Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 17

Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 17
JÖLABLAÐ FÁLKANS 1959 -^l^: ■^Y'í -^I^: -^!4- -^I^: -^l^: ^I^ -^!£- -á'I^- -^M'a ■£]&: -^I^M^- -^l^; -^I^- -^!£- ■$ui- cí% cM^ ^M/^ ^M/^ ^M/^ _vM4>. ^,14. ^m/^ ^m/-. ^14. ^M4>_ ^m/^ ^14. ^14-. 13 armvi /\oiá: imu 11 bikurin u -K ÞESSI SAGA E R A F F R Ú, i< SEM LANGAÐI MIKIÐ i< TIL AÐ EIGNAST DÝRAN -K CHINGHILLA-FELD Ákærur Trevors voru staðleysur sem kunningjar Niels í Wien höfðu sent honum, stundum varð hún að opna gluggann, svo að ilmurinn yrði ekki of sterkur. Það var líka ilmur af jólatrénu, sem var prýtt kertum, vattsnjó og silfurglitri. Gæsasteikin var etin með beztu lyst. Ábætirinn var terta — keypt í bakaríinu, til þess að reyna ekki of mikið á frú Krenn. Og svo kom mokkakaffi og þeyttur rjómi. — Við kveikjum venjulega ekki á jólatrénu fyrr en klukkan í Ser- vitenkirkju slær níu, sagði frú Krenn. Og nú sátu þau og hvíldu sig, því að fólk er þreytt eftir mán- aðar jólaundirbúning. Og svo urðu þau að safna kröftum til þess að taka á móti jólagjöfunum á viðeig- andi hátt. — Bara að maður hefði getað verið með systkinum sínum í kvöld, sagði frú Krenn, sem rétt einu sinni var komin með hugann til Pernau aftur í æskuljómann. — Hvernig haldið þið upp á jólin heima hjá ykkur, Niels? Hann sá í huganum stofurnar heima hjá sér, jólatré sem náði upp undir loft, margt fólk og danskan mat. Hann lét duga að svara henni með því að brosa, hann átti ekki hægt með að lýsa því. — Já, í Pernau, sagði frú Krenn, en komst ekki lengra. — En nú erum við í Wien, gullið mitt, og nú skulum við kveikja á jólatrénu. Frú Krenn spratt upp og batt klút fyrir augun á Niels — hann mátti ekki sjá tréð fyrr en búið væri að kveikja. Vitanlega var jólatréð ljómandi fallegt. Og svo sungu Krenn-hjónin „Heims um ból“ — öll versin, svo að hóstinn í gauknum heyrðist varla á meðan, og þegar söngnum lauk var drukkið líkjörglas, áður en tekið var til við gjafirnar. Niels gat ekki sofið um nóttina. Þó öll blómin hefðu verið sett fram í ganginn og gluggarnir hefðu stað- ið opnir, var enn svo mikil lykt í herberginu — blóm og greni, ste- arín og tóbak, að ógleymdu jurta- seyðinu. Jólanótt .... neðan úr Servitengötu heyrðist gaulið í bíl- unum, hávaði og köll, og kirkju- klukkan sló á hverju kortéri. Og hann heyrði á hljóðunum að það snjóaði, — þau voru svo mjúk. Allt í einu fann hann að eitt hljóð vantaði. Hann þreif úrið sitt, — nei, það tifaði áfram. Hann sett- ist upp í rúminu og hlustaði, eins og hann ætti lífið að leysa. Gaukurinn var hættur að hósta. Niels vöknaði um augun. Það yrði hræðilegt áfall fyrir frú Krenn að gaukurinn var dauður. Og það á sjálfa jólanóttina. Hún mundi gráta og veina og telja þetta andlát fyrirboða alls kyns ógæfu. ★ Það var framorðið þegar frú Krenn kom inn til hans með teið um morguninn. Hún nam staðar í dyrunum, ef- andi og hlustandi. Hafði gerzt kraftaverk? Hún setti tebakkann frá sér. Svo gekk hún að búrinu og lyfti klútnum, sem breiddur hafði verið yfir það til að verja súg. Svo opnaði hún búrið og tók dauða gaukinn í lófann. Þögnin var óþol- andi. — Hann er orðinn kaldur, hvísl- aði hún, en það heyrðist vel samt, því að nú var gaukurinn hættur að hósta. ..3I_ G hef flett upp í alfræðibók- 'i-T.Ý inni, og þar stendur að chin- chilla sé lítið dýr með loðna rófu — einhvers staðar mitt á milli héra og rottu. Mér fyrir mitt leyti finnst það alveg óskiljanlegt, að kvenfólk- inu finnist bjórinn af þessu kvik- indi svo fallegur, að það vill borga allt að því 10 þúsund dollara fyrir chin-chilla-kápu. Kápan, sem ég er að tala um lá í klugga loðskinnaverzlunar í Sher- man Boulevard og kostaði ofan- greinda upphæð. Og lítil líkindi til að hægt væri að fá hana með af- slætti. Konan mín sagði, að ef hún fengi ekki kápuna, þá .... Það er reyndar réttara að byrja ekki á konunni minni heldur honum afabróður hennar. Já, konan mín átti afabróður, sem hét Jeremías og sem varð 88 ára áður en hann dó. Hann var millj- ónamæringur, og okkur þótti mjög vænt um hann. Við buðum honum heim hvenær sem við héldum sam- kvæmi, og á hverjum einasta af hinum mörgu afmælisdögum hans sendum við honum gjöf — dýra gjöf. Maður vill gjarnan gera eitt- mann .... Þegar hann var dauður hringdi Hamilton málaflutningsmaður til mín og sagði: — Robert, það væri gott ef þú og konan þín vilduð líta inn til mín í skrifstofuna klukkan 11 árdegis á mánudaginn kemur. Þá verður opn- uð erfðaskrá Jeremíasar frænda, skilurðu. Ég sagði Rósu konu minni frétt- ina strax og hún hrópaði: — Þarna sérðu, Robert! Jeremí- as frændi hefur munað eftir okkur í erfðaskránni! Heldurðu ekki að það geti orðið milljón í okkar hlut? — Kemur ekki til mála, sagði ég. — Þú veizt að Jeremías frændi átti átta börn, tuttugu og fjögur barna- börn og nærri því hundrað barna- barabörn. — Já — en samt .... sagði kon- an mín. — Þó að það verði ekki nema 100.000 dollarar þá verðurðu að lofa mér chin-chilla-kápunni, sem við sáum í sýningargluggan- um á Sharman Boulevard! — Alveg sjálfsagt, Rósa mín, sagði ég. En það er hollast að fara fínt í það að gefa konunni sinni þess hátt- ar loforð. Við vorum stútfull af eftirvænt- ingu þegar við komum í skrifstof- una til Hamiltons málflutnings- manns. Við komum heilli klukku- stund fyrir tímann til þess að fá betra pláss — en það höfðu allir hinir gert líka, svo að þarna var — Nú er Lily orðin ekkja, sagði hún. En í grárri skímunni inn um gluggann sá Niels að andlit hennar var rólegt. Hún hafði sætt sig við örlögin. þröng á þingi. Eins og áður segir átti Jeremías frændi afkvæmi. Ýmsir syrgjendurnir tróðust und- ir, og nærri því allt kvenfólkið — þar á meðal Rósa — grétu eins og í akkorðsvinnu. Jeremías frændi var heitt elskaður .... En það hafa líklega mestmegnis verið vonbrigðistár, sem Rósa grét. Það kom sem sé á daginn, að við höfðum erft mótorbátinn hans Jere- míusar sáluga. Ég hafði farið nokkrar ferðir í honum með Jeremíasi og ekki spar- að lofið um fleytuna, og það hafði Jeremías munað. — Hvað eigum við að gera við þetta bátsskrifli? sagði konan mín titrandi af reiði þegar við vorum á heimleiðinni. — Ég sem alltaf verð sjóveik! Og þú sem alltaf kvefast ef þú kemur á sjó. — Mér fannst það fallega hugsað af Jeremíasi frænda að arfleiða okkur að Stjömuhrapinu, sagði ég. — Að vísu er báturinn líklega ekki mikils virði, en hann verður kær endurminning um blessaðan gamla manninn. — Kær endurminning! fussaði Rósa. — Við seljum bátinn. Hvað heldurðu að við fáum fyrir hann? Hundrað dollara? — Já, eitthvað þar um bil, svar- aði ég spekingslega. Mér fannst tilgangslaust að fara að ræða tæknileg atriði við hana, og þessvegna sleppti ég alveg að segja henni að StjörnuhrapiS, sem hún hafði ekki séð nema álengdar fjær, var sérlega vandaður kapp- siglingabátur úr fínasta rauðaviði og með flugvélahreyfli og öðrum afbrags tilfæringum. Úrvalsbátur, sem ég giskaði á að mundi vera fast að tíu þúsund dollara virði. Nærri því á við chin-chilla-kápu .... Næstu dagana var ég að skemmta mér á Stjörnuhrapinu, hvenær sem tími gafst til. Ég lét vélfræðing at- huga bátinn og smyrja hreyfilinn og það var unun að bruna á honum út á sjó. Stjörnuhrapið komst afar hratt. Vinur minn, Trevor North, sport- blaðamaður var oft með mér í sigl- ingu. — Ég er grænn af öfund, sagði hann. — Þessi bátur er kostagripur. Atómsprengja! Sem betur fer hefur þú ekkert vit á að stjórna honum, því annars mundirðu kannske fara fram úr mér í Delaware-keppninni, sem verður eftir hálfan mánuð. — Ég hef hálfpartinn verið að hugsa um að gefa mig fram í keppn- ina, sagði ég. — Eru 1. verðlaunin ekki gullbikar? — Jú, alveg rétt. En láttu þér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.