Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 47

Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 47
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1959 43 ur á daginn, að McBurghie ritstjóri hefur áhuga á málinu, og þegar hann uppgötvar að ungfrú Hilda Slocum hefur ekki, þrátt fyrir til- lögur hans, viljað láta Hægan-hæg- an taka þátt í samkeppninni sjálfan heldur senda staðgengil fyrir sig, þá verður hann talsvert æstur og gerir þá kröfu að Hægan-hægan þjálfi Violettu. Auk þess fréttum við, að þegar Hægan-hægan komi til baka á lög- heimilið Slocum eftir þjálfunartíma með Violettu þá hafi ungfrú Hilda Slocum jafnan þann sið að þefa af ásjónunni á honum til að grennsl- ast eftir hvort hann hafi ekki étið neitt í kennslustundinni. Jóel Duffle er hár dólgur, slyttu- legur og með angurværa ásjónu og virðist ekki einu sinni geta étið upp úr vínarbrauðspoka, en undir eins og hann fer að ræða um tilhögun kappátsins sjáum við, að hann veit hvað hann syngur. Hægan-hægan segir berum orðum, að það megi heyra á tali Jóels að hann sé hættu- legur andstæðingur, og hann segir, að þó að ungfrú Violetta Shumberg- er eigi glæsilega framtíð sem át- vagl, þá geti það reynst hættulegt, að hún hafi of litla æfingu. Jóel Duffle leggur til að kappáts- matseðillinn nái yfir tólf rétti, soðna að amerískum sið. Hvor þátttakand- inn kýs sex rétti og ákveður um leið hve stór rétturinn sé, og skal hverjum rétti svo skipt í tvo jafn- stóra hluta. Og eftir að Hægan-hæg- an og Violetta hafa pískrað eitt- hvað saman, segist hún fallast á þetta. Hesturinn varpar hlutkesti um hvort eigi að kjósa fyrst og hlutur Jóels kemur upp og hann velur tvo lítra af þroskuðum ólívum, tólf búnt af stöngulselju og tvö kíló hnetukjarna til skipta á milli þeirra. Ungfrú Violetta velur tólf tylftir af ostrum fyrir annan rétt og Jóel stingur upp á átta lítrum af Phila- delphia-piparsúpu sem þriðja rétt. Svo pískra þau Violetta og Hæg- an-hægan eitthvað saman og hún velur hálft þriðja kíló af karfa — haus og sporður ekki talið með, og Jóel Duffle kýs steiktan kalkúna, ellefu kíló. Grænmetið skal. talið sérstakur réttur og ungfrú Violetta Shumberger biður um sex kíló af kartöflustöppu með brúnni sósu. Jóel Duffle biður um tvær tylftir af maískólfum og Violetta svarar með tveimur lítrum af hvítum baun- um. Jóel Duffle nefnir þá tólf búnt af aspargus, soðnu í smjöri, og Viol- etta heimtar fimm kíló af bauna- stöppu. Nú er komið að salatinu og Jóel Duffle á völina og heimtar þrjú kíló af blaðsalati með venjulegu viðsmjöri og ediksblöndu, og nú fellur það í skaut Violettu að kjósa ábætirinn. Hún ákveður súkkats- tertu, sem sé hálfur metri í þvermál og ekki minna en átta sentimetra þykk. Þau sættast á að allt skuli étið með hnífi, gaffli eða skeið, og að engin takmörk séu sett um tímann nema þau að aldrei megi líða nema tvær mínútur milli bitanna nema þau fái hiksta. Þau mega drekka hvað sem þau vilja og hversu mikið sem þau vilja, en það er ekki reikn- að með, en dómararnir vega það, sem þau skilja eftir á diskinum en ekki það, sem þau klína utan á sig nema það sé meira en þrjátíu grömm. Sá, sem tapar, á að borga matinn, en ef bæði eru jöfn í leiks- lok skal þegar í stað keppt til úr- slita með fleski og eggjum. Keppnin fer fram í matsalnum yf- ir veitingasalnum hjá Mindy, sem er lokaður fyrir venjulega gesti í til- efni af athöfninni, og aðeins þeir, sem eru við þetta riðnir, fá aðgang að keppninni. Keppendurnir sitja hvor á móti öðrum við stórt borð í miðjum salnum, og þrír þjónar bera á borð fyrir þá. Áhorfendurnir mega ekkert segja og ekki gefa ráðleggingar. Þátttak- endur í kappáti mega vitanlega tala saman ef þeir vilja, en átvögl, sem kunna sig, eru ekki vön að nota þetta því að það er ekki nema orku- sóun að vera að rabba, svo að það eina, sem þeir segja, er gerðu svo vel að rétta mér sinnepið, eða þess konar. Nálægt fimmtíu drellirar frá Bost- on eru viðstaddir og álíka margir frá New York hafa fengið aðgang, meðal þeirra McBurghie ritstjóri, og hann kemur til Hestsins og spyr hvort hann sé ekki jafnviss um ung- frú Shumberger og hann var um hestana á brokkbrautinni forðum. Hægan-hægan er kominn snemma og það er gömlum vinum hans og aðdáendum sannkölluð raunasjón að sjá hann svona aumingjalegan, en hann segir við Hestinn og mig, að ungfrú Violetta Shumberger sé tals- vert líkleg til að vinna. „Hún er vitanlega græn,“ segir hann. ,,Hún hefur ekki fengið neina keppnisþjálfun, en það er ekkert út á stílinn að setja! Ég get ekki hugsað mér fegurri sjón en að sjá hana éta. Og henni líkar einmitt sami maturinn og mér, þegar ég fékkst við þetta, og hún er einstak- lega góð og alúðleg líka. Og svo brosir hún svo fallega,“ segir Hæg- an-hægan. „En,“ segir hann, „hún er bezta vinstúlka unnustunnar minnar, ung- frú Hildu Slocum, svo að við tölum ekki meira um það. Ég reyni að fá Hildu til að koma og horfa á, en hún segir, að það sé viðbjóðslegt. Að minnsta kosti,“ segir hann, „tekst mér að ljúga mér út nokkr- ar kringlóttar og þeim veðja ég á ungfrú Violettu Shumberger. En meðal annarra orða,“ segir hann, „taktu eftir því við tækifæri hve fallega hún brosir.“ Hægan-hægan fær sér stól og sezt þrjá—fjóra metra fyrir aftan ung- frú Violettu Shumberger, því að dómarinn vill ekki að hann sé nær henni, og svo er hann áminntur um að það sé óleyfilegt að gefa kepp- endunum ráð eða bendingar, en það veit Hægan-hægan betur en nokkur annar, og auk þess virðist hann svo máttfarinn, að hann geti ekki einu sinni hvíslað. Þrir dómarar hafa verið kvaddir til frá hlutlausum stöðum, einn frá Baltimore, Maryland, sem heitir Packard. Hann er veitingamaður. Annar frá Providence, Rhode Is- land, Cropper að nafni og er bjúgna- gerðarmaður og þriðja er roskin kona, sem heitir ungfrú Rabarba. Hún er frá Philadelphia og rak þar um skeið matsölu fyrir leikara. Hún er viðurkennd sérfræðingur í áti. Mindy gefur merkið klukkan 20.30 stundvíslega. Menn eru ennþá að veðja í óða önn, en nú verður að hætta því, og Mindy segir: „Tilbúinn, Boston? — Tilbúin, New York?“ Og ungfrú Violetta Shumberger og Jóel Duffle kinka bæði kolli og Mindy segir: „Af stað!“ Og nú er kappátið byrjað og Jóel étur sig þegar í forustu með selju, ólívum og hnotum. Okkur skilst bráðlega, að Jóel er einn af þeim, sem ekki er að súta hvernig hann lætur matinn ofan í sig, og maður, sem hægt er að heyra éta í langri fjarlægð, sérstaklega þegar hann étur súpu eða skeldýr. Hann er líka einn af þeim, sem ét- ur með augnabrúnunum, það er að segja: þær ganga upp og niður, þeg- ar hann étur, að það eitt fyrir sig hvernig hann hleypir brúnunum upp í hársrætur, sýnir, að hér er ekkert. miðlungs átvagl á ferð. Sannast að segja vekur það, hvernig hann étur fyrstu réttina, alls ekki litlar áhyggjur hjá Broad- waymönnunum, og maður heyrir þá pískra um sín á milli, að gaman væri nú að hafa þann gamla og góða Hæg- an-hægan við borðið. En persónu- lega aðhyllist ég átlag ungfrú Viol- ettu Shumberger, rólega en með góðri lyst. Fyrst í stað miðar henni að vísu miklu hægar en Jóel, því að hún nýtur matarins miklu bet- ur en hann, en eftir því sem þau éta sig lengra sækir hún á og það dregur saman með þeim, og ég sé, að þetta stafar ekki af því að hún hafi hert á sér, heldur af því að það dregur af honum. Loksins, þegar kalkúninn kemur á borðið og er klofinn í tvennt, kem- ur hundssvipur á ungfrú Violettu Shumberger, og í fyrsta sinn opn- ar hún munninn til að segja eitt- hvað: „Þeir hafa svikizt um að láta inn- an í hann!“ segir hún. En enginn hefur tekið fram að epli og sveskjur skuli vera í kalk- únanum, svo að matsveinninn hefur ekki hirt um það, og ungfrú Violetta Shumberger er svo bersýnilega von- svikin, að Boston-drellirarnir fara að ókyrrast. Þeir sjá, að persóna, sem getur stungið jafnmiklu af mat inn um ásjónuna á sér og ungfrú Violetta Shumberger og vill fá magafylli í kalkúnan í þokkabót, er enginn liðléttingur. Það leynir sér ekki, að Jóel sjálf- ur hefur orðið hissa, er ungfrú Viol- etta fer að minnast á fylluna, og hann lítur á hana með virðingar- svip, er hún mokar í sig hálfa kalk- únanum, kartöflustöppunni og öllu hinu með svo mikilli áfergju, að nú geta þau byrjað á súkkatstertunni á nákvæmlega sama tíma. Á þessu augnabliki er sannarlega ekki gott að segja hvort þeirra muni vinna. Dómarinn frá Baltimore leiðir at- hygli hinna að* kalkúnalæri, sem hún að hans áliti hefur ekki nagað eins vel og Jóel Duffle, en þessari aðfinnslu er vísað á bug. Nú rogast þjónarnir inn með tert- una, og það er ekki vafi á, að hún er óvenjulega stór. Hvað breiddina snertir þá er hún svipuð loki á sorpræsisbrunni, og ég tek eftir að einhver undarlegur svipur kemur á Jóel Duffle, þegar hann lítur á tertuna, og ef ég á að segja það eins og það er, þá verður ungfrú Violetta Shumberger eitthvað skrítin á svip- inn líka. Svo er tertunni skipt í tvennt og annar helmingurinn borinn fyrir ungfcú Violetta Shumberger og hinn fyrir Jóel Duffle, og hann hefur ekki fyrr innbyrt bita en hann sýpur gúlsopa af vatni og slakar á mittisólinni. Þá skil ég, að hann er farinn að finna til magans og að tertan muni ráða úrslitum, og um leið óska ég að ég ætti meiri pen- inga til þess að veðja á ungfrú Viol- ettu Shumberger. En í sömu and- ránni, og áður en hún bragðar á tertunni, snýr hún sér allt í einu að Hægan-hægan og bendir honum og hvíslar einhverju að honum. Um leið sprettur Boston-drellir- inn Conway upp og segir svik, og sama segja fleiri af Boston-drellir- unum. Jóel Duffle segir það sama, en eftir á verða jafnvel Boston- drellirarnir að játa, að Jóel Duffle sé ekki galant, að segja svona við dömu. En að minnsta kosti verður tals- vert uppistand og dómararnir bera saman ráð sín og komast að þeirri niðurstöðu, að úr því að ungfrú Violetta Shumberger sé ekki enn byrjuð á tertunni, hafi hún að minnsta kosti ekki sýnt neina svik- semi í átinu. En að öðru leyti segja þeir, að áður en þeir geti skorið úr hvort um brot á reglunum sé að ræða, verða þeir að vita hverju ungfrú Violetta Shumberger hvíslaði að Hægan-hægan og hvort hún hafi spurt hann ráða, og dómarinn frá Providence, Rode Island, spyr hvort Hægan-hægan vilji gera svo vel að segja þeim hvað ungfrú Violetta Shumberger hafi sagt, svo að þeir geti fellt úrskurð. „Hún,“ segir Hægan-hægan, „spurði bara hvort ég gæti útvegað henni svolítið meira af þessari tertu, þegar hún væri búin með bitann, sem er fyrir framan hana.“ Um leið leggur Jóel Duffle frá sér hníf og gaffal og ýtir frá sér fatinu, sem aðeins tvær sneiðar eru eftir á, og segir við Boston-drellirana: „Herrar mínir,“ segir hann, „ég er hættur. Ég kem ekki nokkrum bita niður í viðbót. Þið hljótið að viðurkenna, að ég hef barizt eins og hetja, en,“ segir hann, „það þýð- ir ekki að keppa við kvenmann, sem heimtar meiri tertu áður en hún byrjar á hleifnum, sem hún hefur fyrir framan sig. Ég er sama sem dauður fyrir löngu, og ég kæri mig ekki um að gera út af við sjálfan mig í vonlausri baráttu.“ Þetta er sama sem skilyrðislaus uppgjöf, og Hægan-hægan bröltir upp á stól og segir: „Ferfalt húrra fyrir ungfrú Viol- ettu Shumberger!“ Fyrsta húrraópið kemur frá Hæg- an-hægan sjálfum, en það kemur á daginn, að hann hefur oftekið sig og fellur í ómegin niður af stóln- um í sama augnablikinu og Jóel Duffle missir meðvitundina þar sem hann situr á stólnum, og læknarnir á spítalanum, sem þeir eru fluttir á, verður mjög forviða er þeir fá tvo sjúklinga úr sama staðnum, ann- an meðvitundarlausan af sulti, en hinn af ofáti. Loks er þessu uppistandi lokið og við getum innheimt veðféð, og við tökum ungfrú Violettu Shum- berger að okkur og förum með hana niður í veitingasalinn á neðri hæð- inni til að fá okkur svolítinn auka- bilta, og hún talar þannig um hinn glæsilega sigur sinn, að heyra má, að hún þakkar Hægan-hægan úrslit- in að miklu leyti. „Þið skiljið,“ seg- ir Violetta, „að ég hvíslaði að hon- um, að ég væri þrotin. Ég hvíslaði,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.