Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 48

Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 48
44 JÖLABLAÐ FÁLKANS 1959 að þó ég ætti líf mitt að leysa, gæti ég ekki komið niður einum einasta bita af tertunni, og að hann yrði að bjarga sér sem bezt hann gæti, ef hann hefði veðjað á mig.“ „Ég er hrædd um,“ segir hún, „að Hægan-hægan sé vonsvikinn yf- ir mér, en nú verð ég að gera játn- ingu. Ég gleymi alveg kappátinu," segir Violetta, „og borða miðdegis- matinn eins og ég er vön, súrar grísalappir og súrkál, bara klukku- tíma áður en kappátið byrjar, og,“ segir hún, „það er enginn vafi á að þetta hefur spillt fyrir mér. Svo að,“ segir hún, „í rauninni á ég Hægan-hægan að þakka hvernig fór.“ Mörgum vikum eftir kappátið hitti ég ungfrú Hildu Slocum á Broadway og mér sýnist hún vera talsvert bragglegri en síðast þegar ég sá hana, og þegar ég drep á þetta þá svarar hún: „Já,“ segir hún, „ég er hætt að hafa reglulega matarhæfi. Nú skil ég að karlmönnum geðjast ekki að kvenfólki, sem reynir að forðast óþarfa fitu á áberandi stöðum. Karl- mennirnir vilja hafa eitthvað til að taka í. Það er ekki meira en vika síðan ritstjórinn sagðist vilja bjóða mér út að dansa, ef hann hefði nokkuð til að taka í. Og ég hef mjög gaman af að dansa.“ „En Jónsi Hægan-hægan?“ segi ég. „Ég hef ekki séð hann um tíma.“ „Hann,“ segir ungfrú Hilda Slo- cum. „Ætlið þér að segja mér að þér vitið ekki hvað hann hefur gert, afstyrmið að tarna? Undir eins og hann er orðinn það hress, að hann kemst af sjúkrahúsinu, nemur hann á burt beztu vinstúlku mína, ung- frú Violettu Shumberger, og skrifar bara bréf til mín, þar sem hann er eitthvað að þvaðra um tvær sál- ir og einn hug. Þau eiga heima i Florida núna og reka þar eins- konar veitingastað," segir hún, „en annars gera þau víst ekki annað en éta, ef ég þekki þau rétt.“ „Ungfrú Slocum,“ segi ég, „get ég freistað yðar með kjúkling í sósu a la Mindy?“ „í rjómasósu?" segir ungfrú Hilda Slocum. „Tvímælalaust!“ segir hún. „Og á eftir ætla ég út að dansa við McBurghie. Ég er vitlaus dansa,“ segir hún. ☆ I vanda — Framh. af bls. 23 kraftaverk á henni — og það var barnið þarna, sem var orsök þess. Hún titraði, þegar hún hugsaði til þess, sem hafði gerzt. — Mikið hef ég verið grimm og heimsk, hugs- aði hún með sér. — Þetta er boð- skapur jólanna, — að það mikils- verðasta í heiminum er að elska börnin, — hver svo sem á þau. Hún lá enn á hnjánum við rúm- stokkinn, þegar dyrnar opnuðust og Henry kom inn, undrandi yfir því, sem hann sá. Noel leit til hans og kinkaði kolli, eins og þetta væri ekki nema sjálf- sagt. — Er hún ekki fallag, Henry? spurði hún. Hann lagðist á hnén við hlið henn- ar, en gat engu svarað. — Ég veit ekki einu sinni hvað hún heitir, hélt Noel áfram. -— Rosemary, gat hann loksins sagt. Hún leit á hann. — Hvernig veiztu það? Hann horfði á hana og sagði hik- andi: — Ég hef komið hingað stund- um. Mér þótti gaman að sjá barnið. Ég minntist aldrei á það við þig, vegna þess að . . . Hún rétti fram hendurnar og tók í hendurnar á honum — Nei, þú gazt ekki minnzt á það við mig. Vitanlega gaztu það ekki. — Ég varð svo hræddur, þegar ég kom heim og fann þig hvergi. Og þessvegna kom ég hingað og ætlaði að spyrja Simpson-hjónin hvort þau hefðu orðið vör við þig. Hvað hef- ur komið fyrir? Hún sagði honum alla söguna, og meðan hún var að segja frá, varð vissan um að hún hefið svikizt und- an merkjum enn sterkari. Hann sagði stamaridi: — En er ekki allt eins og það á að vera milli okkar núna? Hún kinkaði kolli og þrýsti and- litinu að öxlinni á honumi — Henry, ef Ruth verður að vera á spítalan- um um stund — getum við þá ekki tekið barnið að okkur þangað til hún kemur heim? — Er þér alvara? spurði hann, enn meir forviða en áður. — Já, svaraði hún. í miðju hjónarúminu lá hvítvoð- ungurinn og teygði úr sér og geisp- aði. Þau horfðu hvort á annað, og öll orð urðu óþörf langa stund. ☆ Bræðurnir þrír — Framh. af bls. 33 kartöflurnar spruttu ekki. En þetta gat Sterkur ekki ráðið við, þó hann væri sterkur. Keisarinn var í stand- andi vandræðum og lét boð út ganga, um að klókasti maðurinn í ríkinu yrði að koma og hjálpa sér. Og innan skamms var Klókur orð- inn innsti kokkur í búri í keisara- höllinni og fékk að ráða öllu, sem hann vildi. Hann lét gera vatnsveit- ur yfir túnin og kálgarðana og nú spratt allt, og um haustið var meira af heyi og kartöflum í ríkinu en nokkurntíma áður. Og allir urðu ríkir. Fjósamennirnir í sveitinni og sendlarnir í borginni græddu svo mikið, að þeir gátu keypt sér bíla, sem voru eins fínir og bíll forsætis- ráðherrans. En svo fór fólkið að rífast um hver væri eiginlega fínastur í rík- inu, og allir rifust, því að allir vildu vera fínastir. — Keisarinn bað Klók um að ráða bót á þessu, en hann gat það ekki. Þá lét hann boð út ganga um að hann yrði að fá að tala við bezta manninn í ríkinu til að stjórna því með sér. Og nú kom Góður í höllina. Hann var í skelfing lélegri skyrtu, en var færður í forsætis- ráðherrakápuna og byrjaði að stjórna. Það fyrsta, sem hann gerði, var að afnema meir en helminginn af öllum lögum í landinu, svo að fólk gæti hagað sér eins og það vildi. Þetta gekk vel um stund. En sumum datt í hug: — Nú getum við rænt og stolið eins og við viljum. Þessi Góður segir ekkert við því. Og nú varð uppreisn í landinu, og keisarinn réð ekki við neitt. Ekki dugði Sterkur, ekki Klókur og ekki Góður. En þá birtist jóladísin allt í einu. Hún heilsaði með óskakvistinum sínum og sagði: — Jæja, keisari, ertu ekki ánægður með neinn af bræðrunum? — Æ-nei, sagði keisar- inn. En hefur þú ekki reynt þá alla þrjá í einu? spurði hún. — Ég ætti kannske að gera það, sagði keisarinn, og svo setti hann Sterk yfir herinn, Klók yfir ríkis- fjárhirzluna og Góður átti að sjá um skólana og börnin, sjúklingana og gamalmennin. Þetta gekk vel og nú var allt í blóma í keisararíkinu. -— Jæja, svona fer það þegar rétt- ur maður er á réttum stað, sagði dís- inin við keisarann. Og svo hvarf hún, og síðan hefur enginn séð hana eða óskakvistinn hennar. ☆ GRÁMANN - Framh. af bls. 33 andlitið. Hestur kóngsins fældist og prjónaði og kóngurinn átti erfitt með að stilla hann. Svo reið hann að hinu horninu, hvort ekki væri vegur þar, en þá kom Grákuflungur á móti honum þar. Og aftur fældist hesturinn. Hvar sem kóngurinn reyndi kom Grákuflungur alls stað- ar á móti honum. Loks missti hann þolinmæðina og kallaði til hans: —- Hvers vegna stöðvar þú mig? Hvað viltu mér? Grákuflungur svaraði: — Þú kemst ekki héðan nema þú lofir að gefa mér fyrstu lifandi veruna, sem þú mætir þegar þú kemur heim til þín! Kóngurinn hugsaði með sér: — Það er alltaf hvíti mjóhundurinn minn, sem kemur hlaupandi á móti mér, þegar ég kem heim. Mér þykir vænt um hann og vil helzt ekki vera án hans, en mér er nauðugur einn kostur. Þessi grámann verður að fá hann. Hann játti þessu og nú var eins og skógurinn opnaðist allur og kóng- urinn sá hylla undir hallarturnana sína í fjarska. Nú reið hann greitt heim til sín, en þegar hann nálgaðist höllina var það ekki litli hundurinn hvíti, sem kom hlaupandi á móti honum, held- ur yngsta dóttir hans. Hann varð úrvinda af sorg, því að hann gat ómögulega fengið af sér að gefa Grá- manni hana. En hann varð að halda loforð sitt og daginn eftir sagði hann elztu dóttur sinni að hún skyldi ríða út í skóg með sér. Þegar þau nálguðust flötina með dökku grenitrjánum í kring, stöðvaði hann hestinn og wnartjt er sagði við dóttur sína: — Haltu á- fram, barnið mitt, og komdu aftur eins fljótt og þú getur og segðu mér hvað þú sást! Dóttirin fór og kóngurinn beið og hafði mikinn hjartslátt. Eftir dá- litla stund kom dóttir hans aftur, og var með afar fallegt men í festi um hálsinn. —- Ég hitti mann í gráum kufli, sem gaf mér þetta, sagði hún. — Hann var góður við mig en sagði mér að fara heim, því að það væri ekki ég, sem hann væri að bíða eftir. Kóngurinn fór með hana heim, mjög hugsandi, og daginn eftir reið hann út í skóg með næstelztu dótt- urina. Og nú gerðist það sama sem í fyrra skitið. Hún kom aftur með fallegt armband, en Grámann hafði sagt, að hann væri ekki að bíða eft- ir henni. Þriðja daginn þorði kóngurinn ekki annað en fara með yngstu dótt- ur sína. Hann beið lengi í skóginum, en hún kom ekki til baka. Svo reið hann út á sléttuna, en sá hvorki dóttur sína né Grámann. Og svo sneri hann hryggur heim í höllina sína. UNDIR eins og yngsta kóngsdótt- irin kom út á flötina kom Grá- mann til hennar og án þess að segja við hana orð fór hann með hana inn í þéttan skóg, og loks komu þau að hárri höll. Þar átti hún að vera og eiga allt það fallega, sem þar var saman komið. Hún sá eitthvað nýtt á hverjum degi og gat unað sér við alla þessa dýrgripi, sem hún hafði eignazt. Hún mátti fara hvert sem hún vildi. En uppi í turnklef- anum var hlemmur í gólfinu, og hann mátti hún aldrei opna, sagði Grámann. Prinsessan kunni ekki vel við sig fyrst í stað, en svo vandist hún um- hverfinu og varð glöð eins og hún hafði verið áður. Hún uppgötvaði Ráðningar Þolinmœði-þraut. Þið færið smáspjöldin í þessari röð: Fyrst 5 á markið, 8 á 5 og svo áfram 7, 10, 9, 6, 10, 9, 11, 7, 9, 10, 6, 11, 7, 9, 8, 5, 10. — Eða 5, 8, 7, 10, 9, 6, 4, 5, 10. Hver á hvaða jarkost? A (6), B (4), C 1), D (3), E (2), og F (5). fálkið ...? í að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.