Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 27

Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 27
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1959 23 voru. Og þau þarfnast Henrys meira nú en nokkurn tíma áður. Þau eru hughraust og reyna að láta hvort annað halda, að þau séu hamingju- söm. Hamingjusöm! Blindur mað- ur og gigtveik kona. — En ég ætla að reyna að bera mig vel í dag. Hún fór inn í svefnherbergið aft- ur til að klæða sig. Henry heyrði, að hún kom og settist upp í rúm- inu. Sólin skein á hann og hárið á honum var bjart eins og gull. Noel fór beint til hans, beygði sig að honum og kyssti hann. Hann tók um hálsinn á henni og dró höfuð hennar niður að kodd- anum við hliðina á sér. — Elskan mín, hvíslaði hann. — Góð og gleði- leg jól! Hún streyttist á móti, þó hún reyndi að láta það ógert. Hann hlaut að hafa fundið það, því að hann sleppti henni strax. — Mér dattt í hug að í ár, byrj- aði hann vanfærinn, . . . að í ár skyldi ég gefa þér gjöf, sem þú gætir notað alveg eins og þú vildir. Hún reyndi að finna viðeigandi svar — vera með — haga sér eins og þessi dagur krafðist. — Hvað er nú það? spurði hún og reyndi að láta forvitnina skína út úr spurn- ingunni. — Það er bara ávísun. Hún er í efstu skúffunni. Hún fór að kommóðunni og dró út skúffuna. Umslagið lá ofan á öll- um vasaklútunum. Allt í einu fékk hún samvizkubit. Hún vissi, hve mikla sálarraun það hafði kostað hann, að gefa henni þessa ópersónu- legu gjöf. Þegar maður elskar mann- eskju, er sönn gleði að því að velta fyrir sér hvaða gjöf geti glatt hana mest. Nú fann hún, að hann hafði gefizt upp við að endurheimta gömlu tengslin við hana. Hún þakkaði hún fyrir peningana og fór inn til að sækja gjöfina handa honum. Hún vonaði, að þetta mundi verða ánægjulegur dagur, en samt var einhver kvíði í henni, undir niðri. Þegar hann hafði þakkað henni fyrir skjalatöskuna og sagt henni að hún væri nákvæmlega eins og hann hefði óskað sér, sagði hann: — Hvernig er veðrið í dag, góða? — Það er hlýtt ennþá. Og sólskin. — Ágætt! Þá fáum við skemmti- lega ferð. Hún sneri sér undan, svo að hann skyldi ekki sjá volæðisvipinn á henni. — Já, svaraði hún. — Manstu þegar við urðum að hafa bitabrúsa í fanginu til að hlýja okkur? — Já, það held ég. En nú vérð ég að komast á fætur, Noel. Hann mundi líka, að drengurinn hafði ver- ið með í ferðinni þá. Noel strauk hárið aftur. — Morg- unmaturinn verður tilbúinn þegar þú ert kominn á fætur. Hún gekk fram í stóra anddyr- ið. Þetta var gamalt hús og öll her- bergin stór. En þegar hún kom fram gerði hún sér ljóst, að erindið hafði verið að vita, hvort hún heyrði ekkert hljóð að ofan. Kannske var það vegna jólanna, að hún var að hugsa um Simpson- hjónin? Kannske hafði jólahelgin gripið hana, þrátt fyrir allt? Nei, hún reyndi að vísa þeirri tilhugs- un á bug. Hún var að hella vatni í ketilinn, þegar hún heyrði að drepið var á dyrnar. Líklega var það pósturinn, sem gerði sér von um að fá skild- ing í tilefni af jólunum. En þegar hún opnaði dyrnar, var það Ruth Simpson, sem stóð fyrir utan, með barnið á handleggnum. Hún brosti til Noel og sagði: — Betra er seint en aldrei, og rétti henni umslag. — Phil hefur legið yfir þessu seint og snemma, til þess að geta lokið því í tæka tíð. Noel kreppti hendurnar. Hún varð svo undarleg. Hún titraði, er hún leit af barninu, sem var vafið í sjal á handleggnum á móður sinni. Hún sá að Ruth tók eftir, að þarna inni var ekkert jólatré eða jólaskreyt- ing. Henni létti, er hún heyrði fóta- tak Henrys bak við sig. Hann rétti höndina yfir öxlina á henni til að taka við umslaginu frá Ruth. — Þetta var einstaklega fallega gert, sagði hann. Hann opnaði umslagið og tók út blað. Noel sá, að það var mynd af Maríu með' Jesúbarnið. Ljómandi falleg teikning og með viðfelldnum litum. Henry tók fast í handlegginn á Noel og sagði: — Er þetta ekki fallegt? Noel heyrði hljóminn í rödd hans, en svaraði viðutan, kuldalega: — Jú, þakka ykkur báðum fyrir. Hún heyrði að Henry var að reyna að breiða yfir, að hún hafði sýnt ókurteisi. — Ég hafði ekki hugmynd um að maðurinn yðar getur búið til svona myndir, sagði hann. — Þetta er verulega fallegt, bætti hann við og horfði á myndina. Og nú hvarf vonbrigðissvipurinn fyrir brosi á andliti Ruth. — Mér þykir svo vænt um, að yður skuli þykja myndin falleg. Phil verður glaður, þegar ég segi honum frá því. Svo fór hún og Henry lokaði dyr- unum hljóðlega á eftir henni. Þögn- in var eins og múr milli þeirra, þangað til Noel hvíslaði, svo lágt að varla heyrðist: — Æ, hversvegna kom hún með það hingað? Hvers- vegna í dauðanum gerði hún það? Henry tók utan um hana og leiddi hana fram í eldhúsið. — Það er sjálfsagt mér að kenna, sagði hann þreytulega? — Hvernig þá það? Hún sneri sér að pönnunni og hellti úr einu eggi á hana, og svo úr öðru. Hún fann, að Henry horfði á hana. — Af því að ég sendi þeim jóla- kort líka, þegar ég var að senda jólakveðjurnar. Þau eru nágrannar okkar, og mér fannst rétt að senda þeim kveðju. Noel svaraði ekki. Hún var sár- reið og aum og þorði ekki að segja neitt, — var hrædd um að hún hefði ekki vald á röddinni. Þau átu morgunverðinn þegjandi. Þau höfðu ekki einu sinni neitt dagblað til að fela sig bak við. Henry sagði: — Við verðum lík- lega að tygja okkur, klukkan er orðin yfir tíu. Hún vissi hvað hann var að hugsa um. Þau þurftu að búa um gjaf- irnar til foreldra hans. Það dróst venjulega þangað til á síðustu stundu. Nú fann hún allt í einu, að hún gat ekki farið í neina heimsókn. Beiskjan fékk yfirhöndina á henni og hinn góði ásetningur fauk út í veður og vind. Hún varp öndinni og sagði: — Þetta er ekki til neins, Henry, mér er ómögulegt að leika í dag. Ég get ekki heimsótt foreldra þína. Hann stóð agndofa og starði á hana. — Þú verður að gera það! sagði hann rólega. Nú missti hún alveg stjórnina á sér, hún varð ofsareið. — Ég hef sagt, að ég vil ekki fara. Hvers- vegna þarf ég að þola svona pynt- ingu hver einustu jól? Láta eins og maður sé að halda hátíð . . . Hann tók um báðar hendur henn- ar: — Þú mátt ekki tala svona. Þú veizt, hve mikið þau hlakka til að við komum. Við megum ekki baka þeim vonbrigði á síðustu stundu, — hún mamma hefur verið að búa sig undir þennan dag í marga daga. Hann var gramur. — Ég vil ekki fara, hvíslaði hún. Hann hristi hana. — Nú er nóg komið af svo góðu, skilurðu það! Fyrst sýnir þú Ruth veslingnum ó- kurteysi — og svo þetta. Nú verð- urðu, aldrei þessu vant, að hugsa ekki aðeins um sjálfa þig. Þú hefur lokað þig inni í sorgartilveru þinni nógu lengi, og nú er kominn tími til að þú farir að hugsa um eitthvað annað. Þú hugsar ekki um neitt nema sjálfa þig. Auðvitað kemur þú með mér, eins og afráðið var. — Hann var reiður. Noel sleit sig af honum. Hvernig dirfðist hann að tala svona við hana? Skildi hann ekki hvað hann var að gera. — Ég vil ekki fara! hrópaði hún. — Þá fer ég einn. Hann sagði þetta þannig, að hún var ekki í vafa um að honum væri alvara. — Mér er sama um það. Farðu bara, farðu, farðu, farðu! Og svo hljóp hún inn í svefnherbergið. Hún settist við gluggann og grét. Hún heyrði að Henry var á gangi inni í stofunni — og svo heyrðist gangdyrunum skellt. Hún heyrði suða í bílhreyflinum — og svo sat hún ein eftir, með alla beiskjuna. Hún vissi ekki sjálf hve lengi hún sat svona og var að vorkenna sjálfri sér. En nú heyrði hún dynk uppi á efri hæðinni og að einhver rak upp vein. Þá rankaði hún við sér. Hún spratt upp — en áður en hún komst að gangdyrunum heyrði hún að barið var á þær og hrópað: „Hjálp! Hjálp!“ Philip Simpson stóð fyrir utan og angistin skein úr augunum á hon- um. Orðin komu eins og foss. Það er Ruth — ketill með sjóð- andi vatni — helltist yfir hana — ég verð að fá léðan síma! Noel fölnaði af hræðslu. — Hann er þarna á borðinu. Ég skal fara upp, sagði hún og hljóp upp stigann. Ruth lá á gólfinu. Stór ketill við hliðina á henni, vatnið flóði yfir gólfið og rauk af. Noel lagðist á hnén — henni varð ekki um sel þegar hún sá hve rauð Ruth var á handleggjunum og háls- inum. Hún hafði brennzt mikið. Hvað átti hún að gera? Bórvatns- bakstur — en hvar átti hún að finna eitthvað hentugt í þá? Hún greip sjal, sem lá á stólbakinu og vafði því utan um stynjandi konuna. Hún heyrði hana segja eitthvað. — Barnið —, stundi hún. Noel varð skelkuð, henni datt fyrst í hug að barnið hefði brennzt líka. Hún reyndi að hugga Ruth með því að þetta væri ekki hættu- legt og að hjálpin kæmi bráðum. Henni fannst eilífð, þangað til hún heyrði fótatak í stiganum. Phil- ip kom inn, hann var náfölur. Hann lagðist á hnén hjá Ruth og þján- ingin skein út úr honum. — Þetta batnar bráðum, læknirinn kemur innan skamms. Noel stóð upp. Hún leit kringum sig, þarna var fátæktin uppmáluð, hvar sem hún leit. Málaragrind var úti í horni — og litaskálpar og penslar á borði hjá. Við hliðina á Ruth var gaseldavél og leifar af búðingi undir henni. Þó að þröngt væri þarna í eld- húsinu var mesta regla á öllu. Þessi súðaríbúð var gerólík íbúðinni henn- ar. Fúablettir voru í loftinu, þar sem leki hafði verið á þakinu. Úr eldhúsinu voru dyr að svefnherberg- inu. Hún leit inn þangað. Þar lá lítið barn í tágakörfu fyr- ir framan hjónarúmið. Hún læddist að vöggunni og horfði á sofandi barnið. Hún heyrði mannamál og fótatak í ganginum og fór fram í eldhúsið aftur. Þar stóðu tveir menn með sjúkrabörur á milli sín. Ruth var lögð á þær og borin út. Annar mað- urinn sagði við Philip: — Það er bezt að fara í jakkann, hann er kaldur úti. Hann jánkaði því viðutan og tók jakka úr skápnum. Noel varð að hjálpa honum í hann. — Barnið! hvíslaði Ruth um leið og hún var borin út. Noel færði sig nær henni og sagði lágt: — Hafið þér ekki áhyggjur af því, — ég skal annast um barnið — ég átti einu sinni lítinn dreng sjálf. Burðarmennirnir kinkuðu kolli. Þá var sá vandi ráðinn. Noel sat yfir barninu allan dag- inn. Gaf því að drekka. Blandaði mjólk, vatni og sykri — mjólkin var í kæliskápnum. Líklega voru það af- borganirnar af honum, sem stund- um var verið að sækja. En þegar hún sá hve flíkurnar barnsins voru vandaðar og hve vaggan var falleg, þóttist hún vita, að fleira en kæliskápurinn hefði ver- ið fenginn að láni. Hana kenndi til er hún hugsaði til þess, hve mikið þessi veslings hjón höfðu orðið að leggja á sig vegna barnsins. Allt, sem barninu kom við, var nýtt og fallegt, en annað í íbúðinni slitið og úr sér gengið og af ódýrasta tagi. Henni leið illa, þegar hún beygði sig niður að vöggunni — endur- minningarnar þyrmdu yfir hana. En nú var hún ekki að hugsa um sjálfa sig. Hún var að hugsa um Henry. Henry, sem hljóp upp stigana, — Henry, sem veifaði annarri hendinni til hennar, með skjalatöskuna í hinni — Henry, sem hafði læðzt á tánum við vögguna, til að vekja ekki drenginn sinn. Henry, sem stóð bak við hana þegar hún hélt á drengnum. Með sælubros á vörunum, — bros, sem aldrei sást núna. -----svo fór barnið að hrína. Mál til komið að þvo því og búa það undir nóttina. Er hún hafði ’ skipt á því lagði hún það í hjóna- rúmið, meðan hún var að finna nýtt lak í vögguna. Kommóðan var mál- uð öllum regnbogans litum. — Þetta hefur Philip gert, hugsaði hún með sér. Hún hengdi rúmfatnaðinn dá- litla stund við ofninn, áður en hún bjó um vögguna. Svo horfði hún lengi á barnið. Og allt í einu fór hún að brosa, henni leið vel núna. Beiskjan var hrofin, en einhver unaðskend fór um hana alla, — hjarta hennar var gagntekið af ást. Það hafði gerzt Framh. á bls. 44.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.