Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 24

Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 24
20 JÖLARLAÐ FÁLKANS 1959 Sjálfur hefur hann skrifað: „Ég fór landveg frá Suðurlandi norður og austur, með aðeins 5 innfædda menn, sem voru illa vopnaðir, og sneri við með aðeins einn, því að ég þurfti engan til að verja mig. Allsstaðar var mér tekið með hjart- anlegri vinsemd og fékk ágæta hvíld í kofum hins gestrisna fólks, óttalaus og í engri hættu. íbúarnir skoðuðu mig sannan vin landsins.“ Jörundur segir þetta að ýmsu leyti satt. Sumir hafa fagnað boð- skap þeim, sem Jörundur flutti um nýja öld og betri tíma og gert sér vonir um framkvæmd á honum. En yfirleitt var þjóðin svo kúguð og sofandi, að hún kippti sér lítt upp við þessi tíðindi, sem bylting Jör- undar óneitanlega var. Þó er ein undantekning, þar sem var sýslumaðurinn í Skaftafells- sýslu, Jón Guðmundsson. Hann mun hafa skrifað Jörundi harðort bréf, sem hann sendi Gröndal yfirdóm- ara, er þá var æðsta yfirvaldið, skip- aður af Jörundi. En Gröndal neitaði að hafa nokkurn tíma fengið þetta bréf og gefur í skyn að Jón sýslu- maður hafi ekki skrifið það. En efni þess er sagt vera hótanir til Jörundar um að Jón muni láta hart mæta hörðu, ef Jörundur dirfist að koma í hans lögsagnarumdæmi. Samkomulag hinna erlendu ráða- manna fór versnandi, þegar kom fram á sumarið og gengu klögumál- in á víxl. Það hefur því verið ýmis- legt ófagurt, sem Alexander Jones skipherra fékk að heyra, er hann kom til Reykjavíkur 14. ágúst, eftir að hafa haft samband við land á Eyrarbakka og frétt þar um valda- töku Jörundar, en síðan hafði hann staðið við nokkra daga í Hafnarfirði. Það fyrsta sem hann rak augun í er til Reykjavíkur kom, var nýja flaggið á Petræusar-pakkhúsinu í Hafnarstræti. Um kvöldið hélt Jörundur ball fyrir hina nýkomnu ensku gesti og fleira fólk. Það var á þeim dans- leik, sem hárkolla amerísku frúar- innar Vancouver festist í ljósahjálm- inum, er hún var að dansa við Jones skipherra, en hún stóð eftir sköll- ótt úti á miðju gólfi. Jörundur hef- ur teiknað mynd af þessum atburði, sem fræg er orðin. Nú kom til kasta Jones að endur- skoða aðgerðir Phelps og Jörundar. Þeirri rannsókn lauk með sáttagerð- inni við Magnús og Stefán Stephen- sen 22. ágúst. Öll völd voru tekin af Jörundi og honum skipað að verða af landi burt, en þeir Stephen- sensbræður voru settir til að kippa öllu í sama horfið og verið hafði áður en Jörundur kom, því Trampe vildi komast til útlanda. LEIKSLOKIN. Þann 25. ágúst var kvöldboð fyrir Jones skipherra haldið í Reykjavík og stóðu fyrir því Magnús Stephen- sen og Frydensberg fógeti. Og sama kvöldið lét víkingaskip Phelps úr höfn undir stjórn Listons skipstjóra. Hafði „Margaret and Ann“ þá leg- ið hér í tvo mánuði. Á skipinu voru Phelps, Vancouver og Hooker, og enn fremur Trampe greifi, Flood þjónn hans og sjö danskir sjómenn af kaupskipinu „Orion“. En „Ori- on“ hélt úr höfn um sama leyti. Jörundur mun hafa haft stjórnina þar, því að skipstjórinn, Bohne, var sem fangi um borð. Með Jörgensen fóru Samson Samsonarson lífvörð- ur Jörundar, og virkisstjóri hans, Malmquist með konu sína. En 29. sást sigling koma af hafi. Var þar komin „Orion“ og höfðu óvæntir atburðir gerzt. Sunnudagsmorgun 27. ágúst höfðu skipverjar á Margaret and Ann“ orðið elds varir í lestinni. Hooker segir svo frá þessum atburði, að skipverjar vöknuðu við „reykjarsvælu og sterka bruna- lykt, sem kom frá ýmsum búlkum í skipinu, einkum í framhluta þess, svo að það var einginn efi á því að kviknað var í skipinu og að log- arnir mundu gjósa upp innan skamms. Sá, sem aldrei hefir kom- izt í slíkt, getur ekki leitt sér í hug hverjar tilfinningar vöknuðu hjá oss. Vér vorum tuttugu undan landi þar sem næst var, og sú strönd var ber og köld aðkomu; auk þess stóð vindur af landi, svo ekki var heldur að hugsa til að ná þangað. Skips- bátarnir voru líka ónógir og tóku ekki helming af skipshöfninni; eng- ir bátar hefðu heldur dugað í öðr- um eins sjó og á var. Fáum mín- útum eftir að eldsins varð vart sást segl í fjarska, og máttum vér kenna að þar fór Orion, og þótti oss þó ótrúlegt. Gleði vor varð óumræði- leg og undrun varla minni. Það reyndist að Jörgensen hafði heimt- að, að skipstjórinn færi ena skemmri leið, er vér ætluðum of hættulega, og stýrði milli Reykjaness og Fugla- skers ens fyrsta; reyndar var það þvert ofan í það, sem skýlaust var skipað, því að skipið átti að fylgja í kjölfar vort, þar til komið væri út fyrir öll sker, en þetta var eina ráðið til að þurfa ekki að verða alveg viðskila við oss. Þetta vann hann á, svo ekki sakaði, með hug- dirfð sinni og sjómannsyfirburðum og hafði með þessu móti sparað sér þann krók, sem jafnaði upp það, sem skip hans skreið minna en skip vort, og gat því frelsað líf allrar skipshafnarinnar, sem annars hefði öll hlotið að farast. Hann stefndi nú á skip vort, og þegar hann var kominn nógu nærri, drógum vér upp nauðamerki; setti þá Orion upp öll segl, og eptir hérumbil tvær stundir kom Jörundur sjálfur um borð. Á þessum tíma hafði eldurinn aukizt svo, að það var álitið nauð- synlegt að hafa alla bátana viðbúna til þess að flytja fólkið yfir í Orion. Á meðan var gert allt til þess að slökkva eldinn með votum dulum, segldúkum og þar fram eftir götun- um, og með því að tefja fyrir eyði- leggingunni, en allt kom fyrir ekki. Vér sáum svo berlega í tvo heimana, að það var aðeins litlum tíma fyrir áður en öll skipshöfnin hafði skilið við Margaret & Anne, nema fáir menn, sem voru eptir til þess að rjúfa þilförin og gera síðustu til- raun að hella vatni niður í logana til þess að slökkva þá, að styrkur eldsins var orðinn svo mikill og svo miklir reykjar mekkir og eld- magn gaus jafnt og þétt upp, að það var nauðugur einn kostur að hætta alveg þeim tilraunum þegar í stað og láta skipið eiga sig. Um kl. 12 eða 1 var hver lifandi skepna, kindur, kettir og hundar auk held- ur annað frelsað, en af því sem vér áttum var ekki hægt að bjarga neinu nema örfáum hlutum, sem voru hjá oss í káetunni, því að, þeg- ar fyrst varð vart við eldinn, hafði hann læst sig í þann stað skipsins, þar sem það allt var geymt, er dýr- mætast var, Það var lán að við kom- umst lífs af og þó öllu til skila hald- ið og með föt vor á bakinu, og fyrir þetta eigum við ekki lítið að þakka hinni frábæru framgöngu Jörundar, þegar nálega allir skipverjar virtust láta höndur fallast af skelfingu. Hann gekk líka síðastur allra af hinu brennandi skipi, eins og allir, þeir er þekkja skapferli hans, máttu búast við af honum. Orion hélt aftur til Englands eftir stutta viðdvöl, og yfirgaf Jörundur nú ríki sitt fyrir fullt og allt. En Talbot, herskip Jones, fór 4. sept. og voru Trampe og Hooker farþeg- ar á því skipi. ftet ajjltcrgunion Afarstutt LEIKRIT í einum þætti. Persónur eru Gvendur og Gudda; enn fremur þrír menn og tvær konur í salnum. — Leyfilegt er, hverjum sem er, að sýna þetta leikrit. Leiksviðið er leiguherbergi. Dúk- ur á gólfinu, hœgindastóll, málverk á veggnum og hilla með fallega bundnum bókum. GUDDA (lítur kringum sig): — En hvað þú hefur fallegt kringum þig, Gvendur minn! GVENDUR: — Maður verður að hafa herbergið sitt eins notalegt og hægt er. GUDDA: — Þú átt svo margt fallegt hérna! GVENDUR: — Ég hef keypt ýmis- legt, smátt og smátt. Og safnast þeg- ar saman kemur, heillin mín. GUDDA: —- Þú hefur eignazt svo margt, sem við þurfum á að halda þegar við giftum okkur, Gvendur minn! GVENDUR: — Vitanlega gerði ég það. Og ég hef getað keypt mér ýmislegt verðmætt, því að ég eyði engu í óþarfa. GUDDA: — Já, það er fljótséð, að þetta er ekkert glingur, sem þú hefur keypt. (Lítur aðdáunaraugum kringum sig). — Þetta ætti hún mamma að sjá, — hún segir alltaf að þú sér mesti óreiðugepill! GVENDURR: — Æ, fólk segir svo margt. En reyndu nú þennan stól, væna. GUDDA (sezt): — Ó, hvað þetta er indæll stóll. Hann hlýtur að hafa verið dýr! GVENDUR: — Ja-á, ekki get ég sagt, að hann hafi verið billegur, en þetta er líka gripur, sem endist. Ég kaupi alltaf það vandaðasta, sem hægt er að fá. RÖDD (úr áheyrendasalnum): — Það er hægt að kaupa dýrt, þegar maður hirðir ekki um að borga. GVENDUR: — Hvað segið þér? RÖDDIN: — Það eru nú bráðum tvö ár, síðan þér keyptuð þennan stól hjá mér, en ég hef ekki fundið lykt af peningunum fyrir hann ennþá. GVENDUR (vandrœðalegur): -— Æ, stóllinn, já, alveg rétt. Þér verð- ið að afsaka, en ég hef ætlað á hverjum degi að koma inn til yðar, en alltaf hefur eitthvað hindrað það . . . RÖDDIN (háðslega).: — Já, ég þykist svo sem vita það. GUDDA: — Æí hvað þetta var leiðinlegt, Gvendur minn. GVENDUR: — Eins og hver önn- ur óheppni. Ég er ekki vanur að gleyma slíku og þvílíku. GUDDA: — Nei, ég ætla að vona. (Lítur í bókahilluna). Nei, það vona ég ekki. Ljómandi fallegar bækur! GVENDUR: — Ójá, ég vil heldur verja peningunum mínum í góðar bækur en bíómiða. ÖNNUR RÖDD (úr salnum): — Þá get ég gert ráð fyrir afborgun frá yður bráðum? — Það er orðið langt síðan þér borguðuð seinast! GVENDUR ( enn vandræðalegri): — Bækurnar? Já, auðvitað. Afsak- ið þér, ég hef steingleymt þessu ... t GUDDA: — Að þú skulir vera svona gleyminn, Gvendur minn! GVENDUR: — Ég er óvanur að kaupa með afborgunum, skilurðu, og þá . . ... KVENRÖDD (í salnum): — Jæja, eruð þér óvanur því! En hvernig er með teppið á gólfinu hjá yður, sem þér keyptuð upp á afborgun fyrir heilu ári? Ég hef ekki fengið nema fyrstu afborgunina ennþá. GVENDUR: Hirtu ekki um hvað hún segir, Gudda mín. Það er svo eðlilegt að maður gleymi afborg- unardögunum, þegar maður er svona óvanur að kaupa upp á afborgun ... ÖNNUR KVENRÖDD í salnum: —- Já, ég sé að þér eigið ákaflega hægt með að gleyma þesskonar smá- ræði, því að þér hafið sjálfsagt stein- gleymt, að það var hjá mér, sem þér keyptuð málverkið, sem hangir þarna á veggnum hjá yður. En ég mun nú gera aðrar ráðstafanir, ef þér gerið ekki vart við yður bráð- um, herra Gvöðmundur! GUDDA (stendur upp): — Mér finnst þetta fara að verða óviðkunn- anlegt. GVENDUR: — Æ, elsku Gudda — vertu ekki að setja það fyrir þig. GUDDA: — Jæja, á eg ekki að setja það fyrir mig? Álítur þú, að maður geti keypt og keypt — og hirða svo ekkert um að borga? FYRRI KVENNRÖDD: — Þetta er meiri bölvaður dóninn! ^ GVENDUR (lítur á armbandsúrið sitt): — Þið verðið að hafa mig af- sakaðan . . . Ég lofa ykkur því, að ég skal ganga frá þessu smáræði undireins og Selvogsbanki opnar í fyrramálið . . . ÞRIÐJA KARLMANNSRÖDD úr sdlnum: — Þá fæ ég vonandi af- borgun á armbandsúrinu, sem þér eruð með —- um leið? GUDDA (lítur með fyrirlitningu á Gvend): — Nei, nú er mér nóg boðið! Það var þá rétt, sem hún mamma sagði, — þú ert óreiðugepill . . . Og það eru peningarnir mínir og hennar mömmu, sem þú ert að lóna eftir! Vertu ó-sæll! (Strunsar út). GVENDUR (mœnir á eftir henni): — Skrambans óheppni var þetta. Svona stúlkur fær maður ekki með afborgunum. T j a l d i ð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.