Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 17.12.1959, Blaðsíða 12
8 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1959 FÆRIST I 1(3Æ T /DAMÓTAÁRIÐ voru íbúar 3 jli Reykjavíkur 5802 talsins. Þá voru þrjú leikhús í bænum, það er að segja samkomuhús þar sem leik- ið var nokkurn veginn að staðaldri part úr vetri eða lengur. í Iðnaðar- mannahúsinu voru þá 254 sæti seld auk barnasæta, Góðtemplarahúsið tók allt að 150 manns og leikhús Breiðfjörðs við Bröttugötu, Fjala- kötturinn, nokkru fleiri, en þar voru þau þægindi, að nokkrir bekkjanna voru með bólstruð sæti. Þægindin voru annars lítil fyrir áhorfendur, Reykvíkingar höfðu setið á baklaus- um trébekkjum frá dögum Jóns Guðmundssonar ritstjóra og allt til þessa. Menn kipptu sér ekki upp við það. Og ekki voru þægindi leikenda meiri, en það þótti víst fáum tiltökumál, sem fórnuðu frí- stundum sínum í þágu leiklistarinn- ar. Eftir ástæðum verður því talið, að Reykjavík með 5802 íbúa hafi um aldamót átt að einu leikhússæti að hverfa fyrir hverja 10 íbúa. Leikfélögin fyrir aldamót gáfust upp hvert af öðru, hin merkustu þeirra Leikfélag góðtemplara' og Leikfélagið í Breiðfjörðshúsi tóku höndum saman um stofnun Leikfé- lags Reykjavíkur, eða öllu heldur fólk úr tveimur félögum ásamt á- hugasömum iðnaðarmönnum, sem ráðist höfðu í það stórvirki að byggja almennt samkomuhús fyrir bæinn og vildu halda félaginu til leigu á húsinu á leikkvöldum. Önn- ur leikfélög, sem störfuðu samtímis Leikfélagi Reykjavíkur á byrjunar- árum þess, gáfust líka fljótlega upp á hinum þunga róðri. Leikfélag Reykjavíkur hefur eitt þraukað af og starfar enn og af fullu fjöri í hinu gamla samkomuhúsi iðnaðar- mannanna, þó í seinni tíð stórum endurbætt bæði til þæginda fyrir leikendur og áhorfendur — og sem fyrr alltof lítið og þröngt fyrir leik- starfsemi sem heitið getur. Leikfélag Reykjavikur ætlar að færast í aukana og byggja hús yfir starfsemi sína. Það á þegar álitlega fúlgu í sjóði og því hefur verið út- hlutuð lóð. Með trausti því, sem fé- lagið á víst hjá öllum bæjarbúum, verður þess heldur ekki að bíða, að þessi óskadraumum félagsins rætist, þó að gamlir leikhúsgestir í Iðnó muni sakna gamla leikhússins og kunna einhvern veginn hálf illa tilhugsuninni um Leikfélagið ann- ars staðar i bænum en við Tjörnina. Og sjálfsagt er það ekki vonum fyrr, að þessi óskadraumur rætist. Nefna má í þessu sambandi leikhús- sæti fjöldan frá aldamótaárunum og bera saman við fjölda hinna föstu leikhúsgesta nú. Kemur þá í ljós, að nú er eitt sæti fyrir hverja 66 íbúa bæjarins á móti 10, sem áður voru. Auðvitað er skyldugt að minn- ast þess, að síðan eru kvikmynda- húsin komin til sögunnar og ekki var leikið á hverju kvöldi í gamla daga. Þegar hið gamla og virðulega fé- lag stendur gagnvart uppfyllingu drauma sinna og vona, er öllum hollt að minnast þess, að það eru hvorki þægindi áhorfenda né leik- enda og heldur ekki aukinn sæta- fjöldi, sem skapar leikhús. Ef svo væri, ætti tilkoma Þjóðleikhússins að hafa knúð leiklistina hér risa- skref í framfara átt. Því miður vita allir, að þar er hjakkað í sama far- inu og þá staðið var upp frá bekkj- unum í Iðnó gömlu. Leikendur í Iðnó hafa að minnsta kosti haldið fullkomnlega til jafns við hina fyrri félaga sína þessi árin svo ekki sé meira sagt. Það er hin innri þörf, hin brýna nauðsyn að reisa frá rótum þjóðlega leiklist, sem knýr hér sem annars staðar til þess að skapa sér lífsskil- yrði í mannsæmandi umhverfi. — Þannig verða leikhús til. Og áhorf- endur liggja ekki á liði sínu, þegar þeir verða varir slíkrar viðleitni. Þörfin er öll þeirra. Einu sinni hefur Leikfélag Reykjavíkur staðið á slíkum tíma- mótum fyrr en nú. Það er ánægju- legt að minnast þess nú í sama AllkANA mánuðinum og minnzt er aldaraf- mælis eins ótrauðasta forvígismanns Leikfélagsins fyrstu aldartugina, Einars H. Kvarans rithöfundar. Það var einmitt að tilefni frumsýning- arinnar á sjónleik hans, Lénharði fógeta, að raddir kváðu upp úr með það, að nú væri kominn tími til þess að Leikfélagið færðist í aukana og byggði yfir sig hús. Þetta var vet- urinn 1914 eftir nýár, en Lénharður var frumsýndur á jólum. Sýningin varð mikill sigur fyrir Leikfélagið og leiklistarvinir glöddust yfir því, að hann var annar stórsigur fé- lagsins á tveimur árum. Hinn fyrri var sýningin á Fjalla-Eyvindi á jól- um 1911. í Lögréttu, blaði Þorsteins Gislasonar, er þess getið 1. jan. 1914, að aðsóknin að leiknum sé eins mikil og að Fjalla-Eyvindi fyrir tveimur árum og blaðið bætir við: ,,— framför er það frá því, sem ver- ið hefur, að eignast einn slíkan leik, þótt ekki sé nema annað hvort ár.“ íslenzku leikritin, fyrst Fjalla- Eyvindur, síðan Lénharður fógeti, og svo hvert á fætur öðru, Galdra- Loftur, syndir annarra, og fyrsta leikrit Kambans, Hadda-Padda, sem sköpuðu óþreyjuna eftir fullkomnu leikhúsi til handa Leikfélagi Reykjavíkur. — Málin skipuðust reyndar öðru vísi síðar, í stað þess að sýning íslenzku leikritanna hefði getað orðið sá grundvöllur, sem Leikfélagið sjálft byggði upp af, urðu þær lyftistöng hugmyndarinn- ar um byggingu Þjóðleikhússins. En það var sem sagt Lénharður fógeti sem vakti vonir manna um nýtt leikhús. Leiklistarvinur einn hafði farið þrisvar sinnum til þess að sjá Lénharð eftir nýár 1914. Hann getur ekki orða bundizt og skrifar grein í Lögréttu nokkru síð- ar. Hann segist ekki vita, hvort hann hafi orðið fyrstur til að kaupa leikritið, þegar það kom út, en fyrsta daginn, sem það var til sölu, keypti hann það og er búinn að lesa-það, einnig þrisvar. „Það var ekki annað en uppfyll- 'ing eftirvæntingar minnar og vona, þegar ég heyrði, að Einar Hjörleifs- son hefði samið leikrit, segir hann, Halla í Fjalla-Eyvindi. GuSrún IndriSadóttir fœrði Leikfélaginu sigur í þessu hlutverki á jólum 1911.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.