Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 18

Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 18
12 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958 TLUNIN liafði verið að ég færi lieim til foreldra minna um jólin, en því miður gat ekki orðið af því. Ég liafði fiutst að heiman i höfuðstaðinn, bein- línis vegna þess að maðurinn, sem mér þótti vænt mn sneri við mér bakinu. Við Þórir höfðum verið trúlofuð í mörg ár, en einn góðan veðurdag frétti ég að nú þætti honum orðið vænt um aðra. Ég tók mér þetta svo nærri, að ég gat ekki unað heima, því að það var óhjákvæmilegt að við hittumst ef ég væri kyr í sveitinni. Það kom á daginn að Þórir, sem var sonur riks óðaksbónda, hafði orðið ástfanginn af einum sumargestinum á bænum, ungri stúlku frá Aravik. Þetta var ótrúlegt, ])ví að mér fannst ég vera honum fyrir öllu. Foreldrar mínir höfðu ekkert við þvi að segja að ég flyttist í höfuðborgina. Eina manneskjan sem ég þekkti þar var Ása frá Stóra-Nesi, luin var úr sömu sveitinni og ég. Ég hafði skrifað henni og sagt henni frá öllu saman, og svaraði að ég gæti verið i herbergi með sér og ef til vill gæti liún útvegað mér starf í sömu brauðsölunni, sem hún vann í. Og svo fór ég og við Ása bjuggum saman í ofurlitlu herbergi. Hún út- vegaði mér vinnu í brauðsölunni. Kaupið var lágt. Við höfðum svo að segja ekki neitt fyrir fötum og skemmtunum. En við vorum í félagi, þar sem við hittum fólk úr sveit og þar var gaman á fundunum. Þegar frá leið hugsaði ég minna um Þóri en áður. Mamma skrifaði mér að hann væri giftur þessari stúlku. Við Ása bjuggum saman í þrjú ár, en svo fékk hún sjúkdóm, sem varð henni að bana. Ég fékk þá herbergið ein. Mig langaði til að bera ofurlitið meira úr býtum, og þegar stúlkan hjá Nielsen, sem ég leigði lijá, sagði upp vistinni og giftist, spurði ég frú Niel- scn hvort hún þyrfti ekki á hjálp að halda á heimilinu, og það þurfti hún. Ég hjálpaði henni þrjú kvöld í viku og fékk húsnæðið ókeypis fyrir. Nú gat ég sparað nokkrar krónur á hverj- um mánuði. En því miður hafði ég ekki vit á að leggja peningana mína i bankann. Ég gekk með þá í töskunni minni. Á einu ári hafði ég sparað rúmar 900 krónur. Mér fannst þetta mikið fé. Mig langaði heim og afréð að skreppa lieim um jólin. Nú hafði ég alveg gleymt Þóri; ég mundi ekki taka nærri mér þótt ég sæi hann. Ég skrifaði heim og sagði að ég mundi koma á jóladaginn. Vitanlega ætlaði ég að koma með gjafir handa pabba og mömmu. Æ, ég hlakkaði svo mikið til! Ég hafði ekki séð þau í fjögur ár. Foreldrar mínir voru ekki svo vel stæð að þau gætu sent mér ferðapen- ingana, en mér fannst ég vera rík. Þrenmr dögum áður en ég ætlaði að fara keypti ég mér farmiða. Þegar ég ætlaði að fara að borga og opnaði töskuna mina var veskið mitt ekki i henni. Ég get ekki lýst hvernig mér varð við. Var þetla mögulegt — hafði ég misst allt spariféð mitt? Ég hafði ekki gleymt veskinu, hvorki heima né i búðinni, þvi að ég fann það ekki þar. Það var gersamlega horfið. Ég sá það ekki framar og enn í dag veit ég ekki hvað af því hefir orðið. Það er og verður óráðin gáta. Ég símaði heim og sagði hvernig komið var, og að foreldrar mínir skyldu ekki búast við mér heim um jólin. Svo kom aðfangadagskvöldið. Ég hafði setið ein i herberginu mínu að- fangadagskvöld fyrr, svo að þetta mundi einhvern veginn líða líka. Allt- af kemur jóladagurinn. En ég kveið meira fyrir þessum jólum en nokkurn tíma áður, því að ég hafði hlakkað svo mikið til að koma heim. Mér fannst ég fátækari en nokkurn tíma áður, — ég hafði misst aleigu mina. Mamma og pabbi voru vafalaust i slænm skapi, því að þau höfðu hlakk- að til að sjá mig. I sögunum má lesa ótrúlegustu hluti, en margt af því sem kemur úr penna skáldsins er alls ckki ótrúlegt, finnst mér. Þvi að margt ótrúlegt skeður í daglega lifinu líka. Það hefi ég feng- ið að reyna. Fyrrpart jóladagsins bað brauðsölu- stýran mig að fara með brauð til ekkjufrúar, sem átti heima skammt frá brauðsölunni. Ég ætla að lcalla hana frú Larsen. Hún var fastur við- skiptavinur okkar, en hafði lamast eftir heilablæðingu, svo að allt varð að senda henni heim. Hún staulaðist um inni, við tvo stafi. Oftast fór brauðekillinn með böggulinn hennar, en hann átti annríkt þennan dag. Það voru ekki mörg skref til frú Larsen. Ég fór en varð að bíða talsvert lengi þangað til opnað var. — Jæja, komið þér þá í dagl sagði hún þegar hún sá mig. Komið þér innfyrir, ungfrú Jórunn. — Ég er svo tímabundin, sagði ég, svo að ég má ekki staldra við. — Þér hljótið að geta eytt fimm mínútum í gamla kerl- ingu, sagði hún, og ég fór með henni inn í stofuna. Hún vildi endilega láta mig bragða á kökunum sínum. Frú Larsen vissi að ég var úr sveit og spurði hvers vegna ég hefði ekki farið heim um jólin. Ég sagði henni hvað komið hefði fyrir. — Hvaða vandræði, sagði hún. — En ég er jafn einmana og þér. Viljið þér ekki koma til mín í kvöld? Þá þarf ég ekki að borða svinasteikina mína ein. Ég gat vel hugsað mér það. Allt var betra en að kúra ein í kytrunni sinni. Þetta varð allra skemmtilegasta jólakvöld, með svinasteik og rauðvíni, jólatré vantaði heldur ekki hjá frú Larsen. Hún sagði mér svo margt. Eiginlega hefði hún átt að liggja i sjúkrahúsinu ennþá, sagði hún, en liún vildi ekki binda rúmið fyrir öðr- um. Það eru margir sem hafa meiri þörf á að vera í sjúkraluisi en ég, sagði liún. — Ég bjarga mér ef allt er sent heim til mín, sem ég þarf. Hún sagðist þurfa á stúlku að halda, en það væri svo erfitt að ná i þær. Ég fór frá henni klukkan 23. Þegar ég opnaði hurðina hrökk ég við, þvi að fyrir utan stóð maður, á að giska um fertugt. — Það var gott að þér komuð, ungfrú, sagði hann, — ég hefi nefnilega gleymt lyklinum að hurðinni. Og hann var fljótur að vinda sér innfyrir. Mér fannst eitthvað grunsamlegt við manninn, þess vegna lokaði ég ekki portinu. Nú má enginn lialda, að ég hafi stundað reyfaralestur í óhófi, en rödd hvislaði að mér að ég skyldi ekki fara. Ég get ekki skýrt þetta öðru visi. Ég fór inn i anddyrið, hlustaði en heyrði ekki neitt. Hann á vafalaust heima í húsinu, hugsaði ég með mér. Mér er óhætt að fara heim að sofa. En ég var orðin forvitin. Ég fór ekki heim heldur upp stigann á þriðju hæð, þvi að mig grunaði að maðurinn sem inn fór ætti ekki heima þarna, en ætlaði að komast inn til frú Larsen. En enginn sást við ganga- dyrnar hennar. Dyrnar voru lokaðar og ég fór niður aftur. Mér hafði skjátl- ast. Ég fór út á götuna og gekk yfir á fjarri gangstéttina, en þá heyrði ég hliðið opnast hak við mig. Það var sami maðurinn, sem kom út. Það var asi á honum. Hann tók ekki eftir mér, en ég sá hann greinilega. Hann var breiðleitur og líkast og hann hefði fengið högg á nefið einhvern tíma, því að það var breitt og flatt eins og á hnefaköppum. Hann liljóp við fót fram götuna. Ég var ekki í vafa um að hann liafði ekki hreint mél í pokanum. Þriðja i jólum fékk ég bréf frá lög- reglunni. Átti að koma á tiltekinni stundu sama dag á lögreglustöðina. Jæja, þetta var efnilegt! Maðurinn sem ég sá hafði stolið einhverju frá frú Larsen, ég var sú eina, sem liafði komið til hennar, svo að ekki gat þjóf urinn verið neinn annar en ég. Jú, það var sem mig grunaði. Lög- reglumennirnir tveir, sem spurðu mig spjörunum úr, sögðu að rúmum 5000 krónum liefði verið stolið úr tösku frú Larsen, sem hafði verið í anddyrinu. Frú Larsen hafði sagt þeim frá, að ég hefði misst sparipeningana mína — langaði mig ekki heim og þurfti peninga til ferðarinnar? Jú, það var alveg rétt — ég viðurkenndi það. Nú var ég illa stödd. Ég var sú eina, sem hafði komið inn til frú Larsen sið- an á Þorláksmessu. Og jóladaginn liafði taskan verið vís — það var á- reiðanlegt. Geta má nærri að ég varð hrædd. Það var ekki nema eðlilegt að frú Lar- sen grunaði mig. Ég mundi liafa gert eins, i liennar sporum, þvi að hver annar gat hafa stolið peningunum? Ég vissi að annar hafði gert það, ert ég gat ekki sannað það. Auðvitað sagði ég þeim frá mann- inum. Ég fékk að skoða myndasafn lögreglunnar en gat ekki þekkt hann þar. Allt þetta varð til þess að ég missti starfið miitt í brauðsölunni. Þetta spurðist nefnilega í grenndinni, og allir héldu að ég væri þjófurinn. Samviska mín var hrein, en gat ég sannað það? Það yrði enginn hægðar- leikur. Lögreglan rannsakaði herberg- ið mitt itarlega. Nilsen, sem ég bjó hjá, lofaði mér til allrar liamingju að vera áfram, þau trúðu engu illu um mig, hjónin. Það var þó bót i máli. Ekkert hafði horfið lijá þeim. Ég hafði oft verið ein í íbúðinni vik- um saman, og engum dyrum hafði ver- ið læst. Ég skrifaði ekkert heim eftir þetta. Síðar frétti ég að mamma og pabbi höfðu fengið vitneskju um það, — lögreglan liafði grennslast ítarlega um fortið mína lieima i sveitinni. Ég fékk stöðu í lélegu og andstyggi- legu kaffihúsi, en það varð mér til happs. Einn daginn kom hann nefni- lega inn, maðurinn sem hafði komist inn í íbúð frú Larsen. Þessi með breiða, flata nefið. Nú varð að láta hendur standa fram úr ermum. Þeg- ar ég hafði borið honum kaffi og vin- arbrauð hringdi ég til lögreglunnar. Ég vissi hvern ég átti að biðja um að fá að tala við, nefnilega annan hvorn lögreglumanninn, sem hafði yfirheyrt mig. Ég sagði lionum að þarna á kaffi- húsinu sæti maðurinn, sem ég héldi að væri þjófurinn. Lögreglubíllinn kom eftir örfáar minútur. Ég fékk fulla uppreisn. Það kom á daginn að mér hafði ekki skjátlast -— þessi maður var þjófurinn. Hann hafði á sinum tíma leigt herbergi í húsinu, sem frú Larsen bjó í. Nú átti hann annars staðar heima. í lierberginu hans fann lögrcglan ýmislegt alliug- unarvert, þar á meðal lykil að gang- dyrunum hjá frú Larsen. Málið upp- lýstist að fullu. Frú Larsen missti ekki peningana sína. Þorparinn liafði sem sé geymsluhólf í banka. Hann var að safna sér peningum til að lcomast til Ástralíu. Þar ætlaði hann að setja á stofn gildaskála, sagði hann. Framhald á bls. 11. Maðurinn kom út úr portinu. Það var asi á honum ... -----------★--★--K-------- • • Orlagaríkt jólakvöld Sú grnnaða segir sjálf frá. -----------★-★--★---------
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.