Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 38

Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 38
34 ^M/^ ^l/^. ^M^. ^M^ jJI^. ^W^. ^/^. ^l^. ^l^. .jM^AUj. ^,l£. ^M^. ^l^. ^M^. ^W^, ^l^. ^l^ ^M^ ^M^. ^W^. ^ts. ^l^. ^l^. ^l^. ^W^. ^l^. ^il^. ^l^. ^l^j. ^.\/s. ^l^. ^M-fc. ^Uj. ^l^ jM£. JOLABLAÐ FÁLKANS 1959 Stúlkan í músafeldinum Ævintýri frá Jótlandi Brúðguminn sagði hátt og skýrt já, og dró dýrmœtan dem- antshring á fingurinn á brúðunni. . . ÍHÍjÍINU sinni var greifi, sem átti HHI stóra höll. Og hann átti líka skóga og akra, og skammt frá höll- inni var hóll, og á honum voru þrjú víðitré. Greifinn var ekkill og átti eina dóttur, sem honum þótti mjög vænt um. En svo kom stríð og greifinn varð að fara á burt með alla sína menn, til að verja ættjörðina. Hann lét tvo duglegustu mennina sína gera graf- hýsi í hólnum, og ætlaði að fela dóttur sína í því, svo að henni yrði fremur óhætt. Hann lét flytja þang- að mat og föt og eldsneyti og fleira, sem átti að duga henni í sjö ár, og þegar óvinaherinn nálgaðist fór hann með dóttur sína í grafhýsið' og sagði við hana: — Barnið mitt, nú verð ég að fara frá þér, og eng- inn veit hvenær við sjáumst aftur. Þú verður að lofa því að fara ekki héðan fyrr en ég kem og sæki þig! En ef ég verð ekki kominn eftir sjö ár, er þér óhætt að gera ráð fyrir að ég sé dauður, og þá geturðu gert hvað sem þú vilt. Stúlkan lofaði þessu og fór í hól- inn. Hún fékk að hafa litla hvíta hundinn sinn með sér, og svo kyssti faðir hennar hana og lokaði graf- hýsinu vandlega, svo að engan gæti grunað hvað í hólnum væri. — Tíminn leið og stúlkan sat í hóln- um og spann og óf og saumaði. Hún var mjög iðin, og þegar á leið hafði hún gert sér tvo undurfallega kjóla — annar var gullofinn og leit út eins og hann væri spunninn úr sól- skini. Hinn var með silfurþráðum og leit út eins og fegursta tunglsljós. En svo átti hún ekki meira band eftir og nú fannst henni tíminn lengi að líða. Og loks var allur mat- urinn uppetinn og eldsneytið þrot- ið, og þá þóttist stúlkan vita, að árin sjö væru liðin, og að faðir hennar væri látinn, úr því að hann kom ekki og sótti hana. Nú fór hún að reyna að grafa sig út úr húsinu, en það var erfitt, og meðan á því stóð varð hún alveg matarlaus. En þá sýndi hundurinn hvað hann gat. Þarna í grafhýsinu var krökkt af músum og hundurinn fór að veiða þær. Stúlkan fláði bjórinn af músunum og steikti þær, át ketið og gaf hundinum beinin. Og úr músaskinnunum saumaði hún sér undurfallega loðkápu. Loks hafði hún grafið svo langt, að hún sá skímu af degi. Þá fór hún í gullkjólinn og utan yfir hann í silfurkjólinn og loks í músafeld- inn. Og svo fór hún út með honum og byrgði gatið. ENGINN, sem hún hitti, þekkti hana, fríðu hallarungfrúna frá í gamla daga. Hún gekk heim að höll- inni, en áður en þangað kom drap hún á dyr og spurði manninn, sem opnaði, hver ætti heima í höllinni. — Ungi greifinn á heima þar, svaraði maðurinn og var hissa á spurningunni. — Veiztu það ekki? Hann erfði höllina þegar gamli greifinn féll í stríðinu. Stúlkan gat varla varið gráti, en hvíslaði: — Átti gamli greifinn þá ekkert barn? — Jú, hann átti dóttur, en hún hvarf. Enginn veit hvað varð af henni. Nú varð stúlkan í músafeldinum mjög hrygg, bæði yegna þess að hún frétti lát föður síns og af því að hún sá, að nú væri henni of- aukið á æskuheimili hennar. Svo spurði hún manninn, hvort hann vissi af nokkrum, sem vant- aði duglega vinnukonu. — Jú, það er eflaust nóg handa þér að gera í höllinni, svaraði hann. — Ungi greifinn ætlar að fara að gifta sig, og brúðurin og foreldrar hennar eru komin. Stúlkan þakkaði fyrir sig og hélt áfram. Það kom á daginn, að nóg var handa henni að gera í höllinni, en þegar fólkið sá skrítnu loðkáp- una, sem hún fór aldrei úr, setti það hana í öll skítverkin, svo sem að hreinsa til á hlaðinu og þvo stig- ana. En hún tók öllu með þögn og þolinmæði og sagði aldrei misjafnt orð við nokkurn mann. KVÖLDIÐ fyrir brúðkaupið kom orðsending frá brúðurinni, um að hún vildi tala við stúlkuna í músa- feldinum. Öllum þótti þetta skrítið, og henni sjálfri ekki sízt. En þó varð hún enn meir hissa, er hún heyrði hvað brúðurin vildi henni. — Þú verður að hjálpa mér, sagði hún. — Ég hef tekið eftir, að þú ert alveg jafnhá og hefur sama vaxt- arlag og ég. Á morgun verður þú að fara í brúðarkjólinn minn og fara til kirkjunnar með greifanum og giftast honum. Ég fer í músa- feldinn þinn, og svo skiptum við um föt á eftir. — Hvers vegna á ég að gera þetta? spurði stúlkan. — Af því að ég elska annan mann. En foreldrar mínir vilja ekki lofa mér að giftast honum af því að hann er fátækur. Þau neyddu mig til að trúlofast greifanum, og nú hef ég samið við unnustann minn að hann komi og nemi mig burt annað kvöld, þegar allir eru að skemmta sér í veizlunni og enginn hefur gát á neinu. En ef ég játast greifanum í kirkjunni er ég bundin í báða skó. Þess vegna verður þú að fara í brúð- arkjólinn og hafa þessa slæðu fyrir andlitinu svo að enginn geti þekkt þig, og síðan áttu að leika brúðar- hlutverkið og segja „já“ fyrir mig. Við skiptum um föt, þegar þið kom- ið úr kirkjunni aftur. Þú verður að gera þetta fyrir mig! Stúlkan í músafeldinum kenndi í brjósti um brúðina og féllst á þetta. Daginn eftir, þegar brúðurin var komin í skartið, kom allt fólkið á heimilinu að skoða hana og dást að henni. En þá sagði hún: — Ég sé hvergi stúlkuna í músafeldinum. — Lofið þið henni að sjá mig líka! Svo var sent eftir stúlkunni, en fólkið fór út og brúðurin aflæsti hurðinni. Þær höfðu fataskipti í flýti — brúðurin fór í músafeldinn og stúlkan fékk fallega kjólinn hennar og langa, hvíta, þétta slæð- una, og svo ók hún til kirkjunnar við hliðina á brúðgumanum. Brúðguminn sagði hátt og skýrt já, og dró dýrmætan demantshring á fingurinn á brúðurinni. Svo óku þau heim í höllina, en áður en setzt var að borðum hljóp stúlkan upp til réttu brúðarinnar, hafði fataskipti við hana, fór í músafeldinn og fór til hins vinnu- fólksins við dyrnar á veizlusalnum. En hringinn hafði hún gleymt að taka af sér. Þegar liðið var á kvöldið og brúð- guminn var að dansa við brúðina sína, sagði hann allt í einu: — Heyrðu góða, hvað er orðið af hringnum þínum? Henni brá heldur en ekki við, en svo tók hún sig á og svaraði: — Ég gleymdi honum uppi í herberginu mínu. Svo hljóp hún út til stúlkunnar í músafeldinum og hvíslaði: — Láttu mig fá hringinn, sem þú fékkst — hann vill sjá hann á fingrinum á mér! — Nei, hann færðu ekki, svaraði stúlkan. — En nú skulum við fara saman að dyrunum, og svo kallar þú á brúðgumann. Þegar hann kem- ur slekkur þú ljósið og svo rétti ég honum höndina. Og það féllst hin á. Þær fóru að dyrunum á veizlusalnum, kölluðu á brúðgumann, og stúlkan stakk hendinni inn úr gættinni en brúð- urin slökkti á kertinu. En þegar brúðguminn sá höndina með hringn- um greip hann í hana og togaði stúlkuna inn í salinn, og nú sáu all- ir, að það var ekki brúðurin heldur stúlkan í músafeldinum, sem var með hringinn. En áður en nokkur gat sagt orð svipti hún af sér músafeldinum og stóð nú í gullkjólnum sínum og sagði hver hún væri. Nú varð mikill fögnuður. Allir fóru að hrósa föður hennar fyrir hreysti, og hylltu hana og sögðu að hún væri rétti eigandinn að höll- inni. Það fyrsta sem hún gerði var að gefa brúðurinni svo mikið fé, að hún gat gifzt fátæka piltinum sín- um. Hann var sóttur í veizluna, og svo var dansað áfram. En enginn var glaðari í dansinum en ungi greifinn með réttu brúðina sína, sem hann hafði verið giftur í kirkj- unni. * 1» o L I N M Æ » I I* R A L T * Klipptu myndina úr blaðinu og límdu hana á pappa. Svo býr þú til smáspjöld og merkir þau með sömu tölum sem standa á spjaldinu og á eitt þeirra málar þú knött. En af myndinni með markinu gerir þú ekk- ert smáspjald. Svo raðar þú smáspjöldunum á stóra spjaldið, nr. 1 á töl- una 1, knötturinn á knöttinn og svo framvegis, nema markið stendur autt. Nú er listin sú að færa töflurnar þannig, um einn reit í einu, að knötturinn komist í mark. Aldrei má hoppa yfir reit og heldur ekki færa smáspjald út fyrir stóra spjaldið. Ef þið gefizt upp þá er ráðningin á bls. 44.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.