Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 51

Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 51
47 JÖLABLAÐ FÁLKANS 1959 unum og trufli allt saman. Ef þessi ungfrú Harri- son er jafn mikils virði og þú segir hana vera, væri leitt ef hún yrði fyrir einhverju þess hátt- ar.“ Glöggur maður hefði getað tekið eftir að sem snöggvast komu kippir í laglegt stúdentsandlit- ið við þessa athugasemd. En svo rak hann upp hlátur. „Þú þarft engu að kvíða, pabbi. Fyrir mér er engin stúlka til í veröldinni nema Sonja, og ég skal veðja um að innan tveggja daga kem ég með hana og sýni þér tengdadótturefnið." GÓÐAN daginn, Sonja og ungfrú Richards. Ég vona að þið hafið sofið vel. Það hefur líklega verið þröngt um ykkur — tvær í sama rúminu. Anna Murphy, gamla írska ráðskonan hjá Sonju, dró gluggatjaldið frá og tveir úfnir koll- ar risu upp af koddanum samtímis. „Hvað er klukkan orðin, Annie?“ spurði Sonja. „Hún er yfir níu. Hérna er morgunmaturinn á bakkanum.“ „Yfir níu! Þú mátt ekki láta okkur sofa svona lengi, skilurðu. Brenda — þú verður að vakna.“ Brenda spratt upp í rúminu. Langt, Ijóst hár- ið lafði niður í augu. „Er klukkan orðin níu? Það er ómögulegt. Við höfum ekki sofið svo lengi?“ „Jú, víst hafið þið gert það, ungfrú Richards,“ sagði Annie með mjúka írska hreimnum, sem henni var laginn. „Þið sváfuð svo vel, báðar tvær að ég tímdi ómögulega að vekja ykkur fyrr.“ Brenda hafði borðað hjá Sonju kvöldið áður, og þær höfðu setið og talað saman svo lengi, að Sonja hafði boðið vinstúlku sinni að verða um nóttina. Rúmið hennar var fremur mjótt, en þær höfðu báðar verið svo þreyttar eftir heillar viku erfiði á sjúkrahúsinu, að þær urðu fegnar að nota rúmið þó þröngt væri. í dag var laugar- dagur, enginn fyrirlestur sem þær þurftu að hlusta á og ekkert alvarlegt tilfelli yfirvofandi. „Ágætt!“ sagði Brenda. „Nú þurfum við ekki að hugsa neitt um sjúkrahúsið í heilan sólar- hring. Hefur þú nokkuð sérstakt fyrir stafni í dag?“ Sonja hristi höfuðið. „Mér er þetta tilfelli, sem yfirlæknirinn og ég höfðum fyrir nokkrum dögum, svo minnisstætt, að ég hef ekki getað hugsað um neitt annað síð- an. Annars held ég að mannauminginn sé úr hættu núna. Æ, gerðu svo vel, Brenda — fáðu þér eitthvað af þessu góðgæti, sem hún Annie kom með. Ég vona að þú sért svöng. Annie hef- ur búið til svo mikið af mat að það gæti dugað handa heilum söfnuði.“ „Þú mátt skrifa hjá þér að ég er banhungruð,“ sagði Brenda og brosti ánægjulega er hún sá diskinn með reykta laxinum, og glóðarbrauðið og marmelaðið. „En hérna er líka bréf til þín, Sonja — frá Max Brentford. Ég sé það á skrift- inni. Kannske hann sé að bjóða þér í bíltúr seinnipartinn í dag. Hugsum okkur að vesling- urinn ég fengi að verða með ykkur einhvern- tíma — það væri gott að komast út í hreint loft.“ „Komdu þá með okkur,“ svaraði Sonja. „Þá getur hann ekki beðið mín á meðan. Ég er orð- in hundleið á að segja nei í sífellij..Hún þagnaði allt í einu og starði á pappírsörkina. „Kannske hann sé að biðja þín skriflega?" sagði Brenda ertandi. „Já-en... ekki á sama hátt og hingað til,“ svaraði Sonja. „Hlustaðu nú á“: „Kæra Sonja! Síðan við skildum í fyrra- dag, hef ég alltaf verið að hugsa um þetta stórfenglega áform þitt, að reisa hvíld- arheimili fyrir lúnar mæður. Fæ ég að hjálpa þér til að koma þessu áformi í framkvæmd, góða Sonja? Ég er ríkur, eins og þú veizt. Auk mánaðarpeninganna minna, sem ég fæ hjá pabba og sem arð af hlutabréfunum sem ég á, fæ ég fimmtíu þúsund pund á afmælinu mínu þegar ég verð tuttugu og fimm ára — það er arf- ur eftir föðurafa minn. Viltu ekki taka ákvörðun og segga já, Sonja? Sem eigin- maður þinn mundi ég verða hróðugur af að láta þig fá umráð yfir öllum arfinum, svo að þú getir byggt. Við gætum kallað þessar stofnanir „Mæðraheimili Roberts Harrison“ til minningar um föður þinn. Það væri réttmæt minning um hann. Ef þú fellst á þessa ráðagerð, ætla ég að vona að þú borðjr miðdegisverð heima hjá okkur í dag og kynnist föður mínum? Elsku Sonja — ég tilbið þig! Þinn Max Brentford.“ „Fimmtíu þúsund! Nú hljóp á snærið hjá þér.“ „Hvað meinarðu með því?“ spurði Sonja. „Að nú færðu peninga til að koma þessu líkn- arstarfi í framkvæmd og myndarlegasta mann í kaupbæti," svaraði Brenda. „Að hugsa sér hvað þú ert heppin! Þetta sýnir og sannar hve gagn- tekinn Max er af þér. Ég get ekki hugsað mér nokkurn annan mann, sem mundi vilja fórna fimmtíu þúsund pundum til þess að fullnægja duttlungum stúlkunnar sem hann elskaði.“ „Þetta eru engir duttlungar, Brenda,“ sagði Sonja móðguð. „Nei, ekki frá þínu sjónarmiði, góða Sonja,“ svaraði Brenda móðurleg. „En ég dirfist að kalla það duttlunga hjá Max Brentford. Þú gengur væntanlega að þessu, Sonja. Þú færð aldrei ann- an eins mann og Max. Hann er einstaklega lip- ur og heillandi. Hefði ég ekki átt hann Jim, mundi ég vel geta hugsað mér að eiga Max.“ Þegar Sonja hellti aftur í kaffiboilann, voru augun í henni dreymandi. En það var ekki vegna tilhugsunarinnar um Max Brentford. „Mæðra- heimili Roberts Harrisons!“ Það var dásamlegur hljómur í þessum orðum. Það gat maður kallað fallegan minnisvarða yfir föður hennar, sem hafði gert svo mikið fyrir mæðurnar í Marley. Og nú sá hún mynd í huga sér — hún sá hóp af hamingjusömum mæðrum, sem sátu í hvílu- stólum á sólríkum svölum og nutu lífsins. „Ég held það væri rangt af mér að hryggbrjóta hann, úr því að hann gerir mér mögulegt að gera svona mikið góðverk,“ sagði hún lágt. Það kom furðusvipur á opinskátt andlitið á Brendu. „Þú ert svo skrítin, Sonja. Að hugsa sér að giftast manni eins og Max Brentford aðeins þess vegna. Þér hlýtur að lítast vel á hann sjálf- an, er það ekki?“ „Auðvitað,“ sagði Sonja og hló. „Max er lgóm- andi piltur. Við höfum verið mestu mátar í meira en þrjú ár, og ég er viss um að okkur kemur vel saman. En það getur ekki komið til mála að við giftumst fyrr en eftir hálft annað ár, eða svo, því að hvorugt okkar hefur lokið náminu ennþá.“ „Nei, skiljanlega, en samt finnst mér afar gaman ef þú trúlofast áður en ég fer suður á Gullströnd,“ sagði Brenda og fór varlega fram úr rúminu til þess að velta ekki bakkanum. „Ég hefði haft áhyggjur af að fara svo langt og skilja þig eftir eina. Kannske ég fái að nota baðklef- ann fyrst, úr því að ég er gestur? Ég ætla að fara í einhverja sundlaugina fyrripartrnn í dag, því að fólkið er alltaf svo márgt þar síðdegis.“ „Það finnst mér heillaráð, Brenda. Ég kem með þér.“ Þegar dyrnar lokuðust á eftir Brendu, kom Annie inn til að sækja bakkann. „Ég hef nokkuð óvænt að segja þér, Annie,“ sagði Sonja og fór í gamla slobrokkinn hans föður síns. „Ég ætla að trúlofast honum Max Brentford.“ Gamla konan leit snöggt á Sonju og svo kom hrukka í ennið á henni. „Það var óvænt frétt, Sonja,“ sagði hún. „Það hafði mér aldrei dottið í hug. Ég hefði ekki haldið, að þú vildir hann. Og ég er hrædd um að honum föður þínum hefði ekki fundizt að það ætti að vera svoleiðis maður, sem þú gift- ist. Það er engin alvara í honum. Þetta er svodd- an lausagopi.“ „Hann er það alls ekki í raun og veru,“ sagði Sonja. „Hann er það bara á yfirborðinu. Og pabbi hefði verið meira en ánægður með hann fyrir tengdason, ef hann hefði vitað hvað hann ætlar að gera fyrir mig.“ „Hvað ætlar hann að gera?“ spurði Annie tor- tryggin. „Hann ætlar að gefa mér peninga til að byggja mæðraheimili, fyrir — svona heimili, sem ég hef þráð svo mikið að koma upp. Og hugsaðu þér: það bezta af öllu er, að hann vill láta þessi heimili bera nafnið hans föður míns. Mæðra- heimili Roberts Harrisons. Er það ekki dásam- legt?“ Augu Sonju fylltust af tárum. Hún tók í hönd gömlu konunnar. „Finnst þér ekki sorglegt, að hann pabbi skyldi ekki fá að upplifa þetta,“ hixtaði hún. „Hann sem stritaði alla sína ævi og fékk aldrei neitt þakklæti fyrir það.“ „Það voru þúsund mæður og börn, sem voru þakklát lækninum,“ svaraði Annie og þurrk- aði sér um augun með svuntuhorninu. „Og það voru öll þau laun, sem hann kærði sig um, það er ég handviss um. Og fínu mæðraheimilin, sem þú ert að tala um — ég er viss um, að hann get- ur séð þau þaðan sem hann er nú. Honum föður þínum þótti svo vænt um þig, Sonja. Ég held að hann skilji aldrei við þig, nokkra stund.“ „Svo maður víki úr einu í annað — þú munt vera búin að láta Max vita, að þú ætlir að borða heima hjá honum í kvöld, Sonja?“ sagði Brenda. Þetta var fjórum tímum seinna, og stúlkurnar höfðu fengið sér léttan hádegisverð í veitinga- sal sundhallarinnar. „Nei, því hef ég gleymt,“ hrópaði Son/ja og spratt upp. „Þarna er símaklefi. Það er bezt að ég fari og hringi undir eins.“ Framh. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kL 10—12 og lýá—6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.