Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 35
JÓLABLAÐ FÁLKÁNS 1959
31
Jansen þreytulega. — Hvorugt okk-
ar getur valið konuefni handa Pétri,
og þó að þér falli kannske ekki við
ungu stúlkuna, getur hún verið
bezta manneskja fyrir því.
Lovísa fór fram í eldhúsið. Hún
var allt í einu orðin svo þreytt, og
svaraði spurningum vinnustúlkunn-
ar utangátta. Það var líkast og hún
hefði misst allan áhuga fyrir jóla-
undirbúningnum, — hún var alltaf
að hugsa um Pétur. Hún mundi jól-
in, sem hann hafði fengið fyrstu
smókingfötin sín, hann var þá í 1.
bekk lærdómsdeildarinnar og flestir
af skólabræðrum hans höfðu eign-
azt þessa flík. Og hann hafði lang-
að svo mikið til að eignast smóking.
Hún mundi þegar hann var að taka
umbúðirnar af stóra bögglinum og
hrifningunni, sem skein úr augun-
um á honum, þegar hann tók fötin
upp úr öskjunni.
Augu hennar urðu vot, og þessar
endurminningar ollu ósamræmi í
hugsanagangi hennar og mæddu
hana. Hún sá allt í einu andlit Bir-
gittu Oxfeldt í huganum, þessi augu,
sem vissu allt of mikið, þetta yfir-
lætislega, lokkandi bros, með keim
af háðsglotti, málaðar vai'irnar og
farðaborið andlitið og augun, sem
voru hálfvegis kaldranaleg. Lovísa
mundi, að Pétur hafði verið í sam-
kvæmi hjá Oxfeldt og þá hafði
staupamatur verið veittur í ríkum
mæli. Augun í Pétri voru gljáandi,
þegar hann kom heim, og hann hafði
talað við sjálfan sig og fálmað þeg-
ar hann var að ganga upp stigann.
Lovísu fannst rangt, að veita ungu
fólki mikið áfengi, og henni fannst
óhugsandi, að Oxfeldt-fjölskyldan
gæti verið gott fólk, úr því að hún
gerði það.
Það var komin svo mikil óeirð
yfir Pétur síðan hann kynntist Bir-
gittu Oxfeldt, — og hann var sjald-
an heima og kom oft mjög seint
heim á kvöldin. Lovísa gat ekki
sofnað, þegar hann var ekki heima,
og hún hafði oft heyrt hann læðast
inn í herbergið sitt klukkan tvö
eða þrjú á nóttunni.
Stundum hafði hún hitt Alice
Berg, og hún sá greinilega, að unga
stúlkan tók sé nærri að Pétur virt-
ist vera orðinn afhuga henni. Lo-
vísa vorkenndi henni. Alice brosti
einkar fallega, það var eitthvað blítt
og kvenlegt í fasi hennar. Lovísa
hafði vonað, að Pétur trúlofaðist
henni. En nú sá hann ekki annað
en Birgittu.
Oxfeldt-fjölskyldan hafði fyrir
skömmu flutt í kyrrláta einkabú-
staðhverfið, — húsið hennar var það
stærsta í hverfinu, og þar voru hald-
in mörg samkvæmi og stór. Lovísa
varð þess áskynja, að Birgitta væri
mikið eftirlætisbarn, og fengi að
gera allt, sem henni dytti í hug.
Frú Jansen reyndi að telja ser
trú um að aðfangadagskvöldið skipti
eiginlega ekki miklu máli, — en
samt gat hún ekki varizt að hugsa
um þetta, að nú fengi hún ekki
að vera með Pétri. Það hefði verið
öðru máli að gegna, ef hann hefði
verið í ferðalagi, en þessi tilhugs-
un, að hann yrði ekki hjá móður
sinni, fannst henni blátt áfram ótrú-
leg. Tárin runnu niður kinnar henni,
er henni varð hugsað til lítilla
barnshanda, sem tóku um hálsinn
á henni, mjórrar raddar, sem þakk-
aði fyrir jólagjafirnar, og hrifinna
barnsaugna, með endurskini af jóla-
ljósunum.
— Frú, hérna eru komnar vörur
frá kaupmanninum, heyrði hún
Kristínu segja. — Og það er reikn
ingur með ....
Það var komið kvöld — Þorláks-
messukvöld.
Lovísa bar silfurbakkann með
viskí og sódavatni inn í stofu manns-
ins síns, en þar sátu tveir kunn-
ingjar hans. Þeir höfðu allir borð-
að á veitingastað, því að Lovísa
hafði átt svo annríkt í dag, að leggja
síðustu hönd á jólaundirbúninginn.
— Hvað er klukkan, Lovísa?
surpði Nils, þó að klukkan væri
beint á móti honum.
Lovísa leit á klukkuna, en þurfti
ekki að svara, því að gestirnir sögðu
báðir í einu að klukkuna vantaði
tíu mínútur í tíu. Pétur var ekki
kominn heim ennþá, þó hann hefði
sagzt verða kominn heim klukkan
níu, því að hann ætti von á kunn-
ingja sínum. Kunninginn var kom-
inn og beið uppi í herbergi Péturs.
Gat eitthvað hafa komið fyrir
hann, eða hafði hann bara gleymt
tímanum heima hjá Oxfeldt? Lovísa
fór að verða óróleg út af honum,
en hún minntist ekkert á það við
manninn sinn. Hún vissi, að það
mundi gera hann ergilegan og trufla
gestafriðinn.
En þegar klukkan var orðin kort-
ér yfir tíu og Pétur var ókominn,
fór hún að verða óróleg.
— Þér vitið ekkert hvenær Pétur
kemur? spurði kunningi hans. —
Kannske hefur hann gleymt mér?
— Því trúi ég varla, svaraði frú
Jansen, — en ég skal síma og sjá
til hvort ég get náð í hann. Ég
hugsa, að hann sé hjá Oxfeldt.
— Það er varla vafi á því, sagði
ungi maðurinn, í tón sem frú Jan-
sen líkaði ekki.
Hún fór inn í stofu og hringdi
til Oxfeldt.
— Halló! svaraði rödd. Frú Jan-
sen gizkaði á, að það mundi vera
stofustúlkan.
— Þetta er frú Jansen, sem tal-
ar. Ætli sonur minn sé þarna?
-— Nei, herra Jansen er farinn.
— Mætti ég fá að tala við frú
Oxfeldt? spurði Lovísa.
Dálítil stund leið þangað til frú
Oxfeldt kom í símann og sagði halló,
með gælnu röddinni, sem hún hafði
tamið sér. Lovísa hafði hitt hana
nokkrum sinnum og hafði líkt álit
á henni og dóttur hennar. Frú Ox-
feldt hafði samskonar háralit og
Birgitta, nærri því svartan, og þær
voru býsna líkar, — hún farðaði
sig mikið, bar dýra skartgripi og
var alltaf prúðbúin.
— Þér verðið að afsaka, að ég
hringi svona seint, sagði Lovísa kurt-
eislega, — en ég hef dálitlar áhyggj-
ur út af honum syni mínum. Hann
hafði lofað að vera heima klukkan
níu, en nú er hún hálf-ellefu.
— Einmitt það, svaraði frú Ox-
feldt. — Nei, ég veit ekki hvar son-
ur yðar er. Þau hjóluðu eitthvað
út saman, Birgitta og hann — mér
fannst það skrítið uppátæki, en þetta
unga fólk vill hafa sína hentisemi.
Það er bráðmyndarlegur piltur,
þessi sonur yðar. Ef ég væri ung,
mundi ég verða bálskotin í honum
undir eins — hann er gasalega
sjarmerandi!
Frú Jansen gat ekki að því gert,
en rödd frú Oxfeldt og orðaval
hennar var þannig, að hrollur fór
um hana.
— Ég er hrædd um, að eitthvað
hafi komið fyrir hann, sagði hún
lágt.
En frú Oxfeldt heyrði það ekki
og hélt áfram:
— Manninum mínum lízt líka svo
vel á hann Pétur og hefur haft orð
á því að bjóða honum stöðu, þegar
hann hefur lokið prófinu. Maður-
inn minn er önnum kafinn, og ýms-
ir af þeim háttsettu eru kandídatar
í lögfræði. Ég hefði gaman af að
hitta yður einhvern tíma, frú Jan-
sen. Má ég síma til yðar, einhvern
tíma þegar ég á von á gestum? Við
höfum opið hús einu sinni á mán-
uði, og þá koma vinir okkar og fá
sér sérryglas og snarl .... Ég skal
síma til yðar — það var gaman að
fá að tala við yður .... verið þér
blessaðar og sælar, frú Jansen!
Rödd frú Oxfeldt urgaði í eyrun-
um á Lovísu löngu eftir að hún
hafði slitið sambandinu. Hún fór upp
til kunningja Péturs og sagðist ekki
hafa hugmynd um hvenær Pétur
kæmi, og ungi maðurinn kaus þá
að fara, og bað hana um að skila
kveðju. Hún var sem snöggvast að
hugsa um að fara inn til manns-
ins síns og segja honum frá þessu,
en hætti við. Henni varð hugsað
til orða frú Oxfeldt — að maður-
inn hennar ætlaði að bjóða Pétri
stöðu, — það sýndi að hann bjóst
við, að Pétur mundi giftast Birgittu.
Lovísa vonaði að það skeði aldr-
ei ....
Mínúturnar liðu — alltaf var hún
að hu^sa um Pétur. Hvar gat hann
verið? Hafði eitthvað komið fyrir
hann? Hjartað tók kipp, er hún
heyrði lykli stungið í skráargatið,
og hún flýtti sér fram í ganginn.
Það var Pétur, sem var aS koma
inn!
Hann var mjög alvarlegur á svip-
inn, og hún gat séð, að eitthvað
hafði komið fyrir hann. Fyrst ætl-
aði hún að spyrja hann, en hætti
við það. Hann gat sagt það sjálfur
— ef hann vildi.
— Gott kvöld, mamma, sagði
hann.
— Þú munt hafa gleyma, að
kunningi þinn kom að heimsækja
þig?
— Já, svei mér ef ég gleymdi
því ekki alveg, að ég ætti von á
honum, sagði hann. — Ég verð að
tala við þig, mamma.
— Já, hvað var það? spurði hún.
— Þú sagðir mér hvað hann lang-
afi minn hefði sagt, að hægt væri
að meta mannkosti eftir brosinu —
og nú held ég að hann hafi sagt
satt. Og þú hafðir á réttu að standa
um Birgittu Oxfeldt. Það kom dá-
lítið fyrir í kvöld, sem sannfærði
mig um það. Svo horfði hann á móð-
ur sína og hélt áfram:
— Okkur kom saman um að hjóla
dálitla stund — veðrið var svo fal-
legt í kvöld. Við létum hjólin bruna
niður brekkuna. Neðst í henni stóð
bíll, og um leið og við komum þjót-
andi kom gömul kona allt í einu
út á veginn, bak við bílinn. Birgitta
var svo óheppin að aka á hana svo
að hún datt, en hún stanzaði ekki,
ók bara áfram eins hratt og hún
gat, og sagði við mig, að við skyld-
um flýta okkur, því að enginn hefði
séð áreksturinn. Ég stanzaði vitan-
lega og hjálpaði gömlu konunni á
fætur -— sem betur fór hafði hún
ekki meiðst að marki, en ég hringdi
þó til vonar og vara til læknis. Hún
var æst og heimtaði að lögreglan
tæki skýrslu. Jæja, svo var símað
til lögreglunnar. Ég tók á mig sök-
ina af árekstrinum, — en þú skilur,
mamma, — ég er ekki hrifinn af
stúlku, sem hagar sér svona . . .
Og núna í kvöld gerði ég mér ljóst
hvað þú áttir við, þegar þú sagðir,
að bros Birgittu væri flærðabros.
Mér er ómögulegt að láta mér þykja
vænt um stúlku, sem hagar sér
svona ...
— Hvað sagði lögreglan? spurði
móðir hans nú.
— Lögregluþjónninn sagði, að ég
væri saklaus, vegna þess að gamla
konan hefði gengið út á akbrautina
án þess að líta kringum sig. í raun-
inni átti Birgitta það alls ekki skil-
ið, að ég tæki sökina á mig, en mér
fannst þetta hæfileg leikslok á því,
sem fram hefur farið milli hennar
og mín.
— Tafðist þú svona lengi við þetta
á lögreglunstöðinni?
— Nei, en ég hitti Alice á heim-
leiðinni, svaraði Pétur. — Það lá
illa á henni vegna þess að hún
mamma hennar varð að fara í
sjúkrahús. Sem betur fer er það
ekki alvarlegt, sem að henni gengur,
en það er raunalegt fyrir Alice að
þurfa að vera án móður sinnar á
jólunum. Ef faðir hennar hefði ver-
ið lifandi hefði það kannske ekki
verið eins sárt. Ég spurði hana hvort
hún vildi ekki halda jólin hjá okk-
ur — ég vona, að þú amist ekki við
því, mamma?
— Nei, auðvitað — þvert á móti,
Pétur minn.
— Hún brosti svo fallega, sagði
Pétur eins og hann væri að dreyma.
Frú Jansen stóð upp, — hún var
glaðari og sælli en hún hafði verið
lengi. Nú fann hún, að allt mundi
vera á réttri leið. Það voru tár í
augunum á henni, þegar hún tók
báðum höndum um höfuðið á stóra
drengnum sínum og kyssti hann.