rásar út á mýrar, lirópaði Clach, — þær eru ekki frosn- ar ennþá og féð getur farið ofan í dý — það drepst cf það kemst þangað. — Ekki í nótt, Clacli ... þú getur villst á mýrunum, kjökraði móðir hans. En Clach var horfinn út í buskann. — Honum er óhætt, sagði MacGlen- aig huggandi, — en livernig fer hann að ráða við fjárlióp, sem búið er að styggja? — Ja, hvernig? sagði faðir Clachs. Svo liðu klukkutímar milli vonar og ótta. Ljósin voru fyrir löngu horf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.