Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 21

Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 21
T At A T?T A XT rÍT T/* 'MG 1 QCÍQ cM4 oM4 -^'4 .$'4 j$>'4 ^'4 jM4 ^J4 .$14 .^4 .$14 jM4 jM4 ^'4 M4 ^'4 ^'4 jM4 ^'4 jM4 cM4 ^'4 ^'4 jM4 ^'4 cM4 ^'4 ^'4 ^'4 ^'4 ^'4 ^14 ^'4 ^'4 ^'4 ^'4 ^'4 ^'4 ^'4 ^'4 ^'4 j3&3&3&§&3i&3&3i&3i&§i&3&3&g&g&g&^ii&^3i&3fca&3&3&a&3te3&a&ai&3i&g&»gi&a&a&§&a»a&á&a&a&afegfeg&a& 17 * 2^ Hve margt er fólkið? Það er fjör og líf á götuliorninu í Litluvík. — Nú er eftir aö vita, hve margar persónur — sýnilegar og ósýnilegar—pið getið fundið á myndinni. Athugið hana vel, það er nefnilega talsvert erfitt að sjá suma, sem þarna eru. Stundum sér maður ekki nema skiigga, stundum aðeins byssuhlaup. — Teljið nú vel og athugið, hve marga þið finnið! — (Ráðning er á bls. 44). owski, svaraði hún afdráttarlaust: — Þessi söguburður er fráleitur. Ég neita ekki að við Stokowski er- um mjög góðir vinir. En að við fær- um að giftast — nei, það kemur ekki til nokkurra mála. En sagan fékk nýjan byr, er þau hittust í Napoli síðar á sama ári og fóru saman á báti til Ravello, skammt þaðan. Samvera þeirra í Ravello var umtalsefni um alla ítalíu og enda víðar. Þegar blaða- menn settust að Stokowski vildi hann tala við þá um allt milli him- ins og jarðar — nema Gretu Garbo. Svo lognaðist þessi ástarsaga út af, og þegar Stokowski kynntist Gloriu Vanderbilt var þáttur Gretu Garþo fyrir löngu á enda skráður. Stokowski tók Gloriu að sér. Hann hélt í höndina á henni. Hún sagði að hann væri einmitt maðurinn, sem hún þyrfti á að halda, maður, sem þekkti lífið og allar þess leynigildr- ur og gæti verið bæði eiginmaður hennar, faðir og ráðunautur hennar og allra dollaramilljónanna hennar. Stokowski varð allt þetta — og dálítið meira. Hann leiddi hana inn í veröld tónlistar og annarra lista og kenndi henni að þekkja lífið. Þau eignuðust tvo drengi, Stanislás, sem er á 9. árinu, og Christopher, á 8. árinu. En allt í einu breyttist þetta. Gloriu fannst gamli maðurinn vera orðinn þreytandi og leiðinleg- ur. Hann vildi sitja heima og tefla skák eða hlusta á Bach og Beet- hoven, þegar hún vildi fara út og skemmta sér. — Ég get ekki eytt æfinni í að horfa á gamla andlitið á þér og hlusta á tónlist, sagði hún. Ég vil njóta lífsins, og ef þú vilt ekki fara út með mér, get ég fundið aðra, sem þykir vænt um að fá að gera það. Hún fékk það sem læknarnir kalla „psykosomatik einkenni klau- strofobíu“ og fór að fá svimaköst og sams konar martröð og hún hafði haft sem barn Næstu mánuðina eyddi hún yfir hundrað þúsund doll- urum í sálfræðinga og taugalækna. Hún hætti að fá hræðsluköstin og náði sér furðanlega. Hún vildi mála, leika, ferðast og umgangast fólk á sínu reki. En Stokowski vildi ekki heyra þetta nefnt, og sagði, að það væri hann, sem hefði kennt henni að þroskast. Það var satt, en leikar fóru svo, að lærlingurinn varð ofjarl meistarans. í janúar 1955 slitnaði loks upp úr hjónabandinu og nú kom ný Gloria fram á sjónarsviðið, eins og fiðrildi úr púpu. Gloria var ekki að- gerðarlaus eftir skilnaðinn. Nokkr- um vikum síðar var hún harðgift leikstjóranum Sidney Lumet, sem lofaði að elska Stokowski-drengina eins og hann ætti þá sjálfur. En nú gerði Stokowski kröfu til drengjanna. Og það hlýtur að hafa verið þraut fyrir Gloriu að þurfa að standa fyrir rétti í sams konar mála- rekstri og forðum hafði staðið um hana sjálfa og spillt sálarlífi henn- ar sem barns. Hún var kornung, þegar hún lýsti tilfinningum sínum, eftir hið fræga hneykslismál, sem hún hafði lifað 11 ára: — Hvenær sem mér leið illa og ég var einmana, óskaði ég að ég ætti föður á lífi, og móður, sem þætti vænt um hann. Ég sagði við sjálfa mig: — Þegar ég verð stór ætla ég að eignast sæg af krökkum og vera svo góð við þau, að þeim líði aldrei illa eða finnist þau vera einmana. Engin börn ættu nokkurn tíma að vera kvödd fyrir rétt. Þegar Gloria Vanderbilt og Stok- owski skildu í október 1955, — hún fékk skilnaðinn í Mexico — kom þeim saman um að drengirnir skyldu vera 5 mánuði ársins hjá honum en sjö hjá henni. Og þegar þau væru hjá henni gat faðirinn far- ið með þá í miðdegisverð heim til sín annanhvern dag. En nú heimtar Stokowski að fá að hafa drengina lengur en Gloria berst gegn því og krefst að hann fái ekki að hafa þá nema 2 vikur á ári, í stað 5 mán- aða. í einu bréfinu, sem hún skrifaði Stokowski skömmu áður en þau skildu, stendur þetta: — Reyndu að skilja þetta, þú skalt aldrei fá að taka drengina frá mér, hvernig sem þú reynir. Því einstrengislegar sem þú heldur fram þínum úrelta mál- stað, því sannfærðari er ég um að draga verður úr rétti þínum til drengjanna. Tilgangur minn — heldur hún áfram, er að fá þig til að skilja, að ég er ekki á þínu valdi.. . Gloria sakaði Stokowski um harð- neskju og ráðríki og sagði, að hann vildi m. a. ráða hvað drengirnir fengi að borða og hvað ekki. Hún sagði, að Stokowski gerði þá tauga- veiklaða og að þeir væru hræddir við hann. Læknirinn Arthur F. And- erson bar fyrir rétti, að Stokowski „færi alltaf á einhverja tiltekna staði með drengina, væri alltaf að skipa þeim að gera hitt og þetta, og færi með þá í löng og þarflaus ferðalög“. Hann var í Varsjava, þegar Gloria mætti í réttinum til að svara ásök- unum hans og berjast fyrir réttinum til drengjanna. Bað hann þá um að Gloria yrði athuguð af geðveikra- læknum. Hún sagði þá, að fyrri heimsóknir sínar til geðveikralækna stöfuðu af þeirri meðferð, sem hún hafði orðið fyrir í málaferlunum út af henni sjálfri, þegar hún var barn. Og við þessu vildi hún hlífa sín- um eigin börnum, sagði hún, og var illa við að lenda í klónum á gífur- tíðindaskriffinnunum. Hún reyndi í lengstu lög að komast að sætt við Stokowski, svo að ekki kæmi til málareksturs. í marz síðastliðnum skrifaði hún Stokowski: — Við meg- um ekki nota drengina sem vopn til að láta persónulegar óskir okkar rætast. Það er framtíð þeirra og þarfir, sem við verðum að hugsa um... En Stokowski vildi ekki fallast á skoðanir hennar og fór í mál. Dóm- arinn úrskurðaði, að öll réttarhöldin skyldu fara fram fyrir luktum dyr- um, vegna drengjanna. En fólk vill fylgjast með deilu þessarra frægu hjóna, og það kann að fara svo, að drengirnir líði jafn mikið við þetta og Gloria gerði fyrir 25 árum. Stokowski heldur því nefnilega fram, að Gloria sé ekki með öllum mjalla, en hún segir, að hann sé harðstjóri og ófreskja. Leopold Stokowski, sem enginn veit hve gamall er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.