Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 45
JÖLABLAÐ FÁLKANS 1959
41
„Ég geri ráð fyrir að þér eigið
við Quentin,“ segir hún. „Já, Quent-
in er hér. Komið þið inn fyrir, herr-
ar mínir!“
Við vindum okkur inn í íbúðina
og um leið og við komum ihn í stof-
una stendur magur, veiklulegur
maður upp af stól við giluggann og
segir gott kvöld með visinni rödd.
Þetta er að vísu gott kvöld upp á
sinn máta, svo að Hesturinn segir
gott kvöld líka og við erum einstak-
lega háttprúðir, og nú stöndum við
og bíðum eftir Hægan-hægan. Þá
er það sem fagra, skinhoraða donn-
an segir:
„Þetta,“ segir hún, „er Quentin
Jones.“
Og nú höfum við Hesturinn nýja
skoðunargerð á þessari mannrenglu
og uppgötvum, að það er enginn
annar en Jónsi Hægan-hægan, en
hann er svo breyttur síðan seinast,
að við fyllumst báðir skelfingu. Það
er að heita má ekkert eftir af hon-
um, að minnsta kosti ekki nema
helmingurinn af því, sem hann er
vanur að vera. Hann er fölur og
kinnfiskasoginn og augun langa leið
inni í tóttunum. Við heilsum hon--
um aftur og tökum í höndina á hon-
um, en það líður stund áður en
við getum komið upp nokkru orði.
Loks segir Hesturinn:
„Heyrðu, Hægan-hægan,“ segir
hann, „getum við fengið að tala við
þig nokkur orð í einrúmi? Það. er
mjög áríðandi mál.“
En áður en Hægan-hægan gefst
ráðrúm til að opna munninn til að
segja já eða nei, labbar hin fagra
skinhoraða út úr stofunni og skell-
ir á eftir sér hurðinni, og Hægan-
hægan segir:
„Þetta er unnustan mín, ungfrú
Hilda Slocum,“ segir hann. „Hún
er afbragðs kvenmaður, og við ætl-
um að giftast undir eins og ég hef
megrazt um tíu kíló í viðbót, eða
með öðrum orðum um fáeinar vik-
ur,“ segir hann.
„Heyrðu, Hægan-hægan!“ segir
Hesturinn. „Þér er ekki alvara að
ætla að verða enn horaðri? Það er
svo að segja ekkert orðið eftir af
þér. Hefirðu verið veikur, eða hvað
gengur að þér?“
„Ég veikur?“ segir Hægan-hæg-
an. „Ég hef aldrei verið hraustari
á æfi minni. Ég hef reglulegt mat-
aræði. Ég léttist um fjörutíu og þrjú
kíló á þremur mánuðum og nú er
ég nákvæmlega hundrað. Mér líður
svo vel,“ segir hann, „og það get
ég þakkað unnustunni minni, ung-
frú Hildu Slocum. Hún bjargar mér
frá sællífi og ofáti,“ segir Hægan-
hægan, „einmitt það kallar hún það.
Ég verð að segja, að mér finnst ég
vera orðinn sprækur. Ég elska ung-
frú Hildu Slocum afar mikið,“ seg-
ir Hægan-hægan. „Það er um ást við
fyrstu sýn að ræða síðan daginn
sem við hittumst fyrst á neðanjarð-
arbrautinni. Ég stóð fastur í einni
talningargrindinni, og hún er svo
hugulsöm að spyrna í mig aftan frá,
svo ég losna. Ég sé undir eins, að
þetta er hjartagóð manneskja, svo
að ég býð henni í bíó og bið hennar
meðan verið er að sýna fréttaþátt-
inn. En,“ segir Hægan-hægan, „svo
segir Hilda, að hún vilji ekki gift-
ast svona ketfjalli. Hún segir, að
ég verði að fela mig umsjá hennar,
þá skuli hún sjá um að ég leggi af
samkvæmt vísindalegum aðferðum,
sem hún kunni, og síðan verða kon-
an mín fyrir guði og mönnum en
heldur ekki fyrr.“
„Og svo,“ segir Hægan-hægan,
„flyt ég hingað til ungfrú Hildu
Slocum og móður hennar, svo að
hún geti haft eftirlit með hvað ég
ét. Móðirín er enn horaðri en Hilda.
Og ég verð að segja, að mér finnst
ég sprækur,“ segir Hægan-hægan.
„Sjáið þið!,‘ segir hann.
Og svo tekur hann í buxnaskálm-
arnar og sýnir okkur, að það er nóg
rúm fyrir sinn aðmírálinn í hvorri
skálm, en það er svo að sjá sem
þessi áreynsla sé honum ofurefli,
því að hann lyppast niður á stólinn.
„Heyrðu, Hægan-hægan!“ segir
Hesturinn. „Hvað éturðu, Hægan-
hægan?
„Tja,“ segir Hægan-hægan, „ég
ét í rauninni allt, sem engin sterkja
er í, en,“ segir hann, „það er sterkja
í öllu, sem nokkur matur getur heit-
ið, svo að ég ét eiginlega ekki neitt
að ráði. Unnusta mín, ungfrú Hilda
Slocum, ákveður mataræðið. Hún
er sérfræðingur í því og starfar við
frægt mánaðarrit, sem heitir „Bú-
stjórnartíðindi."
Svo segir Hesturinn frá veðmál-
inu. Hvernig hann hafi samið um
að Hægan-hægan eigi að heyja kapp-
át við Jóel Duffle frá Boston, og
að hann hafi þegar borgað þúsund
dollara í tilefni af þessu, og hve
margir aðdáendur Hægan-hægan á
Broadway hafi veðjað á hann og
telja víst að Hægan-hægan muni
bjarga þeim úr peningakröggum
með því að sigra í kappátinu, og
framan af virðist Hægan-hægan
hlusta á þetta með áhuga og augun
í honum skína eins og gljáandi silf-
urdollarar, en svo verður trýnið
á honum raunalegt og hann segir:
„Það stoðar ekki, piltar,“ segir
hann. „Unnusta mín, ungfrú Hilda
Slocum, mun aldrei fallast á að ég
bregða út af mataræðinu, þó ekki
sé nema stutta stund. í gær reyndi
ég að fá hana til að láta mig hafa
ofurlítið af rúgbrauði í stað steikta
klíðisins, en þá segir hún, að ef ég
sé að þessu nöldri þá sé allt búið á
milli okkar. „Hestaþjófur,“ segir
hann, „hefur þú nokkurn tíma lif-
að á klíði í heilan mánuð? Steiktu?“
segir hann.
„Nei,“ svarar Hesturinn. „Ég ét
hveitibrauð og maísbrauð og snúða
með sméri.“
„Hættu nú!“ segir Hægan-hægan.
„Þú étur þig ofan í gröfina fyrir
tímann, og auk þess,“ segir hann,
„kremur þú hjartað í mér. En,“ seg-
ir hann, „því meir sem ég hugsa um
hvernig vinsældir mínar standa og
falla með þessu veðmáli, því hrygg-
ari verð ég. Við skulum,“ segir
hann, „biðja Hildu Slocum að koma
inn og heyra hvað hún segir um
tillöguna, þó ekki sé miklar vonir
á því að byggja.“
Og svo biðjum við ungfrú Hildu
Slocum að koma inn, og Hesturinn
gerir grein fyrir vandræðunum, sem
við séum staddir í, við höfum veðj-
að aleigu okkar um Hægan-hægan,
og höfum nú orðið þess vísari, að
hann hefur gerzt föstumaður, en úr-
slitin af þessu verða þau, að ung-
frú Hilda ber fram þau tilmæli, að
við snautum út og komum aldrei
aftur, og jafnvel eftir að við erum
komnir góðan spöl út á götuna heyr-
um við greinilega, að hún er að tala
alvöruorð við Hægan-hægan.
Persónulega get ég ekki hugsað
mér annað en að málinu sé hér með
lokið, því að mér skilst, að ungfrú
Hilda Slocum sé af staðfastri gerð,
og ef það væri ekki af því að Hest-
urinn' er allra manna heppnastur,
þá hefði öll von verið úti.
Hann var staddur á veðreiða-
brautinni eitt kvöldið og hafði
fyrsta flokks spár um torfæruhlaup-
ið, þegar ungur stertismaður með
stráhatt og einglyrni kemur til hans
og spyr hvað hann haldi um hlaup-
ið, og Hesturinn nefnir ábyggileg-
ustu spána, sem hann á, því að hann
gerir ráð fyrir að eittlivað falli í
hans skaut ef stertismaðurinn vinni.
Og hann vinnur sand af pening-
um og segist vera Hestinum mjög
þakklátur fyrir ráðleggingarnar og
segist vera Hestinum mjög skuld-
bundinn, og Hesturinn ætlar ein-
mitt að fara að hafa orð á því, að
þess konar skuldbindingar séu nú
léttar á metunum, þegar maður eigi
að fara að borga gistihúsreikning-
inn sinn. En þá kemur það á daginn,
að þessi ungi stertismaður er enginn
annar en McBurghie ritstjóri blaðs-
ins „Bústjórnartíðindi", og hann
biður Hestinn um að líta inn til sín
við tækifæri.
Hesturinn man vitanlega það,
sem Hægan-hægan segir um að ung-
frú Hilda Slocum sé starfandi við
„Bústjórnartíðindi“, og svo segir
hann McBrughie ritstjóra söguna af
kappátsveðmálinu og spyr hvort
hann geti ekki haft áhrif á ungfrú
Hildu Slocum, svo að hún fallist á
að láta Hægan-hægan bregða út af
matarhæfinu nægilega lengi til þess
að hann geti tekið þátt í kappátinu.
Og svo gefur Hesturinn McBurghie
aðra spá í viðbót, og McBurghie
ritstjóri hlýtur að hafa einhver völd
yfir ungfrú Hildu Slocum, því að
daginn eftir símar hún heim til
Hestsins áður en hann er kominn
á fætur og segir svolátandi:
„Vitanlega mun ég aldrei breyta
skoðun hvað Quentin snertir, en,“
segir hún, „ég skil vel, að honum
þykir leitt að valda vonbrigðum
þeim, sem treysta honum. Honum
finnst hann vera svikari við ykkur,
þó vitanlega sé hann það ekki, en
þetta kvelur hann samt og veldur
meltingartruflunum í maganum á
honum.“
„Hvað mig snertir,11 segir ungfrú
Hilda Slocum, „hef ég ekkert álit
á þessari samkeppni ykkar, því að
maður á aldrei að ýta undir ofát
með þessum hætti, en ég á vin-
stúlku, sem heitir ungfrú Violetta
Shumberger, sem gæti komið að til-
ætluðum notum þarna. Hún er
bezta vinstúlka mín frá bernskuár-
unum, en það er bara af því að
mér þykir svo vænt um hana, að
vináttan helst ennþá. Hún er ákaf-
lega sólgin í mat,“ segir ungfrú
Slocum. „Það stoðar ekkert hvað
sem ég segi við hana. Þrátt fyrir
aðvaranir minar og gott fordæmi þá
lifir hún eingöngu til þess að éta.
Mér finnst það viðbjóðslegt, en ég
er farin að sannfærast um, að það
þýðir ekkert að nöldra í henni.“
„Hún er bezta vinstúlka mín enn-
þá,“ heldur ungfrú Hilda Slocum
áfram, „þó að hún geri ekkert nema
éta og éta, og að því sem mér er
sagt eru það býsn, sem hún getur
látið í sig. Hægan-hægan biður mig
að heilsa og segja, að ef ungfrú Viol-
etta Shumberger geti unnið þau át-
afrek, sem ég hef sagt yður frá, þá
sé hún tilkjörin í þetta. Verið þér
sælir,“ segir ungfrú Hilda Slocum
svo. „Þér megið ekki gera ráð fyrir
Hægan-hægan. ‘ ‘
Þessi hugmynd um staðgengil fyr-
ir Hægan-hægan vekur enga hrifn-
ingu, sérstaklega þegar staðgengill-
inn er kvenmaður, sem enginn hef-
ur heyrt getið, og margir gætnari
samborgarar eru helzt á því að bezt
sé að hætta við meistaramótið. En
Hesturinn verður að taka tillit til
þúsund dollaranna, sem hann hefur
lagt í veð, og af því að enginn ann-
ar hefur betri tillögu endar þetta
með því að hann aftalar stefnumót
við drósina, sem ungfrú Hilda Sloc-
um hefur stungið upp á.
Eitt kvöldið kemur hann inn á
Mindys með kvenkyns persónu, sem
er svo feit, að nauðsynlegt þykir að
setja þrjú borð hlið við hlið svo
að hún atandi ekki út af, og svo virð-
ist að þetta sé ungfrú Violetta
Shumbergar í eigin persónu. Hún
virðist vera á að gizka hundrað tutt-
ugu og fimm kíló, en hún er alls
ekki gömul og alls ekki ljót heldur.
Andlitið á henni er á stærð við
skífuna á meðal ráðhúsklukku og
nóg af undirhökum til að gera úr
slökkviliðsstiga, en hún hefur við-
felldið bros og fallegar tennur og
hláturinn er svo innilegur og dill-
andi, að hann feykir rjómafroðunni
af hverri tertu í minnst fimmtán
metra fjarlægð, og vekur gremju
eins gestsins, sem Goldstein heit-
ir, því að þessi maður er einmitt að
éta rjómaköku.
Hesturinn hefur farið með hana
til Mindys til þess að kynna sér át-
tæknina, sem hún notar. Þarna eru
ýmsir fræðimenn viðstaddir til að
dæma um afrekin og hún ávinnur
sér undir eins bezta álit hjá sérfræð-
ingunum. Áður en hún er búin verð-
ur jafnvel Mindy að viðurkenna, að
hún sér matlystug svo af ber, og
afleiðingin verður sú, að ungfrú Vi-
oletta Shumberger er kjörin til að
heyja kappát við Jóel Duffle.
Þú heyrir kannske flugufréttir
um kappátið mikla, sem fer fram
í New York eitt sumarkvöld 1937.
Nú er það svo, að kappát er ekki
nein nýung: Svo að frómt sé frá
sagt þá hefur þess háttar tíðkazt
víðsvegar um land, en þetta er
fyrsta opinbera samkeppnin, sem
háð hefur verið í mörg ár, og vek-
ur lofsamlega athygli á Broadway.
Jafnvel blöðin minnast á sam-
keppnina og þetta er yfirleitt at-
burður, sem mark er á takandi og
aldrei hefur jafnmiklu fé verið
veðjað í sambandi við kappát og eru
veðmálin 6 á móti fimm um að Jó-
el Duffle sigri Violettu Shumberger.
Jóel Duffle kemur til New York
mörgum dögum fyrir einvígið ásamt
drellinum Conway frá Boston og
heimtar að fá að hafa tal af ungfrú
Violettu Shumberger til þess að á-
kveða reglurnar fyrir keppninni, en
hverjum skýtur þá upp, sem þjálf-
ara og ráðunaut ungfrúarinnar öðr-
um en Jónsa Hægan-hægan. Hann
er ennþá horaðri og aumingjalegri
en þegar við Hesturinn hittum hahn
en hann segist vera við þessa beztu
heilsu og að nú vanti sig aðeins þrjú
kíló niður á við til þess að geta
gifzt ungfrú Hildu Slocum.
Það er svo að sjá sem hann sé
þarna kominn fyrir tilstilli ungfrú
Hildu sjálfrar, því að hún segir, að
eftir að hún hafi tælt beztu vinkonu
sína, ungfrú Violettu Shumberger
út í þetta fen þá sé það skylda sín
að gera sitt til að hún vinni, og bezta
ráðið til þessa álítur hún það, að
hún fái að njóta góðs af reynslu og
ráðum Hægan-hægans.
En síðan komumst við að hinu
rétta samhengi málsins og það kem-