Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 18

Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 18
14 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1959 ekki detta í hug að þú hafir nokkra sigurvon yfir mér og Marilyn Mon- roe. . Vitanlega var það Trevor, hrapp- urinn, sem kjaftaði öllu saman í hana Rósu. Einn daginn þegar hann hitti hana fór hann að tala um, að það væri gaman að maðurinn hennar skyldi hafa erft þennan kosta mót- orbát — og að það væri að vísu dýr lúxus að hafa þess konar til að leika sér að. Og svo framvegis. Rósa byrjaði ofur rólega en bráð- lega komst skapið upp í fárviðri og ýmislegt smávegis fór að fljúga um stofuna. — Ég hélt að þetta væri smájulla með utanborðsmótor, sem við erfð- um eftir Jeremías frænda, sagði hún. — En svo er þetta lúxusbátur, sem kostar mörg þúsund dollara! Og þetta mátti ég ekki vita. Kanntu ekki að skammast þín? — Æ, hann Trevor ýkir alltaf svo mikið, svaraði ég. — Það gera allir blaðamenn. Stjörnuhrapið er góð smáskekta handa einum, og þess- vegna hef ég aldrei boðið þér í sigl- ingu. Hann veltur alveg hræðilega .... og mér finnst ekki sitja á þér að öfunda mig af þeirri litlu ánægju sem ég hef haft af bátnum. — En þú lofaðir að ef við erfðum peninga eftir frænda þá skildi ég fá chinchillakápu! — Við erfðum ekki eitt cent, sagði ég. — Ekki það? En hvað með Stjörnuhrapið? Þú selur bátinn und- ireins! — Góða Rósa, nú finnst mér þú vera ósanngjörn .... Hún þreif borðlampann og hvæsti: — Ef ég fæ ekki chinchillakáp- una þá .... Ég flýtti mér og greip lampann á lofti. — Ég skal segja þér nokkuð, Rósa. Eftir viku á Delaware-keppn- in mikla að fara fram, og ég ætla að taka þátt í henni. Trevor ætlar að keppa á Marilyn Monroe. Ef ég vinn þá fæ ég gullbikar. — Gullbikar kváði hún. — Já, úr skíru gulli og hann er áreiðanlega tíu þúsund iollara virði. Ef ég vinn hann þá skal ég gefa þér hann. Og svo selur þú hann og kaupir chinchillakápuna! Nú fór Rósa að kyrrast. — Er þetta loforð? spurði hún. — Þrefalt æru- og samvizkulof- orð, sagði ég. — En það kemur ekki til mála að þú vinnir? — Jú, ef ég kemst fram úr Trev- or þá vinn ég. Báturinn hans og báturinn minn eru þeir einu, sem geta unnið. — Og ef þú tapar þá selurðu Stjörnuhrapið? — Kannske. Delaware-keppnin var sú merki- legasta, sem verið hafði í Phila- delphia í mörg ár. Og sjálfum mér varð hún stórfenglegasti atburður ævi minnar. Að bruna þarna áfram í hálftíma með boðaföllin í kjalsog- inu og mótoröskrið í eyrunum var tignarlegt. Og þegar ég brunaði yf- ir marklínuna, sem fyrsti maður, lá við að ég hrópaði húrra fyrir sjálf- um mér. Ég var ósegjanlega glaður og hreykinn er ég stóð með gullbikar- inn í fanginu, umkringdur af heilla- óskendum og blaðaljósmyndurum. Næstfyrstur var kvikmyndaleik- arinn Jerry Morgan, sem kom í mark sex bátslengdum eftir mér. Hann tók ósigrinum eins og hetja og óskaði mér til hamingju fyrir framan sjónvarpstækið, tók báðum höndum um hálsinn á mér og sagði: — Sá bezti sigraði! Hann kunni að taka ósigri. En það kunni Trevor ekki. Marilyn Monroe hafði verið sam- hliða mér fyrri helming skeiðsins en allt í einu varð hún kennjótt. Hún hoppaði upp, hringsnerist í loftinu og kastaði Trevor af sér, eins og þegar ótemja kastar manni af baki. Trovor var slæddur upp af bát, sem brá við skjótt til að bjarga. Daginn eftir höfðaði hann mál gegn mér. Málaferlin milli mín og Trevors stóðu hálft annað ár og hefði lík- lega staðið lengur ef ég ekki hefði haft hinn snjalla lögfræðing, Ham- ilton til að standa fyrir máli mínu. Ákærur Trevors voru staðleysur. Hann sagði að ég hefði skemmt karbúratorinn í bátnum hans og látið skrúflykil ofan í hreyfilkass- ann og sorfið stýristauminn til hálfs. Krafðist hann 100.000 dollara skaðabóta og gullbikarsins að auk. Hann fullyrti að hann hefði unnið, ef ég hefði ekki gert spell á Marilyn hans. Ég var saklaus eins og nýfætt gimbralamb. Ég neitaði alltaf öllu í yfir- heyrslunum. Þá hélt Trevor því fram að ég hefði mútað vélamann- inum hans til að skemma vélina. Vélamaðurinn neitaði eindregið. Svo voru sérfróðir menn kvaddir til, og þeir sögðu sitt hver. Allt var í óbotnandi garnaflækju. Sem betur fór sigraði réttlætið að lokum, og ég var sýknaður. En þó blandaðist sú malurt í sigurinn, að dómarinn, sem var orðinn sinnu- laus af öllu riflildinu, úrskurðaði að málsaðilar greiddu málskostnað- inn sjálfir. Reikningur Hamiltons var hár. Af því að hann var frægur lögfræð- ingur hafði hann vanizt á að taka gífurleg ómakslaun. Ég varð að selja bæði Stjörnuhrapið og gull- bikarinn til þess að geta borgað honum. Annars reyndist meira látún en gull í gullbikarnum. Hann seldist ekki meir en 50 dollara. Það var eiginlega það, sem kon- unni minni gr-amdist mest. — Nú hef ég lagt mig í líma til þess að þú skyldir vinna, sagði hún við mig. — Og svo lauk þessu svo, að nú eigum við hvorki mótorbát né gullbikar. — Hvað ætli þú hafir lagt þig í líma, sagði ég. — Víst gerði ég það. Það var ég, sem helti heilu kílói af sykri í benz- ínið á bátnum hans Trevor. Eitt- hvað varð maður að gera! Og ég hafði heyrt að þetta væri alveg ó- brigðult. — Já, það reyndist líka áhrifa- mikið, andvarpaði ég. — Og nú geturðu kvatt chinchillakápuna fyrir fullt og allt. — Það hef ég gert fyrir löngu, sagði Rósa mín. — En hún er ekki lengur í glugganum við Sherman Boulevard. Hún var seld í gær. — Hver keypti? — Frúin hans Hamiltons mál- flutningsmanns. Bráðum koma jólin og jólasýning- arnar eru byrjaðar fyrir löngu. Við ætlum að skoða þær á morgun. Þá ætla ég að vera í nýju skónum, sem naga mig á hælunum. Og ég ætla að vera með stóra trefilinn, sem mig klæjar undan. Og svo fer ég með mömmu niður í bæ. Þegar við komum þangað ætlum við í stóra búð. Þar verðum við lengi og skoðum hatta og kjóla og diska og garn og sápu og fegrunarmél. Og mig langar að skoða leikföng- in, en þau eru uppi og mamma seg- ist vera svo þreytt, að hún geti ekki gengið upp stigann. En hún hefur lofað mér því að ég skuli fá sprelli- karl. Og þá má ég til að vera þægur og má ekki gráta, því annars verð ég flengdur þegar ég kem heim, og fæ ekki að koma í testofuna með mömmu. Ég kemst þangað nú samt. Þar er skelfing margt fólk og einhverjar konur, sem manmma þekkir. Þær segja, að ég sé orðinn skelfing stór og spyrja mig hvort ég geti sagt þeim hvað ég heiti og hve gamall ég sé. Ég fæ ekkert te, því að börn mega ekki drekka te, og þarna eru engar rjómakökur til, svo að ég fæ sand- kökusneið. Og mér er skipað að eta hana alla. Annars fæ ég ekki að sjá teiknimyndina í Bíó. Ég sé teiknimyndina. Það er bann- að að standa uppi á stólnum svo maður geti séð. En ég verð að sitja grafkyrr meðan mamma sér. Þeg- ar allir hlæja teygi ég úr mér svo að ég sé ofurlítið af Andrési Önd, en svo verð ég að sitja prúður eins og áður og horfa á hve allir hinir drengirnir eru prúðir. Þegar við komum út er orðið dimmt og svo er rigning, og við eig- um að skoða í glugga. Mamma seg- ir, að það séu ljómandi fallegir kjól- ar í gluggunum, en það get ég ekki séð. Ég sé bara í rassinn á feitum manni, sem stendur fyrir framan mig. Svo flýtum við okkur heim að búa til matinn handa pabba, því annars verður hann ergilegur, og við fáum ekki tima til að kaupa sprellikarlinn, sem við töluðum um, og þess konar er heldur ekki neitt keppikefli fyrir svona stóran dreng. Þegar við förum 1 strætisvagnin- um á ég að rétta manninum far- miðann, og hann verður fúll, þegar ég missi hann, af því að ég gat ekki náð af mér vetlingnum. Og ég má ekki setjast, því að það er engin kurteysi, þegar fullorðið fólk stend- ur, og nú hef ég verið úti að skemmta mér í allan dag, svo að ég er réttur til þess að standa. Það gerði heldur minnst til, ef ekki væri alltaf verið að hrinda mér. — Þegar ég verð stór sér fólkið mig og hrindir mér ekki, en það verður langt þangað til. Svo kemur góð kona og spyr mig hvort ég hafi séð jólasveininn. Ég segist ekki hafa séð hann, en það getur hún ekki skilið. Mamma seg- ir, að ég trúi ekki á jólasveina. Það getur konan ekki skilið. Svo tala þær hátt um þetta, en ég reyni að líta út eins og ég væri drengur ein- hverrar annarar konu. Frh. á bls. 45 Þegar ég verð stór sér fólkið mig betur og hrindir mér ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.