Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 11
„En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ágúst- usi keisara.“ Viðburðirnir, atvikin eru með ýmsum lxætti. Sumt sýnist stórt, annað smátt, sumt einskis virði. Það sýndist hreint ekki svo lítið, að boð kom frá Ágústusi keisara, og vissulega gæti það valdið aldahvörfum í veröld- inni, hefðu margir haldið. En að þessi tilskipun grði upphaf nýs tímatals í mann- kgnssögunni aðeins vegna þess, sem gjörðist af þess völdum í fyrirlitnu smáríki við botn Mið- jarðarhafs, og ekki í þessu smá- ríki, það gat út af fyrir sig ver- ið þýðingarmikið, — nei það var hjá einni fátækri f jölskyldu. Mfirva — umkomulitil Gyð- ingastúlka frá Nazarel fer sam- kvæmt þessari skipun til Betle- hem, og þar átti einmitt sá kon- ungur að fæðast, sem yrði öll- um þjóðhöfðingjum æðri, öll- um keisurum meiri. Þannig eru jólin tákn þess, að Guð hinn mikli alheimsstýr- ir gjörir hið mikla smátt, hið smáia stórt. Hann reisir hinn lítitmótlega, en steypir höfðingj- um af stóli. Það er því einn þátturinn í boðskap jólanna, að ekki valda stórveldin alltaf mestu í þró- un og þroskasögu mannkyns. Þar eru smáu þjóðirnar einmitt oftast merkisberar æðstu hug- sjóna. Athöfn einstaklings veldur oft mikið meira um allt, sem til heilla horfir, en nokkurn get- ur grunað. Ábyrgð lífsins er svo margþætt og samanslung- in, og hvert augnablik svo dýr- mætt, að úr toga þess verða aldaraðir spunnar og ofnar. „Um þessar mundir“ er tím- inn, sem varð naumast greindur svo óákveðinn, svo þýðingar- laus, en þó í sér berandi magn hins mesia atburðar á jörðu, fæðingu meistara meistaranna, konungs konunganna. Það skyldi því vakað yfir liverri athöfn, hverju andartaki. Það gildir jafnt um hina smáu sem hina stóru. Fundur æðstu manna þarf ekki að hafa meira gildi í framfarasögu mannkyns en ákvörðun umkomulausra smábænda út á hjara veraldar. Upphaf jólaguðspjallsins seg- ir frá ákvörðun keisarans í Rám. En hvern mundi þá hafa grunað, að hið merkasta og eina, sem gefur þessari tilskip- un meiri frægð en öllum öðr- um boðum Ágústusar, var að ákvarða fæðingarstað fátæks Gyðingadrengs, sem eftir þrjú hundruð ár yrði búinn að leggja undir sig og taka á sitt vald gjörvalt Rómaríki. Keisaravaldið i borginni ei- lífu hnígur fyrir sigurfána barnsins fyrirlitna og úthýsta frá jötunni í Betlehem. Mesta og sierkasta herveldi veraldar þái er á svo skömmum tíma fallið fyrir mönnum, sem aldrei báru vopn í höndum, aldrei kunnu að hefna né hata, mönnum og konum, sem kunnu að hlýðnast boði drottins síns, sem sagði: „Þú skalt ekki rísa gegn mein- gjörðaman ninum.“ Tilgangur hinnar keisara- legu tilskipunar var að fá greið- ari aðgang til skattlagningar og undirokunar annarra þjóða. En hún varð til að leggja hennar tign að fótskör hins lítilsvirta og einskis metna, þpss sem var Gyðingum hneyksli og Grikkj- um heimska. Skyldu stórveldi heimsins í dag bæði í austri og vesiri ekki geta eitthvað af þessu lært um smæð sína og lítiimótleika, þrátt fyrir hroka sinn, ógnanir og styrjaldarundirbúning? Gætu smáþjóðirnar t. d. við íslendingar elcki hins vegar geta hugleitt, að engin þjóð er svo smá, ekkert heimili svo fátækt, að ekki lmfi það ábyrgðar að gæta, ekki geti þjóðin, heimilið átt sitt mikla hlutverk í liinni miklu eilífðaráætlun Drottins himnanna. Látum það verða boðskap frá upphafi jólaguðspjallsins í áir, þegar mest er talað og ráðslag- að um „fund hinna æðstu manna“ heims. Allir veraldarinnar Ágústus- ar verða aldrei annað en verk- færi í hendi máttarins mikla, ef náð hans fær að ná til mann- anna til að skapa hjörtunum frelsi og frið. „Og snúið af hrokaleið háu og hallist að jötunni lágu, þá veginn þér ratið hinn rétta, því rósir í dölunum spretta." Gleðileg j ó l. Árelíus Níelsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.