Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 49

Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 49
alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi og tíminn leið óðfluga. Hún sá Grá- mann aldrei nema við máltíðarnar — þá gekk hann sjálfur um beina. En hún var alltaf hrædd, þegar hún sá síðu, gráu kápuna nærri sér. Henni fannst ómögulegt að nokkur maður gæti verið innan í þessum kufli. Og aldrei sá hún andlitið á honum. En röddina heyrði hún — hún var djúp og skýr og sagði henni svo margt fallegt og gáfulegt, að hún gleymdi hvað veran sjálf var óhugnanleg. Samt þótti henni vænt um, þegar hann sagði henni einn morguninn, að nú mundi hún ekki sjá hann á morgun. — Það er gott, hugsaði hún með sér. — Ekki skal ég sakna þín. Og daginn eftir gerði hún sér það til gamans að skoða alla höllina, hátt og lágt. Hún komst upp í turn- klefann líka og sá hlemminn í gólf- inu, sem hún hafði alveg gleymt. Nú mundi hún líka bannið, en því sagði hún við sjálfa sig: — Úr því að hann er ekki heima, þarf ég ekki að taka mark á þessu banni. Það er alltaf gaman að sjá það sem maður má ekki sjá ... Og svo lagðist hún á gólfið, lyfti hlemminum ofurlítið og gægðist nið- ur. í sömu svipan varð hún laf- hrædd, því að þarna stóð Grámann! Hann hafði tekið af sér hettuna og nú horfði hann leiftrandi augum á hana. Hún varð svo hrædd, að hún lét hlemminn detta, sneri frá og ætlaði að flýja út. En þá kom Grámann á móti henni úr hinum klefanum. — Hvað sástu undir hlemmnum? öskraði hann með þrumandi rödd. Hún var svo hrædd, að hún gat engu svarað, en lognaðist niður á gólfið eins og hún væri steindauð. ÞEGAR hún raknaði úr rotinu var höllin horfin, en hún lá alein í skóg- inum. Hún ráfaði um í marga daga og varð hræddari og hræddari. Þá heyrði hún einn morguninn gjallandi lúðurhljóm. Þetta var ung- ur konungur á veiðum með hirð- mönnum sínum. Honum varð litið á hve falleg hún var og fór með hana heim í höllina sína og ætlaði að gift- ast henni. En þegar þau voru gefin saman og hún hafði sagt já fyrir alt- arinu, varð hún mállaus. Kóngurinn elskaði hana jafnheitt fyrir því, og þau voru mjög sæl og ekki spillti það, að hún eignaðist son er árið var liðið. Þá vitraðist Grámann henni aftur og spurði hvað hún hefði séð undir hlemmnum. Hún gat ekki enn svar- að. Svo strauk Grámann um munn- inn á henni, tók barnið og hvarf. En barnið fannst hvergi. Þetta sama gerðist aftur er hún eignaðist annan og þriðja drenginn sinn. Og nú fór það að kvisast, að drottningin mundi vera galdranorn og galdraði börnin sín burt. Hún var mállaus ennþá og gat ekki varið sig, og loks barst þessi orðrómur kónginum til eyrna. Og almenningsálitið var svo eindregið, að hann varð að beygja sig fyrir því, þó að hann elskaði konuna sína heitt. Henni var stefnt fyrir rétt. Og þegar hún gat ekki svarað fyrir sig var hún dæmd til að láta lífið á báli, sem hver önnur galdranorn. En þegar hún stóð á bálkestinum og beið eftir að kveikt væri í hon- um, kom Grámann enn einu sinni ... þarna eru engar rjómakökur til, svo að ég fœ sandköku. og spurði: — Hvað sástu undir hlemmnum? Og nú loksins fékk hún málið aftur og hrópaði: — Þig sá ég — þig, viðbjóðslegi Grámann! í sömu andránni datt kuflinn af honum og varð að ösku, og ungi kóngurinn, sem hún var gift, stóð frammi fyrir henni. Og nú sagði hann henni alla söguna. Hann hafði einu sinni móðgað galdranorn og hún lagt á hann að hann skyldi ganga um sem ósýnileg vera í grá- um kufli og reyna hreinskilni stúlk- unnar, sem honum litist á. Hún átti að hata og fyrirlíta hann og hann átti að hræða hana, þangað til hún játaði, að hún hefði brotið bann hans. Nú var þetta skeð. Og nú var hann úr álögunum. Hann fór með hana heim í höllina, og þar voru drengirnir þeirra þrír. Og faðir hennar og systurnar tvær líka. Og svo var haldin veizla, sem spurðist um sjö kóngsríki, og kannske er henni ekki lokið enn. Jálasýning — Frh. af bls. 14. Þegar ég kem heim ætla ég að vera glaður, því að það er það minnsta sem krafizt verður af mér, þegar hún móðir mín hefur lagt á sig að fara með mér á jólasýningar. Svo hringir Ella frænka og segir, að hún ætli líka að fara með mig á jólasýningu, því að það sé svo gam- an að leiða börn. Og allir vilja vera góðir við börn- in um jólin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.