Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1958, Qupperneq 16

Fálkinn - 12.12.1958, Qupperneq 16
10 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958 Til vinstri: ístaka á Reykja- víkurtjörn um 1910. Til hægri: Isinn settur inn í Nordalsíshús. CiÖMLU ísnrsix PEGAR rosknir menn hittast fellur samtalið oft á þá leið, að minnst er á hitt og þetta, sem gerðist á yngri árum þeirra. Koma þá upp í llugann minningar um ýmsar lifsvenjur og atvinnugrein- ar, sem þá tíðkuðust, en eru nú ó- þekktar orðnar. Um margt af þessu liefir verið getið í endurminningum gamalla manna, en samt er til gnægð af frásagnarverðu efni, sem allt of lít- ill gaumur er gefinn, en þó þess verð- ur, að því sé haldið til haga til fróð- leiks um framtakssemi og starfshætti fyrir og um aldamótin síðustu. Hér í bænum voru á þessu tímabili starfrækt fimm íshús, og flest á bökk- um tjarnarinnar, og skulu þau til- greind hér og þau ár, sem starfsemi þeirra hófst: Nordals íshús við Lækjarósinn 1894. íshús G. Zoega við Garðastræti 1897. ísbjörninn við Skothúsveg 1907. íshúsið við Tjarnargötu (nú Tjarn- arbíó) 1913. íshúsið Herðubreið við Fríkirkju- veg 1917. Yæri vel við eigandi, að skráð væri saga allra þessara íshúsa, þvi að hún gæti orðið all merkilegur þáttur í at- vinnusögu borgarinnar, þvi íshús af siíkri gerð verða ekki reist hér eftir- leiðis af ýmsum ástæðum. í þessum pistli verður aðeins minnst lítillega á eista íshúsið, til- gang reksturs þess og vinnubrögð við istökuna, en tjarnarísinn var aðal- hráefni ísliússins og undirstaða starf- seminnar. Um ístöku á tjörninni heyrði ég fyrst getið þegar ég átti heima i svo- nefndu Anikuhúsi við Suðurgötu árið 1883. Svo háttaði til, að í brekkunni skammt fyrir sunnan Anikuliús hafði fyrir all löngu verið gert stórt jarð- hús til ísgeýsmlu. Það var grafið djúpt inn í brekkuna, og fram af því lilaðn- ir stuttir veggir og reft yfir þá með timbri og torfi. Þar á stafninum hafa verið inngöngudyr. Jarðhús þetta var skútinn enn að nokkru sýnilegur fram yfir aldamótin síðustu. Þar er nú bíl- skúr úr steini (við hús nr. 20). Árið 1894 var stofnað hér i Reykja- vík mjög merkilegt félag, sem nefnd- ist „ísfélagið við Faxaflóa“. Verkefni þess var samkvæmt félagslögunum: ,.Að hafa jafnan nægilegar birgðir af ís til varðveislu á matvælum og beitu, ístaka á Reykjavíkurtjörn um aldamótin. af fullorðna fólkinu ævinlega nefnt: „ískjallarinn". Það sagði, að Englend- ingur nokkur hefði látið gera mann- virki þetta og notað það til ísgeymslu í sambandi við laxveiðar og útflutn- ing á laxi. Ekki er mér kunnugt um hvenær jarðhús þetta var gert, en um þetta leyti (1883) var framhluti þess fall- inn saman, en all stór skúti var í brekkunni og veggjaleifarnar, og var og versla með hann og það, sem liann varðveitir“. Af þessu má sjá, að starf- ræksla félagsins var beinlínis byggð á því, að notfæra sér tjarnarísinn við starfsemina. Félagið lét byggja mikið hús og að mörgu leyti sérkennilega innréttað á sjávarbakkanum við Lækjarósinn á lóð Zimsens-verslunar (nú Hafnar- stræti 23). Ilúsið var kallað „íshúsið“. Framkvæmdastjóri félagsins var ráð- inn Jóhanncs Nordal, sem þá var ný- kominn lieim frá Ameríku. Sagði hann fyrir um byggingu og innréttingu hússins, en í Ameríku hafði Jóhannes kynnt sér byggingu og rekstur frysti- liúsa við svipaðar aðstæður og þá voru liér fyrir hendi. Á starfsárum íshússins var jafnan hafist handa um istökuna þegar liða tók á vetur. Hafði Jóhannes og starfs- lið hans þá í mörgu að snúast. Þáð þurfti að athuga og endurbæta ístöku- verkfærin, svo sem: issagir, lang- skeptar ísaxir, íshaka, járnkarla o. fl. Allt varð að vera í fullkomnu lagi til þess að forðast tafir meðan á verkinu stæði. ísinn var tekinn á fjörninni þegar hann var talinn nægilega þykk- ur til þess að vera hestheldur, og snjór svo mikill, að akfært var hestasleð- um frá tjörninni að íshúsinu. Þetta livorttveggja þurfti að fara saman, ef vel áttu að ganga vinnubrögðin. Snemma morguns daginn sem ís- takan hófst fjölmenntu verkamenn við íshúsið til þess að komast i vinnu við ístökuna, og auk þeirra all margir ökumenn með hesta og sleða. Þegar ráðningu var lokið var liðinu slcipt í flokka. Einn flokkurinn vann við ís- tökuna á tjörninni, annar annaðist akstur á ísnum frá tjörninni að ís- húsinu, og hinn þriðji tók á móti ísn- um og kom honum fyrir inni i húsinu. Vinnan hófst með því, að afmarlc- að var liæfilega breitt svæði þar sem tjörnin var dýpst, þvi þar var ísinn tærastur. Svo voru höggvin göt á is- inn til þess að koma issögunum fyrir, og síðan var ísflöturinn sagaður í lengjur þvert yfir svæðið, og svo liver

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.