Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 33

Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 33
JÓLABLAÐ PÁLKANS 1959 29 I íslenzkum annálum segir frá því, að ernir hafi rænt börnum, og til skamms tíma mun hafa verið á lífi hér á landi kona, sem á barnsaldri lenti í flugferð í arnarklóm. Suður í Alpafjöllum hefur þetta komið fyrir eigi sjaldan á síðari árum. ÐX»ARINO Mosele, 3 ára sonur ít- alsks skógarhöggsmanns, var að leika sér skammt frá Vicenza á Norður-Ítalíu 6. maí, en foreldrar hans og Teresina systir hans voru að fella tré skammt þar frá. Þau gáfu drengnum ekki sérstak- ar gætur; töldu hann öruggan þar sem hann var að leika sér að greni- könglum og öðru í skóginum. En allt í einu var hann horfinn! Þau fóru að leita hans, en fundu ekki. Og svo báðu þau um hjálp. Hundruð manna, bændur, lög- regla, herlið og ferðamenn tóku þátt í leitinni. Jafnvel þefhundar lögreglunnar fundu enga slóð. Eftir að leitað hafði verið heila nótt, heyrði einhver barnsgrát hátt uppi í fjalli. Og þar fannst snáðinn, nærri því allsnakinn, uppi á 4300 feta háum fjallstindi. Hann var ósærður, en hafði orðið ofsahræddur, sem von var til. Örn hafði komið og hremmt dreginn og flogið með hann upp á tindinn. Fötin höfðu rifnað utan af honum á leiðinni. Nokkrum mínútum eftir að móðir hennar hafði sett Veronique Ouhet, eins árs, í vögguna við bakdyrnar á húsinu sínu í svissnesku Ölpunum einn morguninn fyrir tveim árum, heyrði hún hundinn gelta og fór út aftur. Henni datt strax barnið í hug. Og þegar hún kom út, var vaggan tóm. Hún kallaði þegar á hjálp, og grannarnir komu hlaup- andi og fóru að leita. Hundurinn hélt áfram að gelta og tók á rás upp í fjall, og menn frá Verozzas- þorpi eltu hann. Lögregluhundar voru fengnir líka, en þeir fundu enga slóð. Það var líkast og barnið hefði orðið uppnumið. Og einhver fór að hafa orð á, að líklega hefði örn hremmt barnið, en enginn vildi trúa því. Það væri ekki nema þjóðsaga, að ernir tæki börn, og þarna var enginn, sem nefnt gæti dæmi um að þetta hefði nokkurntíma skeð. En hundurinn gafst ekki upp. Hann hélt áfram upp hlíðina og leitar- mennirnir eltu hann. Þeir voru um 50 metra á eftir hundinum og komnir í 3000 feta hæð, þegar hundurinn gelti ákaft og þeir heyrðu vængjaþyt. Þeir greikk- uðu sporið, og allt í einu kom afar- stór örn svífandi niður að höfðinu á þeim og reyndi að hrekja þá burt. Hreiður arnarins hlaut að vera þarna nærri, úr því að örninn lét svona. Mennirnir vörðust með staf- prikum sínum, og sáu von bráðar barnið, sem lá á klettasyllu fyrir ofan þá. Fötin höfðu rifnað utan af barn- inu, og það var með mörg sár eftir Svisslendingu með alpahorn. Þeir nota þau m. a. til að kalla á hjálp, þegar slys ber að höndum. arnarklærnar. Það var ekki um að villast, að örninn hafði stolið barn- inu og flogað því þangað sem það var komið. Þrátt fyrir þessa atburði, neitar margt fólk í Sviss, Ítalíu og Frakk- landi því enn, að ernir hremmi börn. Það segir, að erninum sé kennt um það, sem mennirnir geri. í þessum tveimur tilfellum var það sannað, að örn hafði verið að verki. Franskur fuglafræðingur varð til þess að rannsaka barnarán arnarins, og gat spurt uppi níu tilfelli, auk þeirra, sem hér hefur verið sagt frá. Fuglafræðingur þessi, sem heitir Pierre Lamoureux, spurði uppi og fékk staðfest, að ernir hefðu rænt níu börnum, á aldrinum 3—6 ára. í fimm tilfellunum höfðu lík barn- anna fundizt, en fjögur barnanna hafa ekki fundizt enn. Eitt einkennilegasta tilfellið, sem Lamoureau segir frá, varðar fjögra ára gamlan dreng, Roger Voeffray, sem átti heima í sama þorpinu og Vertonique Ouhet, nefnilega Veroz- zas. Hann lenti í arnarklóm árið 1947. Hann var að leika sér að húsa- baki, en móðir hans var í eldhús- Mariano Mosele, sem var hremmd- ur af erni 3 ára, og fannst uppi á fjalli í 4300 feta hœð — lifandi og lítt skemmdur. inu. Eftir að móðir hans hafði at- hugað, hvort honum mundi óhætt þar sem hann var, hljóp hún út í búð til að verzla. Barnið gat ekki komizt út úr portinu, sem það var í, því að fimm feta hár múrveggur var í kring. Þegar hún kom aftur, eftir tíu mínútur, var barnið horfið. Lögregl- an athugaði múrgarðinn og þar sá- ust þess hvergi merki að barnið hefði komizt yfir. Þar var enginn stigi eða kassi, sem drengurinn hefði getað notað til að komast yfir. Sex ára systir hans var að leika sér inni. Hún sagðist hafa heyrt hann hljóða og líka hafði hún heyrt vængjaþyt. Hún fullyrti, að örn hefði tekið drenginn. Lamoureux segir, að enginn hafi viljað trúa því, sem barnið sagði. Leitað var að drengnum í tvo mán- uði, en árangurslaust. Loks fannst arnarhreiður hátt uppi í fjalli og örn réðst á mennina sem nálguðust það, en þeir vörðu sig með stöfun- um sínum. Þeir fundu leifar af barnslíki við hreiðrið, og það var Roger Voeffray. Líkið þekktist á því, að Roger hafði fótbrotnað þeg- ar hann var tveggja ára. En leitarmenn fundu fleira. Þeir fundu beinagrind af 3 ára telpu á sama stað. Lögreglan sá, að þetta hlaut að vera lík smátelpu, sem horfið hafði á dularfullan hátt af leikvelli fyrir tveimur árum. — Og ofar í fjallinu, við afrækt arnar- hreiður, fannst höfuðkúpa af 5—6 ára gömlu barni. En þarna hafði enginn drengur horfið síðustu árin. Lamoureux komst að þeirri niðurstöðu, að þetta mundi vera af sex ára dreng, Al- bert Amuquet, sem horfið hafði 1937. Hann hafði aldrei fundizt. -----En það er víðar en í Alpa- fjöllum, sem ernir hremma börn. Þann 23. júlí 1955 lagði móðir fjög- urra gamalt barn sitt á teppi í garði nálægt Izmir í Tyrklandi. Hún var ekki nema tuttugu fet frá barninu er örn kom fljúgandi, hremmdi barnið og flaug burt með það. En örninn hafði ekki náð nógu föstu haldi og missti barnið úr tíu feta hæð. Reyndi hann að ná því aftur, en móðirin greip prik, sem lá þar skammt frá og gat komið höggi á bak erninum. Hann flaug þá upp og fór marga hringa kringum barn- ið en flaug svo burt. Barnið slas- aðist ekki alvarlega, en margar smá- skeinur voru á því eftir arnar- klærnar. Árið 1954 var 14 mánaða barn, Mary Flore, í leikgrind á sveitabæ einum í frönsku Ölpunum. Allt í einu kom örn fljúgandi að grind- inni. En hundurinn réðst að honum og varð löng viðureign milli þeirra. Faðir barnsins sá hvað um var að vera og kom hlaupandi. Hann náði í byssu sína og gat sært örninn, sem lagði á flótta. Eitt skrítnasta tilfellið af þessu tagi gerðist árið 1956, er nokkrir fjallgöngumenn fundur arnarhreið- ur með ungum í. Þeir höfðu tekið ungana og látið þá í kassa þegar arnarhjónin komu aðvífandi. Giu- seppe Demorell og Francisca Ma- rone gripu til stafa sinna og hugð- ust reka ernina á flótta. En svo fóru leikar, að þeir urðu að flýja sjálfir. Það logblæddi úr báðum, eftir sárin, sem þeir höfðu fengið. Loks komu þeir auga á skúta, sem þeir gátu skriðið inn í. Þar biður þeir klukkutíma, unz þeir héldu að ern- irnir væru farnir. En þegar þeir skriðu fram, kom assan að vörmu spori og réðst á þá á ný. Hún læsti klónum í axlirnar á öðrum þeirra. Þegar hann datt, gat hinn komið höggi á örninn, svo hann varð að sleppa takinu. Mennirnir tóku til fótanna .... Þeir voru ekki komnir langt, þeg- ar tveir stórir steinar lentu á þeim. Og svo rigndi yfir þá grjótinu frá örnunum. Báðir mennirnir voru að- framkomnir af blóðmissi, er þeir komust undan. En ernir ráðast alltaf á þá, sem koma nærri hreiðrunum þeirra. Ár- ið 1945 lenti 500 dátum úr 3. amer- íska hernum saman við tólf erni, sem réðust á þá og töfðu fyrir þeim í 3 tíma!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.