Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 41

Fálkinn - 12.12.1958, Blaðsíða 41
 Tycho Brahe með fílsorðuna í keðju um hálsinn, æðstu orðu Danakonungs. JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958 INN 21. ágúst 1500 varð sólmyrkvi, sem ef til vill hefir orðið alira sól- myrkva þýðingarmestur fyrir framför stjarnfræðinnar, því að þrettán ára drengur sem hét Tycho Brahe var einn af þeim milljónum, sem horfðu á atburð þenna með undr- un og skelfingu. Þessi gáfaði drengur var svo hrifinn af því, að hægt skyldi vera að vita fyrirfram hvenær sól- myrkva hæri að að hann varð gagn- tekinn af löngun til að læra fræði þau, sem gerði slíka útreikninga mögulega. Og þetta nám hans varð til þess að hann varð fremsti náttúruvísindamað- ur norðurlanda og einn af brautryðj- endum stjarnfræðivísindanna. Tycho Brahe var danskur. Hann fæddist þremur árum eftir dauða Ivopernikusar á óðalssetrinu Kund- strup á Skáni. Hann var svo háætt- aður og ríkur, að hann átti vísa leið upp í æðstu embætti rikisins. Þess vegna var aðstandendum hans mein- illa við að hann vildi gerast vísinda- maður. En fyrir óbilandi þráa hans tókst honum að fá að læra. Um þessa menntun sína sagði hann á efri árum að „hún fyliir hugann ótrúlegri gleði, skerpir hugsunina og beinir henni frá smávægilegum og forgengiiegum hlutum fil þeirra himnesku og eilifu". Fyrstu námsárin sín varð Tycho Brahe að stelast til að kaupa stjarn- fræðileg rit og tæki, og varð að laum- ast út á nóttunni, ljegar húskénnari hans svaf, til þess að skoða yndi siit: stjörnurnar. TYCHO BBAHE fékk stjarnfræði- mbnntun sina i þýskum háskólum. Snemma þróaðist hjá honum sú skoð- un, sem síðar bar uppi allt starf lians, að stjarnfræðirannsóknum yrði að gerbreyta og fylgjast nákvæmlega með gangi hinna ýmsu himintungla langan tíma og gera athugánir með miklu meiri nákvæmni en gert hafði verið áður. Jafnvel Kopernikus hafði látið nægja að gera athuganir á stangli, við og við. Tycho Brahe var sannleiksleitandi, fullur ómettandi þrá eftir að fá að vita meira. En hinir tignu stallbræð- ur hans, aðalsmennirnir, gátu ekki skilið hvers vegna maður sem fæddur var til veisluglaums og veiðilifs, gat farið svona illa mcð ævidagana. Nótt og dag lokaði liann sig inni og grúsk- aði, en afneitaði öllu því, sem þeim virtist liafa nokkurt lífsgildi. Einn daginn mætti einn þessara að- alsmanna Tycho Brahe og sagði þá: „Þarna kemur Diogenes.“ „Hvers vegna segir þú það?“ spurði Tycho Brahe. „Þú húkir alltaf lieima, eins og Diogencs i tunnunni sinni.“ Þá sagði Tycho Brahe: „Ég vil ekki bera þig, sem ert svo tiginn og göf- ugur, við jafn lítilfjörlegan mann og Diogenes. Þú líkist þvert á móti Júlí- usi Cæsar.“ „Hvers vegna segir þú það?“ „Cæsar vildi heldur vera æðsti maður smáborgar en næstæðsti maður i Róm, og þú vilt heldur vera fremst- ur i fiflahóp en næstfremstur meðal viturra manna.“ Annað skipti — það var á námsár- unum — lenti Tycho Brahe í rimmu, sem hafði alvarlegri afleiðingar. Þetta skeði á dansleik heima hjá einum prófessornum, og einnig í þetta skipti var það danskur aðalsbróðir, sem hann átti í liöggi við. Báðir urðu svo reiðir að þcir brugðu sverðum, og Brahe fékk lag, sem sneiddi af honum TYCHO ★ ★ ★ nefbroddinn. Siðar fékk hann nef- brodd úr málmi. Þegar Tycho Brahe hafði lokið námi og var orðinn kunnur stjarn- fræðingur, ætlaði liann að setjast að erlendis, i vísindabænum Basel. En þá kom Friðrik konungur II. til skjal- anna. Til þess að halda í þenna fræga mann og missa hann ekki til útlanda, gaf hann honum eyna Hveðn í Eyrar- sundi að léni, og veitti honum rifleg árslaun. Siðan bætti konungur við lénið Kullabergi á Skáni ásamt ellefu jörðum, sem lágu undir það óðal, en BRAHE ★ ★ ★ þvi fylgdi sú kvöð, að lénsherrann sæi um að vitinn á Kullen væri allt- af látinn loga í myrkri. Ennfremur fékk Tycho Brahe allar tekjur af Norðfjarðarléni í Noregi, kanúkalaun frá dómkirkjunni í Hróarskeldu og fleira. í þakklætisskyni fyrir þessar náðargjafir varð Tycho Bralic heima og hlaut nú þá stöðu að verða kgl. liirð-stjarnfræðingur. Því embætti fylgdi sú kvöð að gera árlega alman- ak handa konungi, og semja stjörnu spár — horoskop — konungsbarn- anna, sem komu i heiminn. Óncitanlcga er það athyglisvert horoskópið, sem hann gerði fyrir ný- fæddan Kristján prins 1577 — síðar Kristján konung fjórða. Það er enn til í Kgl. bókasafninu i Kaupmanna- höfn. Afstaða stjarnanna sýndi að prinsinn mundi verða liraustur og heilsugóður og líklega ná háiim aldri. Hann var fæddur í merki stjörnunnar Venus, og jiess vegna þótti sýnt að liann mundi hafa áhuga á tónmennt og listum, en því miður jafnframt verða hneigður til vellystinga og nautna, sem ásamt skorti á allri hóf- semi í mat og drykk mundi spilla heilsu hans. Plánetan Mars var hag- stæð á fæðingarstund Kristjáns og þess vegna yrði hann hraustur til hernaðar og liafa áhuga fyrir hernaði,' dýraveiðum og hestamennsku. Fjör- lyndur mundi hann verða og kát- ur drykkjubróðir. Plánetan Mercus tryggði að hann yrði greindur vei og hafa áhuga á vísindum. Og mikið átti hann að ferðast. Hins vegar reyndist Tycho Brahe ckki sannspár, er hann lét horoskopið segja það fyrir, að prinsinn mundi ekki eignast nema fá börn. Hann eign- aðist nefnilega að minnsta kosti tutt- ugu. Og eigi rættist að fullu sú spá að Kristján IV. yrði gamall. En Tyclio Brahe var heppinn með spá sina i sambandi við hina nýju skæru stjörnu i stjörnumerkinu Ivassiopeja árið 1572. Ilún sást hálft annað ár og mörgu var spáð i sam- bandi við hana. Tycho Brahe taldi stjörnuna fyrirboða mikillar trúmála byltingar, sem mundu ná liámarki kringum 1632, fyrir tilstilli manns, sem fæddur væri í norðaustanverðu Finnlandi upp úr 1590. Spáin hitti markið að öðru leyti en því, að Gustaf 2. Adolf var fæddur i Stokkhólmi cn ekki i Finnlandi. Tuttugu og eitt ár ævinnar bjó Tycho Brahe á Hveðn, og rcisti höll- ina Uraniuborg á miðri eyjunni, en hún var jafnframt stjörnuturn hans. En turninn og svalirnar þoldu ekki misvindinn, sem gengu yfir eyna, og þess vegna reisti liann nýja höll, sem hann nefndi Stjörnuborg. Yfir inn- gönguhliðínu lét hann meitla þessi orð: „Hvorki varir vahl né auður, en aðeins vehli visindanna". Á þessum stað var vinnuslofa Brahes grafin nið- ur í jörðina. Áhöld þau, sem Tycho Brahe viðaði að sér til stjörnuathug- ana voru frábær, á mælikvarða þeirra tima. Hann hafði vélaverkstæði þarna á eyjunni og þar vann hann sífellt að þvi að smíða ný og betri áhöld. Auk þess hafði hann efnarannsókna- stofu með sextán ofnum og vann þar m. a. að gullgerð. Og svo liafði liann prentsmiðju! Pappírsmyllu hafði liann líka, sem var rekin með vatnsafli. Svo viðfrægur var Tycho Brahe orðinn, að fjöldi nemenda safnaðist ti! Hveðnar, bæði frá Noregi og Dan- mörku og einnig frá öðrum löndum. En meistarinn var vandur að vali nemendanna. Þess vegna var það tal- inn hciður að komast i þeirra tölu. Og með aðstoð þessara nemenda gerði liann svo margar og margvíslegar at- luiganir, að enginn gerði flciri næstu tvö hundruð árin. Það var ekki fyrr en eftir miðja 18. öld að stjörnuturn- inn í Greewich stóð því á sporði, sem Uraniuborg hafði verið á dögum Tycho Brahe. Þarna á Hveðn sat Tycho Bralie sem konungur visindanna i riki sínu og þaðan barst orðstír hans um allan heim. Þar tók hann á móti furstum, stjórnmálamönnum og lærdómsmönn- um, sem langaði til að sjá undrið mikla: Úraníuborg. Uraníuborg. Að neðan sést þverskurðarmynd af kjallaranum, sem Tycho Brahe notaði sem rannsóknarstofur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.