Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 53

Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 53
tAt A t>t *t\ I t TT A AJQ 1 Q c Q ^M4- 4'k. ^Uf. .$14. .$14. ^ifc. SY-c. £Vz- j&b. .$14. -$14. -áífcM4. -$14- cM4- .$14. .$'4. jMfc .$14. .$14. cM4- cM4- .$14. cM4- .$14. jM4. jM4. .$14. .$14. cM4- ^M4- cM4. jM4- cM4- .$14. jM4- .$'4. .$'4. jM4- a q j uij aillí aij .FAL/iYAiNð íyoy Eg geng í Frh. af bls. 37. an. Ég sat um stund þegjandi og gat ekkert sagt. — Það var leiðin- legt að þú skyldir aldrei hitta Ge- orge Welsh, sagði ég loksins. — Þið hefðuð átt vel saman, báðir jafn angurværir og vonlausir og fullir af sjálfsmeðaumkvun. — Ég aumkva ekki sjálfan mig, sagði Regan byrstur. — En mér fannst ekki rétt, að láta blindan mann verða konu til byrði. — Alveg eins og George Welsh sagði. Flónið að tarna. Stúlkunni hans var alvara að hjálpa honum. En hann komst ekki að raun um það fyrr en um seinan. — Hver var þessi Welsh? Og hvað var það, sem kom fyrir hann? spurði Regan forvitinn. Mér fannst ákefðin skína út úr rödd hans. — Þetta var í fyrsta skipti, sem ég varð þess var, að hann sýndi ein- hverju áhuga. — Welsh vann með mér, sagði ég. — Hann var kyndari, og trúlofaður yndislegri stúlku, sem tilbað hann. Hann var henni meira virði en allt annað í heiminum, — alveg eins og þú unnustu þinni. Þau ætluðu að giftast eftir nokkra mánuði — al- veg eins og þið. En fyrir fimm ár- um rákumst við á vörulest á leiðinni frá Natal til Johannesburg. Enginn maður fórst. En sjóðandi vatnið úr gufukatlinum dembdist yfir George og mig. Ég brann mikið og George missti sjónina. — En járnbrautarfélagið hefur getað fundið aðra atvinnu handa honum, sagði Regan. — Hann fékk að velja um þrennt undir eins og hann náði heilsu: tal- símavörzlu, loftskeytastarf eða lyftustjórn í sjálfvirkri lyftu. En hann taldi þessi störf sér ósamboð- in og fannst minnkun í að taka við þeim. Hann var orðinn blindur og um leið maður, sem enginn gat not- að til neins, fannst honum. Og þetta sagði hann líka unnustunni sinni, — og svo hvarf hann .... Hann settist að hérna samtímis mér, og við fórum að tala saman. Ég gat fengið hann til að fá sér námskeið í smásagnaritun. Og núna kemst hann vel af. En hann missti stúlk- una sína .... Hún kom nefnilega hingað undir eins og hún gat grafið upp hvar hann var niður kominn og grát- bændi hann um að koma aftur til sín. En þetta var áður en George hafði fundið sjálfan sig. Og þess vegna sagði hann henni, að það væri réttast að hún finndi sér annan mann. Hún hlýddi honum og skrif- aði honum í hverri viku fjögur næstu árin. En hann svaraði henni aldrei, af því að hann hafði ein- skorðað sig við þetta: að hún gæti aldrei orðið hamingjusöm með blindum manni. Hann fékk síðasta bréfið hennar fyrir nokkrum vikum. Það var hrífandi bréf. Hún lýsti fyrir honum, hve innilega vænt sér þætti um hann. George hafði góðar tekjur af smá- sagnagerð sinni og meir en nægar tekjur til að geta alið önn fyrir konu og börnum. Þessvegna afráð I I yrkri — hann að gera sér ferð og heimsækja stúlkuna. Þætti henni vænt um hann ennþá, ætlaði hann að giftast henni. En hann kom of seint. Lækn- arnir sögðu, að það hefði verið ein- hver bilun í hjartanu. Það var meira en satt. George vissi það vel. Hún hafði blátt áfram dáið af harmi .... — Skelfingar flón hefur maður- inn verið, sagði Regan. — Hvers- vegna gat hann ekki heimsótt stúlk- una fyrr, úr því að allt gekk svona vel fyrir honum? — Af því að hnan var blindur og áleit að blindur maður væri einskis virði fyrir unga stúlku. — Ef ég gæti unnið fyrir mér blindur, mundi ég gera Jeanne orð um að koma undir eins, sagði Re- gan alvarlegur. Ég sagði ekkert. Og nokkrum dög- um síðar spurði Regan mig um þetta námskeið, sem Welsh hafði fengið. Ég sagði honum allt, sem ég vissi, og lét Rósu, dóttur frá Rodriguez, lesa fyrir hann prófskírteinið mitt. Og enginn var glaðari en ég, þegar hann kom til mín nokkrum dögum síðar til að biðja mig ráða. Ég stakk koma í frí til Lourenco Marques. Ef henni þykir verulega vænt um hann, hugsaði ég með mér, þá kem- ur hún undir eins. Og það var ein- mitt þetta, sem hún gerði. Hún kom með flugvél sama daginn sem hún fékk bréfið hans. Ég afsakaði mig með því, að ég þyrfti að fara ýmsra erinda til Beira. Ég vildi ekki hitta Jeanne Cameron og gerði það heldur aldrei. Því að þegar ég kom aftur til Lou- renco Marques, tveim vikum síðar, voru þau bæði farin til Pi'etoria. Frú Rodriguez sagði mér það, sem gerzt hafði. Hvernig þau hefðu grát- ið bæði, og stúlkan fullvissað hann um, að enginn maður væri henni nokkurs virði nema hann. Það skipti engu mál þó hann væri blindur. Um kvöldið sat ég aftur einn á svölunum og heita goluna frá Ind- landshafi lagði um mig allann. Ég var að hugsa um, hve óheiðarlegur ég hefði verið í þessu máli. Hvað mundi Guð segja, þegar ég stæði frammi fyrir hástól hans og ætti að fara að standa reikningsskap gerða minna á jörðunni. Mundu ó- sannindi mín verða fyrirgefin, úr því að þau urðu til góðs? Ég sagði nefnilega aldrei Regan, að þó að ég héti Elliott, skrifaði ég undir dulnefni — George Welsh — og að það var ég, sem hafði orðið blindur í járnbrautarslysinu fyrir fimm árum. Regan datt aldrei í hug, að blindur maður getur lært að ganga um eins og sjáandi með því að þjálfa heyrn sína og lyktnæmi. Hann vissi ekki heldur, að margt af því, sem ég hafði lýst fyrir hon- um, þegar við vorum á gangi sam- an, var hvergi til nema í mínu eig- in heilabúi. Ég vildi ekki láta hann vita, að ég var blindur líka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.