Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 43

Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 43
JÖLABLAÐ FÁLKANS 1959 39 á annað borð minnzt á veit- ingastaði, sem framreiða fyrsta flokks snöggsoðinn humar, verður ekki komizt hjá að nefna þann, sem er við Boylstongötuna í bænum Boston, Massachusetts, og kvöldið, sem hér er um að vera, sit ég og náungi, sem nefnist Hesta- þjófur, á áðurnefndum gildaskála og gæðum okkur á þessum mat. Hestaþjófur er venjulega bara kallaður Hestur, af því að það er styttra, og hann hefur ekki fengið þetta nafn af því að hann flakki um og steli hestum, en það er al- menn skoðun að hann væri til í að stela ef tækifæri byðist. Persónulega er ég þeirrar skoð- unar að Hesturinn sé bezti náungi. Hann er þannig gerður, að hvenær sem hnífur hans kemur í feitt á brokkbrautinni, er hann óspar á að láta aðra njóta góðs af gróðanum, og í þetta sinn hefur hnífur hans komið í óvenjulega feitt. Það er því að þakka sem gerist á brokk- brautinni Soffolk Down við Boston, að hann eyðir humar í mig. Við næsta borð sitja fjórir—fimm karlar, sem virðast allir vera vel til fara og vel aldir og rjóðir í kinn- um og líklegir til að hafa gildar vasabækur, og allir tala þeir með ekta Bostonhreim, sem er settur saman úr mörgum fláum a-um og ákaflega fáum r-um. Allir, sem þekkja Boston, vita hvers konar karla ég á við. Þetta eru oftast stjórnmálamenn, lögreglumenn á eftirlaunum eða ef til vill húsa- smiðir, því að í Boston eru kynstur af þess háttar kónum. Ég læt sem ég sjái þá ekki, því að þeir sitja og þamba öl og tala hávært saman, og það er góð stund síðan ég tek eftir, að þegar Boston- drellirnir eru að ölfylla sig þá á maður að láta þá í friði, því að abb- ist maður upp á þá á því stigi máls- ins þá fær maður að minnsta kosti spark í trýnið fyrir þá ferðina. — En Hesturinn hefur hlustandatil- hneigingar og er mjög áfjáður í það, sem þeir eru að tala um, og loks fer ég að leggja eyrað við líka, til þess að heyra hvað það er, sem hann er svona fíkinn í að heyra. Einn drellirinn mælir nú á þessa leið: ,,Ég,“ segir hann, ,,er reiðubúinn til að veðja tíu þúsund dollurum um að hann getur étið alla aðra matgogga í Bandaríkjunum undir borðið hvenær sem vera skal.“ Og nú stendur hesturinn upp og trítlar að hinu borðinu og hneigir sig og brosir gleitt til þeirra, sem sitja kringum það. „Herrar mínir,“ segir hann. ,,Af- sakið að ég tek fram í og fyrirgefið að ég abbast upp á ykkur, en —“ segir hann, „er það svo að skilja, sem þið talið um átvögl, sem eigi lögheimili í þessari fögru borg?“ Jæja, það skal, játað, að þessir Boston-drellirar glápa á Hestinn með svo lítilli alúð, að ég sit og bíð þess, að einn þeirra spretti upp og biðji hann að gera svo vel að gæða þeim með fjarveru sinni. En Hest- urinn heldur áfram að hneigja sig og brosa, og þeir hljóta að sjá, að þetta er dáindismaður, og loks seg- ir einn þeirra: „Já,“ segir hann. „Við erum að tala um náunga, sem heitir Jóel Duffle. Hann er vafalaust stórkost- legasta átvagl í heimi. Hann er einmitt núna að vinna sérstætt veð- mál. Hann veðjar við náunga frá Bangor um að hann skuli geta ét- ið allar ostrurnar, sem eru til sýnis í glugganum í þeim hinum sama gildaskála, og hann étur ekki aðeins ostrurnar, heldur ætlar hann á eft- ir að veðja um að hann geti étið allar skeljarnar af þeim líka, en, segir hann, það er svo að sjá sem þessi Bangor-náungi sé blankur eft- ir fyrra veðmálið og eigi ekki fyrir nýju veðmáli.“ Þær mörg hundruð sógur, sem Damon Runyon skrifaSi um œf- ina, gerast flestar á veitingastöð- um við Broadway í New York, meðal iðjuleysingja og veðmang- ara. Úrval af þeim hefur kom- ið út á íslenzku í bókinni „Mis- litt fé“. ■—- Damon Runyon var einn vinsælasti smásagnahöfund- ur Bandaríkjanna eftir O. Henry. Hann hafði þá kreddu að nota aldrei þátíð af sögnum, heldur jafnan nútíð, og er því haldið hér í þýðingunni. Hægan-hægan, sem Hesturinn ætlar að etja fram í kappátið. Af því að ég þekki Jónsa-Hægan- hægan er ég boðinn og búinn til að veðja öllu því, sem ég get klófest af peningum um það, að hann get- ur étið meira en nokkur vera, sem gengur á tveimur fótum. Ég hugsa að mér væri óhætt að veðja um að Jónsi-Hægan-hægan gæti farið í kappát við alla, sem ganga á fjórum fótum líka, nema ef til vill fíl, og ég get ekki hugsað mér annað en hann gerði að minnsta kosti biðskák við hann líka. Ég fullyrði ekki, að Hægan-hægan sé mesta átvagl allra alda, en ég fullyrði, að hann eigi að keppa um heimsmeistaratitilinn í grein- inni. Og D prófessor, sem var fræð- ari við einhvern lýðháskóla fyrir vestan áður en hann fór að afla sér daglegs brauðs á brokkbrautinni, og sem á sínum tíma lagði stund á sögunám, segir, að eftir sinni mein- ingu sé óhætt að veðja einum á móti tveimur um að Hægan-hægan sé mesta átvagl allra tíma. Prófessorinn segir líka, að við 2)a/non starfa til er hann spilari á brokk- og stökkbrautum. Átið er bara tóm- stundavinna, en hvað sem öðru líð- ur er hann glæsilegt átvagl, jafn- vel þó hann sé saddur. Jæja! Undir eins og ég og Hest- urinn komum aftur til New York strunsum við niður á Mindys-veit- ingahúsið á Broadway og segjum frá veðmálinu, sem Hesturinn gerði í Boston, og það líður ekki á löngu þangað til ýmsir sálufélagar — ég nefni til dæmis Mindy — segjast hafa áhuga fyrir málinu, og áður en varir er veðféð komið á borðið. Svo segir Mindy, að hann hafi ekki séð Hægan-hægan langalengi, og enginn hinna, sem þarna eru staddir minnast þess að hafa séð hann upp á síðkastið heldur, og nú er farið að ræða um hvar hann ÁTVÖGL „Einstaklega spennandi,“ segir Hesturinn. „Einstaklega spennandi ef það er satt, en,“ segir hann, „ef eyrun svíkja mig ekki þá heyrist' mér einhver ykkar segja, að hann sé fús til að veðja tíu þúsund doll- urum um að téður heiðursmaður geti étið meira en nokkur annar i Bandaríkjunum.“ „Eyrun á yður eru ógölluð,“ segir annar í Bostonhópnum. „Að vísu var þetta eiginlega ekki nema glenz af minni hálfu, en ég stend við það,“ sagði hann, „því að aldrei skal verða sagt að Conway sé ragur við að veðja.“ „Því miður,“ segir Hesturinn, „hef ég ekki tíu þúsund dollara á mér í svipinn, en —“ segir hann, „hér hef ég þúsund dollara í trygg- ingarfé. Ég skal mæta með pilt, sem ég þekki, og ég er reiðubúinn til að veðja tíu þúsund dollurum eða meiru um, að hann getur étið þennan matgogg ykkar sundur og saman.“ Og svo slettir Hesturinn hrúgu af velktum seðlum á borðið, hefur varla sleppt þeim fyrr en einn af Boston-drellirunum, sem reynist heita Carrol, leggur hramminn ofan á peningana og segir: „Topp!“ Þetta getur maður kallað fljóta afgreiðslu, og ef það er nokkuð, sem ég dái þá er það fólk með snör hand- tök. Ég skil nú að þetta eru menn með íþróttaáhuga, og fer að hug- leiða hvar ég geti náð mér í nokkr- ar kringlóttar til þess að taka þátt í veðmáli Hestsins. Því að mér skilst undir eins, að það er Jónsi- verðum ávallt að muna hvílíkar kvalir Hægan-hægan líði út af öll- um þeim erfiðleikum, sem siðmenn- ing nútímans bakar átvöglum. Hann verður að éta með hníf og gaffli — eða að minnsta kosti með hníf, en í gamla daga át fólk aðallega með fingrunum, og það gekk miklu fljótar. Prófessorinn segir, að ef Hægan-hægan fái að éta upp á gamla móðinn, muni hann vafalaust setja met, sem standa muni óhagg- að um aldur og æfi, en það kann vitanlega að vera að prófessorinn geri sér of háar hugmyndir um Hægan-hægan. Og nú er þá veðmálið staðreynd og Hesturinn og Boston-drellirarnir fara að þinga um hvar keppnin skuli fara fram, og einn af Boston- drellirunum stingur upp á að þeir kjósi hlutlausan vettvang, til dæm- is New London, Connectitut eða Providence, Rhode Island, en Hest- urinn heldur New York fram og það er svo að sjá, sem Boston-menn- irnir hafi ekkert á móti að skreppa til New York, svo að enginn verður til að mótmæla uppástungunni. Þeir sættast á að athöfnin fari fram eftir fjórar vikur, svo að kepp- endurnir fái tíma til að þjálfa sig, þó að Hesturinn og ég vitum, að Hægan-hægan þarf engrar þjálfun- ar við, því að hann er alltaf til í tuskið. Jónsi Hægan-hægan er einn metri og sjötíu á hæð og einn sjötíu og fimm á breidd, og þegar hann er í góðum brúkunarholdum vegur hann eitthvað nálægt hundrað og fjöru- tíu og tvö kíló og hálfu betur. Að geti verið niðurkominn, þó að venju- lega telji menn það nægilegt að sjá Hægan-hægan svo sem tíunda hvert ár. Dapri-Villi, sem er veðmálaráðu- nautur að atvinnu, er meðal þeirra, sem þarna eru staddir, og hann minnist þess að síðast, þegar hann hitti Hægan-hægan út af peningum, sem hann hefur átt hjá honum nokk- ur síðustu árin, býr Hægan-hægan á gistihúsi í 49. götu, og svo löbb- um við Hesturinn beint þangað til að spyrja eftir honum og verðum þess vísari, að hann á heima langt uppi í bæ, hjá einhverjum, sem heitir Slocum. Hesturinn hóar í vagn og við af stað á nýja heimilisfangið, sem reynist vera gamaldags sex hæða íbúðarhús, og af nafnspjaldi í for- dyrinu komumst við að raun um, að Slocum eigi heima á efstu hæð- inni. Hesturinn og ég þurfum drjúg- ar tíu mínútur til að komast upp alla stigana, því að við erum nefni- lega ekki slíkum íþróttaæfingum vanir, og þegar við loksins komum að dyrunum, sem Slocum stendur á, erum við orðnir að klessu og verð- um að setjast á stigaþrepið og hvíla okkur. Svo hringi ég bjöllunni, sem Slocum-nafnið stendur við, og þá sprettur fram há, ung madonna með svart hár, og hún er víst skrambi lagleg, en svo skinhoruð að maður verður að líta á hana tvisvar til að sjá hana. Við spyrjum hvort hún geti gefið okkur upplýsingar við- víkjandi manni, sem heiti Jónsi Hægan-hægan, og hún svarar eftir- farandi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.