Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 41

Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 41
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1959 3í Ég geng í myrkri Blindi rithöfundurinn William Elliott, sem er höfundur þessar sögu. í september í fyrra kom Thomas Regan af sjúkra- húsi í Pretoria eftir bílslys. Hann missti sjónina og fannst lífið einskis virði og ætlaði að fyrirfara sér. En þá hitti hann WILLIAM ELLIOT, sem bjarg- aði lífi hans og skrifaði þessa grein. Þetta var heiður vormorgun, sem gerði lífið unaðslegt, jafnvel þótt maður eigi hvorki peninga né vini — eða skorti heyrn og sjón . . . En ég vissi að unga manninum, sem sat á bekknum hjá mér, leið ekki vel. Vorið hafði engin áhrif á hann, því að hann hafði ekkert að lifa fyrir. Hann hafði ekki sagt neitt um tilfinningar sínar þegar hann kom í matsöluna til frú Rodriguez tveim dögum áður. Hann þurfti ekki að segja neitt. Þetta lá í loftinu kring- um hann. — Þessi undarlega til- finning, að hann langaði til að deyja, að hann hefði misst allt sem hann átti. Ég þekkti þessa tilfinningu vel, því að ég hafði upplifað þetta sama fyrir fimm árum, Þá hafði ég komið til Laurenco Marques, af því að allt var hrunið kringum mig. Þá var það ég sjálfur, sem hafði ekki neitt að lifa fyrir. — Yndislegt veður, sagði ég til að segja eitthvað við unga mann- inn. Ég vissi, að hann hét Thomas Regan og kom frá Pretoria. Frú Rodriguez, ekkja fiskimannsins, sem hafði drukknað þarna fyrir utan fyrir sjö mánuðum, hafði sagt mér nafnið hans. Regan urraði: — Ilmurinn er nógu góður. En hvað stoðar fallega veðrið, þegar maður sér ekkert. Maður væri betur dauður. Ég færði mig nær honum og sagði: — Fjöldi manna er blindur og hugs- ar þó ekki svona. Við skulum labba spölkorn hérna í fjörunni! Ég skal lýsa þessu fyrir yður .... Ég gaf Regan ekki tækifæri til að neita, heldur tók undir hand- legginn á honum og leiddi hann af stað. Ströndin er í hálfhring kring- um Lourenco Margques, og á leið- inni lýst ég öllu fyrir Regan. Börn- unum, sem voru að leika sér í heit- um sandinum, bátnum með rauðu seglunum úti á sjónum, fiskibátun- um, sem voru að fara í róður og flutningaskipunum tveim, sem voru að afferma. Við gengum upp í bæinn, og ég held að ég hafi verið símalandi alla leiðina, nema kannske eina mínútu eða tvær. Um hádegið fórum við aftur heim í matsöluna, og eftir matinn ætlaði hann að hvíla sig um stund. Ég fór út á svalirnar og sett- ist og smáblundaði í sólskininu þeg- ar ég heyrði einhvern reka sig á stól. Ég kallaði: — Halló, Regan! Komið þér og talið við mig mér til skemmtunar. Ég er hérna. Bíðið þér við — ég skal koma og hjálpa yður .... Þessi gjörfulegi, 26 ára maður settist í stólinn og tók vindlinga- bréf upp úr vasanum og sagði: — Þér eruð hugulsamur maður, Elliot. Aldrei datt mér í hug, að ég mundi eignast vin hérna. En þér eruð af- bragð. — Ég þykist vita, hvernig yður muni líða, sagði ég. — En hrindið frá yður öllum sjálfsmorðshugleið- ingum. Það er engin lausn á vanda- máli að fyrirfara sér .... Hann svaraði undrandi: — Hvern- ig í ósköpunum vitið þér að .... ég hef verið í þeim hugleiðingum? — Ég veit það ekki, sagði ég, —• ég finn bara á mér að .... — Það er satt. Ég hef verið í þeim hugleiðingum, sagði hann eftir langa þögn. — Ég kom hingað til að strjúka frá tilverunni. — Þér getið strokið frá öllu í heiminum, sagði ég. — Nema frá sjálfum yður .... — Eruð þér prestur? spurði hann varfærnislega. Ég brosti. — Nei, ekki er ég það. Ég er rithöfundur núna. Ég skrifa smásögur, aðallega ástarsögur um gott fólk, — fólk, sem lifir í draum- heimum. En einu sinni var ég eim- reiðarstjóri á járnbraut. Ég stýrði lestum í Suður-Afríku, sérstaklega Bláu lestinni, lúxuslestinni, sem gekk milli Cape Town og Johannes- burg. Mig hafði alltaf langað í þetta starf. Alla drengi dreymir um að verða lestarstjórar, á einhverju skeiði uppvaxtarins. — En hversvegna hættuð þér því þá? spurði Regan. — Hversvegna hafið þér grafið yður niður hérna í Lourenco Marquez? Ég kveikti í vindlingi og teygði úr mér. Svo sagði ég lágt: — Ég fór hingað af sömu ástæðu og þér, Regan. Ég fór hingað til þess að gleyma sjálfum mér. Ég var líka að hugsa um að farga mér, hér einu sinni. Regan sagði ekkert, en ég heyrði, að hann hrökk við. — Hlustið þér nú á, hélt ég á- fram. — Þegar ég kom hingað hitti ég mann, vin getur maður kallað hann, og við fórum að tala saman og kynntumst. Ég sagði honum allt, sem mér datt í hug, allt, sem lá þungt á mér, hvers vegna ég hefði komið hingað og hvað ég ætlaði mér að gera. Það dugði. Mér dugði ekki að reyna að strjúka frá sjálf- um mér, heldur að reyna að finna sjálfan mig. Maður getur aldrei strokið frá sjálfum sér — jafnvel þó maður flýi frá lífinu ... — Eitthvað hörmulegt hlýtur að hafa komið fyrir yður, sagði Regan. — Þetta, sem kom fyrir mig, er í rauninni ofur algengt með sjó. — Morgunbátarnir eru að koma að núna. Það er alltaf svo hressandi og fallegt niður við sjóinn um þetta leyti. Mér finnst þetta bezti hluti dagsins hérna ' Austur-Afríku. Ég vissi að Regan var ekki hætt- ur að hugsa um dauðann. Bara að ég hefði einhverja hugmynd um hvers vegna hann hafði komið hing- að til Lourenco Marque. Fólk kom hér aðeins af tveimur ástæðum: annað hvort til þess að hvíla sig eða til þess að flýja undan einhverju — undan lögunum eða frá kven- manni. Síðar komst ég að raun um að Regan hafði flúið frá stúlku, sem þótti vænt um hann. Það var eitthvað hátíðlegt yfir honum, og í rauninni vorkenndi hann ekki sjálfum sér. Kannske var það ástæðan til þess að ég varð svo forvitinn um hann. Ég hafði sjálf- ur upplifað þetta sama. Um kvöldið eftir að Regan var háttaður, bað ég frú Rodrignez um að hjálpa mér. Ég þurfti ekki að ganga eftir henni, því að hún var góð manneskja og nærgætin, og hafði sjálf reynt margt misjafnt um æfina. Hún kallaði á Rósu dóttur sína, ellefu ára gamla, og útskýrði fyrir henni hvað ég vildi. Daginn eftir, þegar við Regan fórum út að ganga gekk Rósa hin- um megin við hann og hélt í hönd- ina á honum og masaði í sífellu, þó enskan hennar væri ekki burð- ug. Stundum var hann að leiðrétta verstu ambögurnar hjá henni. — Ég ætlaði að verða kennarí, sagði hann, en komst að þeirri nið- urstöðu, að ég mundi hafa meir upp úr mér ef ég yrði bankaritari. Ég vann í banka, þegar ég ... varð fyrir ... slysinu. Ég hafði þekkt Regan í þrjár vik- ur áður en hann sagði mér nánar frá því slysi. Hann var trúlofaður stúlku, sem hét Jeanne Cameron, yndislegri stúlku 24 ára, og eigin- lega höfðu þau ætlað að giftast í desember, eða eftir tvo mánuði. En eitt kvöldið, er hann var á heimleið í bílnum sínum, varð hann að stýra út af til þess að komast hjá að aka yfir barn, sem kom hlaupandi út á veginn eftir boltanum sínum. Og um leið rakst hann á vörubíl. Bíll Regans brotnaði mikið, og þegar hann fékk meðvitundina lá hann mikið meiddur í sjúkrahúsi. Verst var að hann hafði misst ann- að augað og var svo meiddur á hinu, að það eina, sem gat kannske bjarg- að því, var uppskurður. En upp- skurðurinn gaf ekki þann árangur, sem læknarnir höfðu vonað. — Jeanne var yndisleg, sagði Regan. — Það var úti um starf mitt í bankanum. Ef hún hefði gifzt mér úr því sem komið var, hlaut hún að gera það af meðaumkun eingöngu og síðan iðrast eftir það. Ég taldi, að það eina rétta, sem ég gæti gert, væri að hverfa henni sjónum. Þetta sagði ég móður minni, og sagðist mundu fara og ekki koma aftur. Og ég lét engan vita hvert ég færi. — Svona var nú það, sagði Reg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.